Evruhópurinn hafnar framlengingu á lánum til Grikkja og heldur áfram fundum án þeirra

h_52003829-1.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herrar evru­ríkj­anna, evru­hóp­ur­inn svo­kall­aði, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að Grikkir hafi slitið við­ræðum um áfram­hald­andi neyð­ar­lána­veit­ingu til þeirra seint í gær­kvöldi. Í ljósi þessa hafna þeir fram­leng­ingu á núver­andi fyr­ir­komu­lagi, eins og Grikkir höfðu óskað eft­ir, sem þýðir að á þriðju­dag mun allt sam­komu­lag um lána­mál Grikkja renna út.

Ráð­herr­arnir hafa fundað í dag í Brus­sel. Hlé var gert á fund­inum og Jer­onen Dijs­sel­bloem, for­seti hóps­ins, hélt blaða­manna­fund þar sem þetta kom fram. Í kjöl­farið var fundi evru­ríkj­anna haldið áfram án Grikkja.

Dijs­sel­bloem sagði að til­lög­urnar sem lán­ar­drottnar Grikkja höfðu lagt á borðið hefðu verið eins sveigj­an­legar og hægt hefði ver­ið. Það væri því afskap­lega slæmt að grísk stjórn­völd hefðu í gær­kvöldi ákveðið að hafna til­lög­un­um, jafn­vel þótt þær hafi ekki verið orðnar end­an­legar á þeim tíma­punkti, en eins og greint var frá seint í gær­kvöldi ákváðu stjórn­völd að boða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um til­lög­urn­ar.

Auglýsing

Sú atkvæða­greiðsla fer ekki fram fyrr en 5. júlí, en núver­andi lána­samn­ingar renna út á þriðju­dag­inn, 30. júní.

Yanis Varoufa­kis, fjár­mála­ráð­herra Grikk­lands, hélt einnig blaða­manna­fund þar sem hann sagði að ef gríska þjóðin kysi með sam­komu­lagi lán­ar­drottna þá yrði því fram­fylgt. Dijs­sel­bloem sagði hins vegar á sínum fundi að þrátt fyrir að stjórn­völd segðu það væri erfitt að taka það trú­an­legt. Yfir­leitt virk­uðu svona umbóta­til­lögur aðeins ef stjórn­völd styddu úrbæt­urn­ar. Hann sagði ekki ljóst hvernig Grikkir ætl­uðu að lifa af án þess að fá fjár­magn. Þessi skref sem tekin væru í dag væru vegna þess að evru­svæðið þyrfti að vernda sjálft sig.

Varoufa­kis gagn­rýndi hina fjár­mála­ráð­herrana harð­lega á sínum fundi. Hann sagði þá skemma eigin trú­verð­ug­leika sem lýð­ræð­is­legt sam­band nú þegar þeir hefðu neitað grísku þjóð­inni um að fá að ráða. Það væru miklar líkur á því að gríska þjóðin færi gegn rík­is­stjórn­inni og kysi með sam­komu­lag­inu. Hann sak­aði lán­ar­drottn­ana um að fara aftur í gamla skil­mála fyrir neyð­ar­lán­um, sem myndu leiða til frek­ari kreppu, frekar en að leyfa Grikkjum að anda og koma hag­vexti í gang. „Þetta er sorg­legur dagur fyrir Evr­ópu.“

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None