#wintris #Stjórnmál

Áætlun um losun hafta hefur misst allan trúverðugleika

Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar segir að ein helsta ástæðan fyrir nauðsyn hennar sé að klára þurfi haftalosun. En áætlun um losun hafta er í vanda vegna aðgerða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, bæði innanlands sem erlendis.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á enn eftir að svara mörgum spurningum um þá stöðu sem hann kom sér í.
Mynd: Birgir Þór Harðasson

Stærsta mál und­an­far­inna ára hefur verið end­ur­reisn íslenska efna­hags­kerf­is­ins. Loka­hnykkur þeirrar vinnu, sem staðið hefur nær linnu­lít­ið ­yfir frá banka­hruni, er fram­kvæmd áætl­unar um losun fjár­magns­hafta í kjöl­far þess að lausn fékkst varð­andi slitabú Lands­bank­ans, Kaup­þings og Glitn­is. Sú lausn ­fól í sér að slita­búin myndu greiða stöð­ug­leika­fram­lag í stað 39 pró­sent ­stöð­ug­leika­skatts og hefur víða hlotið lof. Seðla­bank­inn full­yrðir að lausn­in ógni ekki greiðslu­jafn­vægi íslenska hag­kerf­is­ins og að staða íslenska þjóð­ar­bús­ins hafi ekki verið betri en í kjöl­far hennar síðan á Síld­ar­ár­un­um. Mats­fyr­ir­tæk­in ­um­deildu og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafa ausið lofi á nið­ur­stöð­una og nokk­uð ­góð þverpóli­tísk sátt hefur verið um að veita henni braut­ar­gengi.

Þótt slita­búin séu byrjuð að greiða út til kröfu­hafa þá er enn eftir loka­hnykkur áætl­unar stjórn­valda. Það á eftir að halda aflandskrón­u­út­boð, koma í gegn ýmsum laga­breyt­ingum og auð­vitað losa um höft ­fyrir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki á Íslandi svo þeir geti tekið þátt í al­þjóða­væddum heimi án milli­göngu Seðla­banka Íslands.

Þessi loka­hnykkur er orðin að helstu rök­semd­ar­færslu nýrr­ar ­rík­is­stjórnar undir for­sæti Sig­urðar Inga jóhanns­sonar um að hún verði að sitja fram á haust. Nauð­syn­legt sé að hún hnýti lausa enda fyrir losun haft­anna og hrindi mál­inu í fram­kvæmd áður en að ný stjórn verði kos­in. Það sé nauð­syn­leg­t ­fyrir trú­verð­ug­leika áætl­un­ar­inn­ar.

Vanda­málið við þessa rök­semd­ar­færslu er að áætl­un ­rík­is­stjórn­ar­innar um losun hafta hefur misst allan trú­verð­ug­leika. Jafn­t inn­an­lands sem utan. Og sam­kvæmt fundi sem full­trúar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins héldu með InDefence-hópnum á mið­viku­dag þá munu höft á almenn­ing og fyr­ir­tæki alls ekk­ert verða losuð að neinu marki á næst­unni, að þeirra mati.

Stærsta ástæðan þess er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, ­fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann var lyk­il­maður í mótun og fram­kvæmd áætl­un­ar­ um losun hafta og samn­ing­unum sem náð var við kröfu­hafa. Á und­an­förnum vik­um hefur hins vegar verið opin­berað að félag í eigu eig­in­konu hans er kröfu­hafi. Það á kröfur upp á 523 millj­ónir króna vegna skulda­bréfa sem það átti á Lands­bank­ann, Kaup­þing og Glitni. Félag­ið, sem heitir Wintris og er skráð til­ heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, lýsti kröfum í bú bank­anna síðla árs 2009. Þegar það var gert átti Sig­mundur Davíð sjálfur helm­ings­hlut í félag­in­u. ­For­sæt­is­ráð­herr­ann sat því beggja vegna borðs­ins. Félag eig­in­konu hans átt­i ­ríka fjár­hags­lega hags­muni undir í þeirri nið­ur­stöðu sem yrði í mál­inu. Og á end­anum er ljóst að það hagn­að­ist af því að stöð­ug­leika­fram­lags­leiðin var far­in frekar en álagn­ing stöð­ug­leika­skatts. Hags­muna­á­rekstr­arnir eru eins aug­ljós­ir og þeir verða.

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum um erlendar eignir allra íslenskra ráð­herra 15. mars 2015. Ástæðan var meðal ann­ars sú að kanna hvort ein­hverj­ir þeirra gætu átt fjár­hags­lega hags­muni af því hvernig upp­gjör slita­bú­anna, sem þá blasti við að var framund­an, yrði. Engin svör feng­ust við fyr­ir­spurn­inni né þegar hún var ítrek­uð.

En svörin byrj­uðu að ber­ast 15. mars 2016, nákvæm­lega einu ári eftir að fyrsta fyr­ir­spurn Kjarn­ans var send, þegar Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs, setti fræga stöðu­upp­færslu á Face­book til að þagga niður í „Gróu á leit­i“. Gróa reynd­ist vera sænski rann­sókn­ar­blaða­mað­ur­inn Sven Berg­man og Jóhannes Kr. Krist­jáns­son hjá Reykja­vík Media sem höfðu tek­ið við­tal við for­sæt­is­ráð­herr­ann fjórum dögum áður og spurt hann út í eign hans á aflands­fé­lag­inu Wintr­is.­Sig­mundur Davíð laug í til­svörum og rauk á end­anum út úr við­tal­inu. Stöðu­upp­færsla Önnu Sig­ur­laugar var því fyrsta skrefið í varn­ar­taktík Sig­mundar Dav­íðs vegna þess sem var yfir­vof­andi. Sunnu­dag­inn 3. apr­íl var hann svo afhjúp­aður og innan við 50 klukku­stundum síðar hafði Sig­mund­ur Da­víð til­kynnt um afsögn sína.

Stórum spurn­ingum ósvarað

Mál­inu er hins vegar fjarri lok­ið. Þrátt fyrir ítrek­að­ar­ ­yf­ir­lýs­ingar Sig­mundar Dav­íðs um að skatt­skil Wintris hafi verið í lagi þá hafa ekki verið lögð fram nein skjöl sem sýna raun­veru­lega fram á það. Hann hef­ur auk þess neitað að svara því hvort að þau hjónin hafi skilað svoköll­uð­u CFC-fram­tali með skatt­skýrslum sínum líkt og lög gera ráð fyr­ir.

Þá á enn eftir að rann­saka alla aðkomu Sig­mundar Dav­íðs að ­mótun og fram­kvæmd áætl­unar um losun hafta. Það á eftir að fara í gegnum all­ar á­kvarð­anir sem hann kom að í ferl­inu og kanna hvort ein­hver þeirra hafi ver­ið þess eðlis að Wintris hafi getað hagn­ast á þeim.

Það á eftir að svara spurn­ingum um hvern­ig ­for­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi eign­uð­ust kröfu á slitabú föllnu bank­anna. Jó­hannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, hefur sagt við Kjarn­ann að það sé vegna kaupa á skulda­bréfum á bank­ana fyrir hrun. Engar dag­setn­ing­ar hafa hins vegar verið gefnar út í þeim efnum og ekki er hægt að stað­festa þessar full­yrð­ingar í árs­reikn­ingum Wintr­is. Þeir eru ekki til.

Sér­fræð­ingar sem Kjarn­inn hefur rætt við hafa líka sett ­mikið spurn­inga­merki við þessar skýr­ing­ar. Afar óvenju­legt, og nær óheyrt, sé að ein­stak­lingar hafi verið að taka svona stórar stöður í skulda­bréfum íslensku ­bank­anna á síð­ustu mán­uð­unum fyrir hrun. Auk þess hafi það fyrst og fremst verið stórir fag­fjár­fest­ar, fjár­mála­fyr­ir­tæki, fjár­fest­inga- eða vog­un­ar­sjóðir og líf­eyr­is­sjóð­ir, sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boðum íslensku bank­anna.

Þá vekur það athygli að fjár­festir­inn Gunn­laugur Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs, hag­aði fjár­fest­ingum sínum með allt öðrum hætti en þeim ­sem Wintris gerði fyrir hrun. Félagið Teton, sem var í eigu Gunn­laugs, Vil­hjálms Þor­steins­sonar og Arnar Karls­son­ar, sér­hæfði sig meðal ann­ars í gnótt­ar- og skort­stöðum og hagn­að­ist um 1.150 millj­ónir króna á hru­nár­inu 2008, ­sam­kvæmt fréttum sem birt­ust í DV. Aug­ljóst var að sá hagn­aður var ekki til­kom­inn vegna kaupa á þá verð­litlum skulda­bréfum á fallna banka.

Ein af helstu rökum fyrir nauðsyn nýju ríkisstjórnarinnar
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Með opin­berun á stöðu Sig­mundar Dav­íðs eru allir aðrir sem komu að mótun og fram­kvæmd áætl­unar hafta orðnir ótrú­verð­ugir einnig, að minnsta ­kosti þar til að þeir hafa sýnt fram á að þeir hafi ekki haft neina fjár­hags­lega hags­muni af mál­inu. Í frægum Kast­ljós­þætti um aflands­fé­laga­eign ­ís­lenskra ráða­manna var til að mynda greint frá því að sá sem sá um Wintris ­fyrir hjónin var Sig­urður Atli Jóns­son, sem er giftur systur Sig­mundar Dav­íðs.

Sig­urður Atli er í dag for­stjóri Kviku, banka sem varð til­ við sam­ein­ingu MP banka og Straums í fyrra. Margir lyk­il­menn í fram­kvæmda­hópi um losun hafta, komu úr þeim banka. Þar má nefna Sig­urð Hann­es­son, sem einnig er trún­að­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, Bene­dikt Gísla­son og Ásgeir Helga Reyk­fjörð Gylfa­son.

Upp­lýsa þarf, með fram­lagn­ingu gagna, hvort að MP banki, ­Straumur og síðar Kvika, og allir þessir ein­stak­lingar hafi haft ein­hverja fjá­hags­lega hags­muni af þeirri leið sem farið var við losun hafta. Sömu sögu er að segja að öllum sér­fræð­ingum Seðla­banka Íslands og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins sem að vinn­unni komu. Og stjórn­mála­menn­irnir sem fremstir hafa farið í mál­inu þurfa auð­vitað að gera þetta líka.

Þar ber helst að nefna Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Hann þarf að sýna fram á að hann per­sónu­lega og þeir ætt­ingjar hans sem eru umsvifa­miklir í við­skiptum hafi ekki beina fjár­hags­lega hags­muni af nið­ur­stöð­unni.

Þetta er óvenju­leg krafa, en það eru óvenju­legir tím­ar. ­Traust á stofn­anir sam­fé­lags­ins og stjórn­mála­menn þess er ekk­ert.

Þess utan er einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í því að hægt verður að ráð­ast í síð­ustu skref hafta­los­un­ar­á­ætl­un­ar­innar að Ísland hafi ­trú­verð­ug­leika á alþjóða­vett­vangi. Að póli­tískur stöð­ug­leiki ríki. Sú staða er ekki uppi. Ný rík­is­stjórn nýtur stuðn­ings og trausts 26 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Aldrei í lýð­veld­is­sög­unni hefur stjórn sest að völdum jafn veik og löskuð og sú sem tók við á fimmtu­dag. Íslend­ingar hafa lengi stært sig af því að helsta land­kynn­ing okkar sé fólgin í jákvæðu umtali um nátt­úru og frá­bæra lista­menn okk­ar. Nú er Sig­mundur Davíð það sem vekur helst athygli á land­inu, líkt og sést á graf­inu hér að neð­an.

Ávöxt­un­ar­krafa rík­is­skulda­bréfa rauk til að mynda upp í byrjun viku og erlendir fjár­festar halda að sér hönd­um, sam­kvæmt frétt Við­skipta­blaðs­ins frá því á fimmtu­dag.  Þar er einnig haft eftir Þor­steini Víglunds­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins, að póli­tískur óstöð­ug­leiki valdi efna­hags­líf­inu miklu tjóni. Grein­ing­ar­að­ilar sem Kjarn­inn hefur rætt við segja að krónan gæti fallið hratt ef skref  í átt að losun hafta eru stigin við þessar aðstæð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar