Krafan um nýtt upphaf nær einróma frá stjórnarandstöðu

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa gengið í gegnum nær fordæmalausar fylgissveiflur á kjörtímabilinu. Kosningar í bráð gætu skapað mikil tækifæri fyrir suma, en eru ógnun fyrir aðra.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins  mun ekki starfa áfram með Sig­mund Dav­íð G­unn­laugs­son í brúnni, það liggur nú fyr­ir, eftir darraða­dans og dramat­íska ­at­burða­rás í dag. Sem hófst raunar með skýrum yfir­lýs­ingum Sig­mundar Dav­íðs um að hann myndi ekki hætta og ekki rík­is­stjórnin held­ur.

Til­laga sem kom á óvart

Eftir fund með þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks­ins til­kynnti Sig­urður Ing­i Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að hann myndi taka við sem ­for­sæt­is­ráð­herra og Sig­mundur Davíð hætta. Þetta væri til­laga Fram­sókn­ar­flokks­ins, eins og hún var á borð bor­in.

Auglýsing

Sé mið tekið af sam­tölum sem Kjarn­inn hefur átt í dag, bæð­i við stjórn­ar­þing­menn og þing­menn stjórn­ar­and­stöðu, þá var þetta útspil aldrei ­mögu­legt til þess að verða sátta­grund­völlur á Alþingi eða mæta kröfum um nýtt ­upp­haf, eins og greina mátti með áber­andi hætti í fjöl­menn­ustu mót­mælum á Ís­landi í seinni tíð í gær, og stjórn­ar­and­staðan hefur lagt áherslu á. Til­lagan kom flestum í stjórn­ar­and­stöð­unni á óvart.

Óttar Proppé, og Birgitta Jónsdóttir, fylgjast með Sigurði Inga Jóhannssyni í viðtali. Mynd: Birgir.Erfitt að spá fyrir í óvissu­skýi

Óvissu­ský, sem síðan getur horfið hratt, er nú yfir­ fram­hald­inu og í raun ótíma­bært að spá fyrir með mik­illi vissu um það sem mögu­lega geti gerst. Hins vegar er stjórn­ar­and­staðan uppi með skýra kröfu um kosn­ingar og að al­menn­ingur ráði ferð­inni í gegnum þær. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur talað fyrir því sér­stak­lega - bæði í við­tölum og á göng­unum á Alþingi - að stjórn­ar­and­stæð­ingar standi sam­an í því að knýja fram van­traust á rík­is­stjórn­ina og kosn­ingar í kjöl­far­ið. Flokkur hennar mælist með um 11 pró­sent fylgi þessi miss­er­in.

Það sem flækir stöð­una hjá stjórn­ar­and­stöð­unni er afar veik ­staða flokka inn­byrð­is, og ójafn­vægi milli þing­manna­styrks þeirra og síð­an kann­anna. Það sem er skýr­ast í þeim efnum er staða Pírata, sem mæl­ast nú með 36,1 ­pró­sent fylgi, en eru með þriggja manna þing­flokk. Sam­fylk­ingin er með afar veika ­for­ystu­sveit og lítið fylgi í sögu­legu sam­hengi (9,5 pró­sent), og hefur ákveðið að styrkja innra starfið með­ ­kosn­ingu nýs for­manns og for­ystu á næsta lands­fundi. Þegar hafa komið fram nokkrir flokks­menn sem vilja ­leiða flokk­inn inn í nýja tíma, þar á meðal Helgi Hjörvar, Oddný Harð­ar­dóttir og Magnús Orri Schram. Eins og staða mála nú, er því Árni Pál­l Árna­son, for­maður flokks­ins, með afar veikt umboð til for­ystu­verk­efna í ís­lenskum stjórn­málum og ekki víst að kosn­ingar sé það besta í stöð­unni, sé horft á málin út frá hags­munum Sam­fylk­ing­ar­innar sér­stak­lega.

Berst fyrir til­veru sinni  

Björt fram­tíð (3,2 pró­sent) er í reynd að berj­ast fyrir til­veru sinni, þrátt að ein­staka ­þing­menn flokks­ins hafa verið nokkuð áber­andi í því verk­efni þings­ins, að reyna að byggja upp traust og trúnað að und­an­förnu, eftir að áhrifa Panama­skjal­anna ­fór að gæta í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu. Sér­stak­lega má nefna Óttar Proppé í þeim efn­um.

Þessi staða gerir stjórn­ar­and­stöð­unni erfitt fyrir að stilla ­saman strengi, og ná vopnum sínum fyrir kosn­ingar sem geta farið fram inn­an­ ­tíð­ar, jafn­vel skömmu fyrir for­seta­kosn­ingar í júní eða nokkrum mán­uðum eft­ir þær. En þrátt fyrir það, þá mælist stjórn­ar­and­staðan nú sam­an­lagt með 59,3 pró­sent fylgi, sam­kvæmt könn­unum Gallup.

Stór­kost­legur sigur Pírata virð­ist lík­legur mögu­leiki

En und­an­tekn­ingin er óneit­an­lega staða Pírata, sem ­gætu unnið stór­kost­legan kosn­inga­sigur eftir kosið yrði á næst­unni, sem mynd­i ­skapa nýtt upp­haf á stjórn­mála­svið­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None