Forysta Framsóknar í norðausturkjördæmi lokar dyrum á Sigmund

Sigmundur Davíð á mikið verk óunnið til að öðlast traust kjördæmis síns á ný. Oddviti Framsóknar á Húsavík, kjördæmi Sigmundar, vill að hann hætti sem formaður. „Hann kemur ekki hingað og talar við okkur sem formaður" segir fyrrverandi oddviti á Akureyri.

Staða Sigmundar Davíðs sem formaður Framsóknarflokksins er orðin afar erfið.
Staða Sigmundar Davíðs sem formaður Framsóknarflokksins er orðin afar erfið.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í sárum eftir vend­ingar síð­ustu daga. Ákvörðun Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, um að sitja áfram á þingi og víkja ekki sem for­maður hefur valdið mörgum Fram­sókn­ar­mönnum áhyggj­u­m. 

Kjarn­inn er að fylgj­ast með umræðum á Alþingi í beinum frétta­straumi hér

Heima­kjör­dæmið skellir í lás

Fram­sókn­ar­menn í heima­kjör­dæmi Sig­mundar Dav­íðs, norð­aust­ur­kjör­dæmi, eru ugg­andi yfir stöð­unni sem komin er upp innan flokks­ins, sem er sagður veru­lega lask­aður eftir atburði síð­ustu daga. 

Gunn­laugur Stef­áns­son, odd­viti Fram­sóknar á Húsa­vík, segir að Sig­mundur hafi strax átt að segja af sér sem ráð­herra. Varð­andi áfram­hald­andi for­mennsku segir hann það muni ger­ast á vett­vangi flokks­ins. 

„En ég á síður von á því að hann hljóti braut­ar­geng­i,” segir hann. „Fólk er sleg­ið, en menn takast bara á við þá stöð­u.” Hann segir áfram­hald­andi for­mennska Sig­mundar skaði gengi flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. 

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verður örugg­lega smá stund að vinna úr þessu og Sig­mundur á eftir að skýra málið fyrir okk­ur,” segir Gunn­laug­ur. „Svo finnst mér að for­maður og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins eigi að fara að for­dæmi Sig­mundar og stíga til hlið­ar.”

„Póli­tíkin hefur sett á hann stöðv­un­ar­skyldu”

Það vakti athygli eftir Kast­ljós­þátt sunnu­dags­ins þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á Akur­eyri sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar lýst var yfir algjöru van­trausti á Sig­mund Davíð og hann hvattur til að segja af sér ráð­herra­emb­ætti og sem for­mað­ur. 

Jóhannes Bjarna­son, fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins á Akur­eyri, seg­ist vera full­kom­lega ósáttur við ástandið eins og það er. 

„Sig­mundur hrökkl­ast úr ráð­herra­stól, ástæð­una vitum við öll og fólki ofbauð gjör­sam­lega. Ég skildi aldrei þetta orð­skrípi „póli­tískur ómögu­leik­i,” en nú er ég farin að skilja það. Það er „póli­tískur ómögu­leiki” að maður sem getur ekki setið sem ráð­herra, vegna þess að hann verður upp­vís að því að fela upp­lýs­ing­ar, heldur áfram að vera for­mað­ur. Því for­maður í flokki hefur það að tak­marki að leiða flokk­inn inn í kosn­ingar og vænt­an­lega að ná þeim árangri að kom­ast í rík­is­stjórn og þá verða ráð­herra. Það er ekki hægt,” segir Jóhann­es. „Þessi heift­ar­legi dóm­greind­ar­brestur með þennan aflands­reikn­ing, hann breyt­ist ekk­ert. Hann verður að hætta sem for­maður flokks­ins og hann verður að hætta á þing­i.” 

Auglýsing

Jóhannes segir að ef flokk­ur­inn eigi að ná vopnum sínum aftur verði for­mað­ur­inn að víkja. 

„Það má nú vera ljóta póli­tíska blindan að átta sig ekki á því að hann geti ekki haldið áfram sem for­mað­ur,” segir hann. „Þó að Ísland væri efst á öllum líf­kjara­listum í heim­in­um, breytir það því ekki að hann gerði heift­ar­leg mis­tök og að póli­tíkin hafi sett á hann stöðv­un­ar­skyldu. Hvað þarf meira til en póli­tískan æru­missi á alþjóð­legan, stóran mæli­kvarða?” Jóhannes und­ir­strikar þó að Sig­mundur hafi gert margt gott í gegn um tíð­ina, þá sér­stak­lega varð­andi upp­gjör við slitabú föllnu bank­ana. 

Reidd­ist vegna spurn­ingar um ras­isma

Jóhannes lýsir fundi sem hann átti með fram­sókn­ar­mönnum eftir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og á svip­uðum tíma og Gústaf Níels­son var útnefndur full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í mann­rétt­inda- og sam­fé­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá höfðu ráð­herrar og þing­menn lýst því yfir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri ekki að leggja lag sitt við öfga­skoð­anir eins og Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sóknar og flug­valla­vina, var sögð daðra við í Reykja­vík. 

„Þau höfðu öll stað­fest þetta og Gunnar Bragi tók kannski sterkast til orða,” segir Jóhann­es. „Svo kom Sig­mundur og flutti ræðu á fund­inum og að henni lok­inni voru fyr­ir­spurn­ir. Ég spurði hvort hann vildi í góðu tómi taka af öll tví­mæli með að þessi nún­ingur við svona ras­ista­drasl í þessum málum sem borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn var nuddað upp úr, að sekju eða ósekju, væri ekki það sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stæði fyr­ir. Hann reidd­ist ofboðs­lega og las mér pistil­inn um að það væri eitt að eiga við póli­tíska and­stæð­inga, en að það væri and­styggi­legt að þurfa að fá hnífstungur úr eigin flokki. Svo rauk hann úr pont­u.” 

Á ekki aft­ur­kvæmt heim

Jóhannes segir að Sig­mundur hafi ekki áttað sig á að hann eigi ekki aft­ur­kvæmt í norð­aust­ur­kjör­dæmi.

„Að mínu mati sendi hann okkur þannig eit­urpillu eftir yfir­lýs­ing­una, að hann kemur ekk­ert hingað og talar við okkur sem for­mað­ur­inn okk­ar,” segir hann. Sig­mundur svar­aði því til á Bylgj­unni og á Akur­eyr­i.­net í vik­unni að yfir­lýs­ing Fram­sókn­ar­manna á Akur­eyri hafi ekki komið á óvart, enda hafi „þessir aðilar ekki beint talist til stuðn­ings­manna sinna, en þeir hafi viljað annan for­mann en sig og þeir hafi áður gert svipað gegn sér. Þar er Sig­mundur að vísa í Hösk­uld Þór­halls­son. 

Kjör­dæma­bræður berj­ast

Hösk­uld­ur, flokks­bróðir Sig­mundar í norð­aust­ur­kjör­dæmi, átti eft­ir­minni­lega inn­komu í kast­ljós fjöl­miðla á mið­viku­dags­kvöld eftir þing­flokks­fund Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hösk­uldur gekk í gin ljón­anna, að eigin sögn óaf­vit­andi, og sagði fjöl­miðl­um, á undan for­manni flokks­ins, frá nýrri ráð­herra­skip­an. Þá gagn­rýndi hann Sig­mund Davíð fyrir að hafa verið óskýr í svörum varð­andi áfram­hald­andi þing­setu, en und­ir­strik­aði að hann hafi staðið í þeirri mein­ingu að odd­vitar flokk­anna hefðu upp­lýst fjöl­miðla um stöðu mála. Hösk­uldur segir í Frétta­blað­inu í dag að Sig­mundur eigi að víkja af þingi, leggja fram gögn tengdum fjár­málum sín­um, ef þau eru til, og skýra mál sitt bet­ur.   

Það kemur kannski fáum á óvart að Hösk­uldur skuli nýta tæki­færið þegar Sig­mundur er lask­að­ur. Hösk­uldur tap­aði fyrir Sig­mundi í einkar eft­ir­minni­legum for­manns­kosn­ingum árið 2009, þegar hann var rang­lega fyrst til­kynntur for­maður vegna mis­taka í taln­ingu. Fyrst var til­kynnt að Hösk­uldur hefði hlotið 449 atkvæði og Sig­mundur 340, en því var öfugt far­ið. 

„Ég hef stutt Sig­mund”

Við­brögð Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, eftir rík­is­ráðs­fund­inn á Bessa­stöðum í gær voru athygl­is­verð. Eygló var innt eftir trausts­yf­ir­lýs­ingu af frétta­manni RÚV í þrí­gang, en hún sagð­ist alltaf „hafa stutt Sig­mund Dav­íð” þegar hún var spurð hvort hún styðji hann nú. Það var svo í þriðja sinn sem frétta­mað­ur­inn náði að draga hálf­mátt­lausa trausts­yf­ir­lýs­ingu upp úr henn­i. 

Gunnar Bragi styrkir stöðu sína í Skaga­firði

Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og nýr land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, deilir norð­vestur kjör­dæmi með Ásmundi Ein­ari Daða­syni, þing­flokks­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Eins og alþjóð veit hefur Gunnar Bragi sinnt utan­rík­is­ráð­herra­starf­inu af miklum metn­aði und­an­farin ár, meðal ann­ars með því að dvelja mikið á erlendri grund. 

Ráð­herr­ann hefur verið gagn­rýndur í sínu heima­kjör­dæmi fyrir að leggja það hálf­part­inn á hill­una fyrir utan­rík­is­málin og þá sér í lagi varð­andi ákvarð­anir sínar um við­skipta­þving­anir Íslands gegn Rúss­um. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga var til að mynda ekki pará­nægt með það. 

Þeir Fram­sókn­ar­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við í Skaga­firði segja flokk­inn í sár­um. Mik­il­vægt sé að tryggja nýrri rík­is­stjórn vinnu­frið til að hún nái að klára mik­il­væg mál. Menn hafa ekki mikla skoðun á Sig­urði Inga, nýja for­sæt­is­ráð­herr­an­um, en þeir sem þekkja til bera honum vel sög­una. 

Ásmundur átti að verða ráð­herra

Gunnar Bragi er nú að taka við einu mik­il­væg­asta ráð­herra­emb­ætti síns kjör­dæm­is. Upp­haf­lega stóð til að gera Ásmund Einar að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, en eftir að Sig­mundur Davíð bar upp þá til­lögu á þing­flokks­fundi eftir frægan fund á Bessa­stöð­um, að Lilja Alfreðs­dóttir kæmi inn í rík­is­stjórn­ina, var fallið frá þeirri hug­mynd. Gunnar Bragi flaug í snatri heim frá Ind­landi og studdi Sig­mund Davíð í þess­ari hug­mynd. Með því að koma heim til Ísland og verða land­bún­að­ar­ráð­herra styrkir Gunnar Bragi stöðu sína mikið fyrir kom­andi kosn­ingar - og veikir þar með stöðu Ásmundar Ein­ar­s. 

„Ég fagna því að Gunnar Bragi sé kom­inn heim og kom­inn í land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið,” segir Ingi Björn Árna­son, stjórn­ar­maður Ungra Fram­sókn­ar­manna í Skaga­firði. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um mál­efni Fram­sókn­ar­flokks­ins og sagði það vera lín­una meðal sam­tak­anna.

Kjarn­inn er að fylgj­ast með umræðum á Alþingi í beinum frétta­straumi hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None