Geimfarinn Mark Watney á ótrúleg ævintýri á Mars í skáldsögunni The Martian
Skjáskot / YouTube

Eyddi 368 síðum í að gera líf söguhetjunar að helvíti

Þegar geimfarinn Mark Watney verður strandaglópur á Mars þarf hann að treysta á sjálfan sig til að lifa af í fjögur jarðár. Hjálpin berst ekki fyrr.

Þann 2. októ­ber hefj­ast sýn­ingar á kvik­mynd­inni The Mart­ian sem byggð er á skáld­sögu Andy Weir með sama titli og kom fyrst út árið 2011. The Mart­ian komst á met­sölu­lista New York Times í mars í fyrra. Sagan sem sögð er í bók­inni er mögnuð en þar má lesa dag­bók­ar­færslur banda­ríska geim­far­ans Mark Watney sem hefur orðið stranda­glópur á Mars eftir að gríð­ar­mik­ill sand­stormur hrakti félaga hans frá banda­rísku geim­ferða­stof­un­un­inni (NA­SA) af yfir­borði rauðu plánet­un­ar.

Watney þarf að lifa af á Mars í fjögur ár eða þar til, sam­kvæmt útreikn­ingum sín­um, NASA getur sent björg­un­ar­leið­angur til Mars. Hann hefur enga leið til að hafa sam­band við jörðu og þarf þess vegna að treysta alfarið á sjálfan sig til þess að kom­ast af.

En það er ekki aðeins sagan sem sögð er í bók­inni sem er áhuga­verð heldur einnig hvernig hún er skrifuð af Andy Weir og hvernig hún var gefin út eftir óhefð­bundnum leið­um, ef miðað er við hefð­bunda bóka­út­gáfu met­sölu­bóka í prent­uðu formi.

Allt á sér stoð í raun­veru­leik­anum

Ólíkt vin­sæl­ustu vís­inda­skáld­sögum getur allt átt sér stað í raun­veru­leik­an­um. „Einn dag­inn, milli þess sem ég sinnti mínum ónör­da­legu verk­efn­um, byrj­aði ég að ímynda mér ferða­lag manna til Mar­s,“ skrifar Andy Weir í pistli á Salon.com árið 2014. „Ég skrif­aði meira að segja for­rit til þess að reikna spor­braut­ar­feril þess­arar ímynd­uðu ferðar frá jörðu til Mars. […] Ég þurfti að taka bil­anir með í reikn­ing­inn þegar geim­far­arnir myndu lenda á yfir­borði Mars. Hvað skyldi ger­ast ef eitt­hvað færi úrskeið­is? Hvernig mundi ég und­ir­búa ferð­ina svo hóp­ur­inn hefði vara­á­ætl­an­ir? Hvað ef vara­á­ætl­an­irnar færu úrskeið­is?“

Í þessum þönkum sínum átt­aði Weir sig á því að ískyggi­leg svör við þessum spurn­ingum væru hugs­an­lega efni í áhuga­verða sögu. „Þarna fædd­ist hug­myndin að The Mart­i­an,“ skrifar hann. „Svo ég eyddi 368 síðum í að gera líf óheppnu sögu­hetj­unar Mark Watney að hel­vít­i.“

Matt Damon í hlutverki Mark Watney, geimfarans óheppna sem verður strandaglópur á Mars.
Skjáskot / Youtube

Frá­sagn­ar­stíll­inn í bók­inni er fyrstu per­sónu frá­sögn geim­far­ans óheppna; dag­bók­ar­færsla hans þar sem hann reifar vanda­málin sem að honum steðja og hugs­an­legar lausnir við ótrú­leg­ustu vanda­mál­um. Weir seg­ist hafa haft áhyggjur af því að bókin yrði þurr og leið­in­leg áður en hann átt­aði sig á að vís­indi gætu raun­veru­lega leitt sög­una. Höf­und­ur­inn rekur þannig flókin reikn­ings­dæmi þar sem Watney reynir að eyða nitri úr and­rúms­lofti mann­gerða skýl­is­ins sem geim­far­arnir höfðu reist á Mars og hversu margar kalor­íur hann þarf að inn­byrða úr kart­öfl­unum sem hann ræktar svo hann kom­ist örugg­lega lífs af.

Öðru hvoru flyst frá­sögnin svo til jarðar þar sem starfs­menn NASA ótt­ast um líf Watney og reyna svo að bjarga hon­um.

Kafl­arnir rit­rýndir á vefnum

Bók­ina gaf Weir fyrst út á vef­síðu sinni, kafla fyrir kafla. Áhuga­fólk um allan heim gaf honum þar vís­bend­ingar um hugs­an­legar hættur sem gætu staðið að Watney og leið­réttu útreikn­inga hans. „Um síðir fóru les­endur að biðja mig um að koma bók­inni í heild­tætt form á Amazon svo hægt væri að lesa hana á spjald­tölv­um. Svo ég fann mynd af Mars og setti á kápuna og seldi fyrir 99 sent því Amazon leyfði mér ekki að gefa hana.“

Í við­tali við Adam Savage, sem þekkt­astur er fyrir að vera einn þátta­stjórn­anda í Myth Busters á Discovery-­sjón­varps­stöð­inni, útskýrir Weir hvernig hann lagði sig sér­stak­lega fram í rann­sóknum fyrir bók­ina til að gera sög­una eins senni­lega og áreið­an­lega og hægt er. Við­talið má sjá í mynd­band­inu hér að neð­an.

Í pistli sínum skrifar Weir að eftir að hann hóf að gefa hana út á vef­síðu sinni hafi hann fengið tölvu­pósta frá geim­förum, starfs­mönnum stjórn­stöð NASA, tækni­mönnum kjarn­orkukaf­báta, efna­fræð­ing­um, eðl­is­fræð­ingum og land­fræð­ing­um, auk fjölda ann­arra. „Allir höfðu gott að segja um tækni­lega nákvæmni bók­ar­innar þó sumir hafi sent leið­rétt­ingar á villum hjá mér. Þær villur leið­rétti ég nær allar í síð­ustu útgáf­unni sem prentuð var,“ skrifar Weir.

Svo ég fann mynd af Mars og setti á kápuna og seldi fyrir 99 sent því Amazon leyfði mér ekki að gefa hana.

Eftir að bókin kom út hjá Amazon komst hún á topp list­ans yfir mest seldu bæk­urnar í flokki vís­inda­skáld­sagna á vefnum og henni var hlaðið niður 35 þús­und sinnum á þremur mán­uð­um. Nán­ast um leið og bóka­út­gef­endur höfðu sam­band við Weir hófu stóru kvik­mynda­verin verð­stríð um kvik­mynda­rétt­inn að sög­unni. Bókin hefur nú verið gefin út í hljó­bók­ar­formi á ensku og þýdd á fjöl­mörg tungu­mál, þó ekki íslensku.

Sagan hefur nú verið kvik­mynduð í leik­stjórn Ridley Scott sem hefur hlotið fjöl­mörg verð­laun fyrir kvik­myndir sín­ar. Þar má nefna stór­mynd­irnar Alien (1979), Gladi­ator (2000) og Black Hawk Down (2001). Með hlut­ver Mark Watney fer ósk­arsverð­launa­haf­inn Matt Damon. Auk hans fara meðal ann­ars Jessica Chasta­in, Kristen Wiig, Kate Mara, Jeff Dani­els og Sean Bean með hlut­verk í mynd­inni. Mynd­inni hefur verið lýst sem sam­suðu af Apollo 13 eftir Ron Howard og Cast Away eftir Robert Zem­eck­is. Stiklu úr kvik­mynd­inni má sjá í mynd­band­inu hér að neð­an.

Í ekki svo fjar­lægri fram­tíð

Jafn­vel þó saga Weir styð­ist við raun­veru­leg vís­indi og þekk­ingu mann­kyns í dag er þetta enn vís­inda­skáld­saga. Höf­und­ur­inn við­ur­kennir til dæmis að hafa vís­vit­andi hundsað hættur á borð við óhindr­aða sól­ar­geislun þegar hann hann­aði sögu­svið­ið. En hversu langt er þar til tæknin leyfir mann­kyn­inu að senda mönnuð geim­för til Mars?

NASA hefur þegar lent níu könn­un­ar­förum á yfir­borð Mars. Það síð­asta, Curi­osity, lenti árið 2012 og sendir enn myndir af yfir­borði Mars og rann­sókn­ar­gögn sem það aflar úr jarð­vegi plánet­un­ar. Utan þess­ara verk­efna hafa þónokkrir gervi­hnettir kom­ist á spor­braut um Mars eða flogið fram­hjá og sent gögn til jarð­ar. Fjögur verk­efni eru auk þess í þró­un. ExoM­ars verður sent frá jörðu á næsta ári auk InSight. Báðum förum er ætlað að lenda á Mars.

Á dög­unum voru drög að nýju verk­efni kynnt en þar er ætl­unin að lenda geim­fari á yfir­borði Mars, safna jarð­vegs­sýnum og snúa aftur til jarð­ar. NASA áætlar að vef­kefnið verði mögu­legt á þriðja ára­tug þess­arar aldar og verði geim­far Space X-einka­fyr­ir­tæk­is­ins notað til þess að kom­ast á yfir­borð Mars og aftur til jarð­ar.

For­stjóri Space X, Elon Musk, segir tæki geim­ferða­fyr­ir­tæk­is­ins nógu öflug til að geta ferð­ast alla leið til Mars en sjálfur hefur hann sagst vilja eyða síð­ustu ævi­árum sínum á plánetuni. Slíkt kann þó að vera ómögu­legt, enn um sinn, því sam­kvæmt nýlegri rann­sókn vís­inda­manna við tækni­stof­un­ina í Massachu­setts (MIT) gætu áætl­anir hol­lenska fyr­ir­tæk­is­ins Mars One um að lenda fjórum mann­eskjum á Mars árið 2025 verið gall­að­ar.

Mars One miðar að því að geim­far­arnir geti búið á Mars í nokkurn tíma, ræktað þar plöntur (eins og Mark Watney í The Mart­i­an) og fram­leitt vatn úr jarð­veg­in­um. Vís­inda­menn MIT segja slíkt hins vegar enn ómögu­legt. Of mikil eld­hætta mundi til að mynda skap­ast við það eitt að plönt­urnar fram­leiði súr­efni í vist­ar­verum land­nem­anna.

The Mart­ian verður frum­sýnd í kvik­mynda­húsum á Íslandi 2. októ­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar