Beikonát útlendinga skýrir aukna svínakjötsneyslu

Svínakjötsneysla jókst um tíu prósent milli ára þrátt fyrir neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og verkfall. Neysla útlendinga á „enskum morgunverði“ hefur mikil áhrif, segir formaður Félags svínabænda. Hlutfall Breta og Bandaríkjamanna á landinu hækkar.

Egg og beikon
Auglýsing

Neysla á svína­kjöti á Íslandi jókst um tíu pró­sent á milli áranna 2014 og 2015. Svína­kjötsát á hvern íbúa jókst um tæp tvö kíló á mann að með­al­tali á ári, úr 19 kílóum í 21 kíló. Að sama skapi jókst inn­flutn­ingur þar sem íslenskir fram­leið­endur náðu ekki að anna eft­isp­urn, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar.  

Hörður Harð­ar­son, for­maður Félags svína­bænda, segir vissu­lega áhuga­vert að neyslan hafi aukist, sér­stak­lega í ljósi verk­falls dýra­lækna hjá Mat­væla­stofnun síð­asta vor og mik­illar fjöl­miðlaum­fjöll­unar um slæman aðbúnað svína. 

Nei­kvæð umfjöllun og verk­fall breytti engu

Verk­fall dýra­lækna hjá MAST stóð í tæpar tíu vikur og um tíma máttu bændur hvorki slátra né setja kjöt á mark­að. Síð­asta haust var fjallað mikið um skýrslu MAST þar sem greint var frá slæmum aðbún­aði svína á vissum búum lands­ins. Miklar umræður sköp­uð­ust í kjöl­far­ið. 

Auglýsing

Þetta hafði þó ekki þau áhrif að neysla á svína­kjöti dróst sam­an, nema síður sé. Neysla á svína­kjöti jókst úr 19,1 kílói á mann að með­al­tali í 21 kíló á ári. Þetta þýðir að hver og einn borði rúm 1,7 kíló af svína­kjöti á mán­uði. Fram­leiðsla jókst einnig, sem og inn­flutn­ing­ur. Útflutn­ingur dróst sam­an. 

Hörður bendir á að ein aðal­breytan sem beri að hafa í huga sé gíf­ur­leg aukn­ing í komu erlendra ferða­manna til lands­ins. Hinn hefð­bundni enski morg­un­verð­ur, beikon og egg, vegi mjög þung­t. 

„Þeir borða lang­flestir mikið beikon og við höfum ekki náð að anna eft­ir­spurn eftir því. Við þurfum að flytja inn svína­síður erlendis frá til að anna eft­ir­spurn­inn­i,” segir hann. „Ferða­menn eru auð­vitað mót­aðir af sínu umhverfi. Þó að þeir vilji mjög gjarnan prófa góðan fisk, lamba­kjöt og græn­meti þá fara þeir svo aftur í það sem þeir eru vanir í sínum heima­högum eins og nauta­kjöt, svína­kjöt og kjúkling.” 

Eggja­bændur spýta í lóf­ana

Eggin eru líka nauð­syn­leg til að ferða­menn­irnir fái sinn enska dög­urð. Það er ekki hægt að flytja fersk egg til lands­ins svo þeir um 20 eggja­fram­leið­endur sem á land­inu eru hafa þurft að auka fram­leiðslu veru­lega á und­an­förnum árum til að anna eft­ir­spurn. 

Þor­steinn Sig­munds­son, for­maður Félags eggja­bænda, segir að mark­aðnum sé sinnt vel. Und­an­farin fimm ár hafa eggja­bændur bætt við sig bæði fuglum og hús­um. 

„Auk ferða­mann­anna hefur nýr neyslu­hópur komið sterkt inn, sem er ungt fólk í heilsu­átaki,” segir hann. „Egg eru orðin hluti af heilsu­fæði land­ans. Í dag eru egg í öllum hót­el­eld­húsum og öllum ísskáp­um. Við höfum und­an, en þurftum að spýta í lóf­ana og það gengur vel.” 

Fleiri Bretar og Banda­ríkja­menn

Ferða­mála­stofa sendi frá sér tölur í morgun þar sem fram kemur meðal ann­ars að um 77.500 erlendir ferða­menn hafi farið frá land­inu í jan­úar síð­ast­liðn­um, sem er tæp­lega 25 pró­sent fleiri en á sama tíma í fyrra. 

Þá hefur sam­setn­ing ferða­manna breyst mikið frá árinu 2010. Hlut­fall Breta og Banda­ríkja­manna er mun hærra en áður og hlut­fall íbúa frá Norð­ur­lönd­unum hefur lækk­að. Bretar og Banda­ríkja­menn eru miklar beikon­þjóðir og má gera ráð fyrir að hin hefð­bundi enski dög­urður eigi vel upp á pall­borðið hjá þeim.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None