Finnar sjá fram á flóknar stjórnarmyndunar- viðræður

h_51896228-1.jpg
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn er sig­ur­veg­ari finnsku þing­kosn­ing­anna sem fóru fram í gær með rúmt 21 pró­sent atkvæða og 49 af 200 þing­sæt­um. Flokk­ur­inn bætir við sig miklu fylgi frá því í kosn­ing­unum 2011 og mun fá stjórn­ar­mynd­urn­ar­um­boð frá for­set­anum sem stærsti flokkur lands­ins. Á hæla Mið­flokks­ins fylgja svo þrír flokkar í hnapp sem mun flækja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Þjóð­ar­banda­lagið sem er mið-hægri flokkur tap­aði miklu fylgi frá síð­ustu kosn­ingum en fékk þó næst­flest atkvæði með 18,2 pró­sent og 37 þing­sæti. Ekki er víst að flokk­ur­inn sæk­ist eftir því að vera áfram í rík­is­stjórn þótt að leið­togi hans og for­sæt­is­ráð­herra, Alex­ander Stubb, hafi gefið það í skyn í kosn­inga­bar­átt­unni.

Sannir Finnar töp­uðu nokkru fylgi frá því í met­kosn­ing­unum fyrir fjórum árum en geta þó vel við unað með 17,6 pró­sent og 38 þing­sæti. Jafn­að­ar­menn hljóta að vera ósáttir við árang­ur­inn en þeir eru aðeins fjórði stærsti flokkur lands­ins með 16,5 pró­sent og 34 þing­sæti sem sögu­lega séð er afar slakur árang­ur. Fyrir kosn­ing­arnar höfðu margir spáð því að Mið­flokk­ur­inn mynd­aði stjórn með Sönnum Finnum og Jafn­að­ar­mönnum og hugs­an­lega taka inn fjórða flokk­inn til að styrkja stjórn­ina. Það flækir þó óneit­an­lega stöð­una að hinn popúlistíski flokkur Sannra Finna hafi náð betri árangri en Jafn­að­ar­menn. Spurn­ingin er hvaða kröfur þeir muni gera varð­andi inn­flytj­enda­stefnu og mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins en ljóst er að þeir munu þurfa að gefa margt eftir til þess að hægt sé að mynda starf­hæfa stjórn með þeim.

For­maður Mið­flokks­ins, Juha Sipilä, sagði á kosn­inga­vöku finnska sjón­varps­ins að hann myndi strax hefja við­ræður við hina flokk­ana en hann hefði í raun engar fyr­ir­fram­gefnar hug­myndir um það með hverjum hann vildi starfa. Mikið yllti á sam­vinnu og trún­aði milli flokk­anna en tölu­vert skorti á þessa þætti hjá flokk­unum sem mynd­uðu síð­ustu rík­is­stjórn. Sipilä sagði jafn­framt að mál­efnin ættu fremur að ráða því hvað flokkar mynd­uðu stjórn en stærð þeirra í kosn­ing­um.

Auglýsing

Juha Sipilä formaður Miðflokksins ræðir við fréttamenn eftir finnsku þingkosningarnar. Mynd: EPA Juha Sipilä for­maður Mið­flokks­ins ræðir við frétta­menn eftir finnsku þing­kosn­ing­arn­ar. Mynd: EPA

Önnur úrslit sjá sænskumælandi Finnum



Úr­slitin í þeim hluta lands­ins þar sem sænsku­mæl­andi Finnar eru í meiri­hluta voru tals­vert öðru­vísi en þegar landið allt er skoð­að. Þar er Þjóð­ar­banda­lagið stærsti flokk­ur­inn, Jafn­að­ar­menn í öðru sæti og þar á eftir kemur hinn frjáls­lyndi Sænski þjóð­ar­flokk­ur. Sannir Finnar eru í fjórða sæti með 13,7 pró­sent, litlu meira en Græn­ingjar, en Mið­flokk­ur­inn er aðeins í sjötta sæti með 8,5 pró­sent. Hér munar miklu um höf­uð­borg­ina Helsinki en þar hefur Þjóð­ar­banda­lagið mjög sterka stöðu.

Áhuga­vert verður að sjá hvort að hinn Sænski Þjóð­ar­flokkur getur hugsað sér að vera í stjórn með Sönnum Finn­um. Á meðan þeir fyrr­nefndu vilja vernda sér­stöðu hins sænsku­mæl­andi minni­hluta og efla tengsl við Norð­ur­lönd­in, vilja Sannir Finnar meðal ann­ars að sænska verði ekki lengur skyldu­fag í finnskum skól­um. Þá er afstaða flokk­anna tveggja til Evr­ópu­sam­bands­ins gjör­ó­lík.

Hvernig ætla Sannir Finnar að leysa vandamál vinnu­markaðar­ins?



Ef marka má yfir­lýs­ingar Sannra Finna mætti leysa flest vanda­mál Finn­lands með því að draga úr fjölda inn­flytj­enda. Þeir skil­greina finnska menn­ingu afar þröngt og því er ekki aðeins hug­takið fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag eitur í þeirra beinum heldur hafa þeir gagn­rýnt fjár­fram­lög til ýmissa list­greina. Jafn­framt vilja þeir draga úr fjölda inn­flytj­enda og tak­marka mögu­leika þeirra á vinnu­mark­aði. Þessi stefna fer hins vegar illa saman við þá stað­reynd að finnska þjóðin eld­ist hratt og því eru í raun aðeins tveir mögu­leika í stöð­unni. Annað hvort þarf að fjölga inn­flytj­endum til þess að halda vinnu­mark­að­inum uppi, eða gjör­breyta kerf­inu þannig að fólk vinni lengur og þyggi því ekki líf­eyri fyrr en mun síðar en það gerir í dag.

Það er ekki aðeins stefnu­skrá Sannra Finna sem gæti fælt aðra flokka frá sam­starfi við þá heldur er þing­manna­hóp­ur­inn nokkuð óút­reikn­an­leg­ur. Mið­flokk­ur­inn mun því tryggja að hann hafi alltaf tryggan meiri­hluta til þess að ekki þurfi að grípa til katta­smöl­unar í hvert sinn sem greiða á atkvæði í þing­inu.

Næstu dagar snúast um efna­hagsmálin



Þrátt fyrir að efna­hags­málin séu lang­mik­il­væg­asti þáttur kom­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna er erfitt að ráða í áherslur flokk­anna eftir kosn­inga­bar­átt­una. Þeir forð­uð­ust að ræða smá­at­riði eða segja nákvæm­lega hvaða breyt­ingar þeir muni ráð­ast í til að stoppa fjár­lagagatið og stöðva skulda­söfn­un. Hugs­an­lega má finna ein­hverja vís­bend­ingu um fram­haldið í orðum verð­andi for­sæt­is­ráð­herra á kosn­inga­vöku flokks­ins í gær. Þar hvatti Juha Sipilä alla Finna til að setja hags­muni lands­ins framar eigin hags­mun­um, en útskýrði þó ekki nánar hvað hann átti við. Fáum dylst þó að hér er verð­andi for­sæt­is­ráð­herra Finna að segja að framundan séu mögur ár með til­heyr­andi vanda­málum og mögu­legum ill­deil­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None