Evruhópurinn hafnar framlengingu á lánum til Grikkja og heldur áfram fundum án þeirra

h_52003829-1.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herrar evru­ríkj­anna, evru­hóp­ur­inn svo­kall­aði, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að Grikkir hafi slitið við­ræðum um áfram­hald­andi neyð­ar­lána­veit­ingu til þeirra seint í gær­kvöldi. Í ljósi þessa hafna þeir fram­leng­ingu á núver­andi fyr­ir­komu­lagi, eins og Grikkir höfðu óskað eft­ir, sem þýðir að á þriðju­dag mun allt sam­komu­lag um lána­mál Grikkja renna út.

Ráð­herr­arnir hafa fundað í dag í Brus­sel. Hlé var gert á fund­inum og Jer­onen Dijs­sel­bloem, for­seti hóps­ins, hélt blaða­manna­fund þar sem þetta kom fram. Í kjöl­farið var fundi evru­ríkj­anna haldið áfram án Grikkja.

Dijs­sel­bloem sagði að til­lög­urnar sem lán­ar­drottnar Grikkja höfðu lagt á borðið hefðu verið eins sveigj­an­legar og hægt hefði ver­ið. Það væri því afskap­lega slæmt að grísk stjórn­völd hefðu í gær­kvöldi ákveðið að hafna til­lög­un­um, jafn­vel þótt þær hafi ekki verið orðnar end­an­legar á þeim tíma­punkti, en eins og greint var frá seint í gær­kvöldi ákváðu stjórn­völd að boða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um til­lög­urn­ar.

Auglýsing

Sú atkvæða­greiðsla fer ekki fram fyrr en 5. júlí, en núver­andi lána­samn­ingar renna út á þriðju­dag­inn, 30. júní.

Yanis Varoufa­kis, fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands, hélt einnig blaða­manna­fund þar sem hann sagði að ef gríska þjóðin kysi með sam­komu­lagi lán­ar­drottna þá yrði því fram­fylgt. Dijs­sel­bloem sagði hins vegar á sínum fundi að þrátt fyrir að stjórn­völd segðu það væri erfitt að taka það trú­an­legt. Yfir­leitt virk­uðu svona umbóta­til­lögur aðeins ef stjórn­völd styddu úrbæt­urn­ar. Hann sagði ekki ljóst hvernig Grikkir ætl­uðu að lifa af án þess að fá fjár­magn. Þessi skref sem tekin væru í dag væru vegna þess að evru­svæðið þyrfti að vernda sjálft sig.

Varoufa­kis gagn­rýndi hina fjár­mála­ráð­herrana harð­lega á sínum fundi. Hann sagði þá skemma eigin trú­verð­ug­leika sem lýð­ræð­is­legt sam­band nú þegar þeir hefðu neitað grísku þjóð­inni um að fá að ráða. Það væru miklar líkur á því að gríska þjóðin færi gegn rík­is­stjórn­inni og kysi með sam­komu­lag­inu. Hann sak­aði lán­ar­drottn­ana um að fara aftur í gamla skil­mála fyrir neyð­ar­lán­um, sem myndu leiða til frek­ari kreppu, frekar en að leyfa Grikkjum að anda og koma hag­vexti í gang. „Þetta er sorg­legur dagur fyrir Evr­ópu.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None