InDefence gagnrýna afslátt kröfuhafa - vilja að þeir borgi andvirði stöðugleikaskatts

17980682404_6f264aa63c_z.jpg
Auglýsing

InDefence hóp­ur­inn gagn­rýnir þá leið stjórn­valda að bjóða slita­búum föllnu bank­anna að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum og klára nauða­samn­inga sína gegn því að sleppa undan álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts. Sú leið, að semja um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­um, felur í sér lægri greiðslur frá slita­bú­unum til rík­is­sjóðs en álagn­ing stöð­ug­leika­skatts, sem yrði 39 pró­sent á allar eignir búanna. Þess í stað vill InDefence að tryggt verði í frum­vörpum til laga um stöð­ug­leika­skatt og nauða­samn­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að samn­ingar um mæt­ingu stöð­ug­leika­skil­yrða skili jafn miklu í rík­is­kass­ann og stöð­ug­leika­skatt­ur, en að teknu til­liti til frá­drátt­ar­liða ætti hann að geta skilað 682 millj­örðum króna í tekjur fyrir ríkið legg­ist hann á. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn hóps­ins um frum­varp um stöð­ug­leika­skatt sem skilað var inn til Alþingis í vik­unni.

Mat á því hversu miklu sam­komu­lag um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda skilar er mis­mun­andi. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur talað um 450 millj­arða króna. Sér­fræð­ingar sem Kjarn­inn fékk til að reikna út mögu­legar tekjur sögðu að þær yrðu lík­ast til á bil­inu 300 til 400 millj­arðar króna. Aðrir hafa kom­ist að hærri nið­ur­stöðu. Hver end­an­leg fjár­hæð verður mun þó ekki liggja fyrir fyrr en búið verður að selja við­skipta­bank­anna tvo, Íslands­banka og Arion banka, sem eru í eigu slita­búa föllnu bank­anna og end­an­legt virði krafna sem fram­seldar verða til stjórn­valda verður ljóst.

For­sæt­is­ráð­herra og nán­ustu sam­starfs­menn voru í InDefenceInDefence-hóp­ur­inn hefur verið mjög áber­andi í íslensku sam­fé­lagi und­an­farin ár. Hóp­ur­inn varð fyrst til í októ­ber 2008 þegar nokkrum ein­stak­lingum ofbauð fram­ganga breskra stjórn­valda gagn­vart Íslandi þegar landið beitti hryðju­verkarlögum gegn Íslandi vegna banka­hruns­ins. InDefence barð­ist síðan hat­ramm­lega gegn Ices­a­ve-­samn­ing­unum og stóð meðal ann­ars fyrir und­ir­skrift­ar­söfn­unum gegn sam­þykkt þeirra.

Sigurður Hannesson. Sig­urður Hann­es­son.

Auglýsing

Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður hans, voru áber­andi í starfi InDefence hér á árum áður. Sig­urður Hann­es­son, einn vara­for­manna fram­kvæmda­hóps um losun hafta, sem vann til­lögur um stöð­ug­leika­skil­yrði og mögu­legan stöð­ug­leika­skatt, kom einnig að starfi hóps­ins. Sig­urður er einn nán­asti efna­hags­ráð­gjafi og trún­að­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra. Hann tekur auk þess virkan þátt í flokks­starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Telja ágalla á nauða­samn­ings­leiðÍ Frétta­blað­inu í dag er rætt við Ólaf Elí­as­son, tón­list­ar­mann og með­lim InDefence, um gagn­rýni hóps­ins á frum­vörp um stöð­ug­leika­skatt og nauða­samn­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þar segir hann af­stöðu InDefence hafa verið þá að þeir sem ábyrgir eru fyrir því tjóni sem þjóð­fé­lagið hafi orðið fyrir vegna banka­hruns­ins, slita­bú­in, bæru kostn­að­inn af þeim skaða, frekar en almennir borg­arar lands­ins.

Þetta sjón­ar­mið segir Ólafur ekki virð­ast hafa orðið ofan á og að rík­is­stjórnin hafi talið auð­veld­ara að fara fram með mark­mið um stöð­ug­leika. Það sé nokk­urs konar fram­hald á sam­komu­lag­inu sem gert var við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn í lok árs 2008. Leið stöð­ug­leika­skatts sé auð­skilj­an­leg og hún verji almanna­hags­muni. Ágallar séu hins vegar á nauð­samn­ings­leið.

Auk þess setur InDefence-hóp­ur­inn sig upp á móti því að Seðla­banki Íslands geri svo­kall­aðað stöð­ug­leika­mat. Að sögn Ólafs sýni sagan að þótt Seðla­bank­inn njóti trausts í efna­hags­málum þá sé hann ekki óskeik­ull. Það hafi komið í ljós með van­hugs­aðri afstöðu hans til Ices­a­ve. „Hann byggir allt sitt á lang­tímamati sem hingað til hefur ekki oft stað­ist og þess vegna er frá­leitt að láta þetta alfarið í hend­urnar á Seðla­bank­an­um," segir Ólafur við Frétta­blað­ið.

Hann tekur þó fram að hann telji að rík­is­stjórnin sé "búin að ná ævin­týra­legum árangri umfram það sem til stóð og ástæða til að halda því til haga.“ Það hversu fljótir kröfu­haf­arnir hafi verið til að sam­þykkja samn­inga­leið­ina ætti þó að nægja til að vekja upp spurn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None