#wintris #Stjórnmál

Pizzaríkisstjórnin mun róa lífróður næstu daga

Atburðarás síðustu daga hefur verið farsakennd. Traust á stjórnmálamenn og stofnanir er horfið. Aðstæðurnar minna um margt á stöðuna í janúar 2009. Þá sprakk sterk ríkisstjórn þremur dögum eftir að hafa boðað kosningar.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna nýja ríkisstjórn, skömmu eftir að Höskuldur Þórhallsson hafði óvart gert það.
Mynd: Birgir Þór Harðasson

Það má slá því nokkuð föstu að ný rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar mun róa mik­inn líf­róður næstu daga. Alls ekk­ert er víst að hún muni verða lang­líf. Það mun ráð­ast á allra næstu dögum hvort hún geti hald­ið, líkt og lagt er upp með, fram á haust þegar kjósa á. Sú atburða­rás sem átt hefur sér stað á síðan að opin­berað var að þrír ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar hafi tengst aflands­fé­lögum er best lýst sem leik­húsi fárán­leik­ans. Hver far­sa­kenndi atburð­ur­inn hefur rekið ann­an, og lík­lega náði ferlið hámarki sínu í í fyrra­dag þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ákvað að stíga til hliðar síð­deg­is, nokkrum klukku­tímum áður en að aðstoð­ar­menn hans sendu í besta falli klaufa­lega til­kynn­ingu á erlenda miðla – en afsögn Sig­mundar Dav­íðs var og er heims­frétt - þar sem þeir til­tóku sér­stak­lega að Sig­mundur Davíð væri að stíga til hliðar tíma­bund­ið.

Sú atburða­rás sem boðið var upp á í gær­kvöldi, þegar ný rík­is­stjórn var mynduð í hraði og kynnt í stig­anum á Alþingi, gaf þriðju­deg­inum þó lítið eft­ir.

Pizzur og ný rík­is­stjórn til­kynnt óvart

Raunar var atburða­rásin í gær­kvöldi með miklum ólík­ind­um. Hún dróst á lang­inn umfram það sem til­kynnt hafði verið og frétta­menn, inn­lendir og erlend­ir, biðu í tóma­rúmi eftir að þing­flokks­fundir klár­uð­ust. Einu upp­lýs­ing­arnar sem bár­ust út af þeim voru stöðu­upp­færslur á sam­fé­lags­miðlum um hvaða álegg væru á þeim pizzum sem pant­aðar voru og hverjir hafi verið að borða þær. Mörgum fannst það sýna hversu lítið skyn­bragð ráða­menn­irnir hefðu gagn­vart alvar­leika stöð­unn­ar. Og vegna þess hefur hún verið kölluð pizza­rík­is­stjórn­in.



Sig­mundur Davíð kom loks niður og óskaði þjóð­inni til ham­ingju með nýja for­sæt­is­ráð­herr­ann sinn. Hann sagði þó ekki berum orðum hver það yrði, þótt nokkuð ljóst lægi fyrir að Sig­urður Ingi væri að fara að setj­ast í þann stól. Það gerði hins vegar Hösk­uldur Þór­halls­son.



Hann ræddi lengi við fjöl­miðla, greindi þeim frá því hvernig ný rík­is­stjórn yrði mönnuð og frá ýmsum öðrum atriðum þess sam­komu­lags sem lá fyr­ir. Hösk­uldur virt­ist hafa haldið að for­ystu­menn nýrrar rík­is­stjórnar hefðu þegar rætt við þing­menn. Það höfðu þeir ekki gert. Eins og hann sagði sjálfur á Face­book-­síðu sinni í gær: „Það hvarfl­aði ekki að mér annað en að odd­vit­arnir væru þegar búnir að svara blaða­mönnum um nið­ur­stöðu dags­ins.

Þetta var fer­legt - ég við­ur­kenni það - en svona er þetta - ég ætl­aði mér sko aldeilis ekki að vera ein­hvers­konar ”blaða­full­trúi” nýju stjórn­ar­inn­ar.“

Í kjöl­farið komu odd­vit­arnir niður og komu, að flestra mati sem á horfðu, ekk­ert sér­stak­lega vel fyr­ir. Bjarni var reiður og árás­ar­gjarn og Sig­urður Ingi virk­aði ekki öruggur í því hlut­verki sem hann var kom­inn í. Eftir að hafa rætt við inn­lenda frétta­menn þá snéru þeir sér að þeim fjöl­mörgu erlendu sem hér eru vegna ástands­ins. Þeir hafa ítrekað lýst yfir furðu sinni á því sem gengið hefur á hér­lendis und­an­farna daga við kollega sína. Ekki minnk­aði furða þeirra við atburði gær­dags­ins. Einn hinna erlendu blaða­manna spurði Sig­urð Inga hvernig hann myndi bregð­ast við vænt­an­legu „no con­fidence vot­e“. Sig­urður Ingi virt­ist ekki skilja spurn­ing­una.

Þegar rætt er við erlendu blaða­menn­ina sem hér eru staddir og hafa fylgst með atburða­rás síð­ustu daga, og erlendir stór­miðlar eru lesnir, þá liggur fyrir að heims­byggðin er furðu lostin yfir því sem hér er í gangi. Ísland er athlægi.

Það er öllum ljóst að mikil óein­ing er innan þing­flokka beggja stjórn­ar­flokka með þá leið sem var farin við myndun nýrr­ar ­rík­is­stjórn­ar. Mik­il­væg félög í Sjálf­stæð­is­flokks­vél­inni, t.d. Vörð­ur, höfð­u ­sett sig skýrt á móti því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengi for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Þá hafði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, komið því ­skýrt á fram­færi á sam­fé­lags­miðlum að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri ekki búinn að ­sam­þykkja Sig­urð Inga í starf­ið.

Eftir að fundi með þing­flokknum lauk í gær sögðu þing­menn frá því að ekki hefðu verið greidd atkvæði um hina nýju rík­is­stjórn. Um væri að ræða ákvörðun for­manns flokks­ins og hún var til­kynnt þing­flokkn­um. Um hana er alls ekki full sátt.

Fram­sókn­ar­megin er staðan enn verri. Sam­kvæmt heim­ild­um Kjarn­ans stóð til að Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður og sér­stak­ur ­trún­að­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, myndi verða ráð­herra. Þannig var ­staðan þegar lyk­il­fólki í Sjálf­stæð­is­flokknum var til­kynnt um sam­setn­ing­u nýrrar rík­is­stjórnar síð­degis í gær. Sú ráð­stöfun átti þó enn eftir að fara í gegnum þing­flokk Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar var þó hart tek­ist á um bit­ling­ana og völd­in.

Hösk­uldur Þór­halls­son, annar þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi á eftir for­mann­in­um, gerði kröfu um hann yrði gerður að ráð­herra. Fylgi við flokk­inn væri enda lang­mest í hans kjör­dæmi. Hösk­uld­ur hefur verið á hlið­ar­lín­unni í flokknum í lengri tíma, og í raun allt frá því að hann tap­aði, eftir að hafa unnið í nokkrar mín­út­ur, for­manns­kosn­ingu gegn ­Sig­mundi Davíð snemma árs 2009. Fyrir kosn­ing­arnar 2013 jók for­mað­ur­inn svo á nið­ur­læg­ingu Hösk­uldar með því að færa sig í kjör­dæmið hans og hirða af hon­um ­leið­toga­sætið þar. Hösk­uldur hefur aldrei fengið í sinn hlut nein áhrifa­mik­il emb­ætti í stjórn­ar­tíð þess­arrar rík­is­stjórn­ar. Þrátt fyrir sterka stöðu í sterkasta kjör­dæm­inu hefur hann aldrei komið til greina sem ráð­herra og aldrei verið þing­flokks­for­mað­ur. Mestu veg­tyllur hans hafa verið for­mennska í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd og Íslands­deild Norð­ur­landa­ráðs.

Hösk­uldur var því ekki í miklum vand­ræðum með að taka á­kvörðun um að kjósa gegn til­lögu Sig­mundar Davíð um að Sig­urður Ingi yrð­i ­for­sæt­is­ráð­herra. Sú ákvörðun snérist reyndar mun meira um Sig­mund Davíð en ­Sig­urð Inga. Hösk­uld­ur, og mjög sterkir aðilar innan Fram­sókn­ar­flokks­ins sem til­heyra ekki þing­flokki hans, eru sagðir þeirrar skoð­unar að það gangi ekki að ­Sig­mundur Davíð sitji áfram á þingi sem ein­hvers­konar skugga­for­sæt­is­ráð­herra. Hann verði að víkja af vett­vangi stjórn­mál­anna alveg. Heim­ildir Kjarn­ans herma að ráð­ist verði í aðgerðir til að þrýsta á þá nið­ur­stöðu nú þegar stjórn­ar­skipt­u­m verður lok­ið. Staða Sig­mundar Dav­íðs í flokknum í dag er, væg­ast sagt, veik. Sig­mundur Davíð virð­ist hins vegar ekki ætla að víkja frekar og mun án efa, miðað við fyrri starfs­hætti sína, reyna að hafa eins mikil áhrif á starf rík­is­stjórn­ar­innar og hann kemst upp með úr aft­ur­sæti rík­is­stjórn­arinnar.

Vigdís Hauksdóttir er ósátt með að gengið hafi verið framhjá sér.Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrsti þing­maður flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, var líka ósátt með að ekki væri litið til henn­ar varð­andi ráð­herra­skip­an. Hún hefur ýmis­legt til síns máls, enda vann Vig­dís ­stærsta kosn­inga­sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins á möl­inni frá upp­hafi í síðust­u ­kosn­ing­um. Hún er hins vegar gríð­ar­lega umdeildur stjórn­mála­mað­ur. Lík­lega er ein­ungis Sig­mundur Davíð sjálfur umdeild­ari í stjórn­málum nútím­ans. Það hef­ur því verið litið svo á að það yrði eins og að skvetta olíu á eld að gera Vig­dísi að ráð­herra.

Nið­ur­staða kvölds­ins varð hins vegar mála­miðl­un­ar­til­laga sem ­Sig­mundur Dav­íð, hinn afar laskaði frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, lagði fram um að gera einn sinn helsta trún­að­ar­mann, Lilju Alfreðs­dótt­ur, að ut­an­þings­ráð­herra. Ásmundur Einar studdi á end­anum þá til­lögu fremur en að hann ­sjálfur yrði ráð­herra. Ákveð­ið var að halda leyni­lega atkvæða­greiðslu um hvort þeirra yrði ráð­herra og þar bar Lilja sigur úr být­um.

Lilja, sem er dóttir sjálfs Alfreðs Þor­steins­son­ar, er hlut­i af hand­fylli fólks sem Sig­mundur Davíð hefur hleypt nálægt sér í stjórn­ar­tíð sinni sem for­sæt­is­ráð­herra. Því líta margir svo á, bæði innan Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, að hún sé nokk­urs konar fram­leng­ing á for­manni flokks­ins inn í rík­is­stjórn. Hans full­trúi þar inni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gaman af svörum Bjarna Benediktssonar í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og ­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, virk­aði mjög reiður þegar hann ræddi við ­fjöl­miðla eftir þing­flokks­fund í gær­kvöldi. Út í hvern hann var reiður ligg­ur ekki fyr­ir. Mögu­lega var hann reiður út í Fram­sókn­ar­flokk­inn, mögu­lega eig­in ­þing­flokk sem sætti sig ekki að öllu leyti við þær vær­ingar sem hann til­kynnt­i í gær, og mögu­lega fjöl­miðla, sem fjallað hafa ítar­lega um leka á upp­lýs­ing­um um að hann ætti félag á aflandseyju. En það fór ekki fram hjá neinum að hann var reið­ur.

Sú reiði birt­ist meðal ann­ars í hörku­legum svörum um að ­mót­mæli stjórn­uðu ekki þessu landi, að það væri stjórn­ar­and­staðan sem væri í „rusli“, að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir væru með sterkan meiri­hluta og að skoð­ana­kann­an­ir ­skiptu engu máli. Nauð­syn­legt væri að núver­andi rík­is­stjórn kláraði sín mál, ­sér­stak­lega áætlun um losun hafta, áður en að hægt væri að kjósa.

Sam­bæri­leg staða og var í jan­úar 2009

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslensk ­stjórn­mál eru í stjórn­ar­kreppu eins og þeirri sem nú er uppi. Þvert á móti var ­sam­bæri­leg staða uppi í lok jan­úar 2009. Þá höfðu fjöl­menn mót­mæli verið á Aust­ur­velli vikum saman og ný skoð­ana­könnun hafði sýnt að ein­ungis fjórð­ung­ur kjós­enda,  25 pró­sent þeirra, studdi rík­is­stjórn­ ­Geirs H. Haar­de, sam­an­sett af Sjálf­stæð­is­flokknum og Sam­fylk­ing­unni.

Þá gerð­ist það, 23. jan­úar 2009, að ­Geir H. Haarde boð­aði til kosn­inga 9. maí í ljósi þess van­trausts sem var á rík­is­stjórn­ina, tveimur árum áður en kosn­ingar áttu að fara fram. Þessi lausn hélt þó ekki nema í örfáa daga. Eftir áfram­hald­andi mót­mæli gekk Geir á fund ­for­seta Íslands og baðst lausnar þremur dögum síð­ar, þann 26. jan­úar 2009.

Staðan sem nú er uppi er að mörgu leyt­i ­svipuð og þá. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mælist nán­ast sá sami, en hann er nú 26 pró­sent sam­kvæmt nýrri könnun MMR. Þá sat líka rík­is­stjórn með­ gríð­ar­lega  sterkan þing­meiri­hluta, raunar mun sterk­ari en sú sem nú sit­ur, enda var sam­eig­in­legur þing­manna­fjöld­i ­Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar eftir kosn­ing­arnar 2007 43. Sú rík­is­stjórn­ hafði því fimm þing­mönnum fleiri en sú sem nú sit­ur.

Mótmælin á Austurvelli á mánudag voru þau fjölmennustu sem farið hafa fram á Íslandi.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þótt for­svars­menn nýrrar rík­is­stjórnar hafi verið kok­hraustir og ákveðnir í gær og í dag um að halda ótrauðir áfram þá er ljóst að þeirra bíður mikil brekka. Traust á allar helstu stofn­anir sam­fé­lags­ins, og sér­stak­lega stjórn­mál­in, hrundi í kjöl­far atburð­anna haustið 2008. Það traust hefur lítið lag­ast. Atburðir síð­ustu daga hafa fært það traust nálægt botni.

Það fékkst stað­fest í ýmsum könn­unum sem birtar voru í gær, og voru gerðar á mánu­dag og þriðju­dag. Könnun MMR sýndi að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina væri kom­inn niður í 26 pró­sent og sam­an­lagt fylgi þeirra væri rétt rúm­lega 30 pró­sent. Þar kom einnig fram að 81 pró­sent lands­manna treysti Sig­mundi Davíð ekki og 60,6 pró­sent treysti ekki Bjarna Bene­dikts­syni.

Í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar kom fram að 78 pró­sent lands­manna vildi að Sig­mundur Davíð segði af sér emb­ætti en 60 pró­sent töldu að Bjarni ætti að gera það. Þar var einnig spurt hvort umfjöllun Kast­ljóss síð­ast­lið­inn sunnu­dag hefði dregið úr trausti gagna­vart rík­is­stjórn­inni, Alþingi og stjórn­málum almennt. Svarið var yfi­gnæf­andi já. 70 pró­sent misstu traust gagn­vart rík­is­stjórn­inni, 63 pró­sent gagn­vart Alþingi og 67 pró­sent gagn­vart stjórn­mála almennt.

Almenn­ingi fannst fram­setn­ingin fag­leg

Það eru ekki eru allir á einu máli um að fram­setn­ing Kast­ljós­þátt­ar­ins á sunnu­dag hafi verið sann­gjörn. Eða rétt­ara er að segja að ýmsir innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, meðal ann­ars þing­flokks hans, og í rit­stjórn­ar­stólum val­inna fjöl­miðla (Morg­un­blað­inu og DV) séu þeirrar skoð­unar að for­sæt­is­ráð­herra hafi verið leiddur í gildru. Þá hefur Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og fyrrum áhrifa­maður innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, farið mik­inn á sam­fé­lags­miðlum boð­andi þá sögu­skýr­ingu að umfjöll­unin hafi verið vil­höll. Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari, skrif­aði grein í Morg­un­blaðið í morgun með fyr­ir­sögn­inni „Að­för“. Þar segir hann að hlutur frétta­manna í mál­inu sé ófag­ur. „Það er aug­ljóst að öll upp­setn­ing máls­ins var hönnuð til að koma höggi á ráð­herr­ann. [...]Ætl­un­ar­verkið tókst. Ráð­herr­ann er far­inn frá. Frétta­menn­irnir sem stóðu fyrir þess­ari upp­setn­ingu leggja gjarnan áherslu á að menn segi satt. Hvað um þá sjálfa? Mega þeir skrökva sig inn á menn til að koma á þá spurn­ingum um atburði sjö ár aftur í tím­ann án þess að gefa þeim kost á að rifja slíka gamla atburði upp áður en svarað er?“

Ljóst er á nið­ur­stöðu könn­unar Félags­vís­inda­stofn­unar að almenn­ingur deilir ekki þessum skoð­un­um. Þar var spurt um hvort fólk hefði horft á umfjöllun Kast­ljós um aflands­fé­lög tengd ráða­mönnum síð­ast­lið­inn sunnu­dag. 64 pró­sent aðspurðra sögðu að þeir hefðu séð þátt­inn allan og 19 pró­sent að þeir hefðu séð hann að hluta. Það þýðir að ein­ungis 16 pró­sent sá ekki þátt­inn. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti aðspurðra, 78 pró­sent, sögðu að þeim hafi þótt umfjöll­unin mjög eða frekar fag­leg. Ein­ungis 14 pró­sent sögðu að þeim hafi þótt hún ófag­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar