Finnar sjá fram á flóknar stjórnarmyndunar- viðræður

h_51896228-1.jpg
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn er sig­ur­veg­ari finnsku þing­kosn­ing­anna sem fóru fram í gær með rúmt 21 pró­sent atkvæða og 49 af 200 þing­sæt­um. Flokk­ur­inn bætir við sig miklu fylgi frá því í kosn­ing­unum 2011 og mun fá stjórn­ar­mynd­urn­ar­um­boð frá for­set­anum sem stærsti flokkur lands­ins. Á hæla Mið­flokks­ins fylgja svo þrír flokkar í hnapp sem mun flækja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Þjóð­ar­banda­lagið sem er mið-hægri flokkur tap­aði miklu fylgi frá síð­ustu kosn­ingum en fékk þó næst­flest atkvæði með 18,2 pró­sent og 37 þing­sæti. Ekki er víst að flokk­ur­inn sæk­ist eftir því að vera áfram í rík­is­stjórn þótt að leið­togi hans og for­sæt­is­ráð­herra, Alex­ander Stubb, hafi gefið það í skyn í kosn­inga­bar­átt­unni.

Sannir Finnar töp­uðu nokkru fylgi frá því í met­kosn­ing­unum fyrir fjórum árum en geta þó vel við unað með 17,6 pró­sent og 38 þing­sæti. Jafn­að­ar­menn hljóta að vera ósáttir við árang­ur­inn en þeir eru aðeins fjórði stærsti flokkur lands­ins með 16,5 pró­sent og 34 þing­sæti sem sögu­lega séð er afar slakur árang­ur. Fyrir kosn­ing­arnar höfðu margir spáð því að Mið­flokk­ur­inn mynd­aði stjórn með Sönnum Finnum og Jafn­að­ar­mönnum og hugs­an­lega taka inn fjórða flokk­inn til að styrkja stjórn­ina. Það flækir þó óneit­an­lega stöð­una að hinn popúlistíski flokkur Sannra Finna hafi náð betri árangri en Jafn­að­ar­menn. Spurn­ingin er hvaða kröfur þeir muni gera varð­andi inn­flytj­enda­stefnu og mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins en ljóst er að þeir munu þurfa að gefa margt eftir til þess að hægt sé að mynda starf­hæfa stjórn með þeim.

For­maður Mið­flokks­ins, Juha Sipilä, sagði á kosn­inga­vöku finnska sjón­varps­ins að hann myndi strax hefja við­ræður við hina flokk­ana en hann hefði í raun engar fyr­ir­fram­gefnar hug­myndir um það með hverjum hann vildi starfa. Mikið yllti á sam­vinnu og trún­aði milli flokk­anna en tölu­vert skorti á þessa þætti hjá flokk­unum sem mynd­uðu síð­ustu rík­is­stjórn. Sipilä sagði jafn­framt að mál­efnin ættu fremur að ráða því hvað flokkar mynd­uðu stjórn en stærð þeirra í kosn­ing­um.

Auglýsing

Juha Sipilä formaður Miðflokksins ræðir við fréttamenn eftir finnsku þingkosningarnar. Mynd: EPA Juha Sipilä for­maður Mið­flokks­ins ræðir við frétta­menn eftir finnsku þing­kosn­ing­arn­ar. Mynd: EPA

Önnur úrslit sjá sænskumælandi FinnumÚr­slitin í þeim hluta lands­ins þar sem sænsku­mæl­andi Finnar eru í meiri­hluta voru tals­vert öðru­vísi en þegar landið allt er skoð­að. Þar er Þjóð­ar­banda­lagið stærsti flokk­ur­inn, Jafn­að­ar­menn í öðru sæti og þar á eftir kemur hinn frjáls­lyndi Sænski þjóð­ar­flokk­ur. Sannir Finnar eru í fjórða sæti með 13,7 pró­sent, litlu meira en Græn­ingjar, en Mið­flokk­ur­inn er aðeins í sjötta sæti með 8,5 pró­sent. Hér munar miklu um höf­uð­borg­ina Helsinki en þar hefur Þjóð­ar­banda­lagið mjög sterka stöðu.

Áhuga­vert verður að sjá hvort að hinn Sænski Þjóð­ar­flokkur getur hugsað sér að vera í stjórn með Sönnum Finn­um. Á meðan þeir fyrr­nefndu vilja vernda sér­stöðu hins sænsku­mæl­andi minni­hluta og efla tengsl við Norð­ur­lönd­in, vilja Sannir Finnar meðal ann­ars að sænska verði ekki lengur skyldu­fag í finnskum skól­um. Þá er afstaða flokk­anna tveggja til Evr­ópu­sam­bands­ins gjör­ó­lík.

Hvernig ætla Sannir Finnar að leysa vandamál vinnu­markaðar­ins?Ef marka má yfir­lýs­ingar Sannra Finna mætti leysa flest vanda­mál Finn­lands með því að draga úr fjölda inn­flytj­enda. Þeir skil­greina finnska menn­ingu afar þröngt og því er ekki aðeins hug­takið fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag eitur í þeirra beinum heldur hafa þeir gagn­rýnt fjár­fram­lög til ýmissa list­greina. Jafn­framt vilja þeir draga úr fjölda inn­flytj­enda og tak­marka mögu­leika þeirra á vinnu­mark­aði. Þessi stefna fer hins vegar illa saman við þá stað­reynd að finnska þjóðin eld­ist hratt og því eru í raun aðeins tveir mögu­leika í stöð­unni. Annað hvort þarf að fjölga inn­flytj­endum til þess að halda vinnu­mark­að­inum uppi, eða gjör­breyta kerf­inu þannig að fólk vinni lengur og þyggi því ekki líf­eyri fyrr en mun síðar en það gerir í dag.

Það er ekki aðeins stefnu­skrá Sannra Finna sem gæti fælt aðra flokka frá sam­starfi við þá heldur er þing­manna­hóp­ur­inn nokkuð óút­reikn­an­leg­ur. Mið­flokk­ur­inn mun því tryggja að hann hafi alltaf tryggan meiri­hluta til þess að ekki þurfi að grípa til katta­smöl­unar í hvert sinn sem greiða á atkvæði í þing­inu.

Næstu dagar snúast um efna­hagsmálinÞrátt fyrir að efna­hags­málin séu lang­mik­il­væg­asti þáttur kom­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna er erfitt að ráða í áherslur flokk­anna eftir kosn­inga­bar­átt­una. Þeir forð­uð­ust að ræða smá­at­riði eða segja nákvæm­lega hvaða breyt­ingar þeir muni ráð­ast í til að stoppa fjár­lagagatið og stöðva skulda­söfn­un. Hugs­an­lega má finna ein­hverja vís­bend­ingu um fram­haldið í orðum verð­andi for­sæt­is­ráð­herra á kosn­inga­vöku flokks­ins í gær. Þar hvatti Juha Sipilä alla Finna til að setja hags­muni lands­ins framar eigin hags­mun­um, en útskýrði þó ekki nánar hvað hann átti við. Fáum dylst þó að hér er verð­andi for­sæt­is­ráð­herra Finna að segja að framundan séu mögur ár með til­heyr­andi vanda­málum og mögu­legum ill­deil­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None