Beikonát útlendinga skýrir aukna svínakjötsneyslu

Svínakjötsneysla jókst um tíu prósent milli ára þrátt fyrir neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og verkfall. Neysla útlendinga á „enskum morgunverði“ hefur mikil áhrif, segir formaður Félags svínabænda. Hlutfall Breta og Bandaríkjamanna á landinu hækkar.

Egg og beikon
Auglýsing

Neysla á svína­kjöti á Íslandi jókst um tíu pró­sent á milli áranna 2014 og 2015. Svína­kjötsát á hvern íbúa jókst um tæp tvö kíló á mann að með­al­tali á ári, úr 19 kílóum í 21 kíló. Að sama skapi jókst inn­flutn­ingur þar sem íslenskir fram­leið­endur náðu ekki að anna eft­isp­urn, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar.  

Hörður Harð­ar­son, for­maður Félags svína­bænda, segir vissu­lega áhuga­vert að neyslan hafi aukist, sér­stak­lega í ljósi verk­falls dýra­lækna hjá Mat­væla­stofnun síð­asta vor og mik­illar fjöl­miðlaum­fjöll­unar um slæman aðbúnað svína. 

Nei­kvæð umfjöllun og verk­fall breytti engu

Verk­fall dýra­lækna hjá MAST stóð í tæpar tíu vikur og um tíma máttu bændur hvorki slátra né setja kjöt á mark­að. Síð­asta haust var fjallað mikið um skýrslu MAST þar sem greint var frá slæmum aðbún­aði svína á vissum búum lands­ins. Miklar umræður sköp­uð­ust í kjöl­far­ið. 

Auglýsing

Þetta hafði þó ekki þau áhrif að neysla á svína­kjöti dróst sam­an, nema síður sé. Neysla á svína­kjöti jókst úr 19,1 kílói á mann að með­al­tali í 21 kíló á ári. Þetta þýðir að hver og einn borði rúm 1,7 kíló af svína­kjöti á mán­uði. Fram­leiðsla jókst einnig, sem og inn­flutn­ing­ur. Útflutn­ingur dróst sam­an. 

Hörður bendir á að ein aðal­breytan sem beri að hafa í huga sé gíf­ur­leg aukn­ing í komu erlendra ferða­manna til lands­ins. Hinn hefð­bundni enski morg­un­verð­ur, beikon og egg, vegi mjög þung­t. 

„Þeir borða lang­flestir mikið beikon og við höfum ekki náð að anna eft­ir­spurn eftir því. Við þurfum að flytja inn svína­síður erlendis frá til að anna eft­ir­spurn­inn­i,” segir hann. „Ferða­menn eru auð­vitað mót­aðir af sínu umhverfi. Þó að þeir vilji mjög gjarnan prófa góðan fisk, lamba­kjöt og græn­meti þá fara þeir svo aftur í það sem þeir eru vanir í sínum heima­högum eins og nauta­kjöt, svína­kjöt og kjúkling.” 

Eggja­bændur spýta í lóf­ana

Eggin eru líka nauð­syn­leg til að ferða­menn­irnir fái sinn enska dög­urð. Það er ekki hægt að flytja fersk egg til lands­ins svo þeir um 20 eggja­fram­leið­endur sem á land­inu eru hafa þurft að auka fram­leiðslu veru­lega á und­an­förnum árum til að anna eft­ir­spurn. 

Þor­steinn Sig­munds­son, for­maður Félags eggja­bænda, segir að mark­aðnum sé sinnt vel. Und­an­farin fimm ár hafa eggja­bændur bætt við sig bæði fuglum og hús­um. 

„Auk ferða­mann­anna hefur nýr neyslu­hópur komið sterkt inn, sem er ungt fólk í heilsu­átaki,” segir hann. „Egg eru orðin hluti af heilsu­fæði land­ans. Í dag eru egg í öllum hót­el­eld­húsum og öllum ísskáp­um. Við höfum und­an, en þurftum að spýta í lóf­ana og það gengur vel.” 

Fleiri Bretar og Banda­ríkja­menn

Ferða­mála­stofa sendi frá sér tölur í morgun þar sem fram kemur meðal ann­ars að um 77.500 erlendir ferða­menn hafi farið frá land­inu í jan­úar síð­ast­liðn­um, sem er tæp­lega 25 pró­sent fleiri en á sama tíma í fyrra. 

Þá hefur sam­setn­ing ferða­manna breyst mikið frá árinu 2010. Hlut­fall Breta og Banda­ríkja­manna er mun hærra en áður og hlut­fall íbúa frá Norð­ur­lönd­unum hefur lækk­að. Bretar og Banda­ríkja­menn eru miklar beikon­þjóðir og má gera ráð fyrir að hin hefð­bundi enski dög­urður eigi vel upp á pall­borðið hjá þeim.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None