Fréttaskýring

Íslenska útrásin í norska olíuiðnaðinn gæti endað í milljarðatapi

Tilboð í hlut lífeyrissjóða í Fáfni Offshore var upp á lítið brot af upphaflegri fjárfestingu þeirra. Líflínusamningur Fáfnis er í uppnámi og íslenskir bankar sem lánað hafa milljarða til olíuþjónustufyrirtækja í Noregi gætu tapað miklu.

Þórður Snær Júlíusson12. febrúar 2016

Það mun ráð­ast í febr­úar hvort nýr samn­ingur Fáfnis Offs­hore við sýslu­mann­inn á Sval­barða, sem snýst um að fyr­ir­tækið sinni verk­efnum fyrir hann í níu mán­uði á ári í stað sex, muni halda. Þetta herma heim­ildir Kjarn­ans. Samn­ing­ur­inn skiptir miklu máli fyrir Fáfni Offs­hore, sem er að nán­ast öllu leyti í íslenskri eigu, þar sem mark­að­ur­inn sem fyr­ir­tækið starfar á, þjón­usta við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó, hefur hrunið und­an­farin miss­eri.

DV greindi frá því nýverið að Stein­grímur Erlings­son, fyrrum for­stjóri og stofn­andi Fáfnis Offs­hore, hefði boðið í hlut tveggja fram­taks­sjóða, Akurs og Horns II, í Fáfni Offs­hore í jan­ú­ar. Til­boð­ið, sem rann út í byrjun síð­ustu viku, var sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans upp á um tíu pró­sent af þeirri upp­hæð sem sjóð­irnir tveir settu upp­haf­lega í Fáfni Offs­hore, sem nam um tveimur millj­örðum króna.  Því hefðu fram­taks­sjóð­irnir tekið á sig gríð­ar­legt tap ef þeir hefðu sam­þykkt til­boð­ið. Það gerðu þeir ekki. 

Stærstu eig­endur umræddra fram­taks­sjóða eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Rík­is­bank­arnir tveir, Íslands­banki og Lands­banki Íslands, eiga einnig hlut í þeim ásamt Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands. 

Auk þess hafa tveir íslenskir bankar, Íslands­banki og Arion banki, lánað millj­arða króna til norsks fyr­ir­tækis á und­an­förnum áum sem starfar á sama mark­aði og Fáfnir Offs­hore. Það fyr­ir­tæki, Havila Shipp­ing, glímir við mikla rekstr­ar­erf­ið­leika og reynir nú að semja við lána­drottna sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum sín­um. 

Miðað við stöðu Fáfn­is, og mark­aðs­að­stæður á þeim mark­aði sem félagið ætl­aði sér að starfa, þá eru miklar líkur á því að fjár­fest­ing þess­ara aðila, sem var greiddi inn í Fáfni Offs­hore síðla árs 2014, hafi rýrnað veru­lega í verði og sé mögu­lega að hluta töp­uð. Til við­bótar eru lán­veit­ingar íslenskra banka til Havila í upp­námi. Það má því segja að útrás íslenskra fjár­festa, aðal­lega líf­eyr­is­sjóða, og banka í olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó sé í miklu upp­námi.

Var sætasta stelpan á ball­in­u...árið 2014

Síðla árs 2014 var Fáfnir Offs­hore ein sætasta stelpan á fjár­fest­ing­ar­ball­inu. Íslenskir fjár­fest­ar, aðal­lega líf­eyr­is­sjóðir í gegnum fram­taks­sjóði, keppt­ust við að fjár­festa í fyr­ir­tæk­inu fyrir millj­arða króna. Það var „hiti“ í kringum fyr­ir­tækið og menn létu það ekk­ert mikið á sig fá þótt heims­mark­aðs­verð á olíu hefði hrunið úr um 115 dölum á tunnu sum­arið 2014 í um 60 dali í jan­úar 2015. Her­mann Þór­is­son, fram­kvæmda­stjóri Horns II, tal­aði meira að segja um það í við­tali við Mark­að­inn, fylgi­blað Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í þeim mán­uði að Fáfnir væri „fyr­ir­tæki sem mög áhuga­vert væri að sjá fara á mark­að. Vissu­lega eru erf­iðar mark­aðs­að­stæður í oliu­geir­anum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir sex mán­uð­u­m.“ Her­mann sagði að ef ytri aðstæður myndu batna þá gæti Fáfnir Offs­hore vel verið nógu stórt til að fara á mark­að.

Ári síðar er heims­mark­aðs­verð á olíu komið niður í 26,7 dali á tunnu. Það er tæp­lega fjórð­ungur þess sem það var sum­arið 2014. Þum­al­putta­reglan er sú að til að olíu­vinnsla á norð­lægum slóðum borgi sig þurfi heims­mark­aðs­verð á olíu að vera að minnsta kosti 60 dalir á tunnu. Verðið í dag er því rúm­lega helm­ingur þess sem það þarf að vera. Talið er að um eitt hund­rað þús­und störf hafi tap­ast á und­an­förnum miss­erum vegna sam­dráttar á olíu­vinnslu í Norð­ur­sjó. Tugir skipa sem gera út á sama markað og Fáfnir Offs­hore hefur verið lagt og fyr­ir­tækin sem eiga þau glíma nú við mik­inn rekstr­ar­vanda. Þá hefur olíu­borpöllum í Norð­ur­sjó fækkað mik­ið. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að allt bendi til þess að heims­mark­aðs­verð á olíu muni hækka aft­ur. Vanda­málið sé að það geti eng­inn sagt til um hvort það ger­ist eftir tvo mán­uði eða tíu ár. 

Skip sem kost­aði yfir fimm millj­arða

Fáfnir Offs­hore á skipið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með þjón­ustu­samn­ing við sýslu­emb­ættið á Sval­barða til tíu ára um birgða­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit. Sá samn­ingur gengur út á að sýslu­manns­emb­ættið hefur skipið til umráða að lág­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uði árs­ins stóð til að nota skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­að­inum í Norð­ur­sjó. 

Í októ­ber síð­ast­liðnum var gerður nýr samn­ingur við sýslu­manns­emb­ættið á Sval­barða. Hann átti að tryggja Pol­ar­sys­sel verk­efni í níu mán­uði á ári. Þessi samn­ingur er eina verk­efni Fáfnis Offs­hore sem stendur og því gríð­ar­lega mik­il­væg­ur. Óljóst er hversu öruggur hann er og standa yfir við­ræður vegna þessa. Það mun skýr­ast fyrir lok febr­úar mán­aðar hvort af fram­leng­ing­unni verði.

Fáfnir Offs­hore var stór­huga verk­efni og fyr­ir­tækið ætl­aði sér stóra hluti. Stein­grimur Erlings­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, þykir mjög dríf­andi eld­hugi og náði að sann­færa ansi marga á árinu 2014 um þau tæki­færi sem biðu handan við horn­ið. Í nóv­em­ber 2014 var Stein­grímur við­mæl­andi á fræðslu­fundi VÍB, sem er hluti af Íslands­banka. Þar sagði hann meðal ann­ars að Fáfnir Offs­hore stefndi að því að vera með 3-4 skip í rekstri á næstu árum. 

Fund­ur­inn var aðgengi­legur á net­inu í rúmt ár eftir að hann fór fram. Eftir að mál­efni Fáfnis Offs­hore komu aftur í umræð­una fyrir nokkrum vikum var hann hins vegar fjar­lægður af net­inu.

Afhend­ing á seinna skipi Fáfnis taf­ist

Sam­hliða lækk­andi oliu­verði hefur vandi Fáfnis Offs­hore auk­ist jafnt og þétt. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun des­em­ber 2015 að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfnis Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. Skipið átti að afhend­ast í mars 2016 en sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi milli Fáfnis og norsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar Hay­vard Ship Technologies AS mun afhend­ing þess frest­ast fram til júní­mán­aðar 2017. Ástæða frest­un­ar­innar á afhend­ingu á nýja skip­inu sé ein­föld: ástandið á olíu­mark­aði hefur leitt til þess að engin verk­efni séu til staðar fyrir skip eins og Fáfni Vik­ing.

Nokkrum dögum síðar var Stein­grimi Erlings­syni sagt upp störfum sem for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Heim­ildir Kjarn­ans herma að miklir sam­starfs­erf­ið­leikar hafi verið milli stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms í aðdrag­anda upp­sagnar hans.

Stein­grím­ur, sem á enn 21 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, stofn­aði Fáfni Offs­hore árið 2012. Hann reyndi í jan­úar 2016 að kaupa hlut tveggja stærstu hlut­hafa Fáfnis Offs­hore, sjóð­anna Akurs og Horns II, sem eru í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, banka og VÍS, fyrir brota­brot af því fé sem sjóð­irnir hafa lagt í fyr­ir­tæk­ið. Sam­kvæmt fréttum DV um málið hafði Stein­grímur tryggt sér fjár­mögnun hjá kanadíska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Prospect Fin­ancial Group. Hall­dór J. Krist­jáns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­banka Íslands, er starfs­maður Prospect Fin­ancial Group. Til­boði Stein­grims var hafn­að.

Havila setur íslenska banka í vanda

En það er ekki bara vegna Fáfni Offs­hore sem íslenskir aðilar eru í vand­ræðum vegna sam­dráttar á olíu­vinnslu í Norð­ur­sjó. Eitt þeirra fyr­ir­tækja sem á í miklum vanda vegna þessa er norska fyr­ir­tækið Havila Shipp­ing ASA. Hluta­bréf í Havila, hafa lækkað um 90,43 pró­sent á einu ári og ýmsir grein­end­ur hafa nú í nokkurn tíma spáð því að afar óvíst sé að Havila lifi af þá nið­ur­sveiflu sem nú standi yfir. 

Í byrjun jan­úar sendi Havila frá sér til­kynn­ingu til norsku Kaup­hall­ar­innar, þar sem fyr­ir­tækið er skráð á mark­að, og til­kynnti um að það hefði hafið við­ræður við kröfu­hafa sína um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum sín­um. Í til­kynn­ing­unni segir að Havila sjái fyrir sér „al­var­lega fjár­hags­lega erf­ið­leika á tíma­bil­inu 2016-2018“ vegna þeirrar nið­ur­sveiflu sem átt hafi sér stað á þjón­ustu­mark­aði við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, oft­ast kall­aður „Offs­hor­e“-­mark­að­ur­inn.

Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað Havila háar fjárhæðir. Á mánudag kemur í ljós hvort beiðni Havila um endurskipulagningu á skuldum sínum verður samþykkt.
Samsett mynd: Anton Brink / Birgir Þór Harðarson.

Havila sagði að framundan á næstu mán­uðum væru stórir gjald­dagar sem fyr­ir­tækið hefði engin tök á að greiða né að end­ur­fjár­magna. Til að takast á við þennan vanda hefði fyr­ir­tækið teiknað upp sam­komu­lag sem gerir því, í stuttu máli, kleift að fresta greiðslum og end­ur­semja um lána­kjör. Auk þess taldi Havila sig þurfa að fá inn 200 millj­ónir norskra króna, um þrjá millj­arða króna, í nýtt eigin fé. Kröfu­hafar Havila höfðu upp­haf­lega til loka jan­ú­ar­mán­aðar að sam­þykkja þennan strúktúr en sá frestur hefur nú verið lengdur til 15. febr­ú­ar, eða næsta mánu­dags. 

Ástæðan þess að miklu púðri er eytt í stöðu Havila, sem á 27 skip sem þjón­usta olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, hér er sú að íslenskir bankar eru á meðal kröfu­hafa fyr­ir­tæk­is­ins. Og það er frekar stutt síðan að þeir ákváðu að ger­ast slík­ir.

Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Íslands­banki lán­aði fyr­ir­tæk­inu enn meira, alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna. Þessir tveir bankar, sem eru ann­ars vegar að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins og hins vegar að hluta (ríkið á þrettán pró­sent hlut í Arion banka), eiga því umtals­vert undir að Havila muni geta borgað skuldir sín­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar