Bessastaðir þurfa fyrirliða og móður

Halla Tómasdóttir vill leiða landið á vegferð þess til batnaðar. Hún segir að allir hafi burði til að taka á sig ábyrgð, en Halla vill fá konu næst á Bessastaði. En tapi hún í slagnum, segist hún líka ætla að gera það eins og kona, af auðmýkt.

Halla Tómasdóttir gefur kost á sér til embættis forseta Íslands.
Mynd: Birgir Þór
ræðir við forsetaframbjóðendur
ræðir við forsetaframbjóðendur

Halla Tóm­a­s­dóttir er rekstr­­ar­hag­fræð­ingur og hefur fjöl­breyttan starfs­­feril að baki á sviði við­­skipta og starfar í dag sem fyr­ir­­les­­ari og ráð­gjafi á alþjóða­vett­vangi. Halla er ekki flokks­bundin og er eina konan í for­­seta­fram­­boði sem hefur mælst eitt­hvað að ráði í skoð­ana­könn­un­um.

Halla Tómasdóttir, athafnakona Halla er fædd í Reykjavík þann 11.október 1968 og verður 48 ára í haust. Hún er dóttir Kristjönu Sigurðardóttur þroskaþjálfa og Tómasar Björns Þórhallssonar pípulagningameistara. Eiginmaður Höllu er Björn Skúlason og eiga þau tvö börn og búa á Kársnesinu í Kópavogi. Halla er með BSc gráðu í viðskiptafræði við Auburn University í Alabama og útskrifaðist sem rekstrarhagfræðingur síðar frá Thunderbird í Arizona. Hún var í doktorsnámi við Cranfield School of Management í Bretlandi. Halla er í þjóðkirkjunni.

Halla var ein þeirra sem stóð að baki Þjóð­fund­inum 2009. Hún vill að for­seti Íslands leiði þjóð­ina í að inn­leiða þau gildi sem valin voru á þeim fundi. Þar hafi skýr sýn þjóð­ar­innar komið fram með fal­legum hætt­i. 

„Við viljum sam­fé­lag sem byggir á heið­ar­leika, rétt­læti, jafn­rétti og virð­ingu. Þetta lýsir því sam­fé­lagi sem ég ólst upp í og það skiptir mig máli að búa í sam­fé­lagi þar sem þetta eru grunn­gild­in. En ég hef ekki séð frá efna­hags­hrun­inu að við séum að takast á við þessa vinnu, að berja í sam­fé­lags­brest­ina og byggja upp traust að nýju,” segir Halla. 

Ekki nóg að vinna í Excel

Traustið í sam­fé­lag­inu hvarf við efna­hags­hrun­ið, segir Halla og hún hefur áhyggjur af því að svipað gæti verið uppi á ten­ingnum nú í tenglsum við Panama­skjöl­in. 

„Þegar umfjöllun um þau hófst var eins og hrúðrið hafi verið rifið ofan af sár­inu, sem ég kalla sam­fé­lags­sárið, og salti nuddað í sár­in. Við höfum mest verið að vinna í Excel, með því að laga efna­hags­reikn­ing­inn, og end­ur­byggja hluti sem virk­uðu ekki áður, eins og t.d. fjár­mála­kerf­ið. Mik­il­vægri vinnu sem lýtur að mann­eskj­unni og sam­fé­lags­sátt­mál­anum hefur ekki verið sinnt nægi­lega. Við höfum ekki horft mikið til fram­tíðar og unnið að því að end­ur­byggja traust, bæði í orði og á borði. Þarna tel ég að for­seti Íslands geti látið til sín taka.“ 

Stjórn­mála­menn þurfi að gefa of mikið eftir

Halla hefur aldrei starfað á vett­vangi stjórn­mála og hefur ekki íhugað að breyta því. 

„Mér finnst stundum eins og stjórn­mála­menn þurfi að gefa of mikið eftir í sínum prinsipp­um. Ég hef aldrei keypt það að jafn stór mál eins og umhverf­is­vernd og jafn­rétt­is­mál falli í eitt­hvað vinstri/hægri. Þau eiga að spanna allan kvarð­ann,“ segir hún. For­set­inn eigi ekki að vera póli­tískur, heldur eigi hann að leiða þá mark­vissu vinnu sem til þarf svo þau gildi sem okkur langar að lifa eftir verði inn­leidd. 

„Við höfum ekki farið í þessa mjúku og ósýni­legu vinnu sem er ótrú­lega mik­il­væg. Ég sé fyrir mér að for­seti leiði þá vinnu með því að vera fyr­ir­liði í virkjun sam­fé­lags­ins í þeirri lang­tíma­veg­ferð, umræðu og aðgerðum sem þarf til að gild­is­matið og sam­fé­lagið verði það sem Íslend­ingar vilja.“

Mér finnst stundum eins og stjórnmálamenn þurfi að gefa of mikið eftir í sínum prinsippum. Ég hef aldrei keypt það að jafn stór mál eins og umhverfisvernd og jafnréttismál falli í eitthvað vinstri/hægri. Þau eiga að spanna allan kvarðann.

Vill halda fleiri fundi

Halla vill að for­seti verði leið­andi í að boða til sam­tals um fram­tíð­ina og vill að Íslend­ingar taki þátt í að móta sitt sam­fé­lag með virk­ari hætt­i. „­Stjórn­völd horfa of gjarnan til skamms tíma og beina ekki nægri athygli að þeim stóru málum sem varða lang­tíma­hags­muni okkar allra, eins og nátt­úru­vernd, sjálf­bærni, jafn­rétt­is­mál og aðgengi að auð­lind­um. Það er enn mörgum spurn­ingum ósvar­að. For­seti á að skapa vett­vang fyrir umræðu um þessi stóru mál.“

Hún vill að Ísland verði fyrsta land heims til að brúa kynja­bil­ið. „Við höfum jákvæða jafn­réttisí­mynd á alþjóða­vísu og for­seti á að geta sett slík mál á odd­inn og ég vil að á Íslandi sé jafn­rétti fyrir alla, óháð fjár­hags­legri stöðu, kyni, aldri, búsetu og upp­runa. Ég vil ekki horfa bara á efna­hags­legar stærðir þegar við setjum okkur mark­mið og mælum okkar árang­ur, heldur líka horfa til sam­fé­lags­legra mæli­kvarða sem kann að vera erf­ið­ara að mæla.”

„Við höfum jákvæða jafnréttisímynd á alþjóðavísu og forseti á að geta sett slík mál á oddinn og ég vil að á Íslandi sé jafnrétti fyrir alla,“ segir Halla.
Mynd: Birgir Þór

Bessa­staðir þurfa ekki hetju 

Halla seg­ist víða hafa leitt upp­bygg­ingu til fram­tíðar á grunni góðra gilda, meðal ann­ars í Háskól­anum í Reykja­vík, í Auði í krafti kvenna, hjá Auði Capi­tal og á Þjóð­fundi 2009. Hún vill verða for­seti til að halda áfram slíkri vinnu í stærra sam­heng­i. 

„Mig langar ekki í emb­ætti for­seta, emb­ætt­is­ins vegna. En mig langar í verk­efnið að skapa hér gjöf­ult og gott sam­fé­lag fyrir alla. Ég sé of marga benda út um glugg­ann á ástandið í sam­fé­lag­inu og segja „það þarf ein­hver að gera eitt­hvað í þessu” eða „von­andi kemur ein­hver og bjargar okkur út úr þessu”. En ég er ekki þeirrar skoð­unar að ein­hver ein mann­eskja geti gert það, hvorki ég né nokkur ann­ar. Það þarf að vera fyr­ir­liði, leið­togi meðal fólks, sem virkjar visku og vitið í þjóð­inni sjálfri. Ég hafna þess­ari orð­ræðu og umræðu sem hefur verið ráð­andi síð­ustu daga og vikur að það sé ein­hver ein hetja sem kemur og leiðir okkur inn í far­sæla fram­tíð, eða forðar okkur frá ógnum og ótta. Þessu þarf að breyta. Ég hef stundum sagt að það þurfi móður og fyr­ir­liða á Bessa­staði, frekar en hetju eða ein­hvern sem telur sig stærri eða betri en aðra. Ég sé fyrir mér mýkri með­ferð á valdi heldur en við höfum séð und­an­far­ið. Auð­mýkt er horn­steinn þess að ná að virkja fólk með sér. Sá sem heldur að hann geti allt og kunni allt er sá síð­asti sem á að vera í þessu emb­ætt­i.“

Ég hef stundum sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði, frekar en hetju eða einhvern sem telur sig stærri eða betri en aðra.

Vill ekki fá atkvæði út á kynið

Eitt ein­kenni íslensks sam­fé­lags um þessar mundir að mati Höllu er að fólk skor­ast gjarnan undan því að stíga fram og gefa kost á sér, á sama tíma og það kvartar yfir ástand­in­u. 

„Allir hafa burði og getu til þess að taka á sig ábyrgð. Ég ber virð­ingu fyrir því að fólk bjóði sig fram og ég held að það sé betra að margir bjóði sig fram heldur en að þeir séu of fáir og fólk haldi að bara ein­hver einn eða tveir geti valdið þessu emb­ætti. Það er enn­fremur mik­il­vægt að eiga þess kost að kjósa konu. Ég hef sett jafn­rétt­is­mál á odd­inn og það hefur eitt­hvað um það að segja að ég býð mig fram, ég vil ekki skor­ast undan ábyrgð í mínu sam­fé­lagi. Ég er þó ekki að leggja til að fólk kjósi mig því ég er kona, heldur benda á að konur koma gjarnan með aðrar áherslur að borð­inu. Hvorki betri né verri, bara ólík­ar. Sam­fé­lag sem virkjar áherslur bæði karla og kvenna við ákvarð­anir er heil­brigð­ara sam­fé­lag. Það er lyk­il­at­riði þegar við tölum um for­ystu, fram­tíð og gildi að raddir bæði kvenna og karla heyr­is­t.“ 

Halla veifar háskólanemum á dögunum þegar forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum í Háskólanum í Reykjavík.
Mynd: Birgir Þór

Vill konu á Bessa­staði

Halla fékk fyrstu áskor­an­irnar um að bjóða sig fram til for­seta í des­em­ber. Hún seg­ist ekki hafa verið spennt fyrir því þá og lítið hugsað út í það. Hún hugs­aði málið í rúma tvo mán­uði áður en hún lét vaða. 

„Ég vil fá konu á Bessa­staði og ég hvatti fjöl­margar konur til þess að gefa kost á sér. En þegar engin þeirra sem ég hvatti til fram­boðs lét slag standa, ákvað ég að gera það sjálf,“ segir hún. En var ákvörð­unin auð­veld? 

„Nei, hún var það ekki, en þegar ég tók hana loks var mér í raun mjög létt. Ég vil bara að Ísland fái góðan for­seta og ég er ekki sú eina sem get verið það. Ég ótt­ast kannski það eitt að eitt­hvað sem ger­ist á veg­ferð­inni geti komið börn­unum mínum illa. Ég held að ég sé kannski týpísk kona hvað það varðar og ég held að það hafi verið stærsti ótt­inn í ákvarð­ana­tök­unni. Í sam­fé­lagi þar sem rætin umræða er orðin venjan þá hugs­aði ég um hvernig það hefði áhrif á börnin mín. En ég ákvað í sam­tali við fjöl­skyldu mína að gera þetta í ótta­leysi,“ segir hún. 

Ég vil fá konu á Bessastaði og ég hvatti fjölmargar konur til þess að gefa kost á sér. En þegar engin þeirra sem ég hvatti til framboðs lét slag standa, ákvað ég að gera það sjálf.

Gagn­rýnir aðferða­fræði í könn­unum

Halla hefur ekki verið að mæl­ast með mikið fylgi í könn­un­um, en er samt sem áður eina konan af fjórum í fram­boði sem hefur mælst með meira en eitt pró­sent. Und­an­farið hefur stuðn­ingur við Höllu verið að mæl­ast frá tæpum níu pró­sentum og niður fyrir eitt pró­sent.

„Töl­urnar eru ekki hvetj­andi sem stend­ur. En ég fer af stað til­tölu­lega lítið þekkt, við vissum að við tæki mikið kynn­ing­ar­starf. Ég vil vinna það með því að hitta fólk og byggja mitt fram­boð á því hvað fólkið á Íslandi vill. Við­tök­urnar sem ég hef fengið hingað til gefa mér fullt til­efni til að vera bjart­sýn,“ segir hún.  

Hinar ýmsu fylgiskann­anir hafa verið birtar und­an­farnar vikur og segir Halla sumar þeirra hafa verið ófag­leg­ar. „Ég mun trúa á vel unnar og vand­aðar kann­anir sem gerðar verða þegar fram­boðs­frestur er runn­inn út og fram­bjóð­endur hafa fengið nægt tæki­færi til að kynna sig. Það er mín afstaða að maður verði að vera rólegur og halda áfram að standa fyrir sín­u.“

Getur tekið tapi eins og kona

Halla telur enn að hún eigi mögu­leika á for­seta­stóln­um. „En ég tel veg­ferð­ina líka mik­il­væga. Ég vil gera gagn og láta gott af mér leiða, en ég get tekið því eins og kona, af mik­illi auð­mýkt, ef ég er ekki það sem fólkið vill,“ segir hún. „Það er of snemmt að segja að ég eigi að pakka saman vegna kann­ana sem eru að koma núna. Kannski mun mér ekki end­ast tím­inn og tæki­færin til, en ég ætla að halda ótrauð áfram að hitta fólk og kynna mína sýn og mín gildi og njóta þeirrar veg­ferð­ar.“

Ég vil gera gagn og láta gott af mér leiða, en ég get tekið því eins og kona, af mikilli auðmýkt, ef ég er ekki það sem fólkið vill.
Kjarn­inn birtir við­töl yfir Hvíta­sunnu­helg­ina við þá for­seta­fram­bjóð­endur sem hafa mælst best í skoð­ana­könn­unum und­an­far­ið. Tekið skal fram að Davið Odds­son hafn­aði beiðni Kjarn­ans um við­tal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiViðtal