Ekki hægt að fá upplýsingar um hvernig sérstakur persónuafsláttur skiptist

11175595996_71fe93cf05_b.jpg
Auglýsing

Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvernig þeir 5,8 millj­arðar króna sem greiða á út sem sér­stakan per­sónu­af­slátt vegna leið­rétt­ing­ar­innar skipt­ast á milli ald­urs- og tekju­hópa eða lands­svæða. Það fólk sem sótti um og fékk sam­þykkta leið­rétt­ingu, en það kall­ast aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar um að greiða niður verð­tryggð hús­næð­is­lán þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, sem er ekki lengur með hús­næð­is­lán til að láta greiða inn á fær greitt í gegnum sér­stakan per­sónu­af­slátt.

Auk þess liggur ekki fyrir að nákvæm­lega 5,8 millj­arðar króna verði greiddir út í gegnum sér­stakan per­sónu­af­slátt, enda dreif­ist aðgerðin á fjögur ár. Þetta kemur fram í svörum emb­ættis rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Búið að óska eftir nýrri leið­rétt­ing­ar­skýrsluBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skil­aði skýrslu um aðgerð­ina í upp­hafi lið­innar viku. Skýrslan átti að vera svar við fyr­ir­spurn sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hafði lagt fyrir á Alþingi átta mán­uðum áður. Katrín, og full­trúar ann­arra flokka í stjórn­ar­and­stöð­unni, voru ekki sátt með umfang þeirra upp­lýs­inga sem veittar voru í skýrsl­unni og hafa lagt fram beiðni um nýja skýrslu sem svari fleiri spurn­ing­um.

I kjöl­farið lagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, fram fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nið­ur­færslu hús­næð­is­lána sam­kvæmt 110 pró­sent leið­inni svoköll­uðu, sem fram­kvæmd var í tíð rík­is­stjórnar Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna.

Auglýsing

Í skýrslu Bjarna er greint frá því hvernig tæp­lega 70 millj­arðar króna af þeim 80,4 millj­örðum króna sem greiddir verða út vegna leið­rétt­ing­ar­innar skipt­ast á milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða þeirra sem þiggja greiðsl­una. Í skýrsl­unni er hins vegar ekki greint frá því hvernig þeir 5,8 millj­arðar króna sem greiddir eru sem sér­stakur per­sónu­af­sláttur skipt­ist á milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til emb­ættis rík­is­katt­stjóra vegna máls­ins.

Í svari Skúla Egg­erts Þórð­ar­sonar rík­is­skatt­stjóra segir að greiðslur sér­staka per­sónu­af­slátt­ar­ins skipt­ist á fjögur ár. „Sér­stakur per­sónu­af­sláttur sem færður var á móti álagn­ingu opin­berra gjalda var kr. 1.304.876.781. Af þeirri fjár­hæð var nýttur kr. 1.174.796.054. Mis­mun­ur­inn fær­ist til næsta árs og síðan koll af kolli þar til fjögur ár eru lið­in. Það sem þá er enn ónýtt fellur nið­ur.

Því miður er vöru­hús gagna ekki til­búið vegna álagn­ingar 2015 og ekki unnt að svara spurn­ing­unni eftir tekju­bil­um. Það kallar einnig á sér­keyrslu.“

Hluti fer til fólks sem borgar ekki skatta né skuldar á ÍslandiÍ skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um lækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra lána, sem birt var á mánu­dag, voru birtar ýmsar skýr­ing­ar­myndir sem sýndu skipt­ingu þess fjár sem rík­is­sjóður greiðir í aðgerð­ina milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða.

Kjarn­inn kall­aði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um töl­urnar að baki skýr­ing­ar­mynd­unum og fékk þær afhentar síð­degis á mánu­dag. Sam­kvæmt þeim er heild­ar­upp­hæð þess sem ráð­stafað var inn á höf­uð­stólslækk­anir ein­ungis 69,7 millj­arðar króna, ekki 80,4 millj­arðar króna líkt og sagt var að heild­ar­upp­hæðin sé í skýrsl­unni. Því vant­aði útskýr­ingar á 10,7 millj­arða króna útgjöldum í skýr­ing­ar­mynd­un­um.

Kjarn­inn óskaði eftir skýr­ingum á þessu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Sam­kvæmt þeim skýrist þetta mis­ræmi á því að um 5,8 millj­örðum króna á að ráð­stafa í sér­stakan per­sónu­af­slátt í gegnum skatt­kerf­ið, líkt og segir hér að ofan.

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að það sem út af stend­ur, um 4,8 millj­arðar króna, teng­ist meðal ann­ars því að aðilar sem hafi ekki fengið birt­ingu á leið­rétt­ingu sinni og aðilar sem sam­þykktu ekki ráð­stöfun lækk­unar innan settra tíma­marka, séu ekki teknir með í grein­ing­unn­i. Það sem út af standi, að teknu til­liti til þess hóps, teng­ist því að„í grein­ing­ar­kafla skýrsl­unnar eru umsækj­endur sem ekki voru fram­tals­skyldir á Íslandi 2013 utan við úrtakið og því stemma ekki ráð­staf­aðar fjár­hæðir við upp­reikn­aðar heild­ar­fjár­hæðir á bak­við grein­ing­arn­ar.“ Því er hluti þeirra sem fær greitt úr leið­rétt­ing­unni, ein­stak­lingar sem borga ekki skatta né skulda nokkuð á Íslandi, og skila því ekki skatt­fram­tali hér­lend­is. Þessi hópur getur hvorki fengið greitt inn á höf­uð­stól, þar sem hann hvorki á né skuldar af fast­eign, né sér­stakan per­sónu­af­slátt, þar sem hann greiðir ekki skatta á Íslandi.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna útfærslu og umfang leiðréttingarinnar í nóvember 2014. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son kynna útfærslu og umfang leið­rétt­ing­ar­innar í nóv­em­ber 2014.

Töl­urnar ekki brotnar niðurÍ svari ráðu­neyt­is­ins kemur ekki fram hvernig þessir 4,8 millj­arðar króna skipt­ast á milli ofan­greindra hópa en í skýrsl­unni er til­greint að 91,9 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, 80,4 millj­örðum króna, eigi að renna inn á höf­uð­stól lána, eða alls 73,9 millj­arðar króna. Það þýðir að um fjórir millj­arðar króna til við­bótar eigi eftir að greið­ast inn á lán þeirra sem hafa ekki fengið birt­ingu á leið­rétt­ingu sinni eða hafa ekki sam­þykkt hana innan settra tíma­marka. Raunar er því fólki í sjálf­vald sett hvort það sam­þykki greiðsl­una. Miðað við þessar for­send­ur, sem til­greindar eru í skýrsl­unni, fara um 700 millj­ónir króna til ein­stak­linga sem voru ekki fram­tals­skyldir á Íslandi árið 2013.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, frá því að hún kom út á mánu­dag. Hægt er að sjá hvernig þeir 69,7 millj­arðar króna sem greiddir voru inn á höf­uð­stól lána eftir ald­urs- og tekju­hópum og lands­svæðum hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None