Reyna að þrengja að skattaskjólum en afhjúpa sig í leiðinni

Alþjóðleg hneykslis bylgja, með Sigmund Davíð í kastljósi, fer nú um alla stærstu fjölmiðla heimsins. David Cameron hefur nú verið afhjúpaður en hann átti um tíma í félagi í skattaskjóli.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Auglýsing

Allir stærstu fjöl­miðlar Banda­ríkj­anna og Evr­ópu hafa fjallað um Panama­skjölin og upp­lýs­ingar sem í þeim er að finna um fólk sem ­geymir pen­inga í félögum á skil­greindum lág­skatta- og skatta­skjól­u­m. 

Á með­al­ ­svæða sem sér­stak­lega eru skil­greind með þessum hætti eru Bresku jóm­frúa­eyj­arn­ar, þar sem Tortóla er á með­al. Nú hefur David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, við­ur­kennt að hafa átt hlut í einu slíku félagi, Bla­ir­more Invest­ment Fund, sem faðir hans var skráður fyr­ir. Hann seldi hlut­inn fyrir 31.500 pund, eða sem jafn­gildir 5,5 millj­ónum króna, fjórum mán­uðum áður en hann varð for­sæt­is­ráð­herra. Aug­ljóst er strax, að málið verður erfitt fyrir hann.

Í morgun var mál Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem nú er ný­bú­inn að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra, á for­síðu New York Times, og frá­ því greint að hann hefði látið undan þrýst­ingi um að segja af sér, eftir að hafa verið afhjúp­aður sem eig­andi Wintris Inc., til árs­loka 2009, en eig­in­kona hans hefur átt síðan í sér­eign. Málið var líka til umfjöll­unar í gær. 

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, var farið yfir þessi mál í Kast­ljósi í sam­starfi við Reykja­vík Media, síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Lítið hefur verið rætt um það í erlendum fjöl­miðlum að félagið hafi lýst 500 millj­óna króna kröfu í slitabú bank­anna, á meðan stjórn­völd unnu lausn á vand­anum sem þau sköp­uðu fyrir þjóð­ar­bú­ið, í tengslum við áætlun um afnám hafta. Til­vist þess, og að það hafi verið skráð í aflands­fé­lag (offs­hore company) þykir vera frétt­næmt eitt og sér.Ekki er ólík­legt að fleiri stór­tíð­indi muni ber­ast vegna þess­ara gagna, sem ­svipta hul­unni af því hvernig auð­ugt fólk og fyr­ir­tæki geymi auð­ævi sín með­ ­leynd.Póli­tískt átak á heims­vísu

Sam­hengið sem umfjöll­unin birt­ist í tekur mið af því póli­tíska átaki sem hefur verið í gangi á heims­vísu, meðal ann­ars undir for­yst­u ­rík­is­stjórnar Baracks Obama Band­ríkja­for­seta, um að þrengja að þessum svæð­u­m ­sér­stak­lega og upp­ræta starf­sem­ina. Á blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu 5. apr­íl ­síð­ast­lið­inn,­sem hann hélt meðal ann­ars til að ræða lek­ann á Panama­skjöl­un­um, sagð­i hann að þegar allt kæmi til alls þá væri það milli­stétt­ar­fólkið sem þyrfti að ­borga fyrir það, að ríkt fólk og fyr­ir­tæki, nýttu sér skatta­skjól  og lág­skatta­svæði. Þau væru að nýta sér­ glufur (loop­h­o­les) í lög­unum og það þyrfti að gera allt sem mögu­legt væri, til­ að loka á þennan mögu­leika. Allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til­ ­sam­fé­lags­ins.

Snýst um slæma banka­starf­semi og svik

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Obama gerir skatta­skjól að um­stals­efni, því hann hefur opin­ber­lega verið með bar­áttu gegn þeim sem hluta af ­stefnu rík­is­stjórnar sinnar frá því árið 2010, þegar hann hrinti úr vör átaki til að upp­ræta skatt­svik sem bankar á Wall Street aðstoð­uðu við. Frá þeim tíma hafa margir ­bankar þurftu að greiða sektir til rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna, þar á meðal margir ­evr­ópskir bank­ar. Bank­arnir HSBC og Credit Suisse hafa báðir þurft að greiða ­sektir í rík­is­sjóð, en HSBC þeim mun meira, og eru öll kurl ekki komin til­ grafar enn hvað hann varð­ar. Sam­tals nema sekir ríf­lega fimm millj­örðum Banda­ríkja­dala, sem sem nemur meira en 600 millj­örðum króna. 

Í Panama­skjöl­unum kemur meðal ann­ars fram, að ­fyrr­ver­andi banka­stjóri HSBC, Mich­ael Geog­hegan, hafi nýtt sér aflands­þjón­ust­u, til að vista eignir sínar í Bret­landi, meðal ann­ars átta milljón punda fast­eign í Kens­ington. Talið er að hann hafi kom­ist hjá skatt­greiðslum með þessum hætt­i. ­Málið er áfall fyrir þá sem berj­ast nú fyrir því að Bret­land fari úr ­Evr­ópu­sam­band­inu, en Geog­hegan hefur verið áber­andi í hópi þeirra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir bless, eftir að hafa sagt af sér. Mynd: Birgir.

Girða fyrir mögu­leik­ann.

Meg­in­sjón­ar­miðin sem stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um, og víða um heim, horfa til í rann­sóknum sínum á starf­semi sem þess­ari, er að afla upp­lýs­inga um hvern­ig ­staðið er að mál­um, svo það sé hægt að girða fyrir það í lögum að skattaund­anskot­in end­ur­taki sig. Áhersl­urnar eru á að breyta kerf­inu, og reyna að end­ur­heimta ­pen­inga sem rík­is­sjóður ann­ars ætti rétt á.

En eins og með margt sem snýr að lögum um skatta­mál, þá eru þetta ekki ein­föld mál. Þannig eru mörg skatta­skjól í Banda­ríkj­unum sjálf­um, svo sem í Nevada og Delaware, þar sem fjöl­mörg skúffu­fyr­ir­tæki eru skráð til að lág­marka umsýslu­kostnað og skatta. Umræða um þetta hefur verið lif­andi í Banda­ríkj­un­um, en þar er mikil hefð fyrir inn­byrð­is­sam­keppni ríkja um reglu­verk ­fyrir fyr­ir­æki.

HSBC bankinn þykir hafa verið alræmdur fyrir að aðstoða auðugt fólk við að svíkja undan skatti. Mynd: EPA:

Það sem Banda­rík­in, og önnur ríki heims­ins sem styðja ­sam­starf um að girða fyrir skatta­skjól, þar á meðal Íslands, vilja helst taka á eru aflands­fé­laga­starf­semi hjá ýmsum sér­fræð­ingum þar sem eigna­fólk og fyr­ir­tæki nýta ­sér ríka leynd til að gefa eignir ekki upp til skatts af fullu.Lík­legt er að þetta muni taka tölu­verðan tíma, enda er leyndin óvinur númer eitt í þessu. Rann­sókn­ar­blaða­mennskan virð­ist hafa opnað á mikið magn gagna um ­leyni­lega starf­semi, og má telja lík­legt að mik­ils titr­ings muni gæta vegna þeirra næstu vikur og mán­uði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None