Koeman segir Everton nálægt því að kaupa Gylfa Sigurðsson

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson er stutt frá því að verða dýrasti leikmaður Everton frá upphafi og á meðal dýrustu leikmanna sögunnar. Knattspyrnustjóri Everton segir að kaupin séu nálægt því að klárast.

Gylfi Sigurðsson
Auglýsing

Ron­ald Koem­an, knatt­spyrnu­stjóri Everton, segir að líðið sé mjög nálægt því að ganga frá kaupum á Gylfa Sig­urðs­syni. Á blaða­manna­fundi í dag sagð­ist hann ekki geta sagt til hvort að gengið verði frá kaup­unum fyrir fyrsta leik liðs­ins i ensku deild­inni, sem fer fram næsta laug­ar­dag.

Koeman sagði að orðrómur um að við­ræður um kaupin á Gylfa hefðu siglt í strand væru ekki rétt­ar. Everton væri enn í við­ræð­um. „Þetta er alltaf leikur milli þess félags sem er að selja og þess sem er að kaupa. En við við erum nálægt þessu og við von­umst til þess að sam­komu­lag náist sem fyrst.“

Auglýsing

Kaup­verðið er talið vera á fimmta tug millj­óna punda, tæp­lega sjö millj­arðar króna. Ef að yrði verður Gylfi dýr­asti leik­maður í sögu Everton. Hann verður raunar á meðal 30 dýr­ustu knatt­spyrnu­manna sög­unn­ar.

Everton hefur verið áhuga­samt um að kaupa Gylfa, sem er lyk­il­leik­maður í íslenska lands­lið­inu og hefur leikið þorra síns fer­ils í Englandi, um langt skeið. Félagið spurð­ist fyrir um hann í jan­úar síð­ast­liðnum og gerði til­boð í lands­liðs­mann­inn fyrr í sum­ar, sem var hafn­að. Gylfi lýsti hins vegar yfir áhuga á því að fara til­ Everton og fór ekki með­ Swan­sea í æf­ing­ar­ferð til Banda­ríkj­anna í síð­asta mán­uði þar sem hann var ekki í réttu hug­ar­á­standi til þess. Gylfi hefur æft með aðal­lið­i Swan­sea frá því að það snéri aftur til baka en ekki tekið þátt í æfing­ar­leikjum liðs­ins. Ekki er búist við því að hann spili með lið­inu um helg­ina jafn­vel þótt að kaupin klárist ekki.

Everton er eitt sögu­fræg­asta knatt­spyrnu­fé­lag Bret­landseyja. Það er frá Liver­pool-­borg og helsti keppi­nautur þess er nágranna­lið­ið Li­ver­pool. Félagið er 139 ára gam­alt og er sjötta sig­ur­sælasta félags enskrar knatt­spyrn­u. Everton hefur unnið deild­ina níu sinnum (síð­ast árið 1987), FA-bik­ar­inn fimm sinnum (síð­ast árið 1995) og einn ­Evr­ópu­tit­il, sem kom í hús árið 1985.

Liðið hefur keypt fjölda leik­manna í sum­ar. Þar ber helst að nefna Wa­y­ne Roo­ney, sem ólst upp hjá Everton en fór til­ Manchester United ­fyrir 13 árum síðan og er marka­hæsti leik­maður þess félags frá upp­hafi. Roo­ney er einnig marka­hæsti leik­maður enska lands­liðs­ins frá upp­hafi. Aðrir sem komið hafa til­ Everton í sumar eru Da­vy Kla­assen, Jor­dan Pick­ford, Michael Kea­ne, Sandro Ramirez og Cuco Mart­ina. Þá keypti félagið  fram­herj­ann Hen­ry Onyek­ur­u og lán­aði hann strax til belgíska liðs­ins And­er­lecht. Á móti hefur félagið selt nokkra leik­menn, og munar þar mest um Romelu Lukaku ­sem knatt­spyrnu­stjóri Everton ­segir að geti endað með að kosta 95 millj­ónir punda. Félagið seg­ist raunar hafa ein­ungis eytt sjö millj­ónum punda nettó enn sem komið er, þrátt fyrir að hafa keypt leik­menn fyrir meira en 100 millj­ónir punda.

Snemma árs 2016 keypt­i Far­had Mos­hiri 49,9 pró­sent hlut í Everton auk þess sem hann á kaup­rétt á meiru hluta­fé. Frá þeim tíma hefur félagið gengið í gegnum miklar breyt­ingar og er m.a. í þeim fasa að reisa sér nýjan heima­völl við Bram­ley Moor­e höfn­ina í Liver­pool-­borg. Gangi áformin að óskum mun liðið hefja leik á vell­inum haustið 2020. Knatt­spyrnu­stjóri Everton er hol­lenska goð­sögnin Ron­ald Koem­an og yfir­maður knatt­spyrnu­mála er ­Steve Walsh, sem var áður hjá ­Leicester þegar lið­inu tókst að vinna ensku deild­ina í fyrra. Báðir voru ráðnir til starfa eftir að Mos­hiri keypti sig inn í félag­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent