Tíu spurningar leikmanns um landbúnað og búvörusamninga

Auglýsing

Að und­an­förnu hefur verið athygl­is­vert að fylgj­ast með­ ­upp­lýs­ingum sem stjórn­völd og sam­tök bænda hafa látið frá sér fara um stuðn­ing við íslenskan land­búnað í tengslum við nýjan búvöru­samn­ing sem á að gilda í 10 ár.  Ekki hef ég þó orðið margs vís­ari af þeim upp­lýs­ingum um þjóð­hags­legan ávinn­ing af samn­ingn­um. Það skal tekið fram að ég er eng­inn sér­fræð­ingur í íslenskum land­bún­aði, en hef hins vegar um lang­t ­skeið fylgst með umræðum um þróun land­bún­aðar víða um heim.

Í meg­in­at­riðum sýn­ast mér land­bún­að­ar­samn­ing­arn­ir ­ganga út á það að ríkið tryggi að fram­leitt verði jafn­mikið af mjólk­ur­vörum og kinda­kjöti og hingað til og helst meira og að bændur verði álíka margir og nú og helst fleiri og yngri, auk þess sem kjör þeirra versni ekki en batni helst. Nöfn á nið­ur­greiðslum breytast, en ekki verður séð að þar sé nein grund­vall­ar­breyt­ing á ferð, nema hvað hvat­inn til að fram­leiða meira virð­is­t ­auk­inn. Hvergi eru sjá­an­legar til­vís­anir í þróun mark­aðar og óskir neyt­enda varð­andi helstu land­bún­að­ar­vör­ur. Margar spurn­ingar vakna og fyrsta spurn­ing­in er:

 Hvaða fag­lega grein­ing á þörfum þjóð­ar­inn­ar ­fyrir land­bún­að­ar­vörur liggur til grund­vallar samn­ing­un­um?

Auglýsing

Í gögnum rík­is­stjórnar og bænda­sam­taka sé ég einkum fjórar rök­semdir sem eiga að rétt­læta umfangs­mik­inn stuðn­ing við land­búnað í formi inn­flutn­ings­hafta og nið­ur­greiðslna. Þær eru: 1. verð­vernd fyr­ir­ ­neyt­end­ur,  2. að spara gjald­eyri,  3. að halda landi í byggð og vinna gegn fækk­un bænda og 4. fæðu­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar.  

Hver er ávinn­ingur neyt­enda af nið­ur­greiðsl­un­um?                                         

Tak­mark­anir á inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­af­urða eru lyk­il­þáttur í vernd íslensks land­bún­að­ar, bæði með beinum höftum og toll­um. Í  hverri ein­ustu byrj­enda­bók í hag­fræði er það ­kennt að inn­flutn­ings­höft hækki verð, punkt­ur.  Nið­ur­greiðsl­urnar eru hins­vegar flókn­ara mál.  Rétt eins og með virð­is­auka­skatt á vör­ur, en þó ­með öfugum for­merkj­um, er það ekki endi­lega sá sem skatt­ur­inn eða ­nið­ur­greiðsl­urnar bein­ast form­lega að, sem ber skað­ann eða nýtur ávinn­ings­ins. Það ræðst af kring­um­stæðum á mark­að­i.  Á­vinn­ing­ur­inn af nið­ur­greiðsl­unum úr rík­is­sjóði skipt­ist því í ein­hverjum hlut­föllum á milli fram­leið­enda (sem fá hærra nettó afurða­verð en ella), milli­lið­anna í úrvinnslu og verslun (sem geta tekið hærri álagn­ingu en ella) og svo neyt­enda (sem borga lægra verð en ella).

Ég hef ekki séð rann­sóknir sem benda til þess að ­neyt­endur njóti nið­ur­greiðsln­anna umfram fram­leið­endur eða versl­un­ina. Önnur spurn­ing mín er:

Ligg­ur ­fyrir grein­ing sem sýnir hvernig bænd­ur, milli­liðir og neyt­endur deila með sér­ á­vinn­ingi af nið­ur­greiðsl­um? 

Svo má benda á að jafn­vel þótt nið­ur­greiðsl­urn­ar ­leiði til lægra vöru­verðs er þessi aðferð til að bæta vel­ferð almenn­ings afar óskil­virk notkun á skatt­fé.  Hátekju­fólk, ­sem m.a. getur leyft sér að borða dýr­ari kjöt­vör­ur, nýtur nið­ur­greiðsln­anna rétt eins og þeir sem lágar tekjur hafa..  Slíkt gengur þvert á hug­myndir um opin­berar til­færsl­ur, sem hafa fyrst og fremst þann til­gang að bæta hag þeirra sem litlar tekjur hafa.

 Inn­flutn­ing­ur, útflutn­ingur og gjald­eyr­is­sparn­aður

Þegar nýleg grein­ing Hag­fræði­stofn­unar HÍ  bent­i  til að flytja mætti mjólk­ur­vörur til lands­ins fyrir um helm­ing þeirr­ar ­upp­hæðar sem fram­leiðsla þeirra kostar hér heima bentu ýmsir á að inn­lend fram­leiðsla spari gjald­eyri. Það er auð­vitað rétt, þó aðeins upp að vissu ­marki. Land­bún­að­ur­inn flytur nefni­lega líka inn mikið af aðföngum til­ fram­leiðsl­unn­ar, t.d. vélar og tæki, elds­neyti, alls konar plast­efni og fleira. Til að leggja mat á mein­tan gjald­eyr­is­sparnað er því mik­il­vægt að fá að vita hversu mikið inn­lenda fram­leiðslan sparar af gjald­eyri í raun.  Þriðja spurn­ing mín er:

Hvað ­myndi það kosta að flytja inn aðrar land­bún­að­ar­vör­ur, t.d. kinda­kjöt, svína­kjöt og fugla­kjöt, og hver yrði nettó gjald­eyr­is­kostn­aður af slíku, þ.e. að frá­dregnum inn­fluttum aðföngum sem inn­lendur land­bún­aður not­ar?

Árið 2014 voru fram­leidd 10.200 tonn af kinda­kjöti í land­inu. Inn­an­lands­neyslan var þó ekki nema 6.400 tonn.  Afgang­ur­inn, 37% af fram­leiðsl­unni, var flutt­ur út á verði vel undir verði á inn­an­lands­mark­aði og vænt­an­lega und­ir­ ó­nið­ur­greiddum fram­leiðslu­kostn­aði, eða hvað?  Fjórða spurn­ing mín er:

Ýta ­nið­ur­greiðslur úr rík­is­sjóði undir offram­leiðslu á kinda­kjöti sem er selt á und­ir­verði á erlendum mörk­uð­um? Eru íslenskir skatt­borg­arar m.ö.o. að ­nið­ur­greiða kjöt fyrir erlenda neyt­end­ur?

Hvað vilja neyt­end­ur?

Það er umhugs­un­ar­vert hversu lítið land­bún­að­ar­stefn­an, ­með nið­ur­greiðslu­kerfið í fyr­ir­rúmi,  lítur til breyt­inga á neyslu­venjum fólks.  Í kjöt­fram­leiðsl­unni virð­ist stefnan sú að fá lands­menn með einum eða öðrum hætti til að halda áfram að borða kinda­kjöt.  En smekkur fólks hefur breyst og heldur áfram að breyt­ast.  

Fyrir 30 árum borð­aði hver lands­maður rúm­lega 40 kíló af kinda­kjöti á ári, í fyrra var neyslan komin niður í 20 kíló á mann, hafði sem­sag­t minnkað um meira en helm­ing.  Á síðust­u 10 árum hefur neysla á mann dreg­ist saman um 5 kíló.  Á sama tíma hefur neysla á kjúklingum og svína­kjöti auk­ist gíf­ur­lega, þannig að kinda­kjöt er nú komið niður í 3. sæti hér í inn­an­lands­neyslu, á eftir bæði kjúklingum og svína­kjöt­i! 

Þeim sem ólust upp við þá hug­mynd að kjöt þýddi ekk­ert annað en lamba­kjöt mun halda áfram að fækka. Yngri kyn­slóðir hafa van­ist því að líta fyrst til kjúklinga og sá hópur fer stækk­andi. Kjöt­neysla Íslend­inga mun þannig lík­lega hægt og síg­andi líkj­ast meira því sem ger­ist í nágranna­lönd­um okk­ar, en þar er neysla á lamba­kjöti víð­ast hvar óveru­leg.  Ef þró­unin heldur áfram með svip­uðum hætti og hingað til er ekki ólík­legt að eftir 10 ár, við lok búvöru­samn­ings­ins sem nú er til umræðu, verði inn­an­lands­neysla á kinda­kjöti komin niður í 15[EG1]  kíló á mann, niður í 10 kíló á mann eftir 20 ár og þörfin fyrir kinda­kjöt á inn­an­lands­mark­að­i komin niður í 5.000 tonn árið 2025.  Sauð­fjár­samn­ing­ur­inn virð­ist hins vegar stefna að því að halda áfram að fram­leiða meira en 10.000 tonn á ári, meira en tvö­falt það magn sem mark­að­ur­inn mun kalla eftir við lok samn­ings­tím­ans, eða hvað? 

Fimmta spurn­ingin er:

Hef­ur ein­hver grein­ing verið gerð á lík­legri þróun neyslu á mis­mun­and­i land­bún­að­ar­vörum a.m.k. næsta ára­tug, með og án nið­ur­greiðslna?

Athygl­is­vert er að þrátt fyr­ir­ ­ferða­manna­spreng­ing­una svo­nefndu heldur inn­an­lands­neysla á lamba­kjöti áfram að ­drag­ast sam­an. Ferða­menn virð­ast hafa ekki mik­inn áhuga á þess­ari til­tekn­u kjöt­teg­und, en fjölgun þeirra hefur skapað þörf fyrir inn­flutn­ing á nauta­kjöt­i.  Í sauð­fjár­samn­ingnum er gert ráð fyrir sér­stöku átaki til að fá erlenda ferða­menn til að borða meira lamba­kjöt.  Sjötta spurn­ingin er:

Hvaða ­sér­stök rök eru fyrir því að hvetja til neyslu á kinda­kjöti umfram annað kjöt? 

Hve mörg býli þarf til að landið sé í byggð?

Vinnu­afl í land­bún­aði er í kringum 2,5% af heild­ar­vinnu­afli í land­inu og skilar 1,5% fram­lagi til lands­fram­leiðslu.  Til sam­an­burðar starfa u.þ.b. 1,5% vinnu­afls við fisk­veiðar en skilar fram­lagi til lands­fram­leiðslu upp á í námunda við 3%.   Gróft sagt virð­ist hver sjó­maður þannig skila fjórum sinnum meira fram­lagi til verð­mæta­sköp­unar í land­inu en hver ­bóndi.  

Sjö­unda spurn­ingin er:

Hafa ­samn­ings­að­ilar ekki áhyggjur af litlu fram­lagi land­bún­aðar til lands­fram­leiðslu miðað við mann­fjölda sem starfar í grein­inni?

Mik­il á­hersla er lögð á að nið­ur­greiðsl­urnar eigi að stuðla að því að halda land­in­u öllu í byggð, án þess að skýra hvað það þýð­ir.  ­Byggða­mynstur á Íslandi hefur breyst mikið í tím­ans rás og margir stað­ir ­sem voru í byggð eru það ekki lengur - Jök­ul­firðir og ýmis búsvæði á heið­u­m koma í hug­ann.  Fáum myndi detta í hug að krafan um landið í byggð þýði að við eigum að end­ur­reisa byggð á þessum ­svæð­u­m. 

En hvað þýðir það að „landið sé í byggð“?  Hefð­bund­in sauð­fjár- og mjólk­ur­býli á land­inu eru nú lið­lega 3.000 tals­ins. Væri Ísland ekki bara ágæt­lega vel byggt með svona lið­lega 1.000 lög­býli, nokkuð jafn­t dreifð um land­ið?  Svona að jafn­aði 300 – 400 býli í hverju dreif­býl­is­kjör­dæmanna.? Getum við haldið því fram að landið væri ekki lengur í byggð með þeim fjölda býla?  Sá sem hér spyr hefur t.d. ekið um blóm­leg land­bún­að­ar­héruð í Banda­ríkj­unum þar sem miklu, miklu lengra er milli bæja en hér á landi. Og þar dettur ekki nokkrum manni í hug að kvarta yfir því að landið sé ekki í byggð

Átt­unda ­spurn­ing er:

Hvernig er það rök­stutt að við þurfum einmitt þennan fjölda býla til að landið verði í byggð? Hefur Byggða­stofnun t.a.m. gert á því ­grein­ingu hversu mörg býli þarf til að landið sé sæmi­lega byggt?Efna­hags­fram­farir fela m.a. í sér fækkun í fram­leiðslu­stétt­um. Við þurfum t.d. ekki nema lít­inn hluta af þeim sjó­mönnum og fisk­vinnslu­fólki, sem við þurft­u­m ­fyrir nokkrum ára­tugum síð­an, til að fram­leiða meiri verð­mæti en nokkru sinn­i ­fyrr. Stundum eru slíkar umbreyt­ingar sárs­auka­full­ar.  Einu sinni var á Íslandi öfl­ug­ur ­skipa­smíða­iðn­aður og fata­iðn­að­ur, en þeir voru ekki sam­keppn­is­færir við lönd ­með lægri laun.  Íslenskir launa­menn vinna því almennt við þær aðstæður að keppa við erlent vinnu­afl. 

Bænd­um hefur hins vegar verið hlíft við erlendri sam­keppni. Lík­legt má telja að það hafi ­dregið úr hvata til hag­ræð­ing­ar, m.a. í átt að stærri og færri býl­um. Slík­a ­þróun hefur mátt sjá í kúa­bú­skapn­um, en í  minna mæli í sauð­fjár­bú­skap. Spyrja má m.a. hvort það telj­ist skil­virkt að með­albú í sauð­fjár­rækt sé með lið­lega 400 kindur á fóðrum og hafi lítið stækkað und­an­farin ár?  Er á ein­hvern hátt óraun­hæft eða ósann­gjarnt að reikna með að sauð­fjárbú í fullum rekstri sé ekki með færri en 800 til 1.000 kind­ur? Mig grunar að býli af þeirri stærð þætti ekki stórt í ýmsum lönd­um, s.s. á Nýja Sjá­landi.  

Níunda ­spurn­ingin er:

Hafa aðilar að búvöru­samn­ingnum skoðun á því hvað telj­ist vera býl­i ­sem er nógu hag­kvæm rekstr­ar­ein­ing til að for­svar­an­legt sé að láta það njóta fram­leiðslu­stuðn­ings­?  Hvaða rök eru fyrir því að veru­leg ­stækkun og fækkun búa hér á landi sé ekki mögu­leg, æski­leg eða hag­kvæm?  

Fæðu­ör­yggi

Af ýmsu því sem stjórn­völd og bænda­sam­tökin hafa sagt er fæðu­ör­ygg­is­rök­semdin þó tor­skild­ust. Í riti Bænda­sam­tak­anna „Svona er íslenskur land­bún­að­ur“ eru til­vís­anir í borg­ar­myndun í Kína, elds­neyti fram­leitt úr jurtum og fleira ­for­vitni­legt. Allt er það rétt og satt, en sem rök­semd fyrir því að halda upp­i­ ó­hag­kvæmum land­bún­aði á bak við höft og nið­ur­greiðslur heldur þetta ekki vatn­i. Til eru miklu skil­virk­ari leiðir til að tryggja fæðu­ör­yggi á heims­vísu, einkum að ­fella niður allar nið­ur­greiðslur og við­skipta­hömlur og ýta undir að fátækar ­þjóðir fram­leiði meiri land­bún­að­ar­vör­ur.  ­Sem sé að fara í þver­öf­uga átt við það sem sam­tök íslenskra bænda og hlut­að­eig­andi stjórn­völd mæla með.Hag­fræði­rann­sókn­ir, sem Alþjóða­bank­inn hefur m.a. staðið fyr­ir, benda til þess að við­skipta­hömlur og nið­ur­greiðslur á land­bún­að­ar­vörur séu mesti skað­vald­ur­inn í bar­átt­unni gegn hungri í heim­inum og fróð­ustu sér­fræð­ingar full­yrða að ­nið­ur­greiðslur í ríkum löndum  og toll­ar og bönn á land­bún­að­ar­vörur frá fátækum löndum kosti fleiri manns­líf ár hvert en allar þær styrj­aldir sem háðar eru í heim­in­um.En sumir spyrja og eðli­lega: Hvað nú ef landið lokast, s.s. af völdum ísa eða ­stríða?  Afar erfitt er að sjá að ­ís­lenskur land­bún­að­ur, með öll sín inn­fluttu aðföng, sé lík­legur til björg­unar frekar en t.d. fisk­veið­ar.  Menn hlytu þá að ­spyrja hvernig best væri að nota t.d. tak­mark­aðar birgðir af elds­neyti til að afla fæðu handa þjóð­inn­i.  En allt virð­is­t þetta nú heldur lang­sótt. Tíunda spurn­ingin er:

Er rök­semdin um fæðu­ör­ygg­is­hlut­verk land­bún­aðar byggð á ein­hverri ­grein­ingu á til­tek­inni ógn við fæðu­ör­yggi Íslend­inga, t.d. ein­angrun lands­ins?

200 millj­arða stuðn­ing verður að rök­styðja fyrir þjóð­inni

Ég hef af ­leik­manns­hóli varpað fram nokkrum spurn­ingum til þeirra sem móta stefn­una í ís­lenskum land­bún­aði með beiðni um að þeim verði svarað með rökum eins og al­menn­ingur í land­inu hlýtur að eiga kröfu til. Því miður hef ég stað­fastan ef ekki rök­studdan grun um að stuðn­ings­kerfi land­bún­að­ar­ins ýti undir óhag­kvæmn­i, einkum í sauð­fjár­bú­skap, sé neyt­endum óhag­stætt og afar vond notkun á almanna­fé.  Mér finnst stjórn­völd skulda okk­ur skatt­borg­ur­unum miklu betri rök­stuðn­ing en við höfum fengið frá þeim til að rétt­læta lið­lega 200 millj­arða kr. stuðn­ing við íslenskan land­búnað á næstu 10 árum.

Höf­undur er fyrrum fram­kvæmda­stjóri Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar, með MS gráðu í hag­fræði og 12 ára starfs­reynslu sem sér­fræð­ingur og stjórn­andi hjá Alþjóða­bank­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None