Mynd: Arnar Þór

Sólveig Anna: „Þetta var ómögulegt verkefni“

Það fólk sem í morgun virtist líklegast til þess að standa í stafni Alþýðusambands Íslands næstu misserin tilkynnti flest í dag að þau væru hætt við framboð og véku af þingi sambandsins. Kjarninn ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur um ástæðurnar fyrir því.

„Efl­ing, Efl­ing, Efl­ing,“ hróp­uðu þing­full­trúar stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar, er þau gengu saman fylktu liði úr fund­ar­sal Alþýðu­sam­bands Íslands á Hilton Nor­dica-hót­el­inu við Suð­ur­lands­braut fyrr í dag að baki Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni for­manni VR, sem gekk einna fyrstur út úr saln­um, án þess að vilja ræða við fjöl­miðla.

Eftir í salnum sátu full­trúar fleiri sam­taka launa­fólks af land­inu öllu og sam­þykktu að fresta þingi ASÍ þar til í fyrra­mál­ið. Hvað nákvæm­lega ger­ist þá er óráð­ið, en til stendur að kjósa nýja for­ystu Alþýðu­sam­bands­ins á morgun og enn er opið fyrir fram­boð. Sem stendur er Ólöf Helga Adolfs­dóttir rit­ari stjórnar Efl­ingar ein í fram­boði til emb­ættis for­seta.

Fyrir dag­inn í dag þótti næsta víst að Ragnar Þór yrði næsti for­seti Alþýðu­sam­bands­ins, en svo verður ekki. Í hópi þeirra tuga full­trúa sem skyndi­lega gengu af þing­inu á fjórða tím­anum í dag voru auk Ragnar Þórs þau Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins og VLFA, sem fyrir dag­inn í dag þóttu lík­leg­ust til þess að verða 2. og 3. vara­for­seta sam­bands­ins.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gengur hér af þingi ASÍ í dag.
Mynd: Arnar Þór

En þau Ragnar Þór, Sól­veig Anna og Vil­hjálmur verða ekki í fram­boði. Fyrstu fréttir af því bár­ust um kl. 15 í dag, kvis­uð­ust út úr þingsalnum á Nor­dica sem var harð­lok­aður fjöl­miðl­um. Blaða­maður Kjarn­ans fór á stað­inn og náði tali af Sól­veigu Önnu eftir að hún gekk úr saln­um, ásamt félögum sín­um.

Erf­ið­lega gekk að hefja sam­talið þar sem for­mað­ur­inn var sífellt að taka við faðm­lögum frá þing­full­trúum Efl­ing­ar, í and­dyri hót­els­ins og ráð­stefnu­mið­stöðv­ar­inn­ar. „Þetta var rétt,“ sögðu mörg þeirra.

„Aldrei notið nokk­urs sann­mælist“ innan ASÍ

En hvað olli því að nákvæm­lega hvað var rétt? Blaða­maður spurði Sól­veigu Önnu að því hver kveikjan hefði orðið að atburðum dags­ins og tók Sól­veig fram að hún gæti ein­ungis svarað því fyrir sína félaga, í Efl­ingu.

Í sam­tali við blaða­mann sagði hún einnig að ræða þyrfti „á hinum stóra lýð­ræð­is­lega vett­vangi“ Efl­ingar hvort draga skyldi Efl­ingu frá þátt­töku í starfi Alþýðu­sam­bands Íslands og að það yrði „ef­laust gert en hvenær og hvernig á enn eftir að koma í ljós.“ Þing­full­trúar Efl­ingar munu ekki taka frek­ari þátt í þingi ASÍ þetta árið.

„Við Efl­ing­ar­fólk átt­uðum okkur á því að þetta yrði ómögu­legt verk­efni, að vera áfram þarna inni á þessum vett­vang­i,“ sagði Sól­veig Anna og bætti því við Efl­ing­ar­fólk, undir hennar for­ystu, hefði „aldrei notið nokk­urs sann­mælis inni í þess­ari stóru hreyf­ing­u“. Þrátt fyrir að hafa náð miklum árangri, í kjara­bar­áttu, skipu­lagn­ingu verk­falls­að­gerða og annarri starf­semi félags­ins, hefðu þau sem stjórna Efl­ingu verið „jað­ar­sett“ á vett­vangi ASÍ.

Nokkrir hlutir leiddu til þess að Efl­ing­ar­fólk taldi sig ekki lengur geta við unað á þingi ASÍ.

Sól­veig Anna nefnir grein sem hópur for­ystu­fólks í verka­lýðs­fé­lögum fengu birta á Vísi í síð­ustu viku „þar sem ég er kölluð „ger­and­inn“ og Ragn­ari er lýst sem ein­hverjum ofstopa­manni og bara ein­hverjum hryll­ings­kóng­i“.

Sagði Sól­veig Anna þá blaða­grein hafa verið „mjög sterkt merki um það sem koma skyldi, þá orð­ræðu sem skuli fara í“ og nefnir til við­bótar atburð sem átti sér stað á þingi ASÍ í gær­morg­un, þegar Ólöf Helga Adolfs­dóttir rit­ari Efl­ingar lagði fram til­lögu „í banda­lagi við for­menn innan ASÍ og stóran hóp frá ASÍ-Ung“ um að láta vísa öllum þing­full­trúum Efl­ingar af þing­inu.

Sól­veig segir að þetta hafi Ólöf Helga gert, „leitt aðför“ gegn Efl­ing­ar­fólk­inu þrátt fyrir að hafa „fengið álits­gerð í hendur sem sýnir með mjög skýrum hætti að Efl­ing hafi farið 100 pró­sent rétt að öllu“.

„Það er hrika­legt að sjá að hún er ekki þarna ein að verki, heldur er hún þarna í banda­lagi við fólk sem ætti að sjálf­sögðu vita betur en sýnir og sannar að það er til­búið að taka þátt í bók­staf­lega hverju sem er til að koma höggi á mig,“ segir Sól­veig Anna.

Hún nefnir að þetta ger­ist þrátt fyrir að í síð­ustu viku hafi komið fram að Ólöf Helga og Agnieszka Eva, vara­for­maður Efl­ing­ar, hefðu fyrr á árinu fengið aðgang að tölvu­póst­fangi Sól­veigar Önnu hjá Efl­ingu, og með því stundað „póli­tískar njósn­ir“, að sögn Sól­veig­ar.

„Það er ekk­ert sem dugar og maður áttar sig á því, þegar maður horf­ist í augu við þetta, plús allt annað sem maður veit að er að innan vébanda Alþýðu­sam­bands­ins, að það er ekki nein mann­eskja með fullu með sem vill nota ork­una sína í þetta,“ segir Sól­veig Anna.

„Það er aldrei að fara að skila neinu, það er alveg nákvæm­lega sama hvað við værum að fara að gera, það væri alveg sama hverju við værum að berj­ast fyr­ir, hvaða mál væru til umfjöll­un­ar, okkur yrði aldrei leyft að kom­ast áfram með það. Þetta yrði bara svona áfram, bara enda­lausar ásak­anir og sví­virð­ing­ar, und­ir­róð­urs­starf­semi, skemmd­ar­verk og svo fram­veg­is,“ bætir hún við.

Sem áður segir gaf Ragnar Þór ekki kost á fjöl­miðla­við­tölum eftir að hann gekk úr þingsalnum á Nor­dica í dag.

„Ég svara auð­vitað ekki fyrir Ragnar en ég held að hann hafi þá sömu afstöðu og ég í þessu máli,“ sagði Sól­veig Anna, spurð hvort hún teldi hans ástæður fyrir því að draga fram­boð sitt til baka af sama meiði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent