Skaðabótamál Tchenguiz gegn formanni slitastjórnar Kaupþings fer fram í London

000-DV1177607-1.jpg
Auglýsing

Breskur dóm­stóll hefur hafnað mála­til­bún­aði Jóhann­esar Rún­ars Jóhann­es­son­ar, for­manns slita­stjórnar Kaup­þings, um að þar­lendir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu í máli sem athafna­mað­ur­inn Vincent Tchenguiz hefur höfðað gegn hon­um. Jóhannes Rúnar vildi að málið yrði tekið fyrir á Íslandi þar sem ein­ungis íslenskir dóm­stólar hefðu lög­sögu yfir upp­gjöri slita­bús Kaup­þings, en af því verður ekki.

Dóm­stóll­inn telur málið varða atburði sem áttu sér stað á breskri grundu og því verði þeir teknir fyrir af bresku rétt­ar­kerfi. Hins vegar er við­ur­kennt að breskir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu yfir slita­búi Kaup­þings enda geri íslensk gjald­þrota­lög ráð fyrir því að íslenskir dóm­stólar hafi einir lög­sögu yfir þeim.

Í yfir­lýs­ingu frá Tchengu­iz, sem Við­skipta­blaðið vitnar í, segir hann: „Rétt­ur­inn hefur fall­ist á að kröfur mínar varða atburði sem áttu sér stað í Englandi og verða því rétti­lega bornir undir og leiddir til lykta af enskum dóm­stól­um. Jóhannes Jóhanns­son, sem er með­limur í slita­stjórn Kaup­þings, þarf nú að skýra fyrir enskum dóm­stólum hlut­verk hans í því sem kom fyrir mig og fyr­ir­tækin mín og ég hyggst sækj­ast um áfrýj­un­ar­leyfi til að sjá til þess að mál Kaup­þings þurfi að fara fyrir enska dóm­stóla lík­a."

Auglýsing

Jóhannes Rúnar segir í yfir­lýs­ingu sem hann og Kaup­þing hafa sent frá sér að hann sé mjög ánægður með nið­ur­stöð­urnar varð­andi Kaup­þing. „Að mínu mati eru þessar kröfur lítt dulin til­raun Vincent Tchenguiz til að tryggja sjálfum sér og tengdum skuld­urum óeðli­legan ávinn­ing við slit Kaup­þings.“

Þá sé málið á hendur honum fjar­stæðu­kennt og ásak­anir á hendur honum eigi sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. „Ég mun verj­ast öllum kröfum áður nefndra aðila af festu enda kröfur þeirra til­hæfu­lausar með öllu og allar sak­ar­giftir rang­ar. Ef Vincent Tchenguiz og tengdir aðilar kjósa að halda kröfum á hendur mér til streitu er ég þess full­viss að enskir dóm­stólar muni sýkna mig af öllum kröfum sem hafðar eru uppi á hendur mér.”

Stefnt í des­em­ber 2014Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber síð­ast­liðnum að Tchenguiz hefði stefnt slita­stjórn Kaup­þings, end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­inu Grant Thornton í Bret­landi (Gr­ant Thornton UK) og nokkrum starfs­manna þess­arra aðila fyrir að hafa lagt á ráðin um haft frum­kvæði að og tekið þátt í, rann­sókn bresku efna­hags­brota­deild­ar­innar Special Fraud Office (SFO), á honum og fyr­ir­tækjum í hans eigu. Þetta hafi leitt til þess að hann var hand­tek­inn á heim­ili sínu í mars 2011 og leitað var á skrif­stofu hans og í fyr­ir­tækjum í hans eigu.

Til­gang­ur­inn, að sögn Vincent Tchengu­iz, var sá að nota rann­sókn SFO á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sinna félaga gagn­vart Kaup­þingi, afla gagna frá SFO, sem emb­ættið gerði upp­tækt í hús­leit hjá Vincent, sem Kaup­þing hefði ella ekki ­getað aflað og síðan mis­nota þau gögn í sam­skiptum sínum við Vincent Tchengu­iz. Hann telur að með þessu hafi Kaup­þing viljað kom­ast yfir eignir hans og fyr­ir­tæki sem honum tengd­ust. Þetta átti að skila Kaup­þingi auknum eignum og Grant Thornton í Bret­landi auknum greiðsl­um, þar sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu sjá um skipti á þeim eignum sem teknar yrðu yfir.

Þetta kom fram í 95 blað­síðna stefnu Vincent Tchenguiz gegn slita­stjórn Kaup­þings, Grant Thornton UK, Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, sem situr í slita­stjórn Kaup­þings, og tveimur starfs­mönnum Grant Thornton UK, þeim Hossein Hamed­ani og Stephen John Akers. Í stefn­unni for Tchenguiz fram á2,2 millj­arða punda, um 455 millj­arða króna, í bæt­ur. Kjarn­inn hefur stefn­una undir hönd­um.

Allir þeir sem máls­höfð­unin bein­ist gegn hafna ásök­unum Tchengu­iz.

Langur aðdrag­andiMáls­höfð­unin á sér langan aðdrag­anda. Þegar Kaup­þing féll í októ­ber 2008 var Robert Tchengu­iz, bróðir Vincent, stærsti ein­staki lán­tak­andi bank­ans. Vincent hafði auk þess sjálfur fengið umtals­verða fyr­ir­greiðslu hjá bank­an­um.

Í stefn­unni segir að í skila­nefnd Kaup­þings, sem tók við valdi hlut­hafa, hafi verið skip­aður Theo­dór Sig­ur­bergs­son, sem er á meðal eig­enda Grant Thornton á Íslandi. Skömmu síðar hafi Kaup­þing ráðið Grant Thornton í Bret­landi til að veita sér ráð­gjöf varð­andi ýmsa lán­taka hins fallna banka, meðal ann­ars Tchengu­iz-bræður og tengd fyr­ir­tæki.

Tchenguiz vill meina að Grant Thornton UK hafi leikið lyk­il­hlut­verk í því að SFO hóf að rann­saka hann. Fyr­ir­tækið hafi verið fengið til að leggja mat á hvort sak­næmar aðgerðir hafi átt sér stað innan Kaup­þings og til að benda á þá sem frömdu þær ef svo væri. Þau gögn sem voru grund­völlur rann­sóknar SFO hafi því komið frá Grant Thornton UK. Í stefn­unni segir að Grant Thorton UK starfs­menn­irnir tveir, sem stefnt er, hafi gert sam­komu­lag við Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, hjá slita­stjórn Kaup­þings, um að „þeir myndu hrinda ráða­gerð sinni um að leggja fram falskar ásak­anir um glæp­sam­legt athæfi og önnur rang­indi í fram­kvæmd gagn­vart Robert og Vincent“.

Tchenguiz tel­ur einnig að Grant Thornton UK og Kaup­þing hafi sett sig í sam­band við aðra stóra lán­veit­endur og félög undir hans stjórn til að láta vita af þeim ásök­unum um sak­næmt athæfi sem SFO væri að rann­saka. Sam­hliða hafi þeir verið hvattir til að stíga skref til að ganga að veðum sín­um. Í stefn­unni segir að fundir hafi átt sér stað með HBOS, Bank of Amer­ica Merril Lynch og Bayer­ische Land­es­bank.

Til­gangur sam­sær­is­ins að valda álits­hnekkiÍ des­em­ber 2009, þegar rann­sókn SFO stóð sem hæst, lýstu félög Tchenguiz bræðra 1,6 millj­arða punda, um 315 millj­arða króna, kröfum í bú Kaup­þings. Þeirri kröfu var hafnað og málið rataði fyrir dóm­stóla. Um mitt ár 2010 fóru félög í eig­u bræðr­anna í einka­mál gegn Kaup­þingi fyrir breskum dóm­stól­um.

Tchenguiz telur að þessar aðgerðir séu rót þess sam­særi sem hann seg­ir ­Kaup­þing og Grant Thornton UK hafi ráð­ist í gagn­vart sér, og náð hafi hámarki með rann­sókn SFO.

Í stefn­unni seg­ir: Til­gangur sam­sær­is­ins á þessum tíma var að valda Vincent, CBG og TFT fyr­ir­tækj­unum [í eigu Tchenguiz fjöl­skyld­unn­ar], eins miklum álits­hnekki og mögu­legt var og að setja mikla fjár­hags­lega pressu á hann og aðra. Þetta átti að neyða hann til að falla frá einka­mál­inu í Bret­landi og kröfu­deil­unni fyrir íslenskum dóm­stólum til að skapa stöðu fyrir Kaup­þing til að gera gott sam­komu­lag fyrir sig.“

Tchenguiz-bræðurnir voru á meðal stórra lántakenda hjá Kaupþingi áður en bankinn fór á hliðina haustið 2008.
Tchengu­iz-bræð­urnir voru á meðal stórra lán­tak­enda hjá Kaup­þingi áður en bank­inn fór á hlið­ina haustið 2008.

Þetta und­ir­byggir Tchenguiz með því að segja að Jóhannes Rúnar hafi sagt við íslenska lög­menn að Kaup­þing hefði „aðrar leið­ir“ til að ljúka einka­mála­rekstr­inum en að klára hann fyrir dóm­stól­um.

Tchenguiz telur líka að Grant Thornton UK starfs­menn­irnir tveir, sem stefnt er, hafi viljað koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki Tchengu­iz-bræðra til að end­ur­skipu­leggja fjár­mál sín til að Kaup­þing gæti gengið að þeim. Í kjöl­farið vill Tchenguiz meina að starfs­menn Grant Thornton UK hafi ætlað sér að fá að sjá um skipti eða end­ur­skipu­lagn­ingu umræddra eigna og þiggja him­in­háar greiðslur fyrir þau skipta­störf.

Hand­tek­inn fyrir framan sjón­varps­vél­arnarVincent Tchenguiz var hand­tek­inn í mars 2011. Sam­hliða voru fram­kvæmdar hús­leitir á skrif­stofu hans og heim­ili. Hand­takan varð helsta frétta­mál þess dags í Bret­landi, enda Tchengu­iz-bræður á meðal umsvifa­mestu fast­eigna­eig­enda í Bret­landi á þessum tíma. Á meðal þeirra sak­ar­efna sem á hann voru borin voru að virði eigna sem hafi verið and­lag veða sem hann setti fyrir lánum frá Kaup­þingi hefði verið upp­blásið, að veð hefðu verið tví­veð­sett án þess að Kaup­þingi hefði verið greint frá því, að Tchenguiz hafi tekið út per­sónu­legan hagnað af umræddum lán­veit­ingum og nýtt hann til eigin nota.

https://www.youtu­be.com/watch?v=9S_EEbdrPhU

Í sept­em­ber 2011 gerðu Tchengu­iz-bræður og félög í þeirra eigu sam­komu­lag við slita­stjórn Kaup­þings sem í fólst að þeir féllu frá kröfum í bú bank­ans og öllum einka­mál­um. Inni­hald sam­komu­lags­ins hefur aldrei verið opin­berað en Kjarn­inn hefur það undir hönd­um. Um inni­hald þess má lesa hér.

Beðnir afsök­unar og fengu bæturRann­sókn SFO á Tchenguiz var hætt í júní 2012. Tchengu­iz-bræð­urnir höfð­uðu í kjöl­farið mál á hendur SFO og kröfð­ust um 200 millj­óna punda, tæp­lega 1,4 millj­arða króna, í skaða­bætur vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Þeir komust síðar að sam­komu­lagi um bæt­ur.

Í þeim fólst að SFO baðst opin­ber­lega afsök­unar á rann­sókn­inni og greiddi Vincent Tchenguiz þrjár millj­ónir punda í miska­bætur og sömu upp­hæð í lög­manns­kostn­að. Umreiknað í íslenskar krónur er sú upp­hæðum 1,2 millj­arðar króna. Robert bróðir hans fékk auk þess 1,5 millj­ónir punda, um 295 millj­ónir króna, í miska­bætur og auk þess sem lög­manns­kostn­aður hans vegna SFO-­rann­sókn­ar­innar var greidd­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None