Valdaþræðirnar gætu legið til Pírata

Staðan í stjórnmálunum er fordæmalaus, en stjórnarandstöðuflokkarnir, sem mælast nú með ríflega 65 prósent fylgi, eru byrjaðir að stilla saman strengina. Píratar eru með pálmann í höndunum.

Mótmæli
Auglýsing

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir á Alþingi, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn, Björt fram­tíð og Pírat­ar, vilja ólm fá kosn­ingar fram hið fyrsta, en þurfa að sætta sig við að bíða fram á haust­ið, eftir tíð­indi gær­dags­ins. Sig­urður Ingi Jóhanns­son leiðir nýja rík­is­stjórn sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son vék úr henni, en reikna má með því að nýr ráð­herrakap­all skýrist í dag. Lilja Alfreðs­dóttir tekur sæti í rík­is­stjórn sem utan­þings­ráð­herra, og verka­skipt­ing stjórn­ar­flokk­anna eftir ráðu­neytum verður áfram sú sama og verið hefur til þessa, eftir því sem fram kom í máli Sig­urðar Inga og Bjarna Bene­dikts­son­ar, í gær­kvöldi.

Eins og staða mála er nú, gæti sá tími sem líður fram að kosn­ingum skipt miklu máli fyrir stjórn­ar­and­stöð­una. Bjarni sagði í gær að stjórn­ar­and­staðan væi „líka í rusli“, og vís­aði til þess að ennþá væri góður meiri­hluti hjá stjórn­ar­flokk­unum í þing­inu, sem gætu staðið af sér van­traust­til­lög­u. 

Krafa stjórn­ar­and­stöð­unnar er ennþá sú að kosið verði strax, og hefur þetta komið skýr­lega fram í við­tölum við for­ystu­fólk stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, ekki síst í gær­kvöldi. Rík­is­stjórn undir for­ystu Sig­urðar Inga heldur um þræð­ina fram á haust meðan unnið verður að mik­il­vægum mál­um, þar helst aflandskrón­u­út­boð­inu sem er lyk­il­at­riði í áætlun stjórn­valda um afnám hafta. Von er á því máli á dag­skrá á næstu tveimur til þremur vik­um.

Auglýsing

For­ystu­fólk í stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um, þau Árn­i Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, Óttar Proppé – sem mest hefur verið áber­andi í þessu máli fyrir hönd ­Bjartrar fram­tíðar – og Birgitta Jóns­dóttir og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, hjá P­íröt­um, hafa talað með sam­stilltum hætti og segj­ast öll á því að þessi nið­ur­staða, það er að Sig­mundur Davíð stígi til hliðar og Sig­urður Ingi taki við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sé ekki góð nið­ur­staða sem fólk sætti sig við. Það sáust engin skilti með óskum um að Sig­urður Ingi yrði for­sæt­is­ráð­herra, sagði Helgi Hrafn, þegar þessi mynd var að skýr­ast.

Miklar svipt­ingar

Nýj­ustu skoð­ana­kann­anir benda til þess að það sé farið að molna undan fylgi við rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Þeir mæl­ast nú með 26 pró­sent traust, ­sam­kvæmt könnun frá MMR í gær, sem er það lægsta sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa mælst með frá því þeir tóku við stjórn­ar­taumunum 2013. Raunar hefur rík­is­stjórn sjaldan mælst með­ svo lítið traust. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með 8,7 pró­sent fylgi og lækkar frá því í síð­ustu könnun í mars og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 22,5 pró­sent. Píratar eru lang­sam­lega stærsti flokkur lands­ins með 36,7 pró­sent fylgi. Vinstri græn ­mæl­ast með 12,8 pró­sent fylgi og Sam­fylk­ingin 9,9 pró­sent. Björt fram­tíð er ­yfir fimm pró­sent lág­marki, sem þarf til að ná fólki inn á þing, og mælist nú ­með 5,8 pró­sent fylgi. Stjórn­ar­and­stað­an er því með 65,2 pró­sent fylgi í þess­ari nýj­ustu könn­un, en stjórn­ar­flokk­arn­ir 31,2 pró­sent.

Það þarf ekki að koma á óvart að stjórn­ar­and­staðan hafi verið að knýja á um kosn­ingar í ljósi þess­arar stöðu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, nýtur mikilla vinsælda í könnunum. Flokkur hennar mælist nú með 12,8 prósent fylgi. Mynd: Birgir.

Inn­an­mein og ­valda­bar­átta

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna, það er í gras­rót ­flokk­anna, hefur verið rætt um að þetta kunni að vera heppi­legur tíma­punkt­ur til að þess að auka sam­starf flokk­anna, jafn­vel sam­ein­ast. Lík­legt verður að telj­ast að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, gæti orðið leið­tog­i þeirra hreyf­ing­ar, í ljósi þess að mikið traust til hennar hefur verið stað­fest síend­ur­tekið í könn­unum að und­an­förnu. En þetta hefur ekk­ert verið rætt form­lega meðal þing­manna og ekki heldur í for­ystu­sveit þess­ara flokka á lands­vísu. Frekar má orða það svo, að flokk­arnir viti af mögu­leik­an­um, í ljósi þess hvernig hið póli­tíska lands­lag hefur þróast, en hafi til þessa ekk­ert gert til að ýta honum í far­veg til­ fram­kvæmd­ar.

Árni Páll Árnason hefur átt í vök að verjast innan flokks sem utan, stærstan hluta kjörtímabilsins. Mynd: Birgir.

Þvert á móti hefur Sam­fylk­ing­in, sem hefur átt í stökust­u vand­ræðum allt kjör­tíma­bilið og mælst í lægstu lægðum í fylg­inu frá stofn­un, horft til þess að end­ur­nýja flokks­starfið og for­yst­una. Hafa Helgi Hjörvar, Oddný Harð­ar­dóttir og Magnús Orri Schram þegar boðið sig fram til for­mennsku þegar kosið verður um end­ur­nýjun for­yst­unn­ar.

Í ljósi þess hve lítið fylgi hefur verið við Bjarta fram­tíð allt kjör­tíma­bil­ið, þá liggur fyrir að hún mun berj­ast fyrir lífi sínu í næst­u ­kosn­ing­um, fari hún fram undir sömu for­merkj­um.

Píratar eru hins vegar með pálmann í hönd­un­um. Þrátt ­fyrir þriggja manna þing­flokk, Birgittu, Helga Hrafn og Ástu Guð­rún­u Helga­dótt­ur, þá er ljóst að valda­þræð­irnir í stjórn­málum lands­ins gætu lent hjá þeim í haust þegar kosið verð­ur. Ef nið­ur­staðan yrði í sam­ræmi við kann­anir þá fengju Píratar 28 þing­menn af 63 í heild­ina. Þau hafa rætt um það, að rík­is­stjórn með þeirra þátt­töku þurfi að vera skipuð utan­þings­ráð­herr­um. Ekk­ert hefur sést á spilin í þeim efn­um, það er hvaða fólk það er sem kæmi til­ ­greina sem ráð­herr­ar, en Píratar þurfa að hafa nokkuð hraðar hend­ur, þegar kemur að skipu­lagi innra starfs­ins, í ljósi þess að kosið verður í haust.

En það má ekki gleyma þeim þekktu sann­indum úr stjórn­mál­um, að staða mála getur breyst hratt og erfitt að er að sjá fyrir þróun mála, eins og atburða­rás síð­ustu daga sýnir glögg­lega. Það sem virð­ist aug­ljóst nú, gæti verið breytt innan skamms tíma.

Þingflokkur Pírata telur nú þrjá þingmenn, en 25 nýir þingmenn myndu bætast við ef útkoma í kosningum yrði sú sama og kannanir benda til um þessar mundir. Mynd: Birgir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None