Karolina Fund: „Popup“ fótboltaÓpera á nýrri hátíð

Opera
Auglýsing

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð sem verður haldin dagana 1.­til 5. júní 2016 í Kópavogi. Hún er skipulögð af ungu tónlistarfólki í nánu samstarfi við Kópavogsbæ en markmiðið er að breyta Kópavogsbæ í óperu­ og leiksvið í nokkra daga. Gestum og gangandi verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á sem flestum stöðum þar sem flytjendur og áhorfendur munu eiga í fjörugu samtali við óperuformið. S taðsetning viðburða verða á ýmsum stöðum, í Salnum, í Leikfélagi Kópavogs við Funalind, í Smáralind og víðsvegar um bæinn.

Óperudagar í Kópavogi eru unnir í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi með Örnu Schram í fararbroddi. Kópavogsbær er aðalbakhjarl Óperudaga og hátíðin er styrkt af Lista­ og menningarsjóði bæjarins. L istrænn stjórnandi Óperudaga er Guja Sandholt og verkefnastjóri er Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Hönnun vefsíðu var í höndum Jóns Inga Stefánssonar. Kjarninn ræddi við Guju og Jöhönnu.

Auglýsing

Hvernig fara Óperudagar í Kópavogi fram?

Fjöldi ungs listafólks kemur að hátíðinni sem verður sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og mikil áhersla verður lögð á samfélagslega nánd og þátttöku. F jölmargir viðburðir verða í boði og eru þeir nær allir ókeypis. Aðeins þarf að greiða fyrir aðgang að hádegistónleikum hátíðarinnar. Á hátíðinni verður boðið upp á Óperugöngu og Krakkagöngu þar sem gestir verða leiddir um hjarta Kópavogs og munu ýmsar óvæntar óperulegar uppákomur bíða þeirra. Göngurnar hefjast við Garðskálann, kaffihúsið í Gerðarsafni.

Jóhanna Kristín JónsdóttirSvo má nefna að ný íslensk Fótboltaópera eftir Helga R. Ingvarsson verður frumflutt og tvær stuttar óperuuppfærslur líta dagsins ljós. Önnur þeirra er Poppea Remixed þar sem ný og gömul tónlist mætast. Sýningin byggir á óperunni Krýning Poppeu eftir ítalska tónkáldið Monteverdi (1567­1643) en auk þess spilar hollenska poppdúóið Sommerhus eigin lög í bland. Hin er S elshamurinn sem er ný, íslensk sýning eftir Árna Kristjánsson sem verður flutt í Leikfélagi Kópavogs en hann leikstýrir henni jafnframt. Handritið er skrifað í kringum þekktar óperuaríur og klassísk ljóð sem fá nýtt samhengi á sviðinu.

Einnig má nefna Kaffikantötuna eftir J.S.Bach sem fyrirtæki geta pantað í kaffipásur til að brjóta upp daginn fyrir starfsmenn og/eða viðskiptavini. Frekari upplýsingar um hana má nálgast á heimasíðunni.

Fyrir utan skipulagða viðburði munu ýmsar uppákomur eiga sér stað sem munu gleðja gesti og gangandi. Listafólkið heimsækir skóla og hjúkrunarheimili og þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt. Þá verður boðið upp á kammertónleika í heimahúsum og fimm vandaðir hádegistónleikar verða haldnir í Salnum og Leikfélagi Kópavogs og eru gestir hvattir til að tryggja sér miða á þá viðburði."

 Hverjir standa á bakvið hátíðina?

Auk ofangreindra aðila taka um 40 ungir listamenn þátt í hátíðinni Markmiðið er að búa til hátíð með sterkum samfélagslegum undirtóni og um leið skapa ný atvinnutækifæri fyrir söngvara, tónlistarmenn og aðra sem vinna náið með óperusöngvurum og í músíkleikhúsi. Margir söngvaranna starfa nú þegar á sínu sviði erlendis og kynna sig nú til leiks á Íslandi. Má þar til dæmis nefna Aron Axel Cortes, barítón, Magnús Hall Jónsson, tenór, Rannveigu Káradóttur, sópran, Elísabetu Einarsdóttur, sópran, Ragnheiði Lilju Óladóttur, sópran Önnu Völu Ólafsdóttur, alt og Pétur Oddberg Heimisson, bass­barítón. Nokkrir langt komnir söngnemar koma einnig fram sem hyggja á framhaldsnám erlendis er fram líða stundir. Forsprakkar hópsins hafa af þessu tilefni stofnað ný félagasamtök sem nefnast Óperukollektífið PERA en vonir standa til um að þau samtök muni í framtíðinni koma að fleiri metnaðarfullum viðburðum á ýmsum stöðum.

Kópavogsbær er aðalbakhjarl hátíðarinnar en auk hafa nokkur fyrirtæki og stofnanir séð sér fært um að leggja okkur lið. Má þar helst nefna Salinn í Kópavogi, Þýska sendiráðið á Íslandi, Herramenn Rakarastofu, Smáralind, GA Smíðajárn og Svansprent. Von okkar er sú að fleiri fyrirtæki taki við sér í aðdraganda hátíðarinnar og styðji við verkefnið með því að til dæmis að panta tónlistarflutning eða með því að bjóða starfsfólki eða viðskiptavinum á hádegistónleika."

Hverskonar ópera er FótboltaÓperan?

FótboltaÓperan er glænýtt „pop­up“ verk eftir Helga R. Ingvarsson sem hægt er að flytja hvar sem er. Hugmyndin að óperunni kviknaði vegna Evrópumótsins í fótbolta og þeim mikla fótboltaáhuga sem ríkir nú í samfélaginu. Verkið er stutt og skemmtilegt þar sem tvö ástríðufull form eru látin mætast. Við sjáum oft útrás sterkra tilfinninga á báðum sviðum, í óperuforminu en einnig meðal áheyrenda sem missa sig yfir spennandi leik. Flutningur er í höndum sex einsöngvara, fimmtán barna úr Skólakór Kársness og slagverksleikara.

Fótboltaóperan.Mikill listrænn metnaður einkennir Óperudaga í Kópavogi og má segja að þetta sé tilraun til að færa óperuformið nær almenningi með skemmtilegum og skapandi hætti. Það er von okkar sem stöndum að hátíðinni að um árlegan viðburð verði að ræða og áheyrendur sem alla jafna velja að sækja aðra listviðburði en óperuuppfærslur sjái þarna eitthvað nýtt, lifandi og nærandi í dagsins önn.

Allar nánari upplýsingar um óperudaga í Kópavogi má finna á vefsíðu ÓK, www.operudagar.is og Fésbókarsíðunni Óperudagar í Kópavogi. Söfnun hefur verið sett af stað á Karolina Fund 
og óskum við eftir fleiri styrktaraðilum til að standa undir þessu viðamikla verkefnisem Óperudagar í Kópavogi eru."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None