Lélegir kennarar í sænskum menntaskólum

h_51369777-1.jpg
Auglýsing

Fyrir síð­ustu þing­kosn­ingar í Sví­þjóð voru mennta­mál í brennid­epli enda hefur árangur sænskra nem­enda versnað mikið sam­kvæmt alþjóð­legu PISA-könn­un­inni. Hægri stjórnin sem féll eftir kosn­ing­arnar í fyrra jók einka­rekstur í mennta­kerf­inu og breytti ein­kunna­kerf­inu sem virð­ist ekki hafa fallið í kramið hjá nem­end­um.

Nú fá nem­endur ein­kunn á bil­inu A-F og virð­ist vera sem mörgum finn­ist nýja kerfið ógegn­sætt og flók­ið. Nýlega birt­ist svo könnun þar sem í ljós kom að sænskir mennta­skóla­nemar eru væg­ast sagt ósáttir við þá menntun sem þeir fá og umgjörð­ina sjálfa.

Annar hver nem­andi áhuga­laus um námið



Könn­unin var unnin á vegum Kenn­ara­sam­bands­ins og sænskra nem­enda­fé­laga en rætt var við eitt þús­und nem­endur á síð­asta ári í fram­halds­skóla og um eitt þús­und kenn­ara. 53 pró­sent nem­enda sögðu að þau hefðu lít­inn áhuga á nám­inu og fjórði hver nem­andi hefur íhugað að hætta námi.

Þessar tölur virð­ast ekki koma neinum á óvart því áhugi nem­enda minnkar jafnt og þétt frá fimmta bekk grunn­skól­ans og því lík­legt að sama þróun haldi áfram upp í mennta­skóla. Hins vegar hafa kenn­arar og nem­endur mjög ólíkar hug­myndir um þann und­ir­bún­ing sem nem­endur fá áður en þeir hefja nám í fram­halds­skóla. Til dæmis telja 70 pró­sent nem­enda að þeir fái nægi­lega góðan und­ir­bún­ing í grunn­skóla fyrir frekara nám en aðeins 35 pró­sent kenn­ara telja að svo sé. Kenn­arar segja einnig að veru­lega skorti á leið­sögn í grunn­skólum þegar kemur að vali á frekara námi og hvað þurfi til að ná góðum árangri.

Auglýsing

Hægri stjórnin gerði þá breyt­ingu á fram­halds­skólum að nú er meiri aðskiln­aður milli bók­legs og verk­legs náms. Nem­endur þurfa því snemma að ákveða hvert þeir stefna enda veitir verk­nám ekki sjálf­krafa rétt til háskóla­náms. Þetta hefur meðal ann­ars orsakað það að sífellt færri sækja um verk­nám og áber­andi fleiri nem­endur í verk­námi telja að þeir hafi valið ranga leið.

Kenna lélegum kenn­urum um áhuga­leysið



Sænska dag­blaðið tók við­tal við nokkra nem­endur til þess að kom­ast að því hvers vegna áhuga­leysi er svo útbreytt meðal sænskra nem­enda. Ekki stóð á svari því þeir voru sam­mála um að ástæð­una mætti rekja til lélegra kenn­ara. Ein þeirra sagði að hún hefði ein­fald­lega misst trúna á kenn­ar­ana. „Ég er viss um að það eru margir góðir kenn­arar þarna úti, en þeir hafa hins vegar ekki nógu mik­inn tíma. Það er svo mikil skrifinnska að þeir hafa ekki tíma til að skipu­leggja kennsl­una. Ef þeir ættu að gera það þyrftu það að vera óborgað fyrir utan hefð­bund­inn vinnu­tíma.“

Undir þetta tekur Bo Jans­son frá sænska Kenn­ara­sam­band­inu. Hann segir að grípa þurfi til mark­vissra aðgerða til að breyta vinnu­um­hverfi kenn­ara til að þeir geti ein­beitt sér að því sem þeir eigi raun­veru­lega að gera – kenna nem­end­um. Hann bendir á að allir virð­ist sam­mála um að fjölga þurfi mennt­uðum kenn­urum í skólum og að til þess að það megi verða þurfi að hækka laun­in. Hins vegar ger­ist ekki neitt þótt stjórn­mála­menn tali mikið um vanda­mál­ið.

Í annarri könnun sem gerð var meðal mennta­skóla­kenn­ara svör­uðu átta af hverjum tíu að þeir hefðu ekki nægan tíma til að und­ir­búa og fylgja eftir kennslu. Þrátt fyrir að nem­endur reki áhuga­leysið til kenn­ara er ekki þar með sagt að þeir hafi rétt fyrir sér. Tækni­þróun og afþrey­ing­ar­menn­ing nútím­ans gerir það að verkum að haga þarf kennslu með öðrum hætti og ný tæki skapa bæði tæki­færi og vanda­mál.

Íhuga að gera sum­arskóla að skyldu



Slakur árangur nem­enda hefur þvingað stjórn­mála­menn og skóla­yf­ir­völd til að leita óhefð­bund­inna leiða til að bæta árang­ur. Hingað til hafa grunn­skóla­nemar, sem falla í ein­hverju nám­skeiði, getað farið í sum­ar­skóla til að bæta árang­ur­inn og í sumar verður mennta­skóla­nemum boðið upp á sama úrræði. Áhugi nem­enda á sum­ar­skóla hefur hins vegar verið lít­ill og aðeins þriðj­ungur þess fjár sem var úthlutað í fyrra til mála­flokks­ins var nýtt­ur.

Þess vegna hefur þeim mögu­leika verið velt upp að sum­ar­skóli verði skylda fyrir nem­endur sem ná ekki lág­marks­ár­angri yfir vet­ur­inn. Á hinum end­anum eru svo þeir nem­endur sem telja sig ekki fá örvun eða nægj­an­lega erfið verk­efni í skól­an­um. Um 5 pró­sent barna telj­ast í hópi snjöll­ustu nem­end­anna en hættan er sú að þeir lendi utan­garðs í kerf­inu. Stundum eru þeir taldir óáhuga­samir og erf­iðir og dæmi eru um rangar adhd grein­ingar á þessum nem­end­um. Í stórum bekkjum er hins vegar hæg­ara sagt en gert að útbúa mis­mun­andi kennslu­efni fyrir nem­endur og sjá til þess að hver og einn fái við­un­andi örv­un.

Svíar standa frammi fyrir ýmsum vanda­málum í mennta­kerf­inu og óljóst hvernig þeir ætla að leysa þau. Mið­stýr­ing og eft­ir­lit með skólum hefur í för með sér tíma­freka skýrslu­gerð sem virð­ist koma niður á kennslu. Sú lausn sem kenn­arar tala fyrir felst í fleiri kenn­urum og auknu fé til mála­flokks­ins. Aðrir benda á að um leið og skól­unum sé gefið aukið frelsi til að skipu­leggja nám minnki þörfin á skriffin­sku. Þessi tvö sjón­ar­mið takast nú á um fram­tíð sænska skóla­kerf­is­ins og verður áhuga­vert að sjá hvaða áherslur núver­andi stjórn undir for­ystu jafn­að­ar­manna mun hafa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None