Karolina Fund: Uppgjör listamanns með ólæknandi krabbamein á lokastigi

a71fa51ad624f0cc536859c623ea534f.jpg
Auglýsing

Hópurinn sem stendur að útgáfu á listaverkabókinni Gildi – Cancer closure, er samsettur í kringum myndlistamanninn Sonju Georgsdóttur. Það eru auk Sonju sjálfrar þau Almar Ingason ljósmyndari, María Pétursdóttir myndlistamaður og textasmiður og Bragi Halldórsson útlitshönnuður og umbrotsmaður. Hópurinn gefur alla okkar vinnu sína því þetta er honum mikilvægt verkefni en auk hans hafa fleiri boðist til að leggja hönd á plóg við textagerð, prófarkalestur og fleira.

Hópurinn ætlar að gefa út listaverkabók og geisladisk með verkum Sonju en hún er með illvígt og ólæknandi krabbamein á lokastigi svo bókin verður einskonar uppgjör hennar við líf sitt í gegnum myndlistina og þar er af nógu af taka því hún á mikið myndefni sem er vert að sýna í svona bók. Auk þess á hún nokkur vídeóverk sem hópurinn ætlar að láta fylgja með á geisladiski.

Kjarninn ræddi við Maríu Pétursdóttur um verkefnið.

Auglýsing

9a917a06f992f66d338fc09dfc358f23

Hugmynd sprottin úr "kímó-kóma"


Hvaðan kom hugmyndin að því að gera þessa bók Gildi - Cancer closure?

"Sonja fékk hugmyndina í einu af mörgum lyfjatímabilum sínum eða "kímó-kóma” eins og hún kallar það. Hana langaði að setja saman og gefa út einhvers konar yfirlit yfir farinn veg og halda þannig til haga ferli sínum í myndlist fyrir aðstandendur sína og vini auk listunnenda allra. Hún leitaði til okkar Braga með þessa hugmynd og við stungum uppá því að fjármagna útgáfuna í gegnum Karolina Fund svo það væri hægt að gera þetta að veglegri bók sem næði að koma ævistarfi hennar til skila.

Almar Ingason ljósmyndari og frændi Sonju hefur áður komið að vinnslu rafrænna verka hennar og því var að sjálfsögðu leitað til hans með að taka þátt í verkefninu og ljósmynda verkin. Kostnaðarsamasta hliðin við útgáfuna er sjálfur prentkostnaðurinn og því gengur söfnunin fyrst og fremst út á að safna fyrir þeim kostnaðarlið."

23bbcbdca5a49ff4774e4ffacbd14b17

Verið að gera upp 25 ára feril


Er einhver rauður þráður sem liggur í gegnum bókina?

"Þráður bókarinnar tengist því að Sonja er að gera upp 25 ára feril sinn sem myndlistamaður og veit að hún mun þurfa að kveðja. Hún vildi hafa titil bókarinnar þann sama og á myndbandsverkinu sínu Gildi sem hún gerði árið 2012 en undirtitilinn “Cancer closure” sem segir allt sem segja þarf. Bókin er kveðjuverk Sonju. Í myndlistinni veltir hún oft fyrir sér gildi hluta og hugtaka í gegnum myndrænna framsetningu og orrustan sem hún háir í dag er vissulega tilefni til að horfa um öxl og velta fyrir sér gildi hlutanna. Hún er auk þess að ganga frá veraldlegum hlutum og flokka og koma í höfn og það á við um myndlistina líka.

b0a21d51345345bc33a2797726ea53ec

Þetta hefur verið dálítið sérstakt því þegar verkefnið fór af stað var Sonja oft mikið lasin í tengslum við krabbameins lyfjakúrana. Hún hafði auk þess nýverið fest kaup á húsi sem mikið þurfti að laga þegar hún greinist með krabbameinið haustið 2014 og bjó því inná ættingjum á þessum tíma og búslóðin með öllum verkunum hennar bundinni í geymslu. Þannig dróst það töluvert að komast í myndefnið svo hægt væri að byggja upp síðuna á Karolina Fund. Einnig þurfti að sæta lagis með ýmsa upplýsingaöflun því Sonja var ekki alltaf viðræðuhæf vegna lyfjanna. Núna er verkefnið komið vel á veg en við Sonja höfum verið að fara í gegnum verk og skrá niður ártöl og skoða tímabil. Almar er byrjaður að mynda svo það er nóg að gera hjá honum núna en auk þess er Sonja búin að velja pappír í bókina og er að vinna að forsíðu í samvinnu við Braga. Svo er bara að vona að við náum að sigla þessu skipi vel í höfn fyrr en seinna og markmiðið er að halda uppá útgáfuna með myndlistasýningu á vel völdum verkum eftir listamanninn.

Bókin sjálf er þó fyrst og fremst hennar uppgjör við lífshlaup sitt í gegnum myndlist og hennar lokagjöf til lífsins og þeirra sem munu lifa hana.

Við erum afskaplega þakklát fyrir áheitin sem komin eru inni á Karolina fund en þar getur fólk styrkt verkefnið auk þess að geta tryggt sér eintak af bókinni eða verk eftir listamanninn."

dd4c3e2120ee73dc7f1f1236c370be74

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None