Fréttaskýring

Íslenska útrásin í norska olíuiðnaðinn gæti endað í milljarðatapi

Tilboð í hlut lífeyrissjóða í Fáfni Offshore var upp á lítið brot af upphaflegri fjárfestingu þeirra. Líflínusamningur Fáfnis er í uppnámi og íslenskir bankar sem lánað hafa milljarða til olíuþjónustufyrirtækja í Noregi gætu tapað miklu.

Þórður Snær Júlíusson12. febrúar 2016

Það mun ráð­ast í febr­úar hvort nýr samn­ingur Fáfnis Offs­hore við sýslu­mann­inn á Sval­barða, sem snýst um að fyr­ir­tækið sinni verk­efnum fyrir hann í níu mán­uði á ári í stað sex, muni halda. Þetta herma heim­ildir Kjarn­ans. Samn­ing­ur­inn skiptir miklu máli fyrir Fáfni Offs­hore, sem er að nán­ast öllu leyti í íslenskri eigu, þar sem mark­að­ur­inn sem fyr­ir­tækið starfar á, þjón­usta við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó, hefur hrunið und­an­farin miss­eri.

DV greindi frá því nýverið að Stein­grímur Erlings­son, fyrrum for­stjóri og stofn­andi Fáfnis Offs­hore, hefði boðið í hlut tveggja fram­taks­sjóða, Akurs og Horns II, í Fáfni Offs­hore í jan­ú­ar. Til­boð­ið, sem rann út í byrjun síð­ustu viku, var sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans upp á um tíu pró­sent af þeirri upp­hæð sem sjóð­irnir tveir settu upp­haf­lega í Fáfni Offs­hore, sem nam um tveimur millj­örðum króna.  Því hefðu fram­taks­sjóð­irnir tekið á sig gríð­ar­legt tap ef þeir hefðu sam­þykkt til­boð­ið. Það gerðu þeir ekki. 

Stærstu eig­endur umræddra fram­taks­sjóða eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Rík­is­bank­arnir tveir, Íslands­banki og Lands­banki Íslands, eiga einnig hlut í þeim ásamt Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands. 

Auk þess hafa tveir íslenskir bankar, Íslands­banki og Arion banki, lánað millj­arða króna til norsks fyr­ir­tækis á und­an­förnum áum sem starfar á sama mark­aði og Fáfnir Offs­hore. Það fyr­ir­tæki, Havila Shipp­ing, glímir við mikla rekstr­ar­erf­ið­leika og reynir nú að semja við lána­drottna sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum sín­um. 

Miðað við stöðu Fáfn­is, og mark­aðs­að­stæður á þeim mark­aði sem félagið ætl­aði sér að starfa, þá eru miklar líkur á því að fjár­fest­ing þess­ara aðila, sem var greiddi inn í Fáfni Offs­hore síðla árs 2014, hafi rýrnað veru­lega í verði og sé mögu­lega að hluta töp­uð. Til við­bótar eru lán­veit­ingar íslenskra banka til Havila í upp­námi. Það má því segja að útrás íslenskra fjár­festa, aðal­lega líf­eyr­is­sjóða, og banka í olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó sé í miklu upp­námi.

Var sætasta stelpan á ball­in­u...árið 2014

Síðla árs 2014 var Fáfnir Offs­hore ein sætasta stelpan á fjár­fest­ing­ar­ball­inu. Íslenskir fjár­fest­ar, aðal­lega líf­eyr­is­sjóðir í gegnum fram­taks­sjóði, keppt­ust við að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu fyrir millj­arða króna. Það var „hiti“ í kringum fyr­ir­tækið og menn létu það ekk­ert mikið á sig fá þótt heims­mark­aðs­verð á olíu hefði hrunið úr um 115 dölum á tunnu sum­arið 2014 í um 60 dali í jan­úar 2015. Her­mann Þór­is­son, fram­kvæmda­stjóri Horns II, tal­aði meira að segja um það í við­tali við Mark­að­inn, fylgi­blað Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í þeim mán­uði að Fáfnir væri „fyr­ir­tæki sem mög áhuga­vert væri að sjá fara á mark­að. Vissu­lega eru erf­iðar mark­aðs­að­stæður í oliu­geir­anum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir sex mán­uð­u­m.“ Her­mann sagði að ef ytri aðstæður myndu batna þá gæti Fáfnir Offs­hore vel verið nógu stórt til að fara á mark­að.

Ári síðar er heims­mark­aðs­verð á olíu komið niður í 26,7 dali á tunnu. Það er tæp­lega fjórð­ungur þess sem það var sum­arið 2014. Þum­al­putta­reglan er sú að til að olíu­vinnsla á norð­lægum slóðum borgi sig þurfi heims­mark­aðs­verð á olíu að vera að minnsta kosti 60 dalir á tunnu. Verðið í dag er því rúm­lega helm­ingur þess sem það þarf að vera. Talið er að um eitt hund­rað þús­und störf hafi tap­ast á und­an­förnum miss­erum vegna sam­dráttar á olíu­vinnslu í Norð­ur­sjó. Tugir skipa sem gera út á sama markað og Fáfnir Offs­hore hefur verið lagt og fyr­ir­tækin sem eiga þau glíma nú við mik­inn rekstr­ar­vanda. Þá hefur olíu­borpöllum í Norð­ur­sjó fækkað mik­ið. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að allt bendi til þess að heims­mark­aðs­verð á olíu muni hækka aft­ur. Vanda­málið sé að það geti eng­inn sagt til um hvort það ger­ist eftir tvo mán­uði eða tíu ár. 

Skip sem kost­aði yfir fimm millj­arða

Fáfnir Offs­hore á skipið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með þjón­ustu­samn­ing við sýslu­emb­ættið á Sval­barða til tíu ára um birgða­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit. Sá samn­ingur gengur út á að sýslu­manns­emb­ættið hefur skipið til umráða að lág­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uði árs­ins stóð til að nota skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­að­inum í Norð­ur­sjó. 

Í októ­ber síð­ast­liðnum var gerður nýr samn­ingur við sýslu­manns­emb­ættið á Sval­barða. Hann átti að tryggja Pol­ar­sys­sel verk­efni í níu mán­uði á ári. Þessi samn­ingur er eina verk­efni Fáfnis Offs­hore sem stendur og því gríð­ar­lega mik­il­væg­ur. Óljóst er hversu öruggur hann er og standa yfir við­ræður vegna þessa. Það mun skýr­ast fyrir lok febr­úar mán­aðar hvort af fram­leng­ing­unni verði.

Fáfnir Offs­hore var stór­huga verk­efni og fyr­ir­tækið ætl­aði sér stóra hluti. Stein­grimur Erlings­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, þykir mjög dríf­andi eld­hugi og náði að sann­færa ansi marga á árinu 2014 um þau tæki­færi sem biðu handan við horn­ið. Í nóv­em­ber 2014 var Stein­grímur við­mæl­andi á fræðslu­fundi VÍB, sem er hluti af Íslands­banka. Þar sagði hann meðal ann­ars að Fáfnir Offs­hore stefndi að því að vera með 3-4 skip í rekstri á næstu árum. 

Fund­ur­inn var aðgengi­legur á net­inu í rúmt ár eftir að hann fór fram. Eftir að mál­efni Fáfnis Offs­hore komu aftur í umræð­una fyrir nokkrum vikum var hann hins vegar fjar­lægður af net­inu.

Afhend­ing á seinna skipi Fáfnis taf­ist

Sam­hliða lækk­andi oliu­verði hefur vandi Fáfnis Offs­hore auk­ist jafnt og þétt. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun des­em­ber 2015 að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfnis Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. Skipið átti að afhend­ast í mars 2016 en sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi milli Fáfnis og norsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar Hay­vard Ship Technologies AS mun afhend­ing þess frest­ast fram til júní­mán­aðar 2017. Ástæða frest­un­ar­innar á afhend­ingu á nýja skip­inu sé ein­föld: ástandið á olíu­mark­aði hefur leitt til þess að engin verk­efni séu til staðar fyrir skip eins og Fáfni Vik­ing.

Nokkrum dögum síðar var Stein­grimi Erlings­syni sagt upp störfum sem for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Heim­ildir Kjarn­ans herma að miklir sam­starfs­erf­ið­leikar hafi verið milli stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms í aðdrag­anda upp­sagnar hans.

Stein­grím­ur, sem á enn 21 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, stofn­aði Fáfni Offs­hore árið 2012. Hann reyndi í jan­úar 2016 að kaupa hlut tveggja stærstu hlut­hafa Fáfnis Offs­hore, sjóð­anna Akurs og Horns II, sem eru í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, banka og VÍS, fyrir brota­brot af því fé sem sjóð­irnir hafa lagt í fyr­ir­tæk­ið. Sam­kvæmt fréttum DV um málið hafði Stein­grímur tryggt sér fjár­mögnun hjá kanadíska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Prospect Fin­ancial Group. Hall­dór J. Krist­jáns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­banka Íslands, er starfs­maður Prospect Fin­ancial Group. Til­boði Stein­grims var hafn­að.

Havila setur íslenska banka í vanda

En það er ekki bara vegna Fáfni Offs­hore sem íslenskir aðilar eru í vand­ræðum vegna sam­dráttar á olíu­vinnslu í Norð­ur­sjó. Eitt þeirra fyr­ir­tækja sem á í miklum vanda vegna þessa er norska fyr­ir­tækið Havila Shipp­ing ASA. Hluta­bréf í Havila, hafa lækkað um 90,43 pró­sent á einu ári og ýmsir grein­end­ur hafa nú í nokkurn tíma spáð því að afar óvíst sé að Havila lifi af þá nið­ur­sveiflu sem nú standi yfir. 

Í byrjun jan­úar sendi Havila frá sér til­kynn­ingu til norsku Kaup­hall­ar­innar, þar sem fyr­ir­tækið er skráð á mark­að, og til­kynnti um að það hefði hafið við­ræður við kröfu­hafa sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum sín­um. Í til­kynn­ing­unni segir að Havila sjái fyrir sér „al­var­lega fjár­hags­lega erf­ið­leika á tíma­bil­inu 2016-2018“ vegna þeirrar nið­ur­sveiflu sem átt hafi sér stað á þjón­ustu­mark­aði við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, oft­ast kall­aður „Offs­hor­e“-­mark­að­ur­inn.

Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað Havila háar fjárhæðir. Á mánudag kemur í ljós hvort beiðni Havila um endurskipulagningu á skuldum sínum verður samþykkt.
Samsett mynd: Anton Brink / Birgir Þór Harðarson.

Havila sagði að framundan á næstu mán­uðum væru stórir gjald­dagar sem fyr­ir­tækið hefði engin tök á að greiða né að end­ur­fjár­magna. Til að takast á við þennan vanda hefði fyr­ir­tækið teiknað upp sam­komu­lag sem gerir því, í stuttu máli, kleift að fresta greiðslum og end­ur­semja um lána­kjör. Auk þess taldi Havila sig þurfa að fá inn 200 millj­ónir norskra króna, um þrjá millj­arða króna, í nýtt eigin fé. Kröfu­hafar Havila höfðu upp­haf­lega til loka jan­ú­ar­mán­aðar að sam­þykkja þennan strúktúr en sá frestur hefur nú verið lengdur til 15. febr­ú­ar, eða næsta mánu­dags. 

Ástæðan þess að miklu púðri er eytt í stöðu Havila, sem á 27 skip sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, hér er sú að íslenskir bankar eru á meðal kröfu­hafa fyr­ir­tæk­is­ins. Og það er frekar stutt síðan að þeir ákváðu að ger­ast slík­ir.

Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Íslands­banki lán­aði fyr­ir­tæk­inu enn meira, alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna. Þessir tveir bankar, sem eru ann­ars vegar að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og hins vegar að hluta (ríkið á þrettán pró­sent hlut í Arion banka), eiga því umtals­vert undir að Havila muni geta borgað skuldir sín­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar