Lélegir kennarar í sænskum menntaskólum

h_51369777-1.jpg
Auglýsing

Fyrir síðustu þingkosningar í Svíþjóð voru menntamál í brennidepli enda hefur árangur sænskra nemenda versnað mikið samkvæmt alþjóðlegu PISA-könnuninni. Hægri stjórnin sem féll eftir kosningarnar í fyrra jók einkarekstur í menntakerfinu og breytti einkunnakerfinu sem virðist ekki hafa fallið í kramið hjá nemendum.

Nú fá nemendur einkunn á bilinu A-F og virðist vera sem mörgum finnist nýja kerfið ógegnsætt og flókið. Nýlega birtist svo könnun þar sem í ljós kom að sænskir menntaskólanemar eru vægast sagt ósáttir við þá menntun sem þeir fá og umgjörðina sjálfa.

Annar hver nemandi áhugalaus um námið


Könnunin var unnin á vegum Kennarasambandsins og sænskra nemendafélaga en rætt var við eitt þúsund nemendur á síðasta ári í framhaldsskóla og um eitt þúsund kennara. 53 prósent nemenda sögðu að þau hefðu lítinn áhuga á náminu og fjórði hver nemandi hefur íhugað að hætta námi.

Þessar tölur virðast ekki koma neinum á óvart því áhugi nemenda minnkar jafnt og þétt frá fimmta bekk grunnskólans og því líklegt að sama þróun haldi áfram upp í menntaskóla. Hins vegar hafa kennarar og nemendur mjög ólíkar hugmyndir um þann undirbúning sem nemendur fá áður en þeir hefja nám í framhaldsskóla. Til dæmis telja 70 prósent nemenda að þeir fái nægilega góðan undirbúning í grunnskóla fyrir frekara nám en aðeins 35 prósent kennara telja að svo sé. Kennarar segja einnig að verulega skorti á leiðsögn í grunnskólum þegar kemur að vali á frekara námi og hvað þurfi til að ná góðum árangri.

Auglýsing

Hægri stjórnin gerði þá breytingu á framhaldsskólum að nú er meiri aðskilnaður milli bóklegs og verklegs náms. Nemendur þurfa því snemma að ákveða hvert þeir stefna enda veitir verknám ekki sjálfkrafa rétt til háskólanáms. Þetta hefur meðal annars orsakað það að sífellt færri sækja um verknám og áberandi fleiri nemendur í verknámi telja að þeir hafi valið ranga leið.

Kenna lélegum kennurum um áhugaleysið


Sænska dagblaðið tók viðtal við nokkra nemendur til þess að komast að því hvers vegna áhugaleysi er svo útbreytt meðal sænskra nemenda. Ekki stóð á svari því þeir voru sammála um að ástæðuna mætti rekja til lélegra kennara. Ein þeirra sagði að hún hefði einfaldlega misst trúna á kennarana. „Ég er viss um að það eru margir góðir kennarar þarna úti, en þeir hafa hins vegar ekki nógu mikinn tíma. Það er svo mikil skrifinnska að þeir hafa ekki tíma til að skipuleggja kennsluna. Ef þeir ættu að gera það þyrftu það að vera óborgað fyrir utan hefðbundinn vinnutíma.“

Undir þetta tekur Bo Jansson frá sænska Kennarasambandinu. Hann segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða til að breyta vinnuumhverfi kennara til að þeir geti einbeitt sér að því sem þeir eigi raunverulega að gera – kenna nemendum. Hann bendir á að allir virðist sammála um að fjölga þurfi menntuðum kennurum í skólum og að til þess að það megi verða þurfi að hækka launin. Hins vegar gerist ekki neitt þótt stjórnmálamenn tali mikið um vandamálið.

Í annarri könnun sem gerð var meðal menntaskólakennara svöruðu átta af hverjum tíu að þeir hefðu ekki nægan tíma til að undirbúa og fylgja eftir kennslu. Þrátt fyrir að nemendur reki áhugaleysið til kennara er ekki þar með sagt að þeir hafi rétt fyrir sér. Tækniþróun og afþreyingarmenning nútímans gerir það að verkum að haga þarf kennslu með öðrum hætti og ný tæki skapa bæði tækifæri og vandamál.

Íhuga að gera sumarskóla að skyldu


Slakur árangur nemenda hefur þvingað stjórnmálamenn og skólayfirvöld til að leita óhefðbundinna leiða til að bæta árangur. Hingað til hafa grunnskólanemar, sem falla í einhverju námskeiði, getað farið í sumarskóla til að bæta árangurinn og í sumar verður menntaskólanemum boðið upp á sama úrræði. Áhugi nemenda á sumarskóla hefur hins vegar verið lítill og aðeins þriðjungur þess fjár sem var úthlutað í fyrra til málaflokksins var nýttur.

Þess vegna hefur þeim möguleika verið velt upp að sumarskóli verði skylda fyrir nemendur sem ná ekki lágmarksárangri yfir veturinn. Á hinum endanum eru svo þeir nemendur sem telja sig ekki fá örvun eða nægjanlega erfið verkefni í skólanum. Um 5 prósent barna teljast í hópi snjöllustu nemendanna en hættan er sú að þeir lendi utangarðs í kerfinu. Stundum eru þeir taldir óáhugasamir og erfiðir og dæmi eru um rangar adhd greiningar á þessum nemendum. Í stórum bekkjum er hins vegar hægara sagt en gert að útbúa mismunandi kennsluefni fyrir nemendur og sjá til þess að hver og einn fái viðunandi örvun.

Svíar standa frammi fyrir ýmsum vandamálum í menntakerfinu og óljóst hvernig þeir ætla að leysa þau. Miðstýring og eftirlit með skólum hefur í för með sér tímafreka skýrslugerð sem virðist koma niður á kennslu. Sú lausn sem kennarar tala fyrir felst í fleiri kennurum og auknu fé til málaflokksins. Aðrir benda á að um leið og skólunum sé gefið aukið frelsi til að skipuleggja nám minnki þörfin á skriffinsku. Þessi tvö sjónarmið takast nú á um framtíð sænska skólakerfisins og verður áhugavert að sjá hvaða áherslur núverandi stjórn undir forystu jafnaðarmanna mun hafa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None