Sænskir hægri flokkar herða stefnuna í innflytjendamálum

h_99283814-1.jpg
Auglýsing

Mið­alda­borgin Visby á Gotlandi á sér langa og merki­lega sögu. Hún var þegar orðin mið­stöð versl­unar í Eystra­salti um það leyti sem Ingólfur tók sér vet­ur­setu á Íslandi og enn má skoða borg­ar­múr­ana sem eru ríf­lega 700 ára gaml­ir. Vegna stað­setn­ing­ar­innar hafa fjöl­margir bar­dagar verið háðir á eynni og bæði Danir og Rússar réðu yfir henni um tíma.

Eftir mikið hnign­un­ar­skeið frá sext­ándu öld hefur borgin byggst upp á síð­ustu ára­tugum og er nú einn vin­sæl­asti áfanga­staður Svía sem fylla hana á hverju sumri. Fyrsta vikan í júlí er hins vegar afar sér­stök því þá sam­ein­ast í Visby bók­staf­lega allir sem fara með ein­hver völd í Sví­þjóð.

Almedalsvikan er merki­legur við­burður þar sem stjórn­mála­menn, for­svars­menn fyr­ir­tækja og stofn­ana, full­trúar sam­taka og eig­in­lega bara allir sem vija hafa áhrif í Sví­þjóð hitt­ast á form­legum og óform­legum fund­um. Sagan segir að sala á rósa­víni nái óþekktum hæðum þessa vik­una og víst er að kok­teil­boðin eru bæði mörg og glæsi­leg.

Auglýsing

Bærinn Visby á Gotlandi. Bær­inn Visby á Gotlandi. Mynd: Wiki­media Comm­ons

 

Það var Olof Palme sem var í raun upp­hafs­maður vik­unnar en fjöl­skylda hans dvald­ist í sum­ar­húsi á Fjárey sem liggur rétt fyrir utan Gotland. Reyndar var það ekki fyrr en í byrjun níunda ára­tug­ar­ins sem vikan fékk þá mynd sem hún hefur í dag og þótt þá hafi það bara verið Jafn­að­ar­menn sem skipu­lögðu við­burð­inn fylgdu hinir flokk­arnir í kjöl­farið og hafa nær óslitið tekið þátt síðan þá. Nú fær hver stjórn­mála­flokkur á sænska þing­inu einn dag til að láta ljós sitt skína í Almeda­len og setja fram stefnu fyrir næsta ár.

Vinstri flokk­ur­inn í harðari stjórn­ar­andstöðuStaðan í sænskum stjórn­málum er óvenju flókin því bæði hefur stjórnin ekki meiri­hluta á þingi og þar að auki brutu Sví­þjóð­ar­demókratar ára­tuga hefð með því að fella fjár­lög stjórn­ar­inn­ar. For­sæt­is­ráð­herr­ann Stefan Löf­ven þarf því að semja um hvert ein­asta mál sem mun reyn­ast þrautin þyngri. Hann mynd­aði stjórn með Umhverf­is­flokknum en getur hins vegar alls ekki reitt sig á stuðn­ing Vinstri flokks­ins, syst­ur­flokks VG, sem í ára­tugi varði minni­huta­stjórnir Jafn­að­ar­manna falli.

Leið­togi Vinstri flokks­ins var harð­orður í gagn­rýni sinni á stjórn­ina þegar hann tal­aði í Almeda­len í gær. Hann hét því að reka rót­tæka stjórn­ar­and­stöðu þar sem sér­stak­lega yrði lögð áhersla á vel­ferð­ar­mál og umhverf­is­mál. Hann lýsti jafn­framt yfir stuðn­ingi við grísku stjórn­ina og sagði ekki við hæfi að styðja stofn­anir Evr­ópu­sam­bands­ins í bar­áttu gegn því að lýð­ræð­is­legur vilji þjóð­ar­innar næði fram að ganga.

 

Á þessu fyrsta ári nýrrar stjórnar hefur í raun ekki margt gerst. Engar koll­steypur hafa orðið og ljóst að veik staða mun þýða að færri rót­tækar breyt­ingar nái fram að ganga.

Jonas Sjöstedt formaður Vinstri flokksins. Mynd: EPA Jonas Sjö­stedt leið­togi Vinstri flokks­ins. Mynd: EPA

 

Svíþjóðar­demókratar í öku­mannssætinuStuðn­ingur við Sví­þjóð­ar­demókrata hefur aldrei mælst meiri en í nýj­ustu könn­un­unum og ljóst að hvert hneyksl­is­málið á fætur öðrum hefur ekki hrakið kjós­endur frá flokkn­um. Hér áður fyrr vildu fáir við­ur­kenna að þeir styddu flokk­inn eða stefnu­mál hans en það hefur breyst. Í Nor­egi er syst­ur­flokkur Sví­þjóð­ar­demókrata í stjórn og Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn er orð­inn stærsti flokk­ur­inn á borg­ara­lega vængn­um.

Hingað til hafa hinir sænsku flokk­arnir farið þá leið að hafna allri sam­vinnu við flokk­inn en margt bendir til að það sé að breyt­ast. Í Almeda­len kom reyndar í ljós að flokk­ur­inn hefur í raun þegar unnið stóran sigur því Kristi­legir demókratar hafa tekið upp mörg stefnu­mál hans.

Kristi­legir demókratar hafa verið í til­vist­ar­kreppu um langa hríð en eftir for­manns­skiptin í vor varð ljóst að flokk­ur­inn vildi flytja sig lengra til hægri. Ebba Busch Thor er aðeins 28 ára gömul en hefur gert sig gild­andi í umræðu um skatta­lækk­an­ir, fóst­ur­eyð­ingar og nú síð­ast um inn­flytj­enda­mál. Ræða hennar í Almeda­len snérist að miklu leyti um inn­flytj­endur og íslams­trú. Hún sagði meðal ann­ars að hinu opna lýð­ræð­is­lega sam­fé­lagi væri hótað af öfga­mönnum og lagði meðal ann­ars til að dæma mætti þá sem færu frá Sví­þjóð til að berj­ast með ISIS fyrir föð­ur­lands­svik. Tónn­inn í ræð­unni var harður og hingað til hafa aðeins Sví­þjóð­ar­demókratar talað á slíkan hátt.

 

Vilja auka kröfur sem gerðar eru til inn­flytj­endaNýr for­maður stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokks­ins Modera­terna, Anna King­berg Batra, hélt sína fyrstu Almedals­ræðu í vik­unni og þar var aðal­á­herslan á atvinnu­mál. Flokk­ur­inn leiddi rík­is­stjórn­ina síð­ustu átta ár en fékk harðan skell í kosn­ing­unum í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið góð ummæli fyrir stjórn efna­hags­mála á krísu­ár­un­um.

King­berg Batra sagði að for­senda fram­fara væri að sem flestir hefðu vinnu, ekki aðeins með til­liti til efna­hags­mála heldur vís­aði hún mikið til þess að fólki þyrfti að finn­ast það hluti af sam­fé­lag­inu. Um leið og tæki­færi fólks til að fá vinnu væru bætt þyrfti hins vegar að gera auknar kröfur til þeirra. Harð­ari inn­flytj­enda­stefna felst meðal ann­ars í því að fólk fái aðeins tíma­bundin dval­ar­leyfi og að auknar kröfur verði gerðar um fram­færslu þeirra sem flytja til lands­ins vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­hvern sem þegar hefur fengið dval­ar­leyfi. Í raun minnir mál­flutn­ingur þessa syst­ur­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á stefnu danskra Jafn­að­ar­manna sem hertu sína inn­flytj­enda­stefnu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Anna Kingberg Batra formaður Moderatarna. Mynd: EPA Anna King­berg Batra for­maður Moder­atarna. Mynd: EPA

 

Hingað til hafa for­menn Modera­terna algjör­lega úti­lokað alla sam­vinnu við Sví­þjóð­ar­demókrata. Innan flokks­ins eru þó sífellt hávær­ari raddir sem vilja breyta þeirri stefnu og á Skáni segja for­svars­menn Modera­terna að flokk­arnir hafi sömu stefnu í átta málum af hverjum tíu. King­berg Batra er hins vegar ekki spennt fyrir sam­starfi og tal­aði í ræðu sinni um Sví­þjóð­ar­demókrata sem vinstri flokk sem myndu þenja út rík­is­bákn­ið.

 

Sænska þjóðin virðist einnig vilja harðari inn­flytj­enda­stefnuÍ raun kemur ekki á óvart að flokk­arnir fari þessa leið. Sví­þjóð­ar­demókratar hafa náð miklum árangri og margt bendir til að sam­bæri­legur mál­flutn­ingur skili atkvæðum í kass­ann. Nýjasta dæmið er frá Bret­landi þar sem að Íhalds­flokk­ur­inn náði óvæntum meiri­hluta, meðal ann­ars vegna harð­ari tóns í inn­flytj­enda­mál­um. Þá hefur einnig verið bent á að stór hluti sænsku þjóð­ar­innar virð­ist ein­fald­lega vera þeirrar skoð­unar að breyta þurfi áherslu þegar kemur að inn­flytj­enda­mál­um.

 

Í könnun sem gerð var fyrir SVT kom í ljós að 65 pró­sent sögð­ust óánægð með það hvernig staðið væri að mál­efnum inn­flytj­enda, þar af voru 40 pró­sent mjög óánægð. Könn­un­ar­fyr­ir­tækið ræddi við ríf­lega þús­und Svía sem sögðu að þeir væru bæði ósáttir við fjölda inn­flytj­enda og að þeir teldu að aðlögun inn­flytj­enda væri ekki full­nægj­and­i. Ríf­lega helm­ingur vill nú að stjórn­mála­flokkar vinni með Sví­þjóð­ar­demókrötum en sam­svar­andi tala í febr­úar var 43 pró­sent. Um leið eru nú mun færri and­vígir því að unnið sé með Sví­þjóð­ar­demókrötum eða 33 pró­sent í stað 41 pró­sent í febr­ú­ar.

Miðað við þró­un­ina í Nor­egi, Finn­landi og Dan­mörku má ætla að Sví­þjóð­ar­demókratar þurfi ekki að bíða í mjög mörg ár eftir sæti í betri stof­unni. Sænsk stjórn­mál hafa breyst mikið á síð­ustu árum. Lík­legt má telja að frek­ari breyt­inga sé að vænta og að sama þróun verði þar eins og í nágranna­lönd­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None