Karolina Fund: „Popup“ fótboltaÓpera á nýrri hátíð

Opera
Auglýsing

Óperu­dag­ar í Kópa­vogi er ný óperu­há­tíð sem verður haldin dag­ana 1.­til 5. júní 2016 í Kópa­vogi. Hún er skipu­lögð af ungu tón­list­ar­fólki í nánu sam­starfi við Kópa­vogsbæ en mark­miðið er að breyta Kópa­vogsbæ í óperu­ og leik­svið í nokkra daga. Gestum og gang­andi verður boðið upp á fjöl­breytta dag­skrá á sem flest­u­m ­stöðum þar sem flytj­endur og áhorf­endur munu eiga í fjör­ugu sam­tali við óp­eru­form­ið. S tað­setn­ing við­burða verða á ýmsum stöð­um, í Saln­um, í Leik­fé­lag­i Kópa­vogs við Funa­lind, í Smára­lind og víðs­vegar um bæinn.

Óperu­dag­ar í Kópa­vogi eru unnir í sam­starfi við Menn­ing­ar­húsin í Kópa­vogi með Örnu Schram í far­ar­broddi. Kópa­vogs­bær er aðal­bak­hjarl Óperu­daga og hátíðin er styrkt af Lista­ og menn­ing­ar­sjóði bæj­ar­ins. L ist­rænn stjórn­andi Óperu­daga er Guja Sand­holt og verk­efna­stjóri er Jóhanna Kristín Jóns­dótt­ir. Hönnun vef­síðu var í höndum Jóns Inga Stef­áns­son­ar. Kjarn­inn ræddi við Guju og Jöhönnu.

Auglýsing

Hvernig fara Óperu­dagar í Kópa­vogi fram?

Fjöld­i ungs lista­fólks kemur að hátíð­inni sem verður sú fyrsta sinnar teg­undar á Ís­landi og mikil áhersla verður lögð á sam­fé­lags­lega nánd og þátt­töku. F jöl­margir við­burðir verða í boði og eru þeir nær allir ókeyp­is. Aðeins þarf að greiða fyrir aðgang að hádeg­is­tón­leikum hátíð­ar­inn­ar. Á hátíð­inni verður boð­ið ­upp á Óperu­göngu og Krakka­göngu þar sem gestir verða leiddir um hjarta Kópa­vogs og munu ýmsar óvæntar óperu­legar upp­á­komur bíða þeirra. ­Göng­urnar hefj­ast við Garð­skál­ann, kaffi­húsið í Gerð­ar­safni.

Jóhanna Kristín JónsdóttirSvo má nefna að ný íslensk Fót­bolta­ópera eftir Helga R. Ingv­ars­son verður frum­flutt og tvær stuttar óperu­upp­færslur líta dags­ins ljós. Önnur þeirra er Popp­ea Rem­ixed þar sem ný og gömul tón­list mæt­ast. Sýn­ingin byggir á óper­unni Krýn­ing Poppeu eftir ítalska tónkáldið Monteverdi (1567­1643) en auk þess spil­ar hol­lenska popp­dúóið Sommer­hus eigin lög í bland. Hin er S els­ham­urinn sem er ný, íslensk sýn­ing eftir Árna Krist­jáns­son sem verður flutt í Leik­fé­lag­i Kópa­vogs en hann leik­stýrir henni jafn­framt. Hand­ritið er skrifað í kring­um þekktar óperu­ar­íur og klass­ísk ljóð sem fá nýtt sam­hengi á svið­inu.

Einnig má nefna Kaffi­kan­töt­una eftir J.S.Bach sem fyr­ir­tæki geta pantað í kaffipásur til að brjóta upp dag­inn fyrir starfs­menn og/eða við­skipta­vin­i. Frek­ari upp­lýs­ingar um hana má nálg­ast á heima­síð­unni.

Fyr­ir­ utan skipu­lagða við­burði munu ýmsar upp­á­komur eiga sér stað sem munu gleðja ­gesti og gang­andi. Lista­fólkið heim­sækir skóla og hjúkr­un­ar­heim­ili og þau ­fyr­ir­tæki sem hafa áhuga á að taka þátt. Þá verður boðið upp á kamm­er­tón­leika í heima­húsum og fimm vand­aðir hádeg­is­tón­leikar verða haldnir í Salnum og ­Leik­fé­lagi Kópa­vogs og eru gestir hvattir til að tryggja sér miða á þá við­burð­i."

 Hverjir standa á bak­við hátíð­ina?

Auk of­an­greindra aðila taka um 40 ungir lista­menn þátt í hátíð­inni Mark­miðið er að ­búa til hátíð með sterkum sam­fé­lags­legum und­ir­tóni og um leið skapa ný at­vinnu­tæki­færi fyrir söngv­ara, tón­list­ar­menn og aðra sem vinna náið með­ óp­eru­söngv­urum og í mús­ík­leik­húsi. Margir söngv­ar­anna starfa nú þegar á sín­u sviði erlendis og kynna sig nú til leiks á Íslandi. Má þar til dæmis nefna Aron Axel Cortes, barítón, Magnús Hall Jóns­son, ten­ór, Rann­veigu Kára­dótt­ur, sópran, El­ísa­betu Ein­ars­dótt­ur, sópran, Ragn­heiði Lilju Óla­dótt­ur, sópran Önnu Völu Ólafs­dótt­ur, alt og Pétur Odd­berg Heim­is­son, bass­barítón. Nokkrir langt komn­ir ­söng­nemar koma einnig fram sem hyggja á fram­halds­nám erlendis er fram líða ­stund­ir. For­sprakkar hóps­ins hafa af þessu til­efni stofnað ný félaga­sam­tök sem ­nefn­ast Óperu­kollek­tífið PERA en vonir standa til um að þau sam­tök muni í fram­tíð­inni koma að fleiri metn­að­ar­fullum við­burðum á ýmsum stöð­um.

Kópa­vogs­bær er aðal­bak­hjarl hátíð­ar­innar en auk hafa nokkur fyr­ir­tæki og stofn­anir séð sér­ ­fært um að leggja okkur lið. Má þar helst nefna Sal­inn í Kópa­vogi, Þýska ­sendi­ráðið á Íslandi, Herra­menn Rak­ara­stofu, Smára­lind, GA Smíða­járn og Svans­prent. Von okkar er sú að fleiri fyr­ir­tæki taki við sér í aðdrag­anda há­tíð­ar­innar og styðji við verk­efnið með því að til dæmis að panta tón­list­ar­flutn­ing eða með því að bjóða starfs­fólki eða við­skipta­vinum á há­deg­is­tón­leika."

Hvers­konar ópera er Fót­bolta­Óper­an?

Fót­bolta­Óper­an er glæ­nýtt „pop­up“ verk eftir Helga R. Ingv­ars­son sem hægt er að flytja hvar ­sem er. Hug­myndin að óper­unni kvikn­aði vegna Evr­ópu­móts­ins í fót­bolta og þeim ­mikla fót­bolta­á­huga sem ríkir nú í sam­fé­lag­inu. Verkið er stutt og skemmti­leg­t þar sem tvö ástríðu­full form eru látin mæt­ast. Við sjáum oft útrás sterkra ­til­finn­inga á báðum svið­um, í óperu­form­inu en einnig meðal áheyr­enda sem missa ­sig yfir spenn­andi leik. Flutn­ingur er í höndum sex ein­söngv­ara, fimmtán barna úr Skóla­kór Kárs­ness og slag­verks­leik­ara.

Fótboltaóperan.Mik­ill list­rænn metn­aður ein­kennir Óperu­daga í Kópa­vogi og má segja að þetta sé til­raun til að færa óperu­formið nær almenn­ingi með skemmti­legum og skap­and­i hætti. Það er von okkar sem stöndum að hátíð­inni að um árlegan við­burð verði að ræða og áheyr­endur sem alla jafna velja að sækja aðra list­við­burði en óp­eru­upp­færslur sjái þarna eitt­hvað nýtt, lif­andi og nær­andi í dags­ins önn.

All­ar ­nán­ari upp­lýs­ingar um óperu­daga í Kópa­vogi má finna á vef­síðu ÓK, www.operu­dag­ar.is og Fés­bók­ar­síð­unni Óperu­dagar í Kópa­vogi. Söfnun hefur ver­ið ­sett af stað á Karol­ina Fund 
og óskum við eftir fleiri styrkt­ar­að­ilum til­ að standa undir þessu viða­mikla verk­efnisem Óp­eru­dagar í Kópa­vogi eru."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None