Velkomnir til Everton Íslendingar!

Stuðningsmenn Everton þurfa nú að búa sig undir það að öll íslenska þjóðin fari að fylgjast með liðinu þegar Gylfi Sigurðsson skrifar undir hjá félaginu. En við hverju geta óvanir búist? Og hvað er eiginlega svona sérstakt við endurkomu Wayne Rooney?

Það er við­búið að Gylfi Sig­urðs­son mun ganga til liðs við Everton í nán­ustu fram­tíð fyrir nán­ast súr­r­eal­íska fjár­hæð. Allir aðilar máls virð­ast vera á því að það sé ekki spurn­ing um hvort heldur hvenær salan klárist. Sam­hliða mun áhugi Íslend­inga á Everton aukast til muna. Fleiri leikir með lið­inu verða sýndir í íslensku sjón­varpi. Meira verður fjallað um það í íslenskum fjöl­miðl­um. Og Everton verður and­lag fleiri sam­ræðna um fót­bolta á vinnu­stöðum lands­ins. Everton verður „Ís­lend­inga­lið“ og Guð­jón Guð­munds­son, Gaupi, fær enn fleiri tæki­færi en ella til að not­ast við orð­skrípið „Gutta­garður“ yfir hina sögu­frægu alþýðu­kirkju Good­i­son Park.

Fyrir Everton-­stuðn­ings­menn verður erfitt að aðlag­ast þessum aukna áhuga úr nærum­hverf­inu. Við erum vanir því að fylgj­ast með okkar liði í ein­rúmi og án áreit­is. Að búast við hinu versta en von­ast eftir því besta. Og fagna mjög ólíkum sigrum en þeir sem halda með liðum sem raun­veru­lega vinna titla.

En hverju geta íslenskir knatt­spyrnu­á­huga­menn átt von á þegar þeir fara raun­veru­lega að fylgj­ast með Everton?

Félagið er sjötta sig­ur­sælasta knatt­spyrnu­fé­lag Eng­lands. Það hefur unnið deild­ina níu sinn­um, FA-bik­ar­inn fimm sinnum og á einn Evr­ópu­tit­il. Síð­asti deild­ar­tit­ill­inn kom hins vegar fyrir 30 árum, eini Evr­ópu­tit­ill­inn fyrir 32 árum og síð­asti FA-bikar liðs­ins fór á loft fyrir 22 árum. Sam­an­dregið hefur liðið verið í nán­ast stans­lausri eyði­merk­ur­göngu í ára­tugi. Það hefur ein­ungis einu sinni kom­ist í úrslita­leik á þess­ari öld, árið 2009, sem tap­að­ist á and­lausan hátt.

Það komst í meist­ara­deild­ina tíma­bilið 2004-2005 þrátt fyrir að vera með mennska trakt­or­inn Marcus Bent sem sinn helsta sókn­ar­mann. Raunar var sá árangur tvö­faldur sigur þar sem Liver­pool náði fyrir vikið ekki meist­ara­deild­ar­sæti, en allir ósigrar Liver­pool jafn­ast á við Everton-­sigra. Svo vann Liver­pool bara meist­ara­deild­ina og regl­unum var breytt til að þeir fengu að verja þann tit­il. Og sig­ur­inn snérist í ósig­ur. 

Everton fékk auð­vitað besta mögu­lega lið í pott­inum sem mótherja sem hægt var að fá í umspili um sæti í riðla­keppni meist­ara­deild­ar­innar tíma­bilið eft­ir, Villar­eal frá Spáni. Sú bar­átta end­aði með því að Pierluigi Coll­ina, ein fræg­asti dóm­ari sög­unn­ar, dæmdi sinn síð­asta leik á ferl­inum í síð­ari leik lið­anna. Hann ákvað að gera hann eft­ir­minni­legan með því að dæma full­kom­lega lög­legt mark af Duncan Fergu­son og koma þar með í veg fyrir að Everton kæm­ist í riðla­keppn­ina. Ég grét þennan dag seint í ágúst 2005, í nýkeypta Phil Nevil­le-­bún­ingnum mín­um.

Þeir hafa því verið fáir eig­in­legu sigr­arnir sem aðdá­endur á borð við mig, sem hef haldið með Everton frá 1986, hafa getað fagn­að. Sjálfur hef ég séð Everton með berum augum spila ell­efu sinn­um. Þeir hafa unnið einn af þeim leikj­um, gegn KR á Laugad­ar­dals­velli á Íslandi árið 1995.

Þess vegna leitum við að ann­ars konar sigrum til að ylja okkur um hjarta­ræt­ur. Versti tím­inn til að vera Everton-að­dá­andi var á hinum myrka tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þá fengu iðn­að­ar­þjálf­arar eins og Mike Wal­ker og Walter Smith að leika lausum hala og búa til leið­in­leg­ustu lið sem hafa lík­ast til spilað í efstu deild. Eina ljós­glætan á þessum árum var þegar Joe Royle tók við og vann FA-bik­ar­inn. En hann hætti auð­vitað skömmu síðar þegar hann fékk ekki að kaupa Tore Andre Flo frá Brann.

Stærstu litlu sigr­arn­ir, svo­kall­aðir and­sigr­ar, voru björg­un­ara­frekin árin 1994 og 1998. Ég horfi enn reglu­lega á Youtu­be-­mynd­bandið af Everton snúa við 0-2 stöðu, sem þýddi að Everton hefði fall­ið, í 3-2 sigur með tveimur mörkum frá Gra­ham Stu­art og einu frá stríðs­hund­inum Barry Horne, sem jafn­aði með því að skjóta bolt­anum í skeytin inn af rúm­lega 20 metra færi. Ég horfði á leik­inn í litla 14 tommu ferm­ing­ar­sjón­varp­inu mínu. Einn með teppi yfir höfð­inu. Til­finn­ingin þegar Stu­art skor­aði seinna markið sitt, níu mín­útum fyrir leikslok, er ein sú sér­kenni­leg­asta gleði­til­finn­ing sem ég hef fundið á ævinni.

Eftir að David Moyes tók við fylgdu ell­efu ár af því að vera lít­il­magni. Moyes tal­aði alltaf niður mögu­leika liðs­ins og lét sem að það væri að fara með hnífa í byssu­bar­daga. Þetta var þægi­legt skjól. Og það var hægt að njóta litlu sigr­anna í öruggri vissu um að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vinna titla.

Sá stærsti kom 19. októ­ber 2002. Þá spil­aði mjög óspenn­andi Everton-liðið við Arsenal, sem hafði ekki tapað í 30 leikj­um. Undir lok leiks­ins var 16 ára dreng skipt inn á. Sá hafði þegar leikið nokkra aðal­liðs­leiki og meira að segja skorað tví­vegis í deild­ar­bik­ar­leik gegn Wrex­ham nokkrum vikum áður. En þetta var leik­ur­inn sem allir muna eft­ir. Dreng­ur­inn var með 80 pund á viku í laun á þessum tíma og leit út eins og ein­hvers­konar dverg­tröll með sprengi­kraft. En á síð­ustu mín­útu leiks­ins tók hann niður háa send­ingu á vall­ar­helm­ingi Arsenal, snéri sér með bolt­ann og skaut honum í slánna og inn af um 20 metra færi fram­hjá David Seaman. „Munið eftir þessu nafn­i,“ emjaði enski þul­ur­inn. Og nafnið var auð­vitað Wayne Roo­ney.

Í fyrsta sinn í ára­tugi var kom­inn ein­hver von. Ein­hver neisti á heims­mæli­kvarða sem gæti lyft Everton upp úr með­al­mennsk­unni og svart­nætt­inu og upp í hæstu hæð­ir. En tæpum tveimur árum síðar var hann far­inn til að ger­ast marka­hæsti leik­maður Manchester United og Eng­lands frá upp­hafi. Í hans stað keypti Everton áður­nefndan Marcus Bent frá Ipswich á 450 þús­und pund. 

Allt varð eðli­legt, þungt og erfitt aft­ur. Til að setja þetta tíma­bil í sögu Everton í sam­hengi þá má benda á að á meðan að pen­ingar tóku yfir ensku deild­ina, og lið fóru að kaupa leik­menn á tugi millj­óna punda reglu­lega, þá eyddi David Moyes 5,6 millj­ónum punda nettó á ell­efu árum. Fyrir það fæst ekki margt. Nema nokkur stykki af Marcus Bent. Enda var hápunktur næstu ára lík­lega atburður sem átti sér stað í æfing­ar­leik. Eða rétt­ara sagt svoköll­uðum ágóða­leik, sem leik­menn sem spila lengi fyrir sama félagið fá gjarnan sem heið­urs­vott. 

Það eru lík­lega flestir búnir að átta sig á því að ég er að tala um leik Everton gegn AEK frá Aþenu á Good­i­son Park 8. ágúst 2012. Ágóða­leik­ur­inn var fyrir and­hetj­una Tony Hibbert, hægri bak­vörð sem hafði leikið 309 leiki án þess að skora. Árum saman höfðu stuðn­ings­menn Everton öskrað á Hibbert að skjóta hvar sem var á vell­in­um. Og sagt í gríni að það yrðu upp­þot ef hann myndi skora (e. If Hibbo scores we riot). Það gerð­ist auð­vitað á 53. mín­útu leiks­ins og stuðn­ings­menn­irnir stóðu við stóru orð­in. Hund­ruð Everton-á­han­­genda þustu inn á völl­inn til að fagna and­hetj­unni sinni. Stöðva þurfti leik­inn í nokkrar mín­útur á meðan að völl­­ur­inn var rýmd­­ur. Það hlýtur að vera eins­­dæmi að það eigi sér stað inn­­rás á völl hjá svona stóru liði í leik á und­ir­­bún­­ings­­tíma­bil­inu.

Hinn hápunkt­ur­inn var annar ágóða­leikur sem fram fór 2015. Í þetta sinn var hann fyrir Duncan Fergu­son og auð­vitað var hann gegn Villar­eal. Ástæðan fyrir því að þetta var stór­kost­legur við­burður var ekki bara sá að Duncan, fal­leg­asti knatt­spyrnu­maður allra tíma, var heiðr­að­ur. Heldur líka sá að týndi son­ur­inn, Wayne Roo­ney, spil­aði með og klædd­ist Everton-­treyj­unni í fyrsta sinn í 11 ár.

Þann 9. júlí, 13 árum eftir að hann fór, snéri Roo­ney svo alfarið aft­ur. Hann er orð­inn 31 árs og keyrður meira en 1985 árgerð af Volvo 240, en hann er samt Wayne Roo­ney að snúa heim til Everton. Hann tók á sig umtals­verða launa­lækkun og kom því skýrt á fram­færi að það kæmi ekk­ert annað lið til greina hjá honum en Everton. Og heim­koma hans er lík­lega ein síð­asta róm­an­tíska sagan sem sögð verður í alþjóða­knatt­spyrnu­heim­in­um, þar sem pen­ingar og ein­stak­lings­hyggja hafa drepið niður barna­legan sjar­mann sem fylgir liðs­holl­ustu (sjá Ross Barkley).Volvo 240, sirka 1985 árgerðin.

Auð­vitað er Everton-­fé­lagið sem Roo­ney snéri aftur til allt annað dæmi en það sem hann yfir­gaf. Far­had Mos­hiri keypti tæp­lega 49,9 pró­­sent hlut í Everton í jan­úar 2016 auk þess sem hann á kaup­rétt á meiru hluta­­fé. Frá þeim tíma hefur félagið gengið í gegnum miklar breyt­ingar og er m.a. í þeim fasa að reisa sér nýjan heima­­völl við Bramley Moore höfn­ina í Liver­pool-­­borg. Gangi áformin að óskum mun liðið hefja leik á vell­inum haustið 2020.

í sumar hef­ur Everton keypt leik­menn fyrir meira en 100 millj­ónir punda, en þrátt fyrir það hefur það enn sem komið er ein­ungis eytt um sjö millj­ónum punda nettó. Þess vegna ætlar það sér að styrkja liðið enn frekar með kaup­unum á Gylfa, sókn­ar­manni og örfættum varn­ar­manni. Á móti á enn eftir að selja Ross Barkley fyrir ein­hverja kjána­lega upp­hæð.

Knatt­­spyrn­u­­stjóri Everton í dag er hol­­lenska goð­­sögnin Ron­ald Koeman og yfir­­­maður knatt­­spyrn­u­­mála er ­Steve Walsh, sem var áður hjá ­Leicester þegar lið­inu tókst að vinna ensku deild­ina í fyrra. Báðir voru ráðnir til starfa eftir að Mos­hiri keypti sig inn í félag­ið. Það er því stuð hjá Everton.

Og fram­hjá því verður ekki litið að Roo­ney hefur ýmsa aðra kosti en knatt­spyrnu­hæfi­leika sem eru eft­ir­sókn­ar­verðir fyrir nútímaknatt­spyrnu­fé­lag. Hann er risa­stórt og heims­þekkt vöru­merki sem mun auka áhuga á Everton á mörk­uðum í til dæmis Asíu og Afr­íku, þar sem hlut­deild félags­ins hefur hingað til verið lít­il. Roo­ney er líka sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­bæri. Hann er með 15,5 millj­ónir fylgj­endur á Twitter og 25,5 millj­ónir á Face­book. Til sam­an­burðar er Everton með 1,25 millj­ónir fylgj­enda á Twitter og þrjár millj­ónir á Face­book. Það þarf því ekki nokkur að undr­ast yfir því að Everton bætti öll sam­fé­lags­miðla­um­ferð­ar­met þegar til­kynnt var um kaupin á Roo­ney.

Þá er annar hver aðeins of þungi ársmiða­hafi Everton búinn að troða sér í nýja treyju með Roo­ney aftan á. Fjár­fest­ingin í Roo­ney mun því borga sig mjög fljótt til baka, ef hún er ekki þegar búin að gera það.

Nær öruggt þykir að Gylfi Sigurðsson gangi til liðs við Everton á næstu dögum fyrir 45-50 milljónir punda.
EPA

Svo er bara að vona að Roo­ney muni geta eitt­hvað líka. Að róm­an­tíkin kveiki neista í hon­um. Everton liðið hefur nefni­lega allt til þess að koma á óvart. Magn fyr­ir­liða í lið­inu er nán­ast skrýt­ið. Phil Jagi­elka er fyr­ir­liði Everton og Leighton Baines vara­fyr­ir­liði. Roo­ney var fyr­ir­liði Manchester United og Eng­lands um ára­bil. Ashley Willi­ams er fyr­ir­liði Wales og Seamus Coleman er fyr­ir­liði írska lands­liðs­ins. Þá var Davy Klaas­sen, betur þekktur sem „osta­stráið“ (e. cheese straw) einnig fyr­ir­liði Ajax áður en hann var keyptur í sum­ar, og leiddi liðið sem slíkur í úrslita­leik í Evr­ópu­keppni.

Í fyrsta sinn í þrjá ára­tugi er von í brjósti stuðn­ings­manna Everton. Von um að þeir geti unnið eitt­hvað raun­veru­legt, en þurfi ekki að búa til hvers­dags­lega sigra úr sér­kenni­legum ástæð­um. Og í ljósi þess að Gylfi er á leið­inni til Everton, með allri þeirri við­bót­ar­at­hygli sem mun fylgja því frá íslensku þjóð­inni, er ekki seinna vænna. Við stuðn­ings­menn­irnir erum ekki lengur einir að horfa á Everton undir tepp­unum okkar að vona það besta en búast við hinu versta. Heldur fylgist öll þjóðin með.

Eða þangað til að hann ákveður á síð­ustu stundu að fara til Liver­pool í stað­inn. Breytir sigri í ömur­legan ósig­ur. Og Íslend­ingar halda áfram að snið­ganga Everton líkt og þeir hafa gert hingað til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFólk