Sænskir hægri flokkar herða stefnuna í innflytjendamálum

h_99283814-1.jpg
Auglýsing

Miðaldaborgin Visby á Gotlandi á sér langa og merkilega sögu. Hún var þegar orðin miðstöð verslunar í Eystrasalti um það leyti sem Ingólfur tók sér vetursetu á Íslandi og enn má skoða borgarmúrana sem eru ríflega 700 ára gamlir. Vegna staðsetningarinnar hafa fjölmargir bardagar verið háðir á eynni og bæði Danir og Rússar réðu yfir henni um tíma.

Eftir mikið hnignunarskeið frá sextándu öld hefur borgin byggst upp á síðustu áratugum og er nú einn vinsælasti áfangastaður Svía sem fylla hana á hverju sumri. Fyrsta vikan í júlí er hins vegar afar sérstök því þá sameinast í Visby bókstaflega allir sem fara með einhver völd í Svíþjóð.

Almedalsvikan er merkilegur viðburður þar sem stjórnmálamenn, forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, fulltrúar samtaka og eiginlega bara allir sem vija hafa áhrif í Svíþjóð hittast á formlegum og óformlegum fundum. Sagan segir að sala á rósavíni nái óþekktum hæðum þessa vikuna og víst er að kokteilboðin eru bæði mörg og glæsileg.

Auglýsing

Bærinn Visby á Gotlandi. Bærinn Visby á Gotlandi. Mynd: Wikimedia Commons

 

Það var Olof Palme sem var í raun upphafsmaður vikunnar en fjölskylda hans dvaldist í sumarhúsi á Fjárey sem liggur rétt fyrir utan Gotland. Reyndar var það ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem vikan fékk þá mynd sem hún hefur í dag og þótt þá hafi það bara verið Jafnaðarmenn sem skipulögðu viðburðinn fylgdu hinir flokkarnir í kjölfarið og hafa nær óslitið tekið þátt síðan þá. Nú fær hver stjórnmálaflokkur á sænska þinginu einn dag til að láta ljós sitt skína í Almedalen og setja fram stefnu fyrir næsta ár.

Vinstri flokkurinn í harðari stjórnarandstöðu


Staðan í sænskum stjórnmálum er óvenju flókin því bæði hefur stjórnin ekki meirihluta á þingi og þar að auki brutu Svíþjóðardemókratar áratuga hefð með því að fella fjárlög stjórnarinnar. Forsætisráðherrann Stefan Löfven þarf því að semja um hvert einasta mál sem mun reynast þrautin þyngri. Hann myndaði stjórn með Umhverfisflokknum en getur hins vegar alls ekki reitt sig á stuðning Vinstri flokksins, systurflokks VG, sem í áratugi varði minnihutastjórnir Jafnaðarmanna falli.

Leiðtogi Vinstri flokksins var harðorður í gagnrýni sinni á stjórnina þegar hann talaði í Almedalen í gær. Hann hét því að reka róttæka stjórnarandstöðu þar sem sérstaklega yrði lögð áhersla á velferðarmál og umhverfismál. Hann lýsti jafnframt yfir stuðningi við grísku stjórnina og sagði ekki við hæfi að styðja stofnanir Evrópusambandsins í baráttu gegn því að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar næði fram að ganga.

 

Á þessu fyrsta ári nýrrar stjórnar hefur í raun ekki margt gerst. Engar kollsteypur hafa orðið og ljóst að veik staða mun þýða að færri róttækar breytingar nái fram að ganga.

Jonas Sjöstedt formaður Vinstri flokksins. Mynd: EPA Jonas Sjöstedt leiðtogi Vinstri flokksins. Mynd: EPA

 

Svíþjóðardemókratar í ökumannssætinu


Stuðningur við Svíþjóðardemókrata hefur aldrei mælst meiri en í nýjustu könnununum og ljóst að hvert hneykslismálið á fætur öðrum hefur ekki hrakið kjósendur frá flokknum. Hér áður fyrr vildu fáir viðurkenna að þeir styddu flokkinn eða stefnumál hans en það hefur breyst. Í Noregi er systurflokkur Svíþjóðardemókrata í stjórn og Danski þjóðarflokkurinn er orðinn stærsti flokkurinn á borgaralega vængnum.

Hingað til hafa hinir sænsku flokkarnir farið þá leið að hafna allri samvinnu við flokkinn en margt bendir til að það sé að breytast. Í Almedalen kom reyndar í ljós að flokkurinn hefur í raun þegar unnið stóran sigur því Kristilegir demókratar hafa tekið upp mörg stefnumál hans.

Kristilegir demókratar hafa verið í tilvistarkreppu um langa hríð en eftir formannsskiptin í vor varð ljóst að flokkurinn vildi flytja sig lengra til hægri. Ebba Busch Thor er aðeins 28 ára gömul en hefur gert sig gildandi í umræðu um skattalækkanir, fóstureyðingar og nú síðast um innflytjendamál. Ræða hennar í Almedalen snérist að miklu leyti um innflytjendur og íslamstrú. Hún sagði meðal annars að hinu opna lýðræðislega samfélagi væri hótað af öfgamönnum og lagði meðal annars til að dæma mætti þá sem færu frá Svíþjóð til að berjast með ISIS fyrir föðurlandssvik. Tónninn í ræðunni var harður og hingað til hafa aðeins Svíþjóðardemókratar talað á slíkan hátt.

 

Vilja auka kröfur sem gerðar eru til innflytjenda


Nýr formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins Moderaterna, Anna Kingberg Batra, hélt sína fyrstu Almedalsræðu í vikunni og þar var aðaláherslan á atvinnumál. Flokkurinn leiddi ríkisstjórnina síðustu átta ár en fékk harðan skell í kosningunum í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið góð ummæli fyrir stjórn efnahagsmála á krísuárunum.

Kingberg Batra sagði að forsenda framfara væri að sem flestir hefðu vinnu, ekki aðeins með tilliti til efnahagsmála heldur vísaði hún mikið til þess að fólki þyrfti að finnast það hluti af samfélaginu. Um leið og tækifæri fólks til að fá vinnu væru bætt þyrfti hins vegar að gera auknar kröfur til þeirra. Harðari innflytjendastefna felst meðal annars í því að fólk fái aðeins tímabundin dvalarleyfi og að auknar kröfur verði gerðar um framfærslu þeirra sem flytja til landsins vegna fjölskyldutengsla við einhvern sem þegar hefur fengið dvalarleyfi. Í raun minnir málflutningur þessa systurflokks Sjálfstæðisflokksins á stefnu danskra Jafnaðarmanna sem hertu sína innflytjendastefnu fyrir síðustu kosningar.

Anna Kingberg Batra formaður Moderatarna. Mynd: EPA Anna Kingberg Batra formaður Moderatarna. Mynd: EPA

 

Hingað til hafa formenn Moderaterna algjörlega útilokað alla samvinnu við Svíþjóðardemókrata. Innan flokksins eru þó sífellt háværari raddir sem vilja breyta þeirri stefnu og á Skáni segja forsvarsmenn Moderaterna að flokkarnir hafi sömu stefnu í átta málum af hverjum tíu. Kingberg Batra er hins vegar ekki spennt fyrir samstarfi og talaði í ræðu sinni um Svíþjóðardemókrata sem vinstri flokk sem myndu þenja út ríkisbáknið.

 

Sænska þjóðin virðist einnig vilja harðari innflytjendastefnu


Í raun kemur ekki á óvart að flokkarnir fari þessa leið. Svíþjóðardemókratar hafa náð miklum árangri og margt bendir til að sambærilegur málflutningur skili atkvæðum í kassann. Nýjasta dæmið er frá Bretlandi þar sem að Íhaldsflokkurinn náði óvæntum meirihluta, meðal annars vegna harðari tóns í innflytjendamálum. Þá hefur einnig verið bent á að stór hluti sænsku þjóðarinnar virðist einfaldlega vera þeirrar skoðunar að breyta þurfi áherslu þegar kemur að innflytjendamálum.

 

Í könnun sem gerð var fyrir SVT kom í ljós að 65 prósent sögðust óánægð með það hvernig staðið væri að málefnum innflytjenda, þar af voru 40 prósent mjög óánægð. Könnunarfyrirtækið ræddi við ríflega þúsund Svía sem sögðu að þeir væru bæði ósáttir við fjölda innflytjenda og að þeir teldu að aðlögun innflytjenda væri ekki fullnægjandi. Ríflega helmingur vill nú að stjórnmálaflokkar vinni með Svíþjóðardemókrötum en samsvarandi tala í febrúar var 43 prósent. Um leið eru nú mun færri andvígir því að unnið sé með Svíþjóðardemókrötum eða 33 prósent í stað 41 prósent í febrúar.

Miðað við þróunina í Noregi, Finnlandi og Danmörku má ætla að Svíþjóðardemókratar þurfi ekki að bíða í mjög mörg ár eftir sæti í betri stofunni. Sænsk stjórnmál hafa breyst mikið á síðustu árum. Líklegt má telja að frekari breytinga sé að vænta og að sama þróun verði þar eins og í nágrannalöndunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None