Það þarf þorp til að þagga niður

Kynferðisbrot innan kirkjunnar eru orðin þekkt alþjóðleg fyrirbæri. Ýmsar hliðstæður er að finna í kvikmyndinni Spotlight og íslenskum veruleika.

Kvik­myndin Spotlight hefur vakið verð­skuld­aða athygli und­an­far­ið. Hún var til­nefnd til Golden Globe verð­launa, sem fram fóru í gær, sem besta myndin og Tom McCarthy var til­nefndur sem besti leik­stjóri og fyrir besta hand­rit. 

Myndin segir sanna sögu rann­sókn­ar­blaða­mennskuteym­is­ins Spotlight hjá dag­blað­inu Boston Glo­be, sem afhjúpar gríð­ar­legt umfang kyn­ferð­is­brota innan kaþ­ólsku kirkj­unnar í Boston í Banda­ríkj­unum 2001 og 2002. Umfjöllun Spotlight leiddi til þess að kar­dinál­inn í Boston, Bern­ard Law, var fluttur til í starfi og kyn­ferð­is­brot 249 presta litu dags­ins ljós, eftir ára­tuga­langa þögg­un. Fjöldi þolenda sem kaþ­ólskir prestar höfðu níðst á, var yfir þús­und. Lang­flest fórn­ar­lömbin voru ungir drengir, en einnig stúlk­ur. 

Kyn­ferð­is­brot án landamæra

Myndin leyfir áhorf­endum að skyggn­ast inn í líf og aðstæður blaða­mann­anna sem vinna að mál­inu, og rit­stjórn­ar­innar allr­ar, og sýnir á grímu­lausan og raun­sæjan hátt hvernig sam­fé­lagið var orðið gegn­sýrt af spill­ingu og þöggun í kring um glæpi prest­anna. Vit­neskja um brotin var til staðar innan allra helstu inn­viða sam­fé­lags­ins; kirkj­unn­ar, skól­anna, dóms­kerf­is­ins og fjöl­miðl­anna sjálfra. 

Sögu­þráð­ur­inn er á vissan hátt keim­líkur þeim atburðum sem skóku íslenskt sam­fé­lag fyrir nokkrum árum þegar kyn­ferð­is­brot innan þjóð­kirkj­unn­ar, og síðar kaþ­ólsku kirkj­unnar og sér­trú­ar­safn­að­ar­ins Kross­ins, litu dags­ins ljós. 

Í Reykja­vík, rétt eins og í Boston, komu lang­flest fórn­ar­lömbin ekki fram fyrr en löngu eftir að brotin voru fram­in. Þau voru því flest fyrnd að lög­um. Og, eðli­lega, vildu fæst þeirra koma fram í fjöl­miðlum eða segja sögu sína. Skömmin var slík.  

Í Boston-­mál­inu voru gögn send á Boston Globe árið 1996, fimm árum áður en Spotlight-teymið hóf rann­sókn á mál­un­um. En 1996 höfðu málin fengið litla sem enga umfjöll­un. Það sama ár komu fyrst fram ásak­anir á hendur Ólafi Skúla­syni, bisk­upi Íslands, um kyn­ferð­is­brot. Það sama gerð­ist í Reykja­vík og Boston: Málin röt­uðu ekki fram í dags­ljósið nema að örlitlu leyti og kirkjan hélt þeim fyrir sig. Fagráði íslensku þjóð­kirkj­unnar um kyn­ferð­is­brot var komið á lagg­irnar árið 1998, en það fór ekki hátt. 

Spotlight-teymið í samnefndri kvikmynd. Hér eru leikararnir Rachel McAdams, Michael Keaton og Mark Ruffalo í hlutverkum sínum.

„Prestar eiga að vera góðu gæj­arn­ir”

Stærsta afrek Spotlight teym­is­ins er án efa það að ná að afhjúpa rotið kerfi. Kar­dinál­inn vissi af brotum prest­anna án þess að færa þá til í starfi eða til­kynna þá til lög­reglu. Lög­menn þáðu greiðslur frá fórn­ar­lömbum fyrir að knýja fram örlitlar „sann­girn­is­bæt­ur” fyrir að kæra ekki mál­in. 

Law, kard­ínáli kaþ­ólsku kirkj­unnar í Boston, hafði fengið fjölda bréfa þar sem greint var frá kyn­ferð­is­legri mis­notkun af hálfu presta í hans umdæmi. Þau bréf end­uðu þó ein­ungis ofan í skúffu á Kard­ínála­skrif­stof­unni, rétt eins og bréfi Guð­rúnar Ebbu Ólafs­dóttur um kyn­ferð­is­brot föður henn­ar, Ólafs Skúla­sonar bisk­ups, var stungið ofan í skúffu á Bisk­ups­stofu. Bréfið var ekki skráð í skjala­skrá Bisk­ups­stofu Íslands fyrr en einu og hálfu síð­ar. 

„Ef það þarf þorp til að ala upp barn - þarf þorp til að mis­nota það,” segir Mitchell Gara­bedi­an, lög­maður fórn­ar­lambanna í Spotlight. 

Fyrir nokkrum árum varð morg­un­ljóst að vit­neskja um að ekki væri allt með felldu innan tveggja öfl­ug­ustu trú­ar­stofn­ana lands­ins, þjóð­kirkj­unnar og kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, var til staðar löngu áður en kyn­ferð­is­brota­málin komu fram í dags­ljós­ið. Tugir ein­stak­linga höfðu lagt fram kvart­anir á einn eða annan hátt eftir að hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­brotum af hendi bisk­ups, presta eða ann­arra starfs­manna kirkj­unn­ar, án þess að nokkuð hafi verið að gert. 

Skýrslur og rann­sóknir - en eng­inn dæmdur

Ólafur Skúlason biskupAllt í einu brast stífl­an. Ásak­anir á hendur Ólafi Skúla­syni, fyrr­ver­andi bisk­upi, komu fram hver á fætur ann­arri, rann­sókn­ar­nefnd um þær ásak­anir var stofnuð og skil­aði hún af sér ítar­legri skýrslu í júní 2011, þar sem nið­ur­staðan var sú að Karli Sig­ur­björns­syni, þáver­andi bisk­upi, og öðrum vígðum þjónum kirkj­unnar hafi orðið á mis­tök í bisk­ups­mál­in­u. 

Hann baðst afsök­unar „ef hann hefði gert eitt­hvað rang­t.” Það stakk í stúf við öllu skýr­ari ummæli hans frá árinu 2009, þegar hann bað þær konur og börn sem brotið hefur verið á af hálfu þjóna kirkj­unn­ar, opin­ber­lega afsök­unar. Mál Guð­rúnar Ebbu kom inn á borð Bisk­ups­stofu það ár. 

Í kjöl­farið reið svipuð alda yfir kaþ­ólsku kirkj­una á Íslandi. Á annan tug ein­stak­linga greindu frá grófu kyn­ferð­is­of­beldi sem þau urðu fyrir í Landa­kots­skóla af hendi prests og starfs­manns þar. Rann­sókn­ar­nefnd kaþ­ólsku kirkj­unnar gaf einnig út skýrslu um við­brögð stofn­un­ar­innar við ásök­un­unum í nóv­em­ber árið 2012. 

Sann­girn­is­bætur voru greiddar til þolenda þjóð­kirkj­unnar og kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Eng­inn var dæmd­ur. 

Í Spotlight segir eitt fórn­ar­lambanna, maður sem hafði verið mis­not­aður kyn­ferð­is­lega af presti þegar hann var 11 ára gam­all: 

„Þeir segja að þetta hafi bara verið lík­am­leg mis­notk­un, en þetta var meira en það. Þetta var and­leg mis­notk­un. Vitið þið hvers vegna ég sam­þykkti alltaf? Vegna þess að prestar eiga að vera góðu gæj­arn­ir.” 

Í þessu sam­hengi má rifja upp frá­sögn íslensks manns sem greindi frá grófri kyn­ferð­is­legri mis­notkun af hendi séra A. Geor­ge, valda­miklum kaþ­ólskum presti og skóla­stjóra Landa­kots­skóla, og Mar­grétar Müll­er, kennslu­konu við skól­ann, í sam­tali við Frétta­tím­ann 2011: 

„Mér var líka sagt það strax að þetta væri Guði þókn­an­legt. Og þetta væri bara milli mín og Guðs.“ 

kyn­ferð­is­brot@­kirkj­an.is 

Einn blaða­mann­anna í Spotlight-teym­inu, Sacha Pfeif­fer, segir í mynd­inni að hún hafi misst lyst á því að fara í kirkju með ömmu sinni, eitt­hvað sem hún gerði áður nokkuð reglu­lega, eftir að þau hófu rann­sókn sína. 

En þjóð­kirkjan reyndi að taka til hjá sér. Hún bjó til bæk­ling sem útskýrði hvað þolendur eiga að gera ef þeir upp­lifa kyn­ferð­is­lega mis­notkun af hendi starfs­manna kirkj­unn­ar. Hún bjó meira að segja til net­fangið kyn­ferð­is­brot@­kirkj­an.is til að veita betri aðgang að fagráði sínu. En það dugði ekki til. 

Eftir að umræðan um kyn­ferð­is­brot innan þjóð­kirkj­unnar komst í hámæli 2009 fækk­aði skráðum félögum gríð­ar­lega á hverju ári. 2009 voru 253.000 með­lim­ir, en þeir voru orðnir 243.000 í lok árs í fyrra, sem gerir fækkun um 10.000 manns. Á sama tíma fjölg­aði Íslend­ingum um sömu tölu, 10.000 manns. 

Eft­ir­lif­endur mis­notk­unar um allan heim

Ásak­anir á hendur kaþ­ólskum prestum og öðrum starfs­mönnum kirkj­unnar um kyn­ferð­is­brot gegn börnum hafa verið gegn­um­gang­andi í nokkra ára­tugi um allan heim. Stór mál í Írlandi, Kana­da, Banda­ríkj­unum og Ástr­alíu hafa ítrekað ratað í heims­frétt­irn­ar. Mörg þús­und prestar hafa verið rann­sak­aðir og enn fleiri bornir sök­um. 

Sam­tök þolenda sem hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legri mis­notkun af hendi presta (SNAP - Sur­vi­vor Network of those Abused by Priests) voru stofuð í Banda­ríkj­unum árið 1989 og ná nú til 56 landa með 12.000 félaga. 

Saga Spotlight í Boston sýnir okkur ein­ungis örlít­inn hluta af þessu furðu­lega alheims­vanda­máli, sem hefur náð að grass­era og sá sér í ára­tugi, ef ekki árhund­ruð­ir, án þess að nokkuð sé að gert. Og það er vert að rifja upp reglu­lega. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar