Milljónir evrópskra vegabréfa hverfa árlega

Landamæraeftirlit í Danmörku, og víðar í Evrópu, hefur verið hert undanfarin misseri.
Landamæraeftirlit í Danmörku, og víðar í Evrópu, hefur verið hert undanfarin misseri.
Auglýsing

Evr­ópsk vega­bréf eru verð­mæt sölu­vara, ekki síst dönsk og ­sænsk.  Millj­ónir evr­ópskra vega­bréfa og ­per­sónu­skil­ríkja hverfa árlega. Sum týnast, önnur seld en flestum þó stolið. ­Mörg hund­ruð þús­und fölsuð vega­bréf eru í umferð um allan heim.


 og fyr­ir­ nokkru urðu til dæmis danskir blaða­menn vitni að því þegar hópur flótta­fólks á leið til Þýska­lands og Sví­þjóðar keypti dönsk og sænsk vega­bréf á götu­horni í Ist­an­búl í Tyrk­landi. Þótt lög­reglu­yf­ir­völd hvar­vetna líti illa fengin eða ­fölsuð vega­bréf ætíð alvar­legum augum er flótta­fólk sem reynir að kom­ast landa á milli ekki helsta áhyggju­efn­ið.

Vega­bréf lyk­il­þáttur glæpa og hryðju­verka

Að mat­i Al­þjóða­lög­regl­unnar Inter­pol og Evr­ópu­lög­regl­unnar Europol eru stolin og fölsuð ­vega­bréf einn af lyk­il­þáttum skipu­lagðra glæpa, hryðju­verka­starf­semi og mansals. Það sé fremur regla en und­an­tekn­ing að hryðju­verka­menn not­ist við illa ­fengin eða fölsuð vega­bréf. Að minnsta kosti tveir til­ræð­is­mann­anna í París í nóv­em­ber í fyrra (þarsem 130 létu­st) voru með stolin per­sónu­skil­ríki. Inn­an­rík­is­ráð­herra Frakk­lands sagði fyrir nokkru að Daesh hefði orðið sér úti um vega­bréf frá­ Írak, Sýr­landi og Líbíu gagn­gert til að nota við ”eigin vega­bréfa­fram­leiðslu” einsog ráð­herr­ann orð­aði það. Um svipað leyti kom það fram að rúss­neska ­leyni­þjón­ustan hefði hand­tekið 14 menn sem höfðu í fórum sínum full­kom­inn bún­að til að útbúa vega­bréf og per­sónu­skil­ríki. Þeir voru jafn­framt grun­aðir um að hafa látið Daesh slík skil­ríki í té.

Auglýsing

Sér­stak­ur ­gagna­banki með upp­lýs­ingum um horfin vega­bréf og önnur per­sónu­skil­ríki varð til­ hjá Inter­pol eftir hryðju­verkin í Banda­ríkj­unum 11. sept­em­ber 2001. 170 lönd ­senda upp­lýs­ingar í gagna­bank­ann. Á síð­asta ári komst upp um 125 þús­und til­vik þar sem reynt var að nota stolin vega­bréf en að mati Inter­pol er sú tala einsog ­dropi í haf­ið.

Banda­ríkin herða sífellt regl­urnar

Banda­rísk ­yf­ir­völd hafa miklar áhyggjur af hve mikið af stolnum og fölsuðum vega­bréfum er í umferð víða um heim. 21. jan­úar síð­ast­lið­inn tóku gildi í Banda­ríkj­un­um ­sér­stakar reglur til við­bótar þeim ströngu reglum sem fyrir voru. Þessi við­bót þýðir að þeir sem eru með tvö­faldan rík­is­borg­ara­rétt, annan evr­ópskan en hinn súd­anskan, íraskan, íranskan eða sýr­lenskan geta ekki ferð­ast til Banda­ríkj­anna án vega­bréfa­á­rit­un­ar. Sama gildir um fólk sem ferð­ast hefur til ofan­greindra ­fjög­urra landa eftir 1. mars 2011.

Al-Qeda bæk­ling­ur­inn

Í sér­stökum leið­bein­inga­bæk­lingi fyrir hryðju­verka­menn, sem al-Qa­eda lét gera á sínum tíma og Daesh gaf út, með breyt­ingum og við­bót­um, er langur kafli um ­fölsuð vega­bréf. Þar er lögð áhersla á að kynna sér vega­bréfið vel og vita sem ­mest um við­kom­andi land. Þekkja nöfn helstu ráða­manna, stærstu borgir og at­vinnu­vegi, íbúa­fjölda, nöfn stærstu íþrótta­fé­laga og annað sem varðar land­ið. Þar er einnig sér­stak­lega mælt með að vera með tvö vega­bréf í fórum sín­um, annað þeirra vand­lega falið.   

Þau dönsku eft­ir­sótt

Dönsk ­vega­bréf eru eft­ir­sótt og gang­verð á einu slíku talið sam­svara rúm­lega 400 ­þús­und íslenskum krónum ”á svörtum mark­að­i”. Á síð­asta ári hurfu rúm­lega 43 ­þús­und dönsk vega­bréf, ýmist týn­st, verið stolið eða seld og frá árinu 2010 er talan sam­tals 226 þús­und. Þetta er mik­ill fjöldi, sam­an­borið við önnur ESB lönd. Engin aug­ljós skýr­ing er á þessum mikla fjölda en danska lög­reglan tel­ur hugs­an­legt að hana megi að hluta rekja til þess að fram til þessa hefur ver­ið mjög auð­velt, og til­tölu­lega ódýrt, að fá nýtt vega­bréf. Athygli hefur vakið að nokkur hópur fólks, einkum karla, hefur margoft fengið ný vega­bréf á til­tölu­lega skömmum tíma. Grunur leikur á að vega­bréfin hafi verið seld enda ”­gang­verð­ið” nokkuð hátt.

Svíar geta mest fengið þrjú vega­bréf á fimm árum

Í Sví­þjóð var svipað upp á ten­ingnum og í Dan­mörku. Stór hópur fólks fékk sí og æ nýtt vega­bréf og skýr­ingin ætíð sú sama: vega­bréfið hefði tap­ast. Nú hafa Sví­ar ­sett ný lög, frá og með 1. júlí á þessu ári getur hver ein­stak­lingur í mest­a lagi fengið útgefin þrjú vega­bréf á hverju fimm ára tíma­bili. Danir íhuga nú að fara þessa leið.

Dönsk vega­bréf týn­ast í póst­inum

Þeg­ar d­anskur rík­is­borg­ari ætlar að verða sér úti um nýtt vega­bréf fer hann á Borg­ara­þjón­ust­una, fær tekna af sér mynd og sýnir gamla vega­bréf­ið, sem gert er ógilt, eða gild per­sónu­skil­ríki. Eftir tíu til tólf daga er nýja vega­bréf­ið til­búið og þá getur eig­and­inn sótt það á Borg­ara­þjón­ust­una eða, sem er lang al­gengast, fengið vega­bréfið sent í pósti. En, vega­bréfin kom­ast ekki öll í hendur við­tak­anda með póst­in­um. Á síð­asta ári hurfu 244 vega­bréf á leið­inni frá­ ­fyr­ir­tæk­inu sem útbýr vega­bréfið til við­tak­and­ans. Skýr­inga­laust. 

Danski ­dóms­mála­ráð­herr­ann sagði fyrir nokkrum dögum í blaða­við­tali að þótt 244 ­vega­bréf séu út af fyrir sig ekki mik­ill fjöldi væri þetta óvið­un­andi. þetta væri óvið­un­andi. Bent hefur verið á að ef eig­and­inn yrði sjálfur að mæta á Borg­ara­þjón­ust­una til að sækja vega­bréfið væri búið að girða fyrir vand­ann. Flestir vilja hins vegar vera lausir við að þurfa að fara tvær ferðir á Borg­ara­þjón­ust­una og velja því að fá vega­bréfið með póst­in­um. Hvorki danska lög­reglan né póst­ur­inn Danska lög­reglan hafa viljað tjá sig um ástæður þess að ­vega­bréfin skila sér ekki til eig­end­anna. Á síð­asta ári voru gefin út 694 ­þús­und vega­bréf í Dan­mörku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None