Finnar sjá fram á flóknar stjórnarmyndunar- viðræður

h_51896228-1.jpg
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn er sig­ur­veg­ari finnsku þing­kosn­ing­anna sem fóru fram í gær með rúmt 21 pró­sent atkvæða og 49 af 200 þing­sæt­um. Flokk­ur­inn bætir við sig miklu fylgi frá því í kosn­ing­unum 2011 og mun fá stjórn­ar­mynd­urn­ar­um­boð frá for­set­anum sem stærsti flokkur lands­ins. Á hæla Mið­flokks­ins fylgja svo þrír flokkar í hnapp sem mun flækja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Þjóð­ar­banda­lagið sem er mið-hægri flokkur tap­aði miklu fylgi frá síð­ustu kosn­ingum en fékk þó næst­flest atkvæði með 18,2 pró­sent og 37 þing­sæti. Ekki er víst að flokk­ur­inn sæk­ist eftir því að vera áfram í rík­is­stjórn þótt að leið­togi hans og for­sæt­is­ráð­herra, Alex­ander Stubb, hafi gefið það í skyn í kosn­inga­bar­átt­unni.

Sannir Finnar töp­uðu nokkru fylgi frá því í met­kosn­ing­unum fyrir fjórum árum en geta þó vel við unað með 17,6 pró­sent og 38 þing­sæti. Jafn­að­ar­menn hljóta að vera ósáttir við árang­ur­inn en þeir eru aðeins fjórði stærsti flokkur lands­ins með 16,5 pró­sent og 34 þing­sæti sem sögu­lega séð er afar slakur árang­ur. Fyrir kosn­ing­arnar höfðu margir spáð því að Mið­flokk­ur­inn mynd­aði stjórn með Sönnum Finnum og Jafn­að­ar­mönnum og hugs­an­lega taka inn fjórða flokk­inn til að styrkja stjórn­ina. Það flækir þó óneit­an­lega stöð­una að hinn popúlistíski flokkur Sannra Finna hafi náð betri árangri en Jafn­að­ar­menn. Spurn­ingin er hvaða kröfur þeir muni gera varð­andi inn­flytj­enda­stefnu og mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins en ljóst er að þeir munu þurfa að gefa margt eftir til þess að hægt sé að mynda starf­hæfa stjórn með þeim.

For­maður Mið­flokks­ins, Juha Sipilä, sagði á kosn­inga­vöku finnska sjón­varps­ins að hann myndi strax hefja við­ræður við hina flokk­ana en hann hefði í raun engar fyr­ir­fram­gefnar hug­myndir um það með hverjum hann vildi starfa. Mikið yllti á sam­vinnu og trún­aði milli flokk­anna en tölu­vert skorti á þessa þætti hjá flokk­unum sem mynd­uðu síð­ustu rík­is­stjórn. Sipilä sagði jafn­framt að mál­efnin ættu fremur að ráða því hvað flokkar mynd­uðu stjórn en stærð þeirra í kosn­ing­um.

Auglýsing

Juha Sipilä formaður Miðflokksins ræðir við fréttamenn eftir finnsku þingkosningarnar. Mynd: EPA Juha Sipilä for­maður Mið­flokks­ins ræðir við frétta­menn eftir finnsku þing­kosn­ing­arn­ar. Mynd: EPA

Önnur úrslit sjá sænskumælandi FinnumÚr­slitin í þeim hluta lands­ins þar sem sænsku­mæl­andi Finnar eru í meiri­hluta voru tals­vert öðru­vísi en þegar landið allt er skoð­að. Þar er Þjóð­ar­banda­lagið stærsti flokk­ur­inn, Jafn­að­ar­menn í öðru sæti og þar á eftir kemur hinn frjáls­lyndi Sænski þjóð­ar­flokk­ur. Sannir Finnar eru í fjórða sæti með 13,7 pró­sent, litlu meira en Græn­ingjar, en Mið­flokk­ur­inn er aðeins í sjötta sæti með 8,5 pró­sent. Hér munar miklu um höf­uð­borg­ina Helsinki en þar hefur Þjóð­ar­banda­lagið mjög sterka stöðu.

Áhuga­vert verður að sjá hvort að hinn Sænski Þjóð­ar­flokkur getur hugsað sér að vera í stjórn með Sönnum Finn­um. Á meðan þeir fyrr­nefndu vilja vernda sér­stöðu hins sænsku­mæl­andi minni­hluta og efla tengsl við Norð­ur­lönd­in, vilja Sannir Finnar meðal ann­ars að sænska verði ekki lengur skyldu­fag í finnskum skól­um. Þá er afstaða flokk­anna tveggja til Evr­ópu­sam­bands­ins gjör­ó­lík.

Hvernig ætla Sannir Finnar að leysa vandamál vinnu­markaðar­ins?Ef marka má yfir­lýs­ingar Sannra Finna mætti leysa flest vanda­mál Finn­lands með því að draga úr fjölda inn­flytj­enda. Þeir skil­greina finnska menn­ingu afar þröngt og því er ekki aðeins hug­takið fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag eitur í þeirra beinum heldur hafa þeir gagn­rýnt fjár­fram­lög til ýmissa list­greina. Jafn­framt vilja þeir draga úr fjölda inn­flytj­enda og tak­marka mögu­leika þeirra á vinnu­mark­aði. Þessi stefna fer hins vegar illa saman við þá stað­reynd að finnska þjóðin eld­ist hratt og því eru í raun aðeins tveir mögu­leika í stöð­unni. Annað hvort þarf að fjölga inn­flytj­endum til þess að halda vinnu­mark­að­inum uppi, eða gjör­breyta kerf­inu þannig að fólk vinni lengur og þyggi því ekki líf­eyri fyrr en mun síðar en það gerir í dag.

Það er ekki aðeins stefnu­skrá Sannra Finna sem gæti fælt aðra flokka frá sam­starfi við þá heldur er þing­manna­hóp­ur­inn nokkuð óút­reikn­an­leg­ur. Mið­flokk­ur­inn mun því tryggja að hann hafi alltaf tryggan meiri­hluta til þess að ekki þurfi að grípa til katta­smöl­unar í hvert sinn sem greiða á atkvæði í þing­inu.

Næstu dagar snúast um efna­hagsmálinÞrátt fyrir að efna­hags­málin séu lang­mik­il­væg­asti þáttur kom­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna er erfitt að ráða í áherslur flokk­anna eftir kosn­inga­bar­átt­una. Þeir forð­uð­ust að ræða smá­at­riði eða segja nákvæm­lega hvaða breyt­ingar þeir muni ráð­ast í til að stoppa fjár­lagagatið og stöðva skulda­söfn­un. Hugs­an­lega má finna ein­hverja vís­bend­ingu um fram­haldið í orðum verð­andi for­sæt­is­ráð­herra á kosn­inga­vöku flokks­ins í gær. Þar hvatti Juha Sipilä alla Finna til að setja hags­muni lands­ins framar eigin hags­mun­um, en útskýrði þó ekki nánar hvað hann átti við. Fáum dylst þó að hér er verð­andi for­sæt­is­ráð­herra Finna að segja að framundan séu mögur ár með til­heyr­andi vanda­málum og mögu­legum ill­deil­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None