Lilja Alfreðsdóttir

„Við stöndum með vestrænum þjóðum“

Lilja Alfreðsdóttir hefur verið utanríkisráðherra í sjö vikur. Hún segir mikilvægi Íslands í öryggismálum vera að aukast, styður algjörlega viðskiptaþvinganir gegn Rússum en hefur ekki ákveðið hvort hún muni bjóða sig fram í haust.

Lilja Alfreðs­dóttir varð utan­rík­is­ráð­herra fyrir rétt rúm­um sjö vikum síð­an. Óhætt er að segja að þau vista­skipti hafi borið brátt að í kjöl­far breyt­inga á rík­is­stjórn Íslands eftir að þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, steig til hliðar vegna Wintris-­máls­ins svo­kall­aða. Á þeim tíma sem lið­inn er frá því að Lilja tók við emb­ætt­inu hef­ur hún farið víða og tekið þátt í mik­il­vægum fundum fyrir Íslands hönd. Eng­inn ­tími hefur gef­ist til aðlög­un­ar.

Hún var rétt komin heim frá Banda­ríkj­un­um, þar sem hún­ fund­aði meðal ann­ars með Barack Obama Banda­ríkja­for­seta, ásamt Sig­urði Inga Jó­hanns­syni for­sæt­is­ráð­herra og öðrum ráð­herrum af Norð­ur­lönd­un­um, þegar tím­i var kom­inn að fara til Brus­sel til að sitja sinn fyrsta utan­rík­is­ráð­herra­fund að­ild­ar­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO). Þar sett­ist blaða­maður Kjarn­ans ­niður með henni á skrif­stofu fasta­full­trúa Íslands, fór yfir síð­ustu vik­ur, af­stöðu Lilju til lyk­il­mála og fram­tíð­ar­á­form henn­ar.

Vilja fund við Rússa ­fyrir leið­toga­fund­inn í Var­sjá

Fundur utan­rík­is­ráð­herr­anna í Brus­sel er hluti af loka­und­ir­bún­ingi fyrir næsta leið­toga­fund NATO sem fer fram í Var­sjá í júlí. ­Fyrir nokkrum árum síðan var staðan í NATO þannig að fáar beinar öryggisógn­ir ­steðj­uðu að aðild­ar­ríkjum þess. Það hefur breyst hratt á und­an­förnum tveim­ur árum, sér­stak­lega í kjöl­far inn­limunar Rússa á Krím­skag­an­um. Lilja var því að ­stíga inn í mun þyngri umræður en margir fyr­ir­renn­arar hennar hafa þurft að ­gera á sínum fyrsta fundi á þessum vett­vangi.

Hún segir að sér hafi þótt tvennt standa upp úr. „Í fyrsta lagi inn­ganga Svart­fjalla­lands inn í Atlands­hafs­banda­lag­ið. Það er ­tíma­móta­á­kvörð­un, þótt hún hafi verið við­bú­in. Hún sýnir að þetta er þannig ­ríkja­hóp­ur, sem er mjög eft­ir­sókn­ar­verður enn þann dag í dag. Það eru fleiri rík­i ­sem hafa sýnt áhuga á að ganga í banda­lagið og það sýnir að NATO hefur stað­ist þær áskor­anir sem það hefur staðið frammi fyrir síðan að það var stofnað 30. mar­s 1949. Mér finnst þetta merki­leg­t. 

Í öðru lagi voru þær örygg­is­á­skor­anir sem banda­lags­rík­in standa frammi fyrir og umræðan um Rúss­land mjög áhuga­verð­ar. Það er mik­ill þung­i í því. En engu að síður er ríkur vilji allra þeirra sem sitja við borðið að við höldum áfram sam­ræðum við rúss­nesk stjórn­völd. Það er bara það mikið í húfi.

Það kom fram á fund­inum í gær að ríkin sem standa að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu vilja fund í Rúss­lands­-NATO ráð­inu fyrir leið­toga­fund­inn í Var­sjá í júlí. Mér finnst það mjög brýnt vegna þess að við verðum að halda ­sam­tal­inu áfram. Þrátt fyrir að það sé ákveðin spenna þá er mik­ill vilji til að tala saman og mýkja þessi sam­skipti. Það tapa nefni­lega allir á þeirri stöð­u ­sem er uppi, bæði NATO-­ríkin og Rúss­land.“

Rússar hafa flog­ið 105 sinnum í námunda við Ísland á tíu árum

Ísland var hern­að­ar­lega mjög mik­il­vægt á kalda ­stríðs-ár­un­um. Eftir að því lauk dró hægt og rólega úr því mik­il­vægi og haust­ið 2006 hurfu síð­ustu banda­rísku her­menn­irnir frá NATO-her­stöð­inni á Mið­nes­heiði. Lilja ­segir að áhug­inn á Íslandi hafi hins vegar auk­ist sam­hliða þeim vær­ingum sem orðið hafa á und­an­förnum árum vegna aðgerða Rússa. „Land­fræði­leg lega okk­ar ­skiptir máli. Rússar eru í námunda við okkur og þeir hafa ítrekað flogið í námunda við loft­helgi okkar á und­an­förnum árum. Alls 105 sinnum frá árinu 2006, en þetta eru að jafn­aði svona þrjú til fjögur skipti á ári. Þeir hafa verið að ­færa sig nær land­inu en hafa ekki farið inn í loft­rými Íslands. Við finn­um ­fyrir meiri áhuga á okkur vegna þessa í sam­skiptum við Banda­ríkin frá árin­u 2014. Það er bein fylgni milli þess að eftir því sem sam­skipti Vest­ur­veld­anna við Rúss­land fóru að versna fór áhugi Banda­ríkj­anna á okkur að aukast á ný. Sem er ­nátt­úru­lega lógískt.“

Í fimm ára rík­is­fjár­mála­á­ætl­un, sem rík­is­stjórn Íslands kynnti nýver­ið, er meiri fjár­munum heitið til utan­rík­is­mála. Lilja segir að ekki sé um raunaukn­ingu í utan­rík­is­þjón­ust­unni, t.d. varð­andi rekstur sendi­ráða eða ráðu­neyt­is­ins, að ræða. „Þetta aukna fé er að fara að mestu í tvo ­mála­flokka. Ann­ars vegar mann­úð­ar- og flótta­manna­mál og hins vegar örygg­is- og varn­ar­mál. Við erum að fjölga fólki hjá NATO um helm­ing og auknir fjár­munir eru líka að fara í rekstur Kefla­vík­ur­stöðv­ar­inn­ar.“

Algjör stuðn­ingur við við­skipta­þving­anir

Eitt beittasta vopn Vest­ur­land­anna, sem mynda NATO, í þeim á­tökum sem átt hafa sér stað við Rússa á und­an­förnum tveimur árum hafa ver­ið við­skipta­þving­anir sem Evr­ópu­sam­band­ið, Banda­ríkin og Kanada hafa beitt Rúss­land með stuðn­ingi ann­arra ríkja. Eitt þeirra ríkja sem stutt hefur þær við­skipta­þving­anir er Ísland. Allt ætl­aði reyndar um koll að keyra þegar Rúss­ar brugð­ust við stuðn­ingi okkar við þving­an­irnar með því að setja inn­flutn­ings­bann á íslenska mat­vöru, m.a. fisk. Gríð­ar­legur þrýst­ingur skap­að­ist af hend­i ­stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins, sem áttu fjár­hags­lega hags­muni undir því að ­geta flutt sér­stak­lega mak­ríl til Rúss­lands, að taka þá við­skipta­legu hags­mun­i fram yfir það að standa með sam­starfs­þjóðum Íslands til ára­tuga. Gunnar Brag­i ­Sveins­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, stóð hins vegar fastur fyrir og neit­að­i að taka nokk­urt slíkt til álita. Gunnar Bragi sagði síðar í blaða­við­tali að hann hefði aldrei upp­lifað annan eins þrýst­ing út af nokkru máli og varð út af þeirri ákvörðun hans. 

Lilja fundaði m.a. með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, á meðan að hún var í Brussel.
Mynd: Nato

Aðspurð seg­ist Lilja styðja algjör­lega við­skipta­þving­an­ir ­sam­starfs­ríkja okkar gegn Rússum og að það verði ekki nein breyt­ing á þeirri af­stöðu hennar né rík­is­stjórnar Íslands. „Við stöndum með vest­rænum þjóðum og okkar banda­lags­ríkjum hvað þessa stefnu varð­ar. Ég held þó að menn hafi ekki al­veg áttað sig á því hvaða hags­mun­ir, miklir eða litlir, voru und­ir. Eitt sem var gert var að það var ráð­ist í þétta efna­hags­grein­ingu á því hvert nettó tapið væri af þessum aðgerð­um, sem sýndi að það var minna en talað hafð­i verið um. Það kann að vera að þessi umræða blossi aftur upp ef það kemur að því að end­ur­nýja stuðn­ing okkar við við­skipta­þving­an­irn­ar. En ég sé það ekki ger­ast að Ísland sé ríkið sem brýtur sig frá þess­ari sam­stöðu. Alla­vega ekki hjá núver­and­i ­rík­is­stjórn. Það er sam­staða um þessa stefnu hjá henn­i.“

Lilja seg­ist þó vera þeirrar skoð­un­ar, meðal ann­ars í ljósi þeirrar reynslu sem skap­ast hefur vegna deilna um stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­anir gegn Rússum, að það væri gagn­legt að breyta verk­lag­i varð­andi ákvarð­anir sem þess­ar. „Ég held, og er þegar búin að setja þá vinnu af ­stað, að það væri gagn­legt þegar Ísland tekur þátt í við­skipta­þving­un­um, sem eru ekki almennar eins og þær sem ákveðnar eru á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, þá væri mögu­lega gott að fara með þær ákvarð­anir í gegnum þing­ið. Stundum eru svona ákvarð­anir mjög erf­iðar fyrir ákveðin svæði. Við­skipta­bannið sem Rúss­ar ­settu á okkur kom sér til dæmis mjög illa fyrir Vopna­fjörð og Djúpa­vog. Ef svona ákvarð­anir fara í gegnum þingið þá verða kannski upp­lýst­ari umræður en þegar þetta er bara sam­þykkt inni í rík­is­stjórn og meiri sátt.“

Má ekki færa þessa rök­semd­ar­færslu yfir á flestar meiri­háttar ákvarð­anir sem við tökum í ut­an­rík­is­mál­um, t.d. stuðn­ing við hern­að­ar­að­gerð­ir?

„Jú. Þetta er meiri vinna, en ég held að hún skili meiri ár­angri og meiri sátt.“

Svaka­leg við­ur­kenn­ing frá banda­rískum stjórn­völdum

Lilja segir að þær vikur sem hún hefur verið ráð­herra hafi verið mjög áhuga­verður tími. „Fund­ur­inn úti í Was­hington var sér­stak­lega á­huga­verður vegna þess að við vorum þar með hinum Norð­ur­lönd­un­um. Það er ­sér­stakt sam­band milli Banda­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna og kannski sér­stak­lega við núver­andi stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um. Obama er sögu­legur for­seti sem hef­ur verið að berj­ast fyrir ákveðnum málum sem fyrir löngu hefði verið búið að hrinda í fram­kvæmd á Norð­ur­lönd­un­um.

Norð­ur­löndin hafa sín sam­eig­in­legu gildi. Jafnt aðgengi að heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu, jafn­rétt­is­málin og loft­lags­málin og það er ­sam­hljómur hjá okkur og þeim stjórn­völdum í Banda­ríkj­unum sem nú ráða þar. Ég held að okkur hafi liðið svo­lítið vel með þessa stefnu­mörkun sem fylgt hef­ur verið á Norð­ur­lönd­unum síð­ustu 50 árin eftir þessa fundi og líka með að heyra þessa svaka­legu við­ur­kenn­ingu sem við fengum hjá banda­rískum stjórn­völd­um. Að þau sjái og við­ur­kenni að þetta séu ríki sem standi mjög fram­ar­lega á flest­u­m svið­um. Mér fannst þetta mjög gott fyrir okk­ur, gott fyrir Norð­ur­löndin og gott ­fyrir umræð­una. Að sjá hvar við stöndum og hverju við höfum áork­að.“

Ekki búin að ákveða hvort hún fari fram

Hvað áttu við með því að þetta sé gott fyrir umræð­una, og af hverju held­urðu að umræðan sé eins og hún sé?

„Ég er búin að hugsa mjög mikið um þessa íslensku umræðu og er alltaf að finna nýjar og nýjar kenn­ingar í sam­bandi við hana. Ég held að það ­sem gerð­ist í fjár­mála­á­fall­inu hafi komið mjög mörgum á óvart. Ísland hafð­i verið í stöðugri fram­þróun og fólki fund­ist síð­ustu fimm ár hafa verið betri en fimm árin á und­an. Þannig hafði það nán­ast verið frá heima­stjórn­ar­tím­an­um. Það tap­að­ist ákveðið traust í hrun­inu sem við erum að reyna að vinna upp. Og það ­tekur bara tíma. Ég held að þetta sé ekki ósvipað því sem gerð­ist þeg­ar Norð­ur­löndin lentu í sinni krísu í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins. Þess vegna er mjög nauð­syn­legt að við vöndum okkur ofboðs­lega mikið og höfum mikið gagn­sæi í því sem við ger­um. Við þurfum að leggja mikla áherslu á það að vera stöðugt að ­upp­lýsa og taka þá umræð­una um af hverju við erum að gera það sem við erum að ­ger­a.“

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat fund kollega sinna í Brussel sem fram fór í liðinni viku.
Mynd: NATO

Í ljósi þess að Lilja hefur hugsað svona mikið um þessi mál liggur bein­ast við að spyrja hana hvort það þýði að hún ætli sér að taka áfram þátt í stjórn­málum þegar þessu kjör­tíma­bili lýkur í haust, en hún er sem stend­ur ut­an­þings­ráð­herra? Það myndi þá þýða fram­boð og kosn­ingar á kom­andi mán­uð­um. Sú á­kvörðun liggur þó ekki fyr­ir. „Ég er stöðugt að hugsa um þetta. En ég hef ekki ­tekið ákvörð­un. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Seðla­bank­anum [þar sem hún­ ­starfar alla jafna á skrif­stofu banka­stjóra]. Ég ætla að leyfa mér að taka á­kvörðun um þetta áfram­hald þegar það fer að gerj­ast innan Fram­sókn­ar­flokks­ins hvenær menn þurfa að melda sig inn fyrir fram­boð. En ég er ekki komin lengra en það, ef ég á að vera alveg hrein­skil­in. Það verður mið­stjórn­ar­fundur 4. júní sem verður áhuga­verð­ur. Ég mun fylgj­ast grannt með því og sé þá hvernig land­ið liggur og hvernig horf­urnar eru. Svo tek ég ákvörð­un.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiViðtal