Karolina Fund: Uppgjör listamanns með ólæknandi krabbamein á lokastigi

a71fa51ad624f0cc536859c623ea534f.jpg
Auglýsing

Hóp­ur­inn sem stendur að útgáfu á lista­verka­bók­inni Gildi – Cancer clos­ure, er sam­settur í kringum mynd­lista­mann­inn Sonju Georgs­dótt­ur. Það eru auk Sonju sjálfrar þau Almar Inga­son ljós­mynd­ari, María Pét­urs­dóttir mynd­lista­maður og texta­smiður og Bragi Hall­dórs­son útlits­hönn­uður og umbrots­mað­ur. Hóp­ur­inn gef­ur alla okkar vinnu sína því þetta er honum mik­il­vægt verk­efni en auk hans hafa fleiri boð­ist til að leggja hönd á plóg við texta­gerð, próf­arka­lestur og fleira.

Hóp­ur­inn ætl­ar að gefa út lista­verka­bók og geisla­disk með verkum Sonju en hún er með ill­vígt og ólækn­andi krabba­mein á loka­stigi svo bókin verður eins­konar upp­gjör hennar við líf sitt í gegnum mynd­list­ina og þar er af nógu af taka því hún á mikið myndefni sem er vert að sýna í svona bók. Auk þess á hún nokkur víd­eó­verk sem hóp­ur­inn ætlar að láta fylgja með á geisla­diski.

Kjarn­inn ræddi við Maríu Pét­urs­dóttur um verk­efn­ið.

Auglýsing

9a917a06f992f66d338fc09dfc358f23

Hug­mynd sprottin úr "kímó-kóma"Hvaðan kom hug­myndin að því að gera þessa bók Gildi - Cancer clos­ure?

"Sonja fékk hug­mynd­ina í einu af mörgum lyfja­tíma­bilum sínum eða "kímó-kóma” eins og hún kallar það. Hana lang­aði að setja saman og gefa út ein­hvers konar yfir­lit yfir far­inn veg og halda þannig til haga ferli sínum í mynd­list fyrir aðstand­endur sína og vini auk list­unn­enda allra. Hún leit­aði til okkar Braga með þessa hug­mynd og við stungum uppá því að fjár­magna útgáf­una í gegnum Karol­ina Fund svo það væri hægt að gera þetta að veg­legri bók sem næði að koma ævi­starfi hennar til skila.

Almar Inga­son ljós­mynd­ari og frændi Sonju hefur áður komið að vinnslu raf­rænna verka hennar og því var að sjálf­sögðu leitað til hans með að taka þátt í verk­efn­inu og ljós­mynda verk­in. Kostn­að­ar­samasta hliðin við útgáf­una er sjálfur prent­kostn­að­ur­inn og því gengur söfn­unin fyrst og fremst út á að safna fyrir þeim kostn­að­ar­lið."

23bbcbdca5a49ff4774e4ffacbd14b17

Verið að gera upp 25 ára ferilEr ein­hver rauður þráður sem liggur í gegnum bók­ina?

"Þráður bók­ar­innar teng­ist því að Sonja er að gera upp 25 ára feril sinn sem mynd­lista­maður og veit að hún mun þurfa að kveðja. Hún vildi hafa titil bók­ar­innar þann sama og á mynd­bands­verk­inu sínu Gildi sem hún gerði árið 2012 en und­ir­tit­il­inn “Cancer clos­ure” sem segir allt sem segja þarf. Bókin er kveðju­verk Sonju. Í mynd­list­inni veltir hún oft fyrir sér gildi hluta og hug­taka í gegnum mynd­rænna fram­setn­ingu og orr­ustan sem hún háir í dag er vissu­lega til­efni til að horfa um öxl og velta fyrir sér gildi hlut­anna. Hún er auk þess að ganga frá ver­ald­legum hlutum og flokka og koma í höfn og það á við um mynd­list­ina líka.

b0a21d51345345bc33a2797726ea53ec

Þetta hefur verið dálítið sér­stakt því þegar verk­efnið fór af stað var Sonja oft mikið lasin í tengslum við krabba­meins lyfjakúrana. Hún hafði auk þess nýverið fest kaup á húsi sem mikið þurfti að laga þegar hún grein­ist með krabba­meinið haustið 2014 og bjó því inná ætt­ingjum á þessum tíma og búslóðin með öllum verk­unum hennar bund­inni í geymslu. Þannig dróst það tölu­vert að kom­ast í myndefnið svo hægt væri að byggja upp síð­una á Karol­ina Fund. Einnig þurfti að sæta lagis með ýmsa upp­lýs­inga­öflun því Sonja var ekki alltaf við­ræðu­hæf vegna lyfj­anna. Núna er verk­efnið komið vel á veg en við Sonja höfum verið að fara í gegnum verk og skrá niður ártöl og skoða tíma­bil. Almar er byrj­aður að mynda svo það er nóg að gera hjá honum núna en auk þess er Sonja búin að velja pappír í bók­ina og er að vinna að for­síðu í sam­vinnu við Braga. Svo er bara að vona að við náum að sigla þessu skipi vel í höfn fyrr en seinna og mark­miðið er að halda uppá útgáf­una með mynd­lista­sýn­ingu á vel völdum verkum eftir lista­mann­inn.

Bókin sjálf er þó fyrst og fremst hennar upp­gjör við lífs­hlaup sitt í gegnum mynd­list og hennar loka­gjöf til lífs­ins og þeirra sem munu lifa hana.

Við erum afskap­lega þakk­lát fyrir áheitin sem komin eru inni á Karol­ina fund en þar getur fólk styrkt verk­efnið auk þess að geta tryggt sér ein­tak af bók­inni eða verk eftir lista­mann­inn."

dd4c3e2120ee73dc7f1f1236c370be74

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None