Mynd: Unsplash/Kateryna Hliznitsova

Geðsjúkdómar geri fólk ekki sjálfkrafa að vanhæfum foreldrum

Fjöldi danskra einstaklinga og para sem sótt hefur um frjósemismeðferð hefur verið neitað um hana vegna geðrænna vandamála sem þó eru ekki lengur talin hafa áhrif á hæfni þeirra sem foreldra. Sérfræðingar segja hæfnismatið ófullnægjandi og kalla eftir breytingum.

Í Dan­mörku geta for­eldrar verið dæmdir óhæfir jafn­vel áður en þeir eign­ast börn. Svona hefst umfjöllun danska rík­is­út­varps­ins um fimm danska ein­stak­linga og pör sem fengið hafa neitun um frjó­sem­is­með­ferð vegna sögu um geð­ræn vanda­mál for­eldr­anna.

Frá árinu 2011 hafa í Dan­mörku verið í gildi lög sem kveða á um að meta skuli hæfni fólks til for­eldra­hlut­verks­ins áður en það fær sam­þykki fyrir frjó­sem­is­með­ferð. Lögin voru sett í kjöl­far þess að par, sem kynnst hafði á geð­sjúkra­húsi, gekkst undir slíka með­ferð en reynd­ust svo óhæf til að sinna barn­inu, sem tekið var af því fimm vikum eftir fæð­ingu. Flestir eru hlynntir því að ein­hvers konar mat fari fram en margir telja fram­kvæmd­ina eins og hún er í dag ófull­nægj­andi.

Ferlið er þannig að heil­brigð­is­stofn­anir sem fram­kvæma frjó­sem­is­með­ferðir geta, ef þær telja til­efni til, vísað umsækj­endum í sér­stakt hæfn­is­mat þar sem umsækj­endur þurfa að skrifa undir leyfi þess efnis að mats­að­ili fái aðgang að öllum sjúkra­skýrslum sem og upp­lýs­ingum sem ríki og sveit­ar­fé­lög, svo sem úr félags­þjón­ustu, hefur á skrá um ein­stak­ling­inn. Mat þetta er svo ávallt fram­kvæmt af lög­fræð­ingum í Suð­ur­-D­an­mörku, alveg sama hvar sótt hefur verið um frjó­sem­is­með­ferð­ina.

Eitt barn sam­þykkt, annað ekki

Lög­fræð­ingar þessir taka svo ákvörðun um hæfni umsækj­end­anna til for­eldra­hlut­verks­ins út frá gögn­un­um, og gögn­unum ein­göngu. Þetta er það sem helst hefur verið gagn­rýnt, en dæmi eru um að heim­il­is­lækn­ar, geð­læknar og félags­ráð­gjafar umsækj­end­anna sem um ræðir hafi allir metið það svo að þeir væru hæfir til for­eldra­hlut­verks­ins, en að lög­fræð­ingar jafn­vel hund­ruð kíló­metra í burtu hafi neitað umsókn þeirra vegna gagna á papp­ír.

Lögfræðingar í Suður-Danmörku meta hæfni allra umsækjenda um frjósemisaðgerðir, án þess að hafa hitt þá.
Unsplash/Sharon McCutcheon

Danska rík­is­út­varpið setti sig í sam­band við fimm ein­stak­linga og fjöl­skyldur sem neitað hefur verið um frjó­sem­is­með­ferð vegna slíks hæfn­is­mats. Ein af áhrifa­rík­ustu sög­unum höfðu Karen og Pern­ille að segja. Karen komst fyrst á skrá hjá dönskum geð­heil­brigð­is­yf­ir­völdum ell­efu ára gömul og hefur tvisvar verið lögð inn á geð­sjúkra­hús á full­orð­ins­árum og var í kjöl­farið greind með vægan geð­klofa. Karen er öryrki vegna geð­sjúk­dóms­ins þrátt fyrir að honum sé haldið í skefjum með lyfj­um.

Karen og Pern­ille lang­aði að stofna fjöl­skyldu og gengu fyrst úr skugga um að heim­il­is­lækn­ir, geð­læknir og félags­ráð­gjafi Karenar teldu hana til­búna í for­eldra­hlut­verk­ið, sem þeir og gerðu. Þegar á hólm­inn var komið fengu þær hins vegar synjun vegna mats lög­fræð­ing­anna í Suð­ur­-D­an­mörku, sem töldu Karen ekki hæfa í for­eldra­hlut­verk­ið. Synj­unin barst í mars 2018, en parið áfrýj­aði ákvörð­un­inni sem var svo snúið við í októ­ber sama ár. Rúmu ári síðar fædd­ist Elie, sem nú er tveggja ára gömul heil­brigð og lífs­glöð stúlka.

For­eldra­hlut­verkið gengur vel, að mati Karenar og Pern­il­le, og langar þær í fleiri börn. En þó að umsókn þeirra til frjó­sem­is­með­ferðar hafi einu sinni verið sam­þykkt gilti hún aðeins fyrir eitt barn, og þurfti parið því að sækja um aft­ur. Ferlið var það sama, nú með nýjum upp­lýs­ingum úr sjúkra- og félags­skrám Karen­ar, sem sýna að ástand hennar sé stöðugt. Hins vegar kemur þar fram að vegna sjúk­dóms­ins þurfi hún sér­stak­lega mikla hvíld, en frá klukkan ell­efu til fjögur á dag­inn dregur hún sig í hlé til að hlaða batt­er­í­in. Af þessum ástæðum töldu mats­menn­irnir ekki að Karen væri hæf til þess að eign­ast annað barn.

Kalla eftir heild­stæðu mati

Karen og Pern­ille furða sig á nið­ur­stöð­unni og að ekk­ert til­lit sé tekið til þess hve vel hefur gengið að ala upp Elie. Karen segir hvíld­ina sem hún tekur hafa mjög tak­mörkuð áhrif á upp­eld­ið, enda fari hún fram á meðan Pern­iller er í vinn­unni og Elie á leik­skól­an­um. Þegar fjöl­skyldan komi heim sé hún til­búin að taka á móti þeim og taka fullan þátt í upp­eld­inu.

Karen og Pernille fá ekki að eignast annað barn í bráð.
Unsplash/Kevin Gent

Sér­fræð­ingar eru sam­mála því að það mat sem fram fari í dag sé engan veg­inn nógu heild­stætt. Flestir eru sam­mála því að ein­hverjar kröfur eigi að setja þeim sem sækja um frjó­sem­is­með­ferð­ir, enda eigi sam­fé­lagið ekki að aðstoða óhæft fólk við að koma börnum í heim­inn. Hins vegar þurfi að gæta sann­girni og ekki megi ala á gam­al­dags for­dómum gegn geð­sjúk­dóm­um.

Meðal þess sem sér­fræð­ingar vísa í í þessum efnum er að í málum for­eldra sem þegar eigi börn fari fram heild­rænt mat á hæfni þeirra til að sjá um barn­ið, sem taki sál­fræð­ing heilan mánuð í fullu starfi og fer meðal ann­ars fram með heim­il­is­heim­sókn­um, við­tölum og sál­rænum próf­um.

Karen von­ast eftir því að dönsk yfir­völd breyti um stefnu í mála­flokkn­um. Þangað til finnur hún fyrir auk­inni pressu í tengslum við ummönnun Elie og ótt­ast að koma ekki með réttu græjurnar á leik­skól­ann eða segja ekki réttu hlut­ina, eða mæta með skítugt hár, þannig að ein­hver sjái hana og hugsi að hún sé van­hæf móð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar