Mynd: Birgir Þór Harðarson

Dekurdrengurinn og vonarstjarnan

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál, Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur. Hann veltir því fyrir sér hvort að siðbótin sé langhlaup eða hvort varðmenn gamla Íslands muni alltaf vakna, vopnast og koma í veg fyrir hana.

Það var tölu­vert um jarð­hrær­ingar í íslenskri póli­tík á því ári sem nú er að líða. Rík­is­stjórn sprakk vegna leynd­ar­hyggju og spill­ingar eftir stutta setu, tveir nýir flokkar voru stofn­aðir og náðu mark­verðum árangri, en sá flokkur sem sprengdi óvin­sæla rík­is­stjórn þurrk­að­ist hins veg­ar út. Íslensk póli­tík er und­ar­leg dýra­teg­und. Og eins og til að nagl­festa það mynd­aði von­ar­stjarnan sjálf, Katrín Jak­obs­dótt­ir, virt­asti og vin­sæl­asti stjórn­mála­maður þjóð­ar­inn­ar, rík­is­stjórn með tveim­ur karl­mönn­um gamla Íslands, for­mönnum Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks­ins. Vinstri græn í sæng með þeim tveimur flokkum sem lengst allra hafa setið að völdum hér á landi, hafa framar öðrum mótað sam­fé­lags­gerð­ina – og kenna sig gjarnan við ábyrgð, stöð­ug­leika og festu. Þeir eru for­eldr­arn­ir, aðrir flokkar ung­lingar sem þarf að hafa stjórn á. Sjálf­stæð­is­flokknum hefur einkar vel tek­ist að setj­a ­sama­sem­merki milli sín og stöð­ug­leika. Náð að gróð­ur­setja þá til­finn­ingu í þjóð­arsál­ina að þeir séu fest­an.

Stöð­ug­leiki þýðir jafn­vægi, óbif­an­leiki, það að vera stöð­ug­ur.

Stöð­ug­leiki – Ísland?

Árið 1920 var íslensk króna á pari við þá dönsku, síðan eru liðin tæp hund­rað ár og krónan hefur rýrnað um 99.95 pró­sent af verð­gildi sínu. Það segir sína sögu um það hvernig efna­hags­saga okkar hefur sveifl­ast. Það er okkar jafn­vægi. Það er  stöð­ug­leik­inn sem valda­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn hafa eignað sér.

Hvað er þá íslenskur stöð­ug­leiki?

Um þessar mundir er gróska í íslenskum skáld­skap og ungir, efni­legir höf­undar setja mark sitt á lands­lag­ið. Einn þeirra er rétt rúm­lega tví­tug skáld­kona, Eydís Blön­dal, sem nýlega gaf út fína ljóða­bók, Án til­lits. Skáld kunna oft betur en aðrir að orða hlut­ina, og í tveimur línum tekst Eydísi Blön­dal að svara spurn­ingu minni um íslenska stöð­ug­leik­ann í eitt skipti fyrir öll:

„Valda­ó­jafn­vægi virkar sem stöð­ug­leiki fyrir þau

sem fá að sitja hærra.“

Og þá er mér óhætt að hlaða í þessa spurn­ing­u: Hvers vegna situr Bjarni Bene­dikts­son svona hátt í íslenskri póli­tík?

Jú, það er vegna þess að hann er búinn að stinga svo mörgu undir stól­inn.

Katrín Jak­obs­dóttir strikuð út af jóla­korta­list­anum

Fyrstu dag­ana eftir kosn­ing­arnar í októ­ber leit út fyrir að við værum að upp­lifa sögu­legar breyt­ing­ar. Fjög­urra flokka stjórn Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Fram­sókn­ar­flokks. Stjórn með tæpan meiri­hluta. En Katrín, sem leiddi við­ræð­ur, sagði að tæpur meiri­hluti væri ótví­ræður kost­ur, fólk myndi þá vanda sig frekar, leita eftir sam­komu­lagi. Þarna talar nýja Ísland, hugs­aði mað­ur, og hinir flokk­arnir tóku undir það – nema Fram­sókn. Þeir höfðu áhyggjur af tæpum meiri­hluta. Höfðu kannski  áhyggjur af því að þá þyrfti að vanda sig, hafa fag­mennsku að leið­ar­ljósi? Í það minnsta slitu þeir við­ræð­um. Því mið­ur. Það hefði verið þrosk­andi fyrir stjórn­mála­menn, Alþingi og þjóð­ina að hafa stjórn sem vegna tæps meiri­hluta neydd­ist til að vanda sig, hugsa hlut­ina. Hér hefur frekur meiri­hluti ætíð ráð­ið. Frekur vegna þess að minni­hlut­inn fær litlu sem engu ráð­ið. Íslensk stjórn­mál eru ekki sam­ræða, heldur vald­beit­ing.

En það var athygl­is­vert að fylgj­ast með við­brögðum fólks og fjöl­miðla þegar Katrín tók upp við­ræður við valda­flokk­ana tvo, varð­hunda kerf­is­ins, yfir­lýsta and­stæð­inga breyt­inga. Hvað gengur Katrínu til, eru hér sviknir eið­ar? Það skal vera mér eilíf ráð­gáta, sagði ein­hver við mig, „hvers vegna VG ætla að lyfta þeim dek­ur­dreng af Bakka­flöt enn einu sinni til mann­virð­inga“.

Dek­ur­dreng­ur­inn, það er auð­vitað Bjarni Ben.

Það var margt talað og hugs­að, mörg þung orð, og Katrín víða strokuð út af jóla­korta­list­um. Sumir ótt­uð­ust líka að hún hefði ein­fald­lega ekki afl í að glíma við þá báða, Bjarna og Sig­urð Inga. Fjöl­miðlar birtu mynd af þeim þrem­ur, þar sem Bjarni gnæfði hávax­inn og herða­breiður yfir hana, og Sig­urður Ingi stóð á milli þeirra eins og óbif­an­legur horn­staur. Þeir urðu að ímynd feðra­veld­is­ins, þessa reg­in­djúpa ­mörg þús­und ára gamla valds sem heldur áfram að gefa karl­mönnum for­skot. Fólk fékk þess vegna á til­finn­ing­una að hin lág­vaxna, granna og fín­gerða Katrín hefði ekk­ert í herða­breið­an, sjálfsör­uggan Bjarna, og að Sig­urður Ingi mynd­i bara flytja hana til eins og hverja aðra Fiski­stofu. Skipti engu máli þótt Katrín sé kannski greind­ari og skarp­ari en þeir tveir til sam­ans. Enda hefur greindin ein og sér sjaldan komið fólki langt hér­lend­is. Á Íslandi hefur frekja, til­lits­leysi, óbif­an­legt sjálfsöryggi löngum verið bestu vopnin í stjórn­mál­um. Ásamt hæfi­leik­anum að vera fynd­inn á kostnað and­stæð­inga. Það er freki kall­inn, freki hrepp­stjór­inn, sem framar öðrum hefur komið í veg fyrir fag­mennsku, og þar með stöð­ug­leika, á Íslandi.

And­lit Alþingis

Ísland er fyrrum nýlenda. Það er skekkjan og stað­reyndin sem okkur hefur tek­ist svo kirfi­lega að gleyma.

Þótt saga okkar sé bless­un­ar­lega ekki grimm og blóðug eins og margra nýlenda Afr­íku og Asíu, þá má greina skýrar sam­fell­ur, aug­ljós lík­indi: Skortur á stöð­ug­leika, fag­mennsku, mis­skipt­ing auðs og sam­fé­lagið í klóm svo sterkra hags­muna­afla að það brenglar og veikir lýð­ræð­ið.

Við berum okkur gjarnan saman við önnur Norð­ur­lönd, en á meðan sam­fé­lög þeirra ein­kenn­ast af stöð­ug­leika og ríkri kröfu um ábyrga stjórn­sýslu, þá lifum við ætíð í sveifl­unni, óstöð­ug­leik­an­um, og stjórn­mála­menn kom­ast upp með mun meira fúsk, spill­ingu, van­hæfni og frænd­hygli en hjá nor­rænum frændum okk­ar. Dæmin eru átak­an­lega mörg. Nær­tækt að nefna flutn­ing Fiski­stofu, ákvörðun tekin af Sig­urði Inga, án nokk­urra raka, þvert á fag­mennsku og vilja starfs­manna, og kost­aði skatt­greið­endur tals­verðar upp­hæð­ir. Sig­urður Ingi þurfti ekki að færa fram hand­bær rök. Hann vissi að hann yrði gagn­rýnd­ur, en að það yrði bara vindur sem færi hjá. Íslenskir stjórn­mála­menn kunna öðrum fremur að þumba óþægi­leg mál fram af sér.

Við búum við nýlendu­menn­ingu. Við búum við menn­ingu þar sem ráð­herrar telja sig ekki bundna lögum eða reglum lýð­ræð­is. Við­brögð Sig­ríðar Á. And­er­sen við þeirri nið­ur­stöðum Hæsta­réttar að hún hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún skip­aði dóm­ara í Lands­rétt, er enn ein stað­fest­ing á því að hér hafi ekk­ert breyst þeim efn­um. Sig­ríður sagð­ist ein­fald­lega ekki vera sam­mála. Það er mantra þeirra ráð­herra, sama í hvaða flokki þeir standa, sem verða upp­vísir að spill­ingu, van­hæfni, fúski – þeir segj­ast ein­fald­lega ekki vera sam­mála. Og er því miður óhætt að ganga út frá því sem vísu að þeir kom­ist upp með það.

Þriðja handa­hófs­dæmið eru Vaðla­heiða­göng­in.

Fram­kvæmd þeirra er skóla­bók­ar­dæmi um það hvernig hlut­irnir ganga fyrir sig á Íslandi. Keyrt í gegn af þáver­andi fjár­mála­ráð­herra og þing­manni kjör­dæm­is­ins, Stein­grími J. Sig­fús­syni.

Minn­is­varði um óvand­aða stjórn­sýslu og fals­aðar for­send­ur. Eða með orðum Pét­urs heit­ins Blön­dal: „Menn eru hrein­lega að plata, plata með opin augu og halda að eng­inn fatti það.“

Kannski trúði Stein­grím­ur að eng­inn myndi átta sig á blekk­ing­unni, en ég ótt­ast þó að þrátt fyrir afrek sín og dugnað við að taka til eftir hrun­ið, sé Stein­grímur hinn dæmi­gerði íslenski stjórn­mála­maður sem þekkir ekki mun­inn á fúski og fag­mennsku. Eflaust dró Stein­grímur fylgi Vinstri grænna niður um nokkur pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um, en sjálfur beið hann ekki skaða af. Þvert á móti var hann verð­laun­aður af ­rík­is­stjórn­ Katrínar og gerður að for­seta Alþing­is. Hann er þar með and­lit Alþingi Íslands út á við.

Er þá engin …

Skiptir engu máli hversu margir nýir flokkar eru stofn­að­ir, hversu oft við kjós­um, hversu margar rík­is­stjórnir hrökkl­ast frá völdum vegna spill­ing­ar, hversu ákaft við mót­mælum á Aust­ur­velli, komumst í heims­fréttir fyrir virkt lýð­ræði, að vera þjóðin sem sópar burt spilltum for­sæt­is­ráð­herrum, skiptir það engu máli þegar upp er stað­ið; erum við bara að skipta um glugga í fúnu húsi?

Katrín Jak­obs­dóttir hefur lengi verið sá stjórn­mála­maður sem þjóðin treystir best og viljað sjá í stól for­sæt­is­ráð­herra. Nú situr hún loks­ins þar. En mörgum þykir að hún hafi greitt full hátt verð fyrir stól­inn, og eiga erfitt með að fyr­ir­gefa henni að hafa leitt Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokk­inn enn einu sinni til valda. Það má færa rök fyrir því að íhalds­semi sam­eini flokk­ana þrjá, og því ástæða til að ótt­ast að sam­starf þeirra verði eins og hjóna­band þar sem aðilar dragi fram það sísta í fari hvers ann­ars. Saga Íslands frá lýð­veld­is­stofnun gefur því miður ekki ástæðu til mik­illar bjart­sýni. Bygg­ingin er fúin, myglu­sveppir í burð­ar­bitum og tals­verð hætta á að Katrín, og sá hluti Vinstri grænna sem af ein­lægni vilja breyta og bæta öll vinnu­brögð, finni fljót­lega fyrir óþæg­indum í önd­un­ar­færum, missi orku, þurfi að leggj­ast inn á Land­spít­al­ann og … en, æ, þar hefur verið nið­ur­skurður lengur en elstu mann­eskjur muna, og því alls óvíst að Vinstri grænir mun­i nokkurn tíma ná sér eftir að hafa andað að sér myglu­svepp­unum í burð­ar­bitum Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

… von?

Lík­lega kemur van­hæfni og dug­leysi íslenskra stjórn­mála­manna hvergi betur fram en í lösk­uðu ástandi Land­spít­al­ans og heil­brigð­is­kerf­is­ins. Ítrek­aðar skoð­ana­kann­anir hafa sýnt að mik­ill meiri­hluti lands­manna vill hafa öfl­ugt rík­is­rekið heil­brigð­is­kerfi – og ekki skortir hér fjár­magn­ið. Ísland er það ríkt land að við gætum nokkuð auð­veld­lega, einkum vegna fámennis, verið með heil­brigð­is­kerfi á heims­mæli­kvarða. Svo er ekki. Fjarri því. En ef marka má ­stjórn­ar­sátt­mála ­rík­is­stjórnar Katrín­ar, ætlar hún að verða fyrsta stjórnin sem rækir vilja þjóðar sinnar í þessum efn­um. Þar stendur að heil­brigð­is­kerfið eigi „að stand­ast sam­an­burð við það sem best ger­ist í heim­inum og allir lands­menn eiga að fá notið góðrar þjón­ust­u, ó­háð efna­hag og búsetu … [og] dregið úr greiðslu­þátt­töku ­sjúk­linga …“

Stór og fal­leg orð. Og erfitt að túlka þau öðru­vísi en að frek­ari einka­væð­ingu sé vísað út á hafs­auga. Loks­ins ætla stjórn­mála­menn að fara að þjóð­ar­vilja í þessum mál­um. Þurfti þá, eftir allt sam­an, Vinstri græna til?

Fyrir örfáum árum voru erlendir sér­fræð­ingar fengnir til að taka út íslenska heil­brigð­is­kerf­ið. Þeir skil­uðu af sér skýrslu þar sem Land­spít­al­anum var hrósað fyrir þol­gæði, dugnað og úrræði við þröngan fjár­skort, en einka­væð­ingin gagn­rýnd af miklum þunga:

„Um­fang starf­semi sér­fræði­lækna á einka­stofum hefur auk­ist hratt á síð­ustu árum án skýrra stefnu, stjórn­un­ar, stýr­ingar verk­efna eða eft­ir­lits með gæðum þjón­ust­unn­ar.“

Án eft­ir­lits með gæð­un­um. Þar höfum við það.

„Katrín Jakobsdóttir hefur lengi verið sá stjórnmálamaður sem þjóðin treystir best og viljað sjá í stól forsætisráðherra. Nú situr hún loksins þar. En mörgum þykir að hún hafi greitt full hátt verð fyrir stólinn, og eiga erfitt með að fyrirgefa henni að hafa leitt Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn enn einu sinni til valda.“
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það er nógu umhugs­un­ar­vert að Sjálf­stæð­is­flokkur hafi, með þegj­andi sam­þykki með­reið­ar­sveina sína í Fram­sókn, komið á stjórn­lausri einka­væð­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu þvert á vilja þjóðar – en hitt lýsir full­komnu ábyrgð­ar­leysi að láta einka­að­ila vinna þar eft­ir­lits­laust. Eitt mest slá­andi dæmi um sið­leysið sem getur búið í þeirri einka­væð­ingu sem stjórn­mála­menn Íslands hafa boðið upp á síð­ustu ár, er saga Art Med­ica. Í góðan ára­tug voru Art Med­ica þeir einu sem buðu upp á tækni­frjóvg­un hér­lend­is, fólk sem þráði að eign­ast barn hafði því ekki í önnur hús að venda. Gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins hækk­aði reglu­lega, tug millj­óna arður greiddur til eig­enda ár hvert, en lítið hirt um að end­ur­nýja tækin þrátt fyrir öra þróun í þeim mál­um. Eig­end­urnir töldu aug­sýni­lega mik­il­væg­ara að taka út arð en að end­ur­nýja tæk­in. Svo illa getur arð­sem­is­sjón­ar­miðið leikið mann­eskj­una. Sænska fyr­ir­tæk­ið IVF keypti Art Med­ica fyrir fáeinum árum, það fyrsta sem Sví­arnir gerðu var að end­ur­nýja tækja­kost­inn, og lík­urnar á heppn­aðri ­tækni­frjóvg­un juk­ust sam­stundis umtals­vert. Orð geta ekki lýst sár­indum og van­mátt­ugri reiði þeirra sem höfðu áður borgað Art Med­ica miklar upp­hæðir fyr­ir­ ­tækni­frjóvg­un ­sem mis­heppn­að­ist, og í sumum til­fellum ein­göngu vegna gam­alla tækja, þegar þau lásu um söl­una, og að eig­endur hefðu gengið burt með­ hund­ruð millj­óna í vas­an­um. Vasa fulla af blóð­pen­ing­um.

Einka­væð­ing þarf ekki að vera hið sama og að inn­leiða sið­leysi. En einka­væð­ing þýðir að krafa er gerð um arð­semi, og sú krafa á ein­fald­lega ekki að fyr­ir­finn­ast þegar líf og heilsa fólks er ann­ars veg­ar. Eitt af stóru verk­efnum Svan­dísar sem heil­brigð­is­ráð­herra er að koma föstum böndum á einka­væð­ing­una, að hún sé alger­lega gegn­sæ, og undir ströngu eft­ir­liti. En hefur Svan­dís aflið til að glíma við þá földu, öfl­ugu hags­muni sem hafa látið einka­væð­ing­una grass­era eft­ir­lits­laust – hags­muni sem virð­ast liggja reg­in­djúpt í Sjálf­stæð­is­flokkn­um?

Vaknið þið varð­menn gamla Íslands

Sið­bótin og gagn­sæið í íslenskum stjórn­málum sem kallað var eftir í kjöl­far hruns­ins hefur aldrei kom­ið. Ég efast ekki um að margir innan rík­is­stjórna­flokk­ana þriggja búi yfir vilja að koma að gagni í íslensku sam­fé­lagi, og það er margt fal­legt sem stendur í sátt­mála stjórn­ar­inn­ar. En án sið­bótar og gagn­sæis er hætta á að góður vilji fari fyrir lít­ið. Þá er hætta á að hags­muna­öflin ráði áfram yfir sann­girn­inni, vald­beit­ingin yfir lýð­ræð­inu, fúskið yfir fag­mennsk­unni. Er ein­hver von til þess að Katrín Jak­obs­dóttir og hennar besta fólk hafi styrk og úthald til að knýja fram raun­veru­legar breyt­ingar í dansi við þá flokka sem ein­arð­astir standa vörð um hags­muna­öfl­in, og virð­ast hafa lít­inn áhuga á gegn­sæi, fag­legum vinnu­brögð­um? Í það minnsta sendu þeir báðir skýr skila­boð strax í upp­hafi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með því að skipa Sig­ríði Á aftur dóms­mála­ráð­herra – þrátt fyrir að síð­asta stjórn hafi sprungið vegna þess að hún hylmdi yfir mönnum sem brutu ófyr­ir­gef­an­lega að sér – og Krist­ján Þór, vin Þor­steins Más for­stjóra Sam­herja, og fyrrum starfs­mann þess fyr­ir­tæk­is, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. Aðspurður vís­aði Krist­ján því góð­lát­lega á bug að það væri hætta á hags­muna­á­rekstrum. Sagð­ist treysta sjálfum sér að hefja sig yfir per­sónu­leg tengsl, og að hann myndi ein­fald­lega víkja úr sæti ef taka þyrfti ákvörðun sem tengd­ist Sam­herja. Krist­ján Þór veit ósköp vel að Sam­herji er það öfl­ugt fyr­ir­tæki að nán­ast öll mál sem tengj­ast íslenskum sjáv­ar­út­veg snerta þá bein­línis – og hann hlýtur þar með sjálf­krafa að vera óhæfur sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. En Krist­ján brosti góð­lát­lega vegna þess að hann veit að sem ráð­herra í nýlend­unni Ísland kemst hann upp með það að bulla.

Ég veit ekki hvort með skipan þess­ara ráð­herra, og eins skip­an Ás­mund­ar Ein­ars sem félags– og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra þrátt fyrir að hann teng­ist sterk­lega máli þar sem brotið var ítrekað á rétt­indum verka­manns – hafi verið leið valda­flokk­ana tveggja að sýna Vinstri grænum fing­ur­inn. En mig grunar að þeir hafi fyrst og síð­ast verið að senda þau skila­boð út í sam­fé­lag­ið, að jafn­vel undir stjórn hinnar öfl­ugu Katrínar færu þeir áfram sínu fram.

Sviku þá Vinstri græn kjós­end­ur sína?

Eða veit Katrín að sið­bótin er lang­hlaup, og eina leiðin til að sið­bæta íslenskt stjórn­mála­líf, auka við fag­mennsku, koma á gegn­sæi, sé að sýna þol­in­mæði – og vona að úthaldið bresti ekki? Að myglu­svepp­ur­inn í burð­ar­bit­unum sýki þau ekki. Eru Vinstri græn, í huga Katrín­ar, kannski Tróju­hest­ur­inn sem hefur verið dreg­inn inn fyrir múra valds­ins, og nú bíður hún þess að varð­menn hags­muna­gæslu og mis­skipt­ingar sofni á verð­in­um? En mun Stein­grím­ur J. þá kannski slá fast í þing­bjöll­una og hrópa, vaknið þið varð­menn gamla Íslands, vaknið og vopn­ist … og undir lok kjör­tíma­bils­ins situr Bjarni Bene­dikts­son áfram hæst alla vegna þess að hann hefur stungið svo mörgu undir stól­inn?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁlit