Tilvistarkreppa stjórnmálanna

Sjö fyrrverandi ráðherrar sammælast um að mjög margt megi betur fara í íslenskum stjórnmálum og að ýmislegt hafi breyst til hins verra frá því þau yfirgáfu Alþingi.

Sunna Valgerðardóttir|6. janúar 2016

Umræðan um van­traust til Alþing­is, arfa­slaka stjórn­mála­menn sem ekki eru starfi sínu vaxnir og óvenju­legt póli­tískt lands­lag hefur sjaldan verið hávær­ari en nú. Að minnsta kosti ekki eins áber­andi. Enda er lands­lagið all­sér­stakt. Píratar tróna efstir á toppum skoð­ana­kann­anna mán­uðum saman og fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er nán­ast í sögu­legu lág­marki. Vin­sæl­asti stjórn­mála­mað­ur­inn, Katrín Jak­obs­dótt­ir, leiðir einn óvin­sælasta stjórn­mála­flokk­inn, Sam­fylk­ingin er við það að þurrkast út og fram­tíðin virð­ist heldur ekki björt fyrir afsprengi Besta flokks­ins, Bjarta fram­tíð. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur helm­ing­ast frá kosn­ing­um. 

Aldrei hafa fleiri viljað titla til sér­fræð­inga og jafn­vel álits­gjafa í umræð­unni en nú. Allir virð­ast hafa eitt­hvað til mál­anna að leggja og koma meira að segja stundum með til­lögur um hvað megi betur fara. 

En hvernig birt­ist stjórn­mála­á­standið þeim sem setið hafa í stólum þeirra ráða­manna sem sæta gagn­rýn­inni nú? Geta þau miðlað reynslu sinni og bent á umbæt­ur, eða hefur þetta kannski bara alltaf verið svona?

Smelltu á andlitin til að lesa skoðanir fyrrverandi ráðherranna.
Kallar eftir nýjum Reykjavíkurlista
Álfheiður Ingadóttir Álfheiður var heilbrigðisráðherra fyrir Vinstri græna árin 2009 til 2010 í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

„Það er eitt og hálft ár eftir af kjör­tíma­bil­inu. Það getur margt gerst og það mun margt ger­ast,” segir Álf­heiður Inga­dótt­ir. Hún horfir til tíma­bils Reykja­vík­ur­list­ans í borg­inni, sem Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir leiddi. „Hann var búinn til á jafn­ræð­is­grunni þar sem fólk sam­ein­að­ist um grund­vall­ar­at­riði og nýttu atkvæðin bet­ur,” segir Álf­heið­ur. „Ég held að eitt­hvað eins og Reykja­vík­ur­list­inn þurfi að ger­ast og muni ger­ast.”

Hún segir sam­fé­lagið ein­kenn­ast af eins­máls­hyggju og eins­konar sýni­þörf í stjórn­mál­un­um, þar sem allir vilja koma sér á fram­færi og skili þar af leið­andi ekki þeim árangri sem þarf. 

Ég bíð eftir því að þessi ríkistjórn fari, hún er að éta þetta samfélag að innan.

Að mati Álf­heiðar hefur núver­andi rík­is­stjórn reynt að breyta sam­fé­lag­inu til baka í það sem var fyrir hrun. „Og mér finnst það ganga allt of vel,” segir hún. „Þögn, leynd og lítil eft­ir­fylgni í fjöl­miðlum hjálpar ekki til. Ég bíð eftir því að þessi rík­i­s­tjórn fari, hún er að éta þetta sam­fé­lag að inn­an­.” 

Hvað er til ráða?

„Sam­starf á vinstri vængnum með sam­eign­lega sýn á helstu grund­vall­ar­at­riðin í anda Reykja­vík­ur­list­ans," segir Álf­heið­ur.

Ekki vantraust til Alþingis heldur þingmanna
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Ásta Ragnheiður var Félags- og tryggingarmálaráðherra fyrir Samfylkinguna árið 2009 í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fyrir kosningarnar 2009. Hún gengdi svo embætti forseta Alþingis frá kosningunum til ársins 2013.

Ásta Ragn­heiður segir mikil við­brigði hafa orðið á þing­inu eftir hrun og áhrifin úr sam­fé­lag­inu náð betur eyrum fólks. Eftir hrunið beindi fólk reiði sinni að þing­inu þótt þar sæti fólk sem það hefði sjálft veitt umboð til að fara með lög­gjaf­ar­vald­ið.

Það vilja allir hafa þjóðþing og lýðræðislegt stjórnarfar. Það er ekki vantraust á það, heldur er þetta afstaða fólks til þingmanna.

„Fólk lét í sér heyra og það urðu gíf­ur­lega miklar breyt­ing­ar,” segir hún. „Al­menn­ingur lá ekki lengur á skoð­unum sínum og reiðin varð mjög sýni­leg. Og ég held að það sé bara ekki komin ró.”

Ásta Ragn­heiður telur fólk ekki bera van­traust til Alþingis sem stofn­un­ar, heldur frekar til fólks­ins sem þar sit­ur.

„Það vilja allir hafa þjóð­þing og lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­far. Það er ekki van­traust á það, heldur er þetta afstaða fólks til þing­manna. Sem er ef til vill ekki að öllu leiti sann­gjarnt. Þetta ástand í stjórn­málum er ekki ein­ungis hér á landi heldur víðar í hinum vest­ræna heim­i."

Hvað er til ráða?

„Tím­inn mun von­andi vinna með þing­inu þar sem það er afar mik­il­vægt að það ríki sátt og traust um lög­gjaf­ar­sam­kund­una," segir Ásta Ragn­heið­ur. „Sam­fé­lagið er enn í sárum eftir hrun­ið." 

Ótti og uppnámsblær á Alþingi
Björn Bjarnason Björn var menntamálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árin 1995 til 2002. Hann tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 2003 og var í því embætti til ársins 2009, undir lokin í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

„Staðan í dag ber nokkurn svip upp­náms, einkum hjá stjórn­ar­and­stöð­unn­i,” segir Björn. „Stjórn­ar­flokk­arnir hafa náð veru­legum árangri við stjórn efna­hags­mála en að öðru leyti sópar lítið að þeim. Tak­ist þeim að sigla þjóð­inni út úr höft­unum og ná settu marki mun það styrkja stjórn­ar­flokk­ana, ekki síst Sjálf­stæð­is­flokk­inn og for­mann hans.”

Ótti við að ekki sé unnt að leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt virðast fæla ráðherra frá að leggja mál fyrir þingið.

Það kemur Birni á óvart að ekki hafi skap­ast meira jafn­vægi í störfum Alþingis og hve grunnt umræður rista. „Vissu­lega er unnt að skella skuld­inni á þing­sköpin en eitt­hvað meira ræður þeim upp­náms­blæ sem ein­kennir Alþing­i,” segir hann. Fjöldi mála sé er ekki mæli­kvarði þegar rætt er um þingið heldur hvernig tekst að leiða þau til lykta.

„Ótti við að ekki sé unnt að leiða mál til lykta á lýð­ræð­is­legan hátt virð­ist fæla ráð­herra frá að leggja mál fyrir þing­ið. Í þessu birt­ist í senn van­trú á þing­inu og skortur á ein­beittri for­ystu stjórn­ar­flokk­anna.”

Hvað er til ráða?

Björn segir að Íslend­ingar eigi að horfa til nágranna­land­anna þar sem mun fleiri þing­menn sitja en hér á landi. Þar séu dæmi sem sýni að þrátt fyrir ágrein­ing ganga menn skipu­lega til verks til að kom­ast að nið­ur­stöðu. „Ætla mætti að hér teldu alþing­is­menn það til marks um eigin ves­al­dóm að vinna á þennan hátt," segir hann. 

Flokkakerfið í mikilli krísu
Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árin 1987 til 1988. Hann tók við embætti utanríkisráðherra það ár fram til ársins 1995 í ríkisstjórnum Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Hann var formaður Alþýðuflokksins árin 1984 til 1996. Hann var skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Finnlandi.

„Þrátt fyrir tíma­bund­inn árangur í efna­hags­mál­um, sem er nán­ast allur utan­að­kom­andi happ­drætt­is­vinn­ingur í auð­lindum og túris­ma, þá er íslenskt þjóð­fé­lag í kreppu,” segir Jón Bald­vin og nefnir flokka­kerfið sem dæmi. „Menn undr­ast hversu lengi Píratar geta haldið uppi fylgi í skoð­un­ar­könn­unum og bak við það er fyrst og fremst ein grund­vall­ar­breyt­ing sem gæti fest sig í sessi: Að stór­veld­is­tíma­bili Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé lok­ið,” segir hann.

Samfylkingin er í rúst eftir mesta ósigur stjórnmálasögunnar vegna mistaka ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Vinstri græn eru föst í lamandi fari þar sem þau eru í aðra höndina Framsóknarflokkur án gjafa landbúnaðarkerfisins.

Vinstrið sé líka í mik­illi krísu. „Sam­fylk­ingin er í rúst eftir mesta ósigur stjórn­mála­sög­unnar vegna mis­taka rík­is­stjórnar Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur. Vinstri græn eru föst í lam­andi fari þar sem þau eru í aðra hönd­ina Fram­sókn­ar­flokkur án gjafa land­bún­að­ar­kerf­is­ins,” segir hann. „Síðan er hinn pópúl­íski Fram­sókn­ar­flokk­ur, um hann er ekki hægt að tala nema út frá spurn­ingum um aug­lýs­inga­stofu, hvaða trikk þau taka næst til að forða sér frá dauða. Það hefur virkað hingað til­.” 

Hvað er til ráða?

Jón Bald­vin telur mik­il­væg­ast að end­ur­skoða stjórn­ar­skránna og stjórn­kerfið sem heild. Vinstri­væng­ur­inn geti sam­ein­ast í því að fá auð­linda­á­kvæðið inn í stjórn­ar­skránna og færa þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu­vald til fólks­ins.

Vinnubrögðin hafa versnað
Valgerður Sverrisdóttir Valgerður gengdi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra árin 1999 til 2006 og var utanríkisráðherra árin 2006-2007 fyrir Framsóknarflokkinn. Einnig var hún samstarfsráðherra Norðurlandanna 2004-2005, allt í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

„Pírat­arnir eru ekki bara bóla, þeir eru komnir til að ver­a,” segir Val­gerð­ur. „Þeir eru að sækja fylgi alls staðar að og það sem passar ekki við gamla tím­ann, þegar flokk­arnir áttu að vera með stefnu, er að þeir eru ekki með neina aðra en þá að þjóðin þurfi nýja stjórn­ar­skrá. Og ég trúi því ekki að núver­andi stjórn­ar­flokkar ætli að afhenda sig­ur­inn í næstu kosn­ingum með því að draga lapp­irnar með breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. Þetta gengur ekki svona í breyttu þjóð­fé­lag­i.” 

Val­gerður segir hina hefð­bundu flokka ekki ná í gegn til fólks­ins og er sann­færð um að stjórn­ar­skráin spili þar stórt hlut­verk. 

Píratarnir eru ekki bara bóla, þeir eru komnir til að vera.

„Þó að hægt sé að segja að rík­is­stjórnin hafi gert margt gott og staðið við stóru orðin í skulda­nið­ur­fell­ingu, losun hafta og efna­hags­mál­unum almennt, þá nær það ekki í gegn,” segir hún. „Hér áður fyrr, ef hægt var að benda á nokkur atriði sem rík­is­stjórnin hafi gert sem var hún bara í góðum mál­u­m.” 

Hún segir vinnu­brögðin á Alþingi breytt. 

„Það átti nú allt að batna með því að fá nógu mikið af nýju fólki inn, en því miður hefur það ekki ger­st,” segir hún. „Og það er mjög baga­legt fyrir Alþingi sem stofn­un, sem mér þykir afar vænt um.”

Hvað er til ráða?

„Áður fyrr gátu menn talað sam­an. Það vantar taug­arnar sem voru áður á milli flokk­anna, á milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöð­u," segir Val­gerð­ur. Þing­menn þurfi að taka höndum saman um breyttar aðferð­ir. „Þetta gengur ekki svona."

Ríkisstjórnin stendur sig vel en skortir sýn á stóru myndina
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður var menntmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2003-2009, fyrst í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og síðar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Hún var varaformaður Sjálfstæðisflokksins árin 2005-2010. Hún starfar nú hjá Samtökum atvinnulífsins.

Hin sér­staka póli­tíska staða sem komin er upp á Íslandi er ekki bundin við land­stein­ana, heldur er hún orðin afar óvenju­leg víða, að mati Þor­gerðar Katrín­ar. 

„Ég held því að gömlu flokk­arnir hafi setið eftir með orð­ræðu sem var skilj­an­leg á öðrum tíma sem er ekki leng­ur,” segir hún og und­ir­strikar þá miklu breyt­ingu sem hefur orðið í Evr­ópu á und­an­förnum ára­tug. Hún nefnir þar hinar ýmsu fleka­hreyf­ing­ar, flótta­manna­vand­ann og upp­gang öfga-Islam. 

„Jarð­vegur til pop­u­l­isma er frjórri nú en áður og það skiptir miklu máli að þeir sem bera ábyrgð og eru í for­ystu - falli ekki falla í þá gryfju.” 

Hún segir núver­andi rík­is­stjórn standa sig vel. 

Jarðvegur til populisma er frjórri nú en áður og það skiptir miklu máli að þeir sem bera ábyrgð og eru í forystu - falli ekki í þá gryfju.

„Hún stendur sig mjög vel í ákveðnum verk­efnum eins og afnámi hafta og lög um opin­ber fjár­mál,” segir hún. „En það skortir sýn á stóru mynd­ina eins og að ýta undir fram­leiðni­aukn­ingu í sam­fé­lag­in­u.” 

Mögu­lega sé verið að hlaða upp í nýja geng­is­fell­ingu innan ein­hverra miss­er­a. 

„Það er ekki verið að und­ir­búa lang­tíma­stöð­ug­leika með nægi­lega skýrum hætti. Þegar geng­is­fell­ingin kemur og það verður míníkrísa, þá er ekki ólík­legt að menn líti til áranna 2015 til 2016 hvað var gert til að byggja stoðir í sam­fé­lag­in­u.” 

Hvað er til ráða?

Þor­gerður segir að það þurfi að end­ur­skoða vinnu- og verk­reglur Alþingis til að ná betri takti við nútím­ann. Þá þurfi að kynna starf Alþingis betur fyrir þing­mönnum sjálfum og þjóð­inni allri. „For­menn flokk­anna verða að sam­ein­ast um mik­il­væg mál eins og hefur gerst að hluta til í jafn­rétt­is­málum og lofts­lags­mál­u­m," segir hún. Heil­brigð­is­mál væru þar efst á lista. 

Ráðherrar meira fjarverandi
Þorsteinn Pálsson Þorsteinn var fjármálarðaherra árin 1985-1987, forsætisráðherra 1987-1988 og sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991-1999 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einnig var formaður Sjálfstæðisflokksins 1983 til 1991. Hann starfaði síðar sem sendiherra og ritstjóri Fréttablaðsins.

Það er ekk­ert nýtt að rík­is­stjórnin komi seint fram með mál, eins og hún hefur sætt gagn­rýni fyrir að gera und­an­far­ið, að mati Þor­steins. Slíkt eigi þó ekki endi­lega að setja mik­inn svip á umræður í þing­in­u. 

„Ég sakna þess að það skuli ekki vera dýpri umræð­ur, til að mynda um efna­hags­mál, sem skila sér til almenn­ings,” segir hann. „Svo hefur það verið að ger­ast á löngum tíma í þing­inu að ráð­herrar eru minna við heldur en áður var, jafn­vel í umræðum um eigin mál.” 

Svo hefur það verið að gerast á löngum tíma í þinginu að ráðherrar eru minna við heldur en áður var, jafnvel í umræðum um eigin mál.

Upp­gangur í efna­hags­líf­inu eigi rætur að rekja til ferða­þjón­ust­unn­ar. 

„Við venju­legar aðstæður ætti rík­is­stjórnin að njóta þess í meira mæli en sýn­ist í skoð­ana­könn­un­um. Kannski gerir fólk sér grein fyrir því að það eru veik­leikar í stöð­unn­i,” segir hann og bætir við að upp­sveiflan byggi á minni fram­leiðni­aukn­ingu heldur en í fyrri upp­sveifl­u­m. 

„Það er meira mis­rétti á fjár­mála­mark­aði hér en ann­ars stað­ar, þar sem stærstu útflutn­ings­fyr­ir­tækin starfa utan hag­kerf­is­ins, en aðrir eru bundn­ir,” segir hann. „Mis­skipt­ing af þessu tagi hlýtur að koma niður á stjórn­ar­flokk­un­um, enda er þetta það fyr­ir­komu­lag sem þeir verja hvað stífast.”

Hvað er til ráða?

„Menn þurfa að vanda sig í umræð­unni. Ekki þannig að þeir séu alltaf sam­mála, það væri hættu­merki, en það þarf dýpri og mál­efna­legri umræð­u," segir Þor­steinn. „En það ger­ist ekki nema þing­menn hafi á því áhuga." 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar