Milljónir evrópskra vegabréfa hverfa árlega

Landamæraeftirlit í Danmörku, og víðar í Evrópu, hefur verið hert undanfarin misseri.
Landamæraeftirlit í Danmörku, og víðar í Evrópu, hefur verið hert undanfarin misseri.
Auglýsing

Evrópsk vegabréf eru verðmæt söluvara, ekki síst dönsk og sænsk.  Milljónir evrópskra vegabréfa og persónuskilríkja hverfa árlega. Sum týnast, önnur seld en flestum þó stolið. Mörg hundruð þúsund fölsuð vegabréf eru í umferð um allan heim.


 og fyrir nokkru urðu til dæmis danskir blaðamenn vitni að því þegar hópur flóttafólks á leið til Þýskalands og Svíþjóðar keypti dönsk og sænsk vegabréf á götuhorni í Istanbúl í Tyrklandi. Þótt lögregluyfirvöld hvarvetna líti illa fengin eða fölsuð vegabréf ætíð alvarlegum augum er flóttafólk sem reynir að komast landa á milli ekki helsta áhyggjuefnið.

Vegabréf lykilþáttur glæpa og hryðjuverka

Að mati Alþjóðalögreglunnar Interpol og Evrópulögreglunnar Europol eru stolin og fölsuð vegabréf einn af lykilþáttum skipulagðra glæpa, hryðjuverkastarfsemi og mansals. Það sé fremur regla en undantekning að hryðjuverkamenn notist við illa fengin eða fölsuð vegabréf. Að minnsta kosti tveir tilræðismannanna í París í nóvember í fyrra (þarsem 130 létust) voru með stolin persónuskilríki. Innanríkisráðherra Frakklands sagði fyrir nokkru að Daesh hefði orðið sér úti um vegabréf frá Írak, Sýrlandi og Líbíu gagngert til að nota við ”eigin vegabréfaframleiðslu” einsog ráðherrann orðaði það. Um svipað leyti kom það fram að rússneska leyniþjónustan hefði handtekið 14 menn sem höfðu í fórum sínum fullkominn búnað til að útbúa vegabréf og persónuskilríki. Þeir voru jafnframt grunaðir um að hafa látið Daesh slík skilríki í té.

Auglýsing

Sérstakur gagnabanki með upplýsingum um horfin vegabréf og önnur persónuskilríki varð til hjá Interpol eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001. 170 lönd senda upplýsingar í gagnabankann. Á síðasta ári komst upp um 125 þúsund tilvik þar sem reynt var að nota stolin vegabréf en að mati Interpol er sú tala einsog dropi í hafið.

Bandaríkin herða sífellt reglurnar

Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af hve mikið af stolnum og fölsuðum vegabréfum er í umferð víða um heim. 21. janúar síðastliðinn tóku gildi í Bandaríkjunum sérstakar reglur til viðbótar þeim ströngu reglum sem fyrir voru. Þessi viðbót þýðir að þeir sem eru með tvöfaldan ríkisborgararétt, annan evrópskan en hinn súdanskan, íraskan, íranskan eða sýrlenskan geta ekki ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfaáritunar. Sama gildir um fólk sem ferðast hefur til ofangreindra fjögurra landa eftir 1. mars 2011.

Al-Qeda bæklingurinn

Í sérstökum leiðbeiningabæklingi fyrir hryðjuverkamenn, sem al-Qaeda lét gera á sínum tíma og Daesh gaf út, með breytingum og viðbótum, er langur kafli um fölsuð vegabréf. Þar er lögð áhersla á að kynna sér vegabréfið vel og vita sem mest um viðkomandi land. Þekkja nöfn helstu ráðamanna, stærstu borgir og atvinnuvegi, íbúafjölda, nöfn stærstu íþróttafélaga og annað sem varðar landið. Þar er einnig sérstaklega mælt með að vera með tvö vegabréf í fórum sínum, annað þeirra vandlega falið.   

Þau dönsku eftirsótt

Dönsk vegabréf eru eftirsótt og gangverð á einu slíku talið samsvara rúmlega 400 þúsund íslenskum krónum ”á svörtum markaði”. Á síðasta ári hurfu rúmlega 43 þúsund dönsk vegabréf, ýmist týnst, verið stolið eða seld og frá árinu 2010 er talan samtals 226 þúsund. Þetta er mikill fjöldi, samanborið við önnur ESB lönd. Engin augljós skýring er á þessum mikla fjölda en danska lögreglan telur hugsanlegt að hana megi að hluta rekja til þess að fram til þessa hefur verið mjög auðvelt, og tiltölulega ódýrt, að fá nýtt vegabréf. Athygli hefur vakið að nokkur hópur fólks, einkum karla, hefur margoft fengið ný vegabréf á tiltölulega skömmum tíma. Grunur leikur á að vegabréfin hafi verið seld enda ”gangverðið” nokkuð hátt.

Svíar geta mest fengið þrjú vegabréf á fimm árum

Í Svíþjóð var svipað upp á teningnum og í Danmörku. Stór hópur fólks fékk sí og æ nýtt vegabréf og skýringin ætíð sú sama: vegabréfið hefði tapast. Nú hafa Svíar sett ný lög, frá og með 1. júlí á þessu ári getur hver einstaklingur í mesta lagi fengið útgefin þrjú vegabréf á hverju fimm ára tímabili. Danir íhuga nú að fara þessa leið.

Dönsk vegabréf týnast í póstinum

Þegar danskur ríkisborgari ætlar að verða sér úti um nýtt vegabréf fer hann á Borgaraþjónustuna, fær tekna af sér mynd og sýnir gamla vegabréfið, sem gert er ógilt, eða gild persónuskilríki. Eftir tíu til tólf daga er nýja vegabréfið tilbúið og þá getur eigandinn sótt það á Borgaraþjónustuna eða, sem er lang algengast, fengið vegabréfið sent í pósti. En, vegabréfin komast ekki öll í hendur viðtakanda með póstinum. Á síðasta ári hurfu 244 vegabréf á leiðinni frá fyrirtækinu sem útbýr vegabréfið til viðtakandans. Skýringalaust. 

Danski dómsmálaráðherrann sagði fyrir nokkrum dögum í blaðaviðtali að þótt 244 vegabréf séu út af fyrir sig ekki mikill fjöldi væri þetta óviðunandi. þetta væri óviðunandi. Bent hefur verið á að ef eigandinn yrði sjálfur að mæta á Borgaraþjónustuna til að sækja vegabréfið væri búið að girða fyrir vandann. Flestir vilja hins vegar vera lausir við að þurfa að fara tvær ferðir á Borgaraþjónustuna og velja því að fá vegabréfið með póstinum. Hvorki danska lögreglan né pósturinn Danska lögreglan hafa viljað tjá sig um ástæður þess að vegabréfin skila sér ekki til eigendanna. Á síðasta ári voru gefin út 694 þúsund vegabréf í Danmörku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None