Ekki hægt að fá upplýsingar um hvernig sérstakur persónuafsláttur skiptist

11175595996_71fe93cf05_b.jpg
Auglýsing

Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvernig þeir 5,8 millj­arðar króna sem greiða á út sem sér­stakan per­sónu­af­slátt vegna leið­rétt­ing­ar­innar skipt­ast á milli ald­urs- og tekju­hópa eða lands­svæða. Það fólk sem sótti um og fékk sam­þykkta leið­rétt­ingu, en það kall­ast aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar um að greiða niður verð­tryggð hús­næð­is­lán þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, sem er ekki lengur með hús­næð­is­lán til að láta greiða inn á fær greitt í gegnum sér­stakan per­sónu­af­slátt.

Auk þess liggur ekki fyrir að nákvæm­lega 5,8 millj­arðar króna verði greiddir út í gegnum sér­stakan per­sónu­af­slátt, enda dreif­ist aðgerðin á fjögur ár. Þetta kemur fram í svörum emb­ættis rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Búið að óska eftir nýrri leið­rétt­ing­ar­skýrsluBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skil­aði skýrslu um aðgerð­ina í upp­hafi lið­innar viku. Skýrslan átti að vera svar við fyr­ir­spurn sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hafði lagt fyrir á Alþingi átta mán­uðum áður. Katrín, og full­trúar ann­arra flokka í stjórn­ar­and­stöð­unni, voru ekki sátt með umfang þeirra upp­lýs­inga sem veittar voru í skýrsl­unni og hafa lagt fram beiðni um nýja skýrslu sem svari fleiri spurn­ing­um.

I kjöl­farið lagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, fram fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nið­ur­færslu hús­næð­is­lána sam­kvæmt 110 pró­sent leið­inni svoköll­uðu, sem fram­kvæmd var í tíð rík­is­stjórnar Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna.

Auglýsing

Í skýrslu Bjarna er greint frá því hvernig tæp­lega 70 millj­arðar króna af þeim 80,4 millj­örðum króna sem greiddir verða út vegna leið­rétt­ing­ar­innar skipt­ast á milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða þeirra sem þiggja greiðsl­una. Í skýrsl­unni er hins vegar ekki greint frá því hvernig þeir 5,8 millj­arðar króna sem greiddir eru sem sér­stakur per­sónu­af­sláttur skipt­ist á milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til emb­ættis rík­is­katt­stjóra vegna máls­ins.

Í svari Skúla Egg­erts Þórð­ar­sonar rík­is­skatt­stjóra segir að greiðslur sér­staka per­sónu­af­slátt­ar­ins skipt­ist á fjögur ár. „Sér­stakur per­sónu­af­sláttur sem færður var á móti álagn­ingu opin­berra gjalda var kr. 1.304.876.781. Af þeirri fjár­hæð var nýttur kr. 1.174.796.054. Mis­mun­ur­inn fær­ist til næsta árs og síðan koll af kolli þar til fjögur ár eru lið­in. Það sem þá er enn ónýtt fellur nið­ur.

Því miður er vöru­hús gagna ekki til­búið vegna álagn­ingar 2015 og ekki unnt að svara spurn­ing­unni eftir tekju­bil­um. Það kallar einnig á sér­keyrslu.“

Hluti fer til fólks sem borgar ekki skatta né skuldar á ÍslandiÍ skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um lækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra lána, sem birt var á mánu­dag, voru birtar ýmsar skýr­ing­ar­myndir sem sýndu skipt­ingu þess fjár sem rík­is­sjóður greiðir í aðgerð­ina milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða.

Kjarn­inn kall­aði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um töl­urnar að baki skýr­ing­ar­mynd­unum og fékk þær afhentar síð­degis á mánu­dag. Sam­kvæmt þeim er heild­ar­upp­hæð þess sem ráð­stafað var inn á höf­uð­stólslækk­anir ein­ungis 69,7 millj­arðar króna, ekki 80,4 millj­arðar króna líkt og sagt var að heild­ar­upp­hæðin sé í skýrsl­unni. Því vant­aði útskýr­ingar á 10,7 millj­arða króna útgjöldum í skýr­ing­ar­mynd­un­um.

Kjarn­inn óskaði eftir skýr­ingum á þessu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Sam­kvæmt þeim skýrist þetta mis­ræmi á því að um 5,8 millj­örðum króna á að ráð­stafa í sér­stakan per­sónu­af­slátt í gegnum skatt­kerf­ið, líkt og segir hér að ofan.

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að það sem út af stend­ur, um 4,8 millj­arðar króna, teng­ist meðal ann­ars því að aðilar sem hafi ekki fengið birt­ingu á leið­rétt­ingu sinni og aðilar sem sam­þykktu ekki ráð­stöfun lækk­unar innan settra tíma­marka, séu ekki teknir með í grein­ing­unn­i. Það sem út af standi, að teknu til­liti til þess hóps, teng­ist því að„í grein­ing­ar­kafla skýrsl­unnar eru umsækj­endur sem ekki voru fram­tals­skyldir á Íslandi 2013 utan við úrtakið og því stemma ekki ráð­staf­aðar fjár­hæðir við upp­reikn­aðar heild­ar­fjár­hæðir á bak­við grein­ing­arn­ar.“ Því er hluti þeirra sem fær greitt úr leið­rétt­ing­unni, ein­stak­lingar sem borga ekki skatta né skulda nokkuð á Íslandi, og skila því ekki skatt­fram­tali hér­lend­is. Þessi hópur getur hvorki fengið greitt inn á höf­uð­stól, þar sem hann hvorki á né skuldar af fast­eign, né sér­stakan per­sónu­af­slátt, þar sem hann greiðir ekki skatta á Íslandi.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna útfærslu og umfang leiðréttingarinnar í nóvember 2014. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son kynna útfærslu og umfang leið­rétt­ing­ar­innar í nóv­em­ber 2014.

Töl­urnar ekki brotnar niðurÍ svari ráðu­neyt­is­ins kemur ekki fram hvernig þessir 4,8 millj­arðar króna skipt­ast á milli ofan­greindra hópa en í skýrsl­unni er til­greint að 91,9 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, 80,4 millj­örðum króna, eigi að renna inn á höf­uð­stól lána, eða alls 73,9 millj­arðar króna. Það þýðir að um fjórir millj­arðar króna til við­bótar eigi eftir að greið­ast inn á lán þeirra sem hafa ekki fengið birt­ingu á leið­rétt­ingu sinni eða hafa ekki sam­þykkt hana innan settra tíma­marka. Raunar er því fólki í sjálf­vald sett hvort það sam­þykki greiðsl­una. Miðað við þessar for­send­ur, sem til­greindar eru í skýrsl­unni, fara um 700 millj­ónir króna til ein­stak­linga sem voru ekki fram­tals­skyldir á Íslandi árið 2013.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, frá því að hún kom út á mánu­dag. Hægt er að sjá hvernig þeir 69,7 millj­arðar króna sem greiddir voru inn á höf­uð­stól lána eftir ald­urs- og tekju­hópum og lands­svæðum hér.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None