Forysta Framsóknar í norðausturkjördæmi lokar dyrum á Sigmund

Sigmundur Davíð á mikið verk óunnið til að öðlast traust kjördæmis síns á ný. Oddviti Framsóknar á Húsavík, kjördæmi Sigmundar, vill að hann hætti sem formaður. „Hann kemur ekki hingað og talar við okkur sem formaður" segir fyrrverandi oddviti á Akureyri.

Staða Sigmundar Davíðs sem formaður Framsóknarflokksins er orðin afar erfið.
Staða Sigmundar Davíðs sem formaður Framsóknarflokksins er orðin afar erfið.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í sárum eftir vend­ingar síð­ustu daga. Ákvörðun Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, um að sitja áfram á þingi og víkja ekki sem for­maður hefur valdið mörgum Fram­sókn­ar­mönnum áhyggj­u­m. 

Kjarn­inn er að fylgj­ast með umræðum á Alþingi í beinum frétta­straumi hér

Heima­kjör­dæmið skellir í lás

Fram­sókn­ar­menn í heima­kjör­dæmi Sig­mundar Dav­íðs, norð­aust­ur­kjör­dæmi, eru ugg­andi yfir stöð­unni sem komin er upp innan flokks­ins, sem er sagður veru­lega lask­aður eftir atburði síð­ustu daga. 

Gunn­laugur Stef­áns­son, odd­viti Fram­sóknar á Húsa­vík, segir að Sig­mundur hafi strax átt að segja af sér sem ráð­herra. Varð­andi áfram­hald­andi for­mennsku segir hann það muni ger­ast á vett­vangi flokks­ins. 

„En ég á síður von á því að hann hljóti braut­ar­geng­i,” segir hann. „Fólk er sleg­ið, en menn takast bara á við þá stöð­u.” Hann segir áfram­hald­andi for­mennska Sig­mundar skaði gengi flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um. 

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verður örugg­lega smá stund að vinna úr þessu og Sig­mundur á eftir að skýra málið fyrir okk­ur,” segir Gunn­laug­ur. „Svo finnst mér að for­maður og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins eigi að fara að for­dæmi Sig­mundar og stíga til hlið­ar.”

„Póli­tíkin hefur sett á hann stöðv­un­ar­skyldu”

Það vakti athygli eftir Kast­ljós­þátt sunnu­dags­ins þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á Akur­eyri sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar lýst var yfir algjöru van­trausti á Sig­mund Davíð og hann hvattur til að segja af sér ráð­herra­emb­ætti og sem for­mað­ur. 

Jóhannes Bjarna­son, fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins á Akur­eyri, seg­ist vera full­kom­lega ósáttur við ástandið eins og það er. 

„Sig­mundur hrökkl­ast úr ráð­herra­stól, ástæð­una vitum við öll og fólki ofbauð gjör­sam­lega. Ég skildi aldrei þetta orð­skrípi „póli­tískur ómögu­leik­i,” en nú er ég farin að skilja það. Það er „póli­tískur ómögu­leiki” að maður sem getur ekki setið sem ráð­herra, vegna þess að hann verður upp­vís að því að fela upp­lýs­ing­ar, heldur áfram að vera for­mað­ur. Því for­maður í flokki hefur það að tak­marki að leiða flokk­inn inn í kosn­ingar og vænt­an­lega að ná þeim árangri að kom­ast í rík­is­stjórn og þá verða ráð­herra. Það er ekki hægt,” segir Jóhann­es. „Þessi heift­ar­legi dóm­greind­ar­brestur með þennan aflands­reikn­ing, hann breyt­ist ekk­ert. Hann verður að hætta sem for­maður flokks­ins og hann verður að hætta á þing­i.” 

Auglýsing

Jóhannes segir að ef flokk­ur­inn eigi að ná vopnum sínum aftur verði for­mað­ur­inn að víkja. 

„Það má nú vera ljóta póli­tíska blindan að átta sig ekki á því að hann geti ekki haldið áfram sem for­mað­ur,” segir hann. „Þó að Ísland væri efst á öllum líf­kjara­listum í heim­in­um, breytir það því ekki að hann gerði heift­ar­leg mis­tök og að póli­tíkin hafi sett á hann stöðv­un­ar­skyldu. Hvað þarf meira til en póli­tískan æru­missi á alþjóð­legan, stóran mæli­kvarða?” Jóhannes und­ir­strikar þó að Sig­mundur hafi gert margt gott í gegn um tíð­ina, þá sér­stak­lega varð­andi upp­gjör við slitabú föllnu bank­ana. 

Reidd­ist vegna spurn­ingar um ras­isma

Jóhannes lýsir fundi sem hann átti með fram­sókn­ar­mönnum eftir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og á svip­uðum tíma og Gústaf Níels­son var útnefndur full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í mann­rétt­inda- og sam­fé­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá höfðu ráð­herrar og þing­menn lýst því yfir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri ekki að leggja lag sitt við öfga­skoð­anir eins og Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, odd­viti Fram­sóknar og flug­valla­vina, var sögð daðra við í Reykja­vík. 

„Þau höfðu öll stað­fest þetta og Gunnar Bragi tók kannski sterkast til orða,” segir Jóhann­es. „Svo kom Sig­mundur og flutti ræðu á fund­inum og að henni lok­inni voru fyr­ir­spurn­ir. Ég spurði hvort hann vildi í góðu tómi taka af öll tví­mæli með að þessi nún­ingur við svona ras­ista­drasl í þessum málum sem borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn var nuddað upp úr, að sekju eða ósekju, væri ekki það sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stæði fyr­ir. Hann reidd­ist ofboðs­lega og las mér pistil­inn um að það væri eitt að eiga við póli­tíska and­stæð­inga, en að það væri and­styggi­legt að þurfa að fá hnífstungur úr eigin flokki. Svo rauk hann úr pont­u.” 

Á ekki aft­ur­kvæmt heim

Jóhannes segir að Sig­mundur hafi ekki áttað sig á að hann eigi ekki aft­ur­kvæmt í norð­aust­ur­kjör­dæmi.

„Að mínu mati sendi hann okkur þannig eit­urpillu eftir yfir­lýs­ing­una, að hann kemur ekk­ert hingað og talar við okkur sem for­mað­ur­inn okk­ar,” segir hann. Sig­mundur svar­aði því til á Bylgj­unni og á Akur­eyr­i.­net í vik­unni að yfir­lýs­ing Fram­sókn­ar­manna á Akur­eyri hafi ekki komið á óvart, enda hafi „þessir aðilar ekki beint talist til stuðn­ings­manna sinna, en þeir hafi viljað annan for­mann en sig og þeir hafi áður gert svipað gegn sér. Þar er Sig­mundur að vísa í Hösk­uld Þór­halls­son. 

Kjör­dæma­bræður berj­ast

Hösk­uld­ur, flokks­bróðir Sig­mundar í norð­aust­ur­kjör­dæmi, átti eft­ir­minni­lega inn­komu í kast­ljós fjöl­miðla á mið­viku­dags­kvöld eftir þing­flokks­fund Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hösk­uldur gekk í gin ljón­anna, að eigin sögn óaf­vit­andi, og sagði fjöl­miðl­um, á undan for­manni flokks­ins, frá nýrri ráð­herra­skip­an. Þá gagn­rýndi hann Sig­mund Davíð fyrir að hafa verið óskýr í svörum varð­andi áfram­hald­andi þing­setu, en und­ir­strik­aði að hann hafi staðið í þeirri mein­ingu að odd­vitar flokk­anna hefðu upp­lýst fjöl­miðla um stöðu mála. Hösk­uldur segir í Frétta­blað­inu í dag að Sig­mundur eigi að víkja af þingi, leggja fram gögn tengdum fjár­málum sín­um, ef þau eru til, og skýra mál sitt bet­ur.   

Það kemur kannski fáum á óvart að Hösk­uldur skuli nýta tæki­færið þegar Sig­mundur er lask­að­ur. Hösk­uldur tap­aði fyrir Sig­mundi í einkar eft­ir­minni­legum for­manns­kosn­ingum árið 2009, þegar hann var rang­lega fyrst til­kynntur for­maður vegna mis­taka í taln­ingu. Fyrst var til­kynnt að Hösk­uldur hefði hlotið 449 atkvæði og Sig­mundur 340, en því var öfugt far­ið. 

„Ég hef stutt Sig­mund”

Við­brögð Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, eftir rík­is­ráðs­fund­inn á Bessa­stöðum í gær voru athygl­is­verð. Eygló var innt eftir trausts­yf­ir­lýs­ingu af frétta­manni RÚV í þrí­gang, en hún sagð­ist alltaf „hafa stutt Sig­mund Dav­íð” þegar hún var spurð hvort hún styðji hann nú. Það var svo í þriðja sinn sem frétta­mað­ur­inn náði að draga hálf­mátt­lausa trausts­yf­ir­lýs­ingu upp úr henn­i. 

Gunnar Bragi styrkir stöðu sína í Skaga­firði

Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og nýr land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, deilir norð­vestur kjör­dæmi með Ásmundi Ein­ari Daða­syni, þing­flokks­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Eins og alþjóð veit hefur Gunnar Bragi sinnt utan­rík­is­ráð­herra­starf­inu af miklum metn­aði und­an­farin ár, meðal ann­ars með því að dvelja mikið á erlendri grund. 

Ráð­herr­ann hefur verið gagn­rýndur í sínu heima­kjör­dæmi fyrir að leggja það hálf­part­inn á hill­una fyrir utan­rík­is­málin og þá sér í lagi varð­andi ákvarð­anir sínar um við­skipta­þving­anir Íslands gegn Rúss­um. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga var til að mynda ekki pará­nægt með það. 

Þeir Fram­sókn­ar­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við í Skaga­firði segja flokk­inn í sár­um. Mik­il­vægt sé að tryggja nýrri rík­is­stjórn vinnu­frið til að hún nái að klára mik­il­væg mál. Menn hafa ekki mikla skoðun á Sig­urði Inga, nýja for­sæt­is­ráð­herr­an­um, en þeir sem þekkja til bera honum vel sög­una. 

Ásmundur átti að verða ráð­herra

Gunnar Bragi er nú að taka við einu mik­il­væg­asta ráð­herra­emb­ætti síns kjör­dæm­is. Upp­haf­lega stóð til að gera Ásmund Einar að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, en eftir að Sig­mundur Davíð bar upp þá til­lögu á þing­flokks­fundi eftir frægan fund á Bessa­stöð­um, að Lilja Alfreðs­dóttir kæmi inn í rík­is­stjórn­ina, var fallið frá þeirri hug­mynd. Gunnar Bragi flaug í snatri heim frá Ind­landi og studdi Sig­mund Davíð í þess­ari hug­mynd. Með því að koma heim til Ísland og verða land­bún­að­ar­ráð­herra styrkir Gunnar Bragi stöðu sína mikið fyrir kom­andi kosn­ingar - og veikir þar með stöðu Ásmundar Ein­ar­s. 

„Ég fagna því að Gunnar Bragi sé kom­inn heim og kom­inn í land­bún­að­ar­ráðu­neyt­ið,” segir Ingi Björn Árna­son, stjórn­ar­maður Ungra Fram­sókn­ar­manna í Skaga­firði. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um mál­efni Fram­sókn­ar­flokks­ins og sagði það vera lín­una meðal sam­tak­anna.

Kjarn­inn er að fylgj­ast með umræðum á Alþingi í beinum frétta­straumi hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None