Ekkert húsnæðisfrumvarp náði fram að ganga - þarf að leggja fram aftur í haust

Screen-Shot-2015-05-20-at-19.00.14.png
Auglýsing

Ekk­ert af fjórum hús­næð­is­frum­vörpum Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, náði fram að ganga á þingi í vet­ur, þvert á yfir­lýs­ing­ar. Þingi var slitið í gær og kemur saman í sept­em­ber. Eygló hafði talað um það í vetur að hús­næð­is­málin yrði að klára á þessu þingi og að jafn­vel ætti að halda sum­ar­þing til þess að klára þau. Jafn­vel þótt þingið hafi starfað langt fram á sumar komust málin ekki úr nefnd.

Í þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar voru boðuð fjögur frum­vörp um hús­næð­is­mál á liðnum vetri. Það voru frum­varp til laga um hús­næð­is­bæt­ur, um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög, um breyt­ingu á húsa­leigu­lögum og um hús­næð­is­mál, en hið síð­ast­nefnda fjallar um stofn­styrki til félags­legs leigu­hús­næð­is. Breyt­ingar á húsa­leigu­lögum og frum­varp um hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lög komu inn í þingið 1. apr­íl. Hins tvö frum­vörpin létu hins vegar á sér standa, eða þar til frum­varp um hús­næð­is­bætur kom inn í þingið þann 8. júní. Þá var orðið ljóst að frum­varp um stofn­styrki yrði ekki lagt fram fyrr en í haust. Þrjú frum­varpanna komu sem sagt fram, og þau voru öll til umfjöll­unar í vel­ferð­ar­nefnd þegar þingið lauk störf­um. Því er ljóst að leggja þarf þau fram aftur á haust­þing­inu.

Deilur milli ráðu­neyta og ráð­herraFrum­varpanna tveggja sem ekki komu fram í vor var beðið lengi. Þau höfðu bæði verið boðuð á haust­þingi í fyrra. Þegar ljóst var að svo yrði ekki átti frum­varp um hús­næð­is­bætur að koma fram í febr­úar og frum­varp til laga um stofn­fram­lögin að koma fram í mars.

Fjár­mála­ráðu­neytið greindi Kjarn­anum frá því þann 15. maí að frum­varp um stofn­styrki hefði verið dregið til baka úr kostn­að­ar­mati í ráðu­neyt­inu og ekki væri von á því að það yrði lagt fram aftur á þessu þingi, verið væri að skoða mjög breytta útgáfu af því frum­varpi. Þegar svarið barst frá ráðu­neyt­inu höfðu frum­vörpin tvö verið í kostn­að­ar­mati þar í sjö vik­ur. Fjár­mála­ráðu­neytið sagði að við grein­ingu á frum­varp­inu hafi vaknað mörg álita­efni og í kjöl­farið hafi vel­ferð­ar­ráðu­neytið hætt við að leggja fram frum­varp­ið.

Auglýsing

Fjár­mála­ráðu­neytið hafði líka til skoð­unar frum­varp hús­næð­is­mála­ráð­herr­ans um hús­næð­is­bætur og í svari fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins var vel­ferð­ar­ráðu­neytið gagn­rýnt, og sagt að vinnsla hafi tekið mik­inn tíma þar sem skort hafi mjög á talna­legar grein­ingar á áhrifum frum­varps­ins.

Í kjöl­farið á þessum fréttum þvertók Eygló fyrir að hún hefði dregið nokkuð til bak­a. „Fjár­mála­ráðu­neytið hefur óskað eftir því að ég aft­ur­kalli frum­vörp­in, ég hef hafnað því. Sú beiðni var ítrekuð gagn­vart stofn­fram­lög­unum en ég hef hafnað því að kalla þessi frum­vörp til baka og óskað eftir því að fá kostn­að­ar­mat á þau,“ sagði Eygló í sam­tali við Kjarn­ann þá.

Hún sagð­ist þá vera reiðu­búin að gera breyt­ingar á frum­vörp­unum til að koma til móts við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og sagði frum­vörp sína geta verið inn­legg stjórn­valda í kjara­deil­urnar sem þá ríktu. „Ef hins vegar það næst ekki nið­ur­staða á vinnu­mark­aði þannig að þetta verði hluti af okkar fram­lagi inn í þær deil­ur, þá mun ég leggja fram mín frum­vörp óbreytt.“ Þá var komið að Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra, sem sagði eftir ummæli Eyglóar að fram­ganga hennar kæmi honum veru­lega á óvart. Hennar mál eins og önnur þurfi að vera full­unnin áður en kostn­að­ar­mat á þeim sé fram­kvæmt og Eygló þyrfti að sætta sig við að hennar mál séu unnin eftir sömu reglum og önn­ur.

Voru hluti af sátt á vinnu­mark­aðiÞann 28. maí kynnti rík­is­stjórnin svo sínar aðgerðir til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga. Þar á meðal var yfir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­innar um hús­næð­is­mál. Þar var meðal ann­ars að finna lof­orð um þessi tvö mál, stofn­styrki til upp­bygg­ingar félags­legs leigu­í­búða­kerfis og nýtt hús­næð­is­bóta­kerfi. Í yfir­lýs­ing­unni kemur fram að frum­varpið um hús­næð­is­bætur ætti að að koma fyrir vor­þing í ár og önnur frum­vörp á haust­þingi, þau ætti að afgreiða fyrir ára­mót.

Þann 8. júní var svo frum­varpið um hús­næð­is­bætur lagt fram á þing­inu, þrátt fyrir að umsögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um það hefði sýnt að ráðu­neytið hefði miklar efa­semdir um það. Meðal ann­ars var sagt að sam­kvæmt grein­ingum myndi nið­ur­greiðsla húsa­leigu verða hlut­falls­lega meiri eftir því sem tekjur heim­il­is­ins væru hærri. Það er í and­stöðu við yfir­lýst mark­mið frum­varps­ins, sem er að auka stuðn­ing við efna­m­inna fólk.

Þá sagði fjár­mála­ráðu­neytið að auk­inn rík­is­stuðn­ingur af þessu tagi muni að öllum lík­indum leiða til þess að leigu­verð hækki og það muni hagn­ast leigu­söl­um. Þá munu nýju bæt­urnar ekki koma öryrkjum og öldruðum eins vel og þeim sem eru í námi eða vinnu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None