Horft fram á veginn

Bílaiðnaðurinn og umferðarverkfræðin standa nú á miklum tímamótum. Í viðtali við Kjarnann fjallar Þórarinn Hjaltason um þær áskoranir sem framundan eru, meðal annars vegna sjálfakandi bíla og gríðarlega mikilla afleiddra áhrifa á umferð og skipulag borga.

bílar
Auglýsing

Á dög­unum kom ég heim til tengda­for­eldra minna í vest­urbæ Kópa­vogs og sett­ist niður við eld­hús­borð­ið. Á sama tíma kom tengdapabbi, Þór­ar­inn Hjalta­son, labbandi inn í stofu, sett­ist í stofu­sófann og sagði: „Jæja, nú er ég hætt­ur.“

Langri starfsævi lokið (og upp­hafið að nýrri að byrja, geri ég ráð fyr­ir), enda aðeins nokkrir mán­uðir í sjö­tugs­af­mæl­ið.

Þetta fannst mér merki­leg tíma­mót.

Fer­ill Þór­ar­ins, eins og ann­arra Íslend­inga af sömu kyn­slóð, hefur markast af gríð­ar­lega miklum breyt­ingum og fram­förum, sem hollt er að gefa sér tíma til að hugsa um og stað­setja eins og púsl í stóra mynd sam­tím­ans og fram­tíð­ar­inn­ar. Náms- og starfs­tím­inn spannar und­an­farin 50 ár.

Eftir mörg löng sam­töl okkar á milli á und­an­förnum árum var ég löngu búinn að gera mér grein fyrir því, að á ein­hverjum tíma­punkti væri gaman að setj­ast niður og taka við­tal við Þór­arin og huga þá einkum að fram­tíð­inni.

Í bílt­úrum í gegnum tíð­ina hefur honum yfir­leitt liðið best, þegar við erum í þann mund að vill­ast. Þá tekur sér­fræði­þekk­ing á umferð­ar­skipu­lagi við og nátt­úru­legur átta­viti finnur hina réttu leið. 

Í við­tal­inu ákvað ég að ræða um hlut­ina út frá eft­ir­far­andi spurn­ingu: Hvað er að fara taka við? Stórt er spurt, en það var ekki fátt um svör, heldur margt og mik­ið.

Þór­ar­inn heldur því fram að tækni­bylt­ing sé framundan sem muni hafa jafn mikil eða svipuð efna­hags­leg áhrif og til­koma einka­bíls­ins fyrir almenn­ing fyrir rúmri öld. Kjarni hinnar kom­andi bylt­ingar snýr að notkun gervi­greind­ar, og þá ekki síst í umferð­inni, sem alla tíð hefur verið hans ær og kýr.

Þórarinn situr hér og rabbar við barnabarn sitt, Ólíver Daða, á Þingvöllum.

Cambridge, Kaup­manna­höfn, Dur­ham

Árið 1967 útskrif­ast Þór­ar­inn úr MR, og var dúx úr skól­an­um. Í fram­haldi fór hann á skóla­styrk í nám í verk­fræði við Cambridge háskóla í Bret­landi og lauk þaðan BS prófi.

Eftir námið í Cambridge byrj­aði hann að starfa hjá Gatna­mála­stjór­anum í Reykja­vík við gatna­hönn­un. Árið 1974 fékk hann vinnu hjá Þró­un­ar­stofnun Reykja­vík­ur­borgar (síðar Borg­ar­skipu­lag) við umferð­ar­skipu­lag. Um haustið 1977 fór hann til Dan­merkur og hóf nám í umferð­ar­verk­fræði við DTH (Dan­marks tekniske höjskole, síðar Dan­marks tekniske uni­versitet) í Kaup­manna­höfn. Hann lauk þaðan meist­ara­námi (Cand. Polyt.) í umferð­ar­verk­fræði 1979. Eftir ára­tuga vinnu sem verk­fræð­ing­ur, meðal ann­ars hjá Reykja­vík­ur­borg og Kópa­vogs­bæ, fór hann síðan í MBA nám við Dur­ham háskóla í Bret­landi, á árunum 2004 til 2005. Eftir það hóf hann störf hjá Almennu verk­fræði­stof­unni, sem nú er hluti af Ver­kís, og lauk þar störfum á dög­un­um, eins og að framan er greint.

Auglýsing

Hér er stiklað á stóru, en aðeins til und­ir­strika hvaðan horft er til fram­tíðar í við­tal­in­u. 

Þú hefur verið að halda því fram í mín eyru að gríð­ar­legar breyt­ingar séu framund­an, ekki síst þegar kemur að umferð og skipu­lagi vegna tækni­fram­fara í bíla­iðn­aði. Gervi­greindin er þarna lyk­il­stærð. Hvernig sjáum við þetta birt­ast á Íslandi?

„Árið 2007 fól Vega­gerðin Almennu verk­fræði­stof­unni að gera úttekt á stofn­vega­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. M.a. var horft á mögu­lega þróun umferðar til langs tíma (2050+) og hvernig mætti hugsa sér upp­bygg­ingu stofn­vega­kerf­is­ins miðað við hinar ýmsu for­send­ur. Ég var verk­efna­stjóri og var verkið unnið í sam­ráði við Vega­gerð­ina og tækni­menn sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Öllum sem komu að þessu verk­efni var ljóst að mikil óvissa væri í umferð­ar­spám svona langt fram í tím­ann, m.a. vegna óvissu um skipu­lags­for­sendur og tækni­fram­farir á sviði sam­gangna. Í stuttu máli þá benti umferð­ar­spá 2050+ til þess að ráð­ast þyrfti í kostn­að­ar­sama upp­bygg­ingu á stofn­vega­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í fram­tíð­inn­i,“ sagði Þór­ar­inn.

Erfitt að sjá það fyrir sem hefur gerst

Hann segir ótrú­legar breyt­ingar hafa átt sér stað, á ein­ungis nokkrum árum, sem erfitt var að sjá fyr­ir. „Þegar þessi úttekt á stofn­vega­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var gerð fyrir 10 árum voru sjálf­keyr­andi bílar komnir inn í umræð­una um sam­göngur fram­tíð­ar­inn­ar. Hins vegar var þá talið að það væri það langt í að þessi tækni yrði að veru­leika að ekki þótti ástæða til að taka mikið til­lit til hennar við stefnu­mörkun í sam­göngu­mál­um. Á þeim tíma gerðu menn sér heldur ekki grein fyrir þeirri tækni­bylt­ingu sem nú er ljóst að er framund­an. Fyrir 10 árum gengu hug­myndir um sjálf­keyr­andi bíla meira út á að not­ast yrði við leið­ara í veg­inum til að stýra bíl­un­um. Þegar maður las eða heyrði fréttir um spá­dóma í þessum efnum þá virk­aði þetta dálítið eins og vís­inda­skáld­skap­ur.

Í dag er komin upp allt önnur staða. Tækni­þró­un, einkum á sviði gervi­greind­ar, hefur verið það hröð á síð­ustu árum að sjálf­keyr­andi bílar eru orðnir að veru­leika. T.d. má nefna sjálf­keyr­andi bíla, sem Google og Tesla hafa gert til­raunir með, og fleiri fram­leið­endur einnig. Manns­höndin þarf ekki að koma nálægt stjórn­tækjum bíl­anna, en það þarf samt að hafa öku­mann með gild rétt­indi í „bíl­stjóra­sæt­in­u“, þar sem slíkt er ennþá krafa sam­kvæmt banda­rískum lög­um. Ég hef lesið fjölda greina og aflað heim­ilda um sjálf­keyr­andi bíla. Mér sýn­ist flestir sem hafa vit á þessum málum vera sam­mála um að sjálf­keyr­andi bílar munu verða sífellt stærri hluti af bíla­um­ferð á næstu árum og ára­tug­um. Spurn­ingin er bara hvenær komi að því að all­ir/flestallir bílar verði sjálf­keyr­andi. Um það er erfitt að spá og því eðli­legt að menn hafi mis­mun­andi hug­myndir um það.“

Hér með konu sinni, Höllu Halldórsdóttur.

Hlið­ar­á­hrifin af þess­ari tækni­bylt­ingu verður aukið öryggi í umferð­inni. Er ekki lík­legt að hlið­ar­á­hrifin verði gríð­ar­lega mik­il, á hina ýmsu anga í sam­fé­lagi okk­ar?

„Til­koma sjálf­keyr­andi bíla verður gríð­ar­leg tækni­bylt­ing. Sumir telja að þetta verði álíka mikil bylt­ing og til­koma einka­bíls­ins fyrir rúmri öld. Sjálf­keyr­andi bílar eru nú þegar marg­falt örugg­ari en venju­legir bíl­ar. Sú þróun hlýtur að halda áfram. Þegar allir bílar verða orðnir sjálf­keyr­andi munu dauða­slys og alvar­leg meiðsl í umferð­inni nán­ast heyra sög­unni til. Þó að umferð­ar­slysum fari fækk­andi þá eru þau enn þungur baggi á sam­fé­lagi manna, bæði efna­hags­lega og til­finn­inga­lega. Á hverju ári deyja um ein milljón manns í umferð­ar­slys­um. Þegar líkur á að sjálf­keyr­andi bílar lendi í árekstri verða hverf­andi, þá er hægt að hafa þá miklu létt­ari þar sem ekki er þörf á sterk­byggðum árekstra­vörn­um. Það þýðir að bílar fram­tíð­ar­innar verða að öðru jöfnu mun eyðslu­grennri en sam­bæri­legir bílar í dag. Ofan á þetta bæt­ist stöðug þróun á bættri nýt­ingu orku­gjafa. Ég trúi því að rafbílar verði bílar fram­tíð­ar­inn­ar. Nýlega til­kynnti Volvo að eftir 10 ár muni fyr­ir­tækið ein­göngu fram­leiða raf­bíla, til að byrja með 1 milljón bíla á ári. Ég tel full­víst að eftir nokkra ára­tugi verði bílar miklu umhverf­is­vænni en í dag,“ sagði Þór­ar­inn. 

Umferð­ar­teppur og marg­falt meiri afköst

Þór­ar­inn telur eitt það áhuga­verð­asta við þessa þróun snúa að vega­kerf­inu, og hvernig það muni þró­ast á næstu árum og ára­tug­um. „Eftir því sem sjálf­keyr­andi bílum fjölgar mun flutn­ings­geta vega aukast jafnt og þétt. Skýr­ingin er ein­föld: þeir geta ekið miklu nær öðrum bílum á mik­illi ferð, vegna þess að bíll sem er stjórnað með gervi­greind bregst nán­ast sam­stundis við, þegar bíll fyrir framan hægir á sér. Það þarf aðeins 1 sjálf­keyr­andi bíl af 20 bílum til þess að hafa jákvæð áhrif á umferð­ar­flæði, sam­kvæmt rann­sókum verk­fræði­deildar háskól­ans í Ill­in­ois. Það sem mér finnst athygl­is­verð­ast er að þarna er verið að spá því að á næstu árum verði fram­farir í rann­sóknum á bættu umferð­ar­flæð­i/af­kasta­getu vega með til­tölu­lega fáum sjálf­keyr­andi bíl­um. Þegar allir bílar verða orðnir sjálf­keyr­andi, þá getur flutn­ings­geta hrað­brauta marg­fald­ast frá því sem er í dag. Þetta ger­ist vænt­an­lega í áföngum með því að sjálf­keyr­andi bílar fá úthlutað sér­a­kreinum og/eða sér­göt­um, þegar þeir verða orðnir nógu stór hluti af bíla­flot­an­um,“ sagði Þór­ar­inn.

Einka­bílum fækkar

Í þessu sam­hengi vaknar spurn­ingin hvort sjálf­keyr­andi bílar verði lyk­ill­inn að því að leysa umferð­ar­teppur millj­óna­borg­anna. Þór­ar­inn segir að það sé ekki svo auð­velt að svara því. „Fyrir utan það að eng­inn veit nákvæm­lega hvað fram­tíðin ber í skauti sér, þá hlýtur svarið við spurn­ing­unni að vera mjög háð aðstæðum á hverjum stað. Eitt af því sem flækir svarið er að hugs­an­lega munu umferð­ar­teppur aukast tíma­bundið á a.m.k. sumum borg­ar­svæðum við það að bíla­um­ferðin eykst vegna þess að fleiri fá tæki­færi til að aka bíl, t.d. öryrkjar sem ekki geta fengið öku­rétt­indi í dag eða aldr­aðir sem ekki treysta sér að aka venju­legum bíl. Á móti þessu kemur að samnýt­ing á bílum mun aukast. Fyr­ir­tæki (Uber o.fl.) sem hafa komið inn á leigu­bíla­mark­að­inn á síð­ustu árum stefna að því að bjóða upp á sjálf­keyr­andi bíla sem geta auð­veld­lega sinnt nokkrum við­skipta­vinum í sömu ferð. Við­skipta­vinum sem panta bíl á svip­uðum tíma til að fara frá svæði A til svæðis B er sinnt í einni og sömu ferð­inn­i.  Í slíkum til­vikum verður miklu ódýr­ara að taka leigu­bíla en í dag. Fyrir utan það að spara laun bíl­stjóra þá skipta nokkrir við­skipta­vinir á milli sín kostn­að­inum við akst­ur­inn. Þetta er auð­vitað kjörin leið fyrir samakstur til og frá vinnu (car­pool­ing). Ég er sam­mála þeim sem spá því að þetta muni leiða til tölu­verðrar fækk­unar einka­bíla þar sem bíla­eign er mikil í dag,“ sagði Þór­ar­inn.Meiri þétt­ing í borgum

Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipu­lag borga? Þór­ar­inn seg­ist líta svo á, að mörg ný álita­mál muni koma upp sem taka þurfi til­lit til í skipu­lagi fyrir næstu ára­tugi. „Ef spá­dómar um minni bíla­eign og fækkun bíla­stæða ganga eft­ir, þá mun það stuðla að meiri þétt­ingu mið­borga, sér­stak­lega í millj­óna­borgum sem eru bíla­borgir, eins og t.d. Los Ang­el­es. Þétt­ing mið­borg­ar­svæða kallar á aukn­ingu bíla­um­ferð­ar. Þá vaknar spurn­ingin um hver verða heild­ar­á­hrif­in. Mun aukin bíla­um­ferð vegna þétt­ingu byggðar éta upp ávinn­ingin af auk­inni flutn­ings­getu gatna? Eflaust verður það þannig í ein­hverjum til­vik­um. Með veg­tollum má stýra bæði sól­ar­hrings­um­ferð og umferð á álags­tíma með því að taka hærra gjald á álags­tíma. Þetta er gert á mörgum borg­ar­svæðum í dag, sér­stak­lega í millj­óna­borg­um. Veg­tollar eru hins vegar umdeildir og hápóli­tískt mál, sbr. nýlega umræðu hér á landi, og ekki sjálf­gefið fyrir fram að unnt verði í öllum til­vikum að stýra umferð­ar­magni á sem hag­kvæm­astan hátt.“

Einn þeirra sem Þór­ar­inn segir að sé með einna skörp­ustu sýn­ina á breyt­ing­arnar sem muni verða í umferð­ar­málum á næst­unni, er Elon Musk, stofn­andi og for­stjóri Tesla Motors. Musk telur að unnt sé að leysa umferð­ar­vanda­mál Los Ang­eles með því að bora kerfi jarð­gangna undir borg­ina, sem verði 10 sinnum ódýr­ari en hefð­bundin jarð­göng. Jarð­göngin verði notuð til að flytja bíla á allt að 200 km/klst.

Að sögn Musks hefur fyr­ir­tæki hans, The Bor­ing Company, lokið gerð 1. áfanga jarð­gangn­anna, sem er til­raunakafli.

Þór­ar­inn segir að þessi sýn Musks sé ekki neinn vís­inda­skáld­skapur heldur veru­leik­inn eins og hann blasir við í dag.

Þórarinn er hér við Durham háskóla, við útskrift úr MBA námi, árið 2006.Hann segir aug­ljóst, að stjórn­mála­menn og aðr­ir, sem hafa áhrif á inn­viði lands­ins þegar að þess­ari þróun kem­ur, þurfi að setja sig inn í málin og skilja hvað sé að ger­ast. „Sumir hafa bent á að sjálf­keyr­andi bílar muni leiða til enn frek­ari útþenslu borg­ar­svæða. Þegar fólk þarf ekki lengur að vera upp­tekið af því að stjórna bílnum á leið til og frá vinnu getur það nýtt tím­ann til að vinna á leið­inni, svipað og sumir nýta sér í strætó og lest­um. Minni orku­notkun á hvern ekinn kíló­metra mun líka stuðla að sömu þró­un. Spurn­ingin er í hve miklum mæli þetta mun ger­ast. Þetta minnir mig á að þétt­ing byggðar getur ein og sér haft sömu áhrif, ein­fald­lega vegna hækk­andi fast­eigna­verðs. Sama gildir um lóða­skort á vin­sælum svæð­um. Í þessu sam­bandi má benda á þá þróun hér á suð­vest­ur­horn­inu að íbúum á Suð­ur­nesjum og fyrir austan fjall fer núna hratt fjölg­andi, m.a. vegna hækk­andi fast­eigna­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá vaknar spurn­ingin um hvort þetta sé endi­lega slæm þró­un. Í því sam­bandi dettur mér í hug skipu­lag stór-Barcelona­svæð­is­ins á Spáni. Íbúa­fjöldi Barcelona er um 1,6 millj­ón. Umferðin í Barcelona þykir til fyr­ir­mynd­ar. Til­tölu­lega fleiri nýta almenn­ings­sam­göngur í Barcelona heldur en í London þar sem íbúa­fjöldi er um 8 millj­ón­ir. Þétt­leiki byggðar er meiri í Barcelona heldur en í London, um 16.000 íbúar á hvern km2, sam­an­borið við um 5.200 íbúa á km2 í London. Ef við lítum á stór-Barcelona­svæðið verður annað upp á ten­ingn­um. Á rúm­lega 4.200 km2 svæði búa um 5,3 millj­ónir íbúa eða um 1.260 íbúar á km2. Á þessu svæði nýta færri almenn­ings­sam­göngur en í London. Rétt er að geta þess að sam­an­burð­ur­inn verður ekki eins óhag­stæður fyrir stór-Barcelona­svæðið ef það er borið saman við stór-London­svæð­ið. Þar búa um 14,5 millj­ónir íbúa á 8.382 km2 eða um 1.730 íbúar á km2.“

Stór­kost­leg tækni­bylt­ing

Ef við færum okkur nú hingað til Íslands. Hver gætu áhrif sjálf­keyr­andi bíla orð­ið, t.d. á höf­uð­borg­ar­svæð­inu?

„Ef við lítum á fram­tíð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þá tel ég að sjálf­keyr­andi bílar verði mun hag­kvæm­ari hér heldur en almennt erlend­is. Í fyrsta lagi er höf­uð­borg­ar­svæðið til­tölu­lega fámennt borg­ar­svæði, þar sem flestir full­orðnir nota bíl nú þeg­ar. Höf­uð­borg­ar­svæðið er bíla­borg, í þeim skiln­ingi. Hlutur strætó er innan við 5 % af öllum ferðum með vél­knúnum far­ar­tækj­um. Þó umferð á álags­tímum hér sé tölu­verð þá er hún mun minni en í erlendum millj­óna­borgum og álags­tím­inn mun styttri. Eins og ég gat um áðan þá er hugs­an­legt að til­koma sjálf­keyr­andi bíla auki umferð­ar­á­lag tíma­bundið til að byrja með. Tíma­bundin aukn­ing á umferð verður til­tölu­lega lítil miðað við millj­óna­borgir, þar sem hlutur almenn­ings­sam­göngu­kerfis er mun meiri en hér. Það verða því til­tölu­lega fáir hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem munu fara að nota fólks­bíl í stað strætó. Ég spái því að meiri­hluti þeirra sem munu hætta að nota strætó muni nota sjálf­keyr­andi leigu­bíla og gjarnan samnýta þá með öðr­um. Ef horft er til lengri fram­tíðar hér, t.d. 2060+, þá tel ég að upp­bygg­ing stofn­vega­kerf­is, sem getur tryggt frjál­st, öruggt og umhverf­is­vænt flæði bíla­um­ferðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, verði til­tölu­lega ódýr.

En hvað með önnur svið mann­lífs­ins, þegar kemur að gervi­greind og meiri sjálf­virkni?

„Hér hef ég fyrst og  fremst verið að velta fyrir mér fram­tíð­inni á því sviði sem ég þekki best, þ.e. umferð og skipu­lag. Hvað með önnur svið? Ég hef ekki kynnt mér neitt að ráði spá­dóma um vænt­an­legar tækni­bylt­ingar á öðrum svið­u­m.  Það litla sem ég hef kynnt mér um þróun vél­menna (ro­bota) og gervi­greindar hefur þó sann­fært mig um að fram undan er stór­kost­leg tækni­bylt­ing á mörgum svið­um. Nýlega var frétt um það að vél­menni gætu í dag fram­kvæmt skurð­að­gerðir á manns­heila.  Þetta segir manni það að tölvur og vél­menni með gervi­greind munu yfir­taka eða í það minnsta auð­velda mikið af þeim störfum sem fólk vinnur við í dag. Þessi þróun hlýtur að leiða til veru­legrar stytt­ingar á vinnu­viku. Það mun að öðru jöfnu leiða til veru­legrar minnk­unar á umferð milli heim­ila og vinnu­staða. Fjar­vinna, þ.e. vinna á heim­ili í gegnum tölvu, mun aukast enn frekar og hafa sömu áhrif. Aftur á móti munu ferðir vegna áhuga­mála o.fl. aukast. Ég treysti mér ekki til að spá af neinu viti um það hver heild­ar­á­hrifin á umferð­ar­magn verða. Ég segi bara eins og danski háð­fugl­inn Storm P. sagði: Það er erfitt að spá, sér­stak­lega um fram­tíð­ina. Ég tel að mann­kynið hljóti að stefna áfram að sjálf­bærni. Í við­tali við Elon Musk (teng­ill í við­tal­inu) kemur hann inn á það. Hann sér t.d. fyrir sér að húsa­þök fram­tíð­ar­innar verði sól­ar­sellur úr gleri. Mann­kynið verði þó að halda vöku sinni, ann­ars geti tækni­þekk­ing glat­ast. Sem dæmi um glat­aða tækni­þekk­ingu nefnir hann bygg­ingu pýramíd­anna í Egypta­landi og vatns­leiðslur Róm­verja,“ sagði Þór­ar­inn að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal