Ekki hægt að fá upplýsingar um hvernig sérstakur persónuafsláttur skiptist

11175595996_71fe93cf05_b.jpg
Auglýsing

Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvernig þeir 5,8 millj­arðar króna sem greiða á út sem sér­stakan per­sónu­af­slátt vegna leið­rétt­ing­ar­innar skipt­ast á milli ald­urs- og tekju­hópa eða lands­svæða. Það fólk sem sótti um og fékk sam­þykkta leið­rétt­ingu, en það kall­ast aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar um að greiða niður verð­tryggð hús­næð­is­lán þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, sem er ekki lengur með hús­næð­is­lán til að láta greiða inn á fær greitt í gegnum sér­stakan per­sónu­af­slátt.

Auk þess liggur ekki fyrir að nákvæm­lega 5,8 millj­arðar króna verði greiddir út í gegnum sér­stakan per­sónu­af­slátt, enda dreif­ist aðgerðin á fjögur ár. Þetta kemur fram í svörum emb­ættis rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Búið að óska eftir nýrri leið­rétt­ing­ar­skýrsluBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skil­aði skýrslu um aðgerð­ina í upp­hafi lið­innar viku. Skýrslan átti að vera svar við fyr­ir­spurn sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hafði lagt fyrir á Alþingi átta mán­uðum áður. Katrín, og full­trúar ann­arra flokka í stjórn­ar­and­stöð­unni, voru ekki sátt með umfang þeirra upp­lýs­inga sem veittar voru í skýrsl­unni og hafa lagt fram beiðni um nýja skýrslu sem svari fleiri spurn­ing­um.

I kjöl­farið lagði Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, fram fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nið­ur­færslu hús­næð­is­lána sam­kvæmt 110 pró­sent leið­inni svoköll­uðu, sem fram­kvæmd var í tíð rík­is­stjórnar Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna.

Auglýsing

Í skýrslu Bjarna er greint frá því hvernig tæp­lega 70 millj­arðar króna af þeim 80,4 millj­örðum króna sem greiddir verða út vegna leið­rétt­ing­ar­innar skipt­ast á milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða þeirra sem þiggja greiðsl­una. Í skýrsl­unni er hins vegar ekki greint frá því hvernig þeir 5,8 millj­arðar króna sem greiddir eru sem sér­stakur per­sónu­af­sláttur skipt­ist á milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til emb­ættis rík­is­katt­stjóra vegna máls­ins.

Í svari Skúla Egg­erts Þórð­ar­sonar rík­is­skatt­stjóra segir að greiðslur sér­staka per­sónu­af­slátt­ar­ins skipt­ist á fjögur ár. „Sér­stakur per­sónu­af­sláttur sem færður var á móti álagn­ingu opin­berra gjalda var kr. 1.304.876.781. Af þeirri fjár­hæð var nýttur kr. 1.174.796.054. Mis­mun­ur­inn fær­ist til næsta árs og síðan koll af kolli þar til fjögur ár eru lið­in. Það sem þá er enn ónýtt fellur nið­ur.

Því miður er vöru­hús gagna ekki til­búið vegna álagn­ingar 2015 og ekki unnt að svara spurn­ing­unni eftir tekju­bil­um. Það kallar einnig á sér­keyrslu.“

Hluti fer til fólks sem borgar ekki skatta né skuldar á ÍslandiÍ skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um lækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra lána, sem birt var á mánu­dag, voru birtar ýmsar skýr­ing­ar­myndir sem sýndu skipt­ingu þess fjár sem rík­is­sjóður greiðir í aðgerð­ina milli ald­urs- og tekju­hópa og lands­svæða.

Kjarn­inn kall­aði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um töl­urnar að baki skýr­ing­ar­mynd­unum og fékk þær afhentar síð­degis á mánu­dag. Sam­kvæmt þeim er heild­ar­upp­hæð þess sem ráð­stafað var inn á höf­uð­stólslækk­anir ein­ungis 69,7 millj­arðar króna, ekki 80,4 millj­arðar króna líkt og sagt var að heild­ar­upp­hæðin sé í skýrsl­unni. Því vant­aði útskýr­ingar á 10,7 millj­arða króna útgjöldum í skýr­ing­ar­mynd­un­um.

Kjarn­inn óskaði eftir skýr­ingum á þessu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Sam­kvæmt þeim skýrist þetta mis­ræmi á því að um 5,8 millj­örðum króna á að ráð­stafa í sér­stakan per­sónu­af­slátt í gegnum skatt­kerf­ið, líkt og segir hér að ofan.

Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að það sem út af stend­ur, um 4,8 millj­arðar króna, teng­ist meðal ann­ars því að aðilar sem hafi ekki fengið birt­ingu á leið­rétt­ingu sinni og aðilar sem sam­þykktu ekki ráð­stöfun lækk­unar innan settra tíma­marka, séu ekki teknir með í grein­ing­unn­i. Það sem út af standi, að teknu til­liti til þess hóps, teng­ist því að„í grein­ing­ar­kafla skýrsl­unnar eru umsækj­endur sem ekki voru fram­tals­skyldir á Íslandi 2013 utan við úrtakið og því stemma ekki ráð­staf­aðar fjár­hæðir við upp­reikn­aðar heild­ar­fjár­hæðir á bak­við grein­ing­arn­ar.“ Því er hluti þeirra sem fær greitt úr leið­rétt­ing­unni, ein­stak­lingar sem borga ekki skatta né skulda nokkuð á Íslandi, og skila því ekki skatt­fram­tali hér­lend­is. Þessi hópur getur hvorki fengið greitt inn á höf­uð­stól, þar sem hann hvorki á né skuldar af fast­eign, né sér­stakan per­sónu­af­slátt, þar sem hann greiðir ekki skatta á Íslandi.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynna útfærslu og umfang leiðréttingarinnar í nóvember 2014. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son kynna útfærslu og umfang leið­rétt­ing­ar­innar í nóv­em­ber 2014.

Töl­urnar ekki brotnar niðurÍ svari ráðu­neyt­is­ins kemur ekki fram hvernig þessir 4,8 millj­arðar króna skipt­ast á milli ofan­greindra hópa en í skýrsl­unni er til­greint að 91,9 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, 80,4 millj­örðum króna, eigi að renna inn á höf­uð­stól lána, eða alls 73,9 millj­arðar króna. Það þýðir að um fjórir millj­arðar króna til við­bótar eigi eftir að greið­ast inn á lán þeirra sem hafa ekki fengið birt­ingu á leið­rétt­ingu sinni eða hafa ekki sam­þykkt hana innan settra tíma­marka. Raunar er því fólki í sjálf­vald sett hvort það sam­þykki greiðsl­una. Miðað við þessar for­send­ur, sem til­greindar eru í skýrsl­unni, fara um 700 millj­ónir króna til ein­stak­linga sem voru ekki fram­tals­skyldir á Íslandi árið 2013.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, frá því að hún kom út á mánu­dag. Hægt er að sjá hvernig þeir 69,7 millj­arðar króna sem greiddir voru inn á höf­uð­stól lána eftir ald­urs- og tekju­hópum og lands­svæðum hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None