Eru átök í aðsigi á Suður Kínahafi?

17056531090_4c47be8fa2_b.jpg
Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hefur aukin harka verið að fær­ast í deilur um yfir­ráð á Suður Kína­hafi. Kín­verjar hafa þar slegið eign sinni á eyjar og kór­al­rif og lagt í stór­felldar fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu mann­gerðra eyja, sem m.a. þjónar auknum hern­að­ar­legum við­bún­aði. Til nún­ings hefur komið í sam­skiptum og kín­verski flot­inn m.a. stuggað við banda­rískum eft­ir­lits­flug­vélum á svæð­inu. En um hvað snýst deilan, hvað eru Banda­ríkja­menn að gera þarna og gætu brot­ist út átök milli ríkj­anna eins og sumir hafa spáð?

Um hvað snýst deilan?Mik­il­vægt er að átta sig á því að um þriðj­ungur allra sjó­flutn­inga í heim­inum fer um Suður Kína­haf. Næðu Kín­verjar mark­miðum sínum myndu þeir ráða yfir þessum mik­il­vægu flutn­ings­leið­um, en einnig gætu þeir neitað erlendum ríkjum um sigl­ingar af hern­að­ar­legum toga. Þetta er eitt­hvað sem hvorki Banda­ríkja­menn né aðrir telja sig geta horft uppá þegj­andi og hljóða­laust.

Kín­verjar hafa verið sak­aðir um að beita þeirri aðferð við inn­limun land­svæða að teikna kortið fyrst og láta síðan reyna á yfir­ráð­in. Hafa þeir verið að eigna sér eyjar og eyja­klasa sem mynda hina svoköll­uðu níu-­punkta línu sem fyrst var dregin árið 1947. Á lýð­veld­is­tím­anum á fyrri hluta 20. ald­ar, kort­lögðu þeir fjölda eyja eða kór­al­rifja og halda því nú fram að þeir eigi m.a. sögu um veiðar fiski­manna á svæð­in­u—langt aftur í ald­ir, sem styðji kröfur þeirra.

Til að ein­falda málið má segja að Kín­verjar geri til­kall til 200 mílna lög­sögu umhverfis hverja þess­ara níu eyja eða punkta, sem þýðir í raun alger yfir­ráð yfir haf­svæð­inu sem deil­urnar snú­ast um. Ríkin sem eiga hags­muna að gæta auk Kína í norðri — þ.e. Víetnam í vestri, Fil­ipps­eyjar í austri og Malasía í suðri — myndu þá ein­ungis eiga eftir mjó sund með­fram ströndum ríkj­anna.

Um borð í flugmóðuskipinu SSS George Washington. Um borð í flug­móðu­skip­inu SSS George Was­hington.

Auglýsing

Þessi ríki, auk Banda­ríkj­anna, hafa því öll gagn­rýnt fram­ferði Kín­verja og telja kröfur þeirra ekki eiga neina stoð í alþjóða­lög­um—þetta sé alþjóð­legt haf­svæði sem falli undir Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sam­kvæmt honum getur ríki ekki gert til­kall til haf­svæðis umhverfis eyjar sem fara á kaf á flóði, það á einnig við um land sem hefur verið reist úr hafi—eins og þær mann­gerðu eyjar sem byggðar eru á kór­al­rifj­um.

Kín­verjar hafa nýlega tekið til við slíka eyja-­upp­bygg­ingu og hafa verið gríð­ar­lega athafna­sam­ir. Á síð­ustu 18 mán­uðum hafa þeir byggt upp meira land­svæði en öll hin ríkin á svæð­inu sam­an­lagt. Þeir hafa jafn­framt lagt í tals­verða hern­að­ar­lega upp­bygg­ingu og nýlega lauk gerð flug­brautar á einni eyj­unni. Þar getur nán­ast hvaða flug­vél þeirra sem er athafnað sig, sem styrkir hern­að­ar­lega fót­festu á svæð­inu.

Upp­bygg­ing slíkra fljót­andi eyja hefur við­geng­ist meðal þeirra ríkja sem eiga land að Suður Kína­hafi um ára­tuga skeið, sér í lagi hafa Víetna­mar og Tai­vanar verið atkvæða­mikl­ir. Flest þess­ara ríkja hafa komið þar fyrir ein­hvers­konar her­stöðvum en ekki mjög burð­ug­um. Það sem er mik­il­vægt í þessu sam­hengi er að Kína er eina ríkið sem hefur hern­að­ar­lega burði til að verja það svæði sem það reynir nú að helga sér.

Hvað eru Banda­ríkja­menn að gera þarna?Ein­hver kynni að spyrja hvað Banda­ríkja­menn séu að gera í Suður Kína­hafi, hvaða rétt hafa þeir á að skipta sér af á haf­svæði sem er víðs­fjarri þeirra form­legu lög­sögu?

Banda­ríski sjó­her­inn hefur verið virkur á Suður Kína­hafi allar götur frá seinni heims­styrj­öld, vegna mik­il­vægi sigl­inga­leiða þar um og kín­versk yfir­völd hafa við­ur­kennt stöðu og hlut­verk Banda­ríkj­anna á svæð­inu. Jafn­framt hafa þau bent á að ekki megi túlka athafnir þeirra sem ögrun í keppni stór­velda um yfir­ráð í heim­in­um, það sé liðin tíð. Banda­ríkin verði að sætta sig við til­komu og til­vist rísandi ríkja án þess að líta á þau sem beina ógn.

Banda­ríkja­menn hafa ekk­ert aðhafst vegna eyja-­upp­bygg­inga ríkja Suð-austur Asíu á und­an­förnum árum, enda hafa þær verið innan hóf­legra marka og ekki stang­ast á við alþjóða­sátt­mála. Nú er annað uppi á ten­ingnum og hafa ein­stakir emb­ætt­is­menn Banda­ríkja­stjórnar m.a. látið hafa eftir sér að hegðun Kín­verja sé sam­bæri­leg við fram­komu Rússa á Krím­skaga.

Banda­ríkja­menn hafa þó lagt áherslu á að blanda sér ekki í deilur um yfir­ráð en und­ir­strika að Suður Kína­haf sé sam­eign allra þjóða, alþjóð­legt haf­svæðið sem ekki til­heyri neinu ríki sér­stak­lega.

C-2A Greyhound flugvél undirbýr sig til lendingar á bandarísku flugmóðskipi. C-2A Grey­hound flug­vél und­ir­býr sig til lend­ingar á banda­rísku flug­móðskipi.

Eru líkur á stríðs­á­tök­um?Á það ber að líta að diplómat­ísk sam­skipti Banda­ríkj­anna og Kína eru þrátt fyrir allt mjög virk. Við­skipta­tengsl milli ríkj­anna eru gríð­ar­lega umfangs­mikil og for­ystu­menn beggja ríkja hafa lagt áherslu á að vilji sé til að leysa deil­urnar á frið­sam­legan hátt.

Hins vegar ber að hafa í huga að sam­skipti milli ríkja geta verið að ein­hverju leyti lag­skipt og má búast við því að deilan milli ríkj­anna geti magn­ast upp. Um leið og banda­rísk stjórn­völd hafa almennt verið hóf­stillt í yfir­lýs­ingum hefur varna­mála­ráðu­neytið ekki alveg gengið í takt, sem lík­lega er gert að yfir­lögðu ráði.

Áætl­anir Kyrra­hafs­flota Banda­ríkj­anna ganga því út á að sigla og fljúga innan við 12 mílna mörk þess svæðis sem Kín­verjar hafa helgað og vilja skil­greina sem sitt. Banda­rísk skip og loft­för hafa nú þegar siglt nálægt þessum mörkum og Kín­verjar mót­mælt en ekki brugð­ist við að öðru leyti.

Kín­verjar hafa þó lýst því yfir að þeir muni verja það sem þeir telja sitt land­svæði. Þarna hafa inn­an­lands­þættir áhrif, því geti kín­versk stjórn­völd ekki haldið and­lit­inu gagn­vart Banda­ríkj­unum gæti það haft slæmar afleið­ingar heima fyr­ir. Á sama hátt þurfa banda­rísk stjórn­völd að sýna fram á að þau láti ekki vaða yfir sig, ekki aðeins heima fyrir heldur umheim­inum öll­u­m—að þau hafi ennþá stjórn á hlut­un­um.

Banda­ríkin hafa verið að þétta rað­irnar með banda­mönnum á svæð­inu, auk þess að njóta full­tingis Jap­ana og Ástr­a­la—og myndað tengsl við nýja banda­menn eins og Víetnam. Það gæti orðið til þess að Kín­verjar sjái sitt óvænna gagn­vart slíku sam­ein­uðu afli. Þetta er hins vegar tví­eggja sverð og gæti hvatt til enn frek­ari við­bún­aðar af þeirra hálfu.

Kín­verjar hafa stað­fest Haf­rétt­ar­sátt­mál­ann og Banda­ríkja­menn virða ákvæði hans sem alþjóða­lög. Því eru allar aðstæður til þess að semja um kröfur Kín­verja og jafn­framt tryggja frelsi til sigl­inga. Með vel skipu­lögðum diplómat­ískum aðgerðum á því að vera hægt að forða alvar­legum átökum milli heims­veld­anna tveggja á Suður Kína­hafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None