Fordæmalaus einleikur Sigmundar Davíðs

Forsætisráðherra hafði ekki samráð við þingflokk sinn né samstarfsflokk áður en að hann fór á fund forseta Íslands og óskaði eftir heimild til þingrofs. Hann virðist algjörlega einangraður í þeim aðgerðum sem hann leikur um þessar mundir.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sigmundur Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra er að leika mikinn einleik um þessar mundir. Fundur hans með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun fór ekki vel, samkvæmt upplýsingum Kjarnans. Hann leiddi til þess að forsætisráðherrann ákvað að setja stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann sagði að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Í kjölfarið flýtti forsætisráðherra fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og hélt á Bessastaði. Þar óskaði hann eftir því að fá heimild til þingrofs, sem Ólafur Ragnar hafnaði þar sem Sigmundi Davíð tókst ekki að sannfæra hann um að Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur hans, styddi slíka tillögu.

Það sem gerir þetta útspil Sigmundar Davíð afar athyglisvert er að hann hefur ekkert rætt, að minnsta kosti formlega, við þingflokk sinn um þessa leið. Það kom bersýnilega í ljós í viðtali við Karl Garðarsson, þingmann Framsóknarflokksins, hjá RÚV í hádeginu. Þar sagði Karl að Sigmundur Davíð hefði ekki borið hótun sína um að rjúfa þing og boða til kosninga, sem hann setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook-færslu í morgun, undir þingflokkinn. „Hann hefði kannski átt að segja þingflokknum frá þessu fyrst,“ sagði Karl.

Forsætisráðherra einangraður

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki viljað styðja Sigmund Davíð til áframhaldandi setu sem forsætisráðherra opinberlega en hafa heldur ekki viljað segjast vilja afsögn hans fyrr en Bjarni hefði haft tíma til að funda með honum. Það gerðist í morgun, nokkrum klukkutímum eftir að hafa komið aftur til landsins frá Bandaríkjunum. Nokkuð ljóst var orðið í gær að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér ekki að styðja Sigmund Davíð áfram í stól forsætisráðherra. Það kom bersýnilega fram í samtölum við þá. Auk þess fjaraði hratt undan stuðningi við hann innan Framsóknarflokksins þegar leið á daginn, og mótmælin á Austurvelli ágerðust. Þar mættu alls á milli 15-20 þúsund manns í gær, og kröfðust þess að Sigmundur Davíð myndi víkja. Svo virtist vera sem allir, jafnt samherjar og andstæðingar Sigmundar Davíðs í pólitík, almenningur og fjölmiðlar væru búnir að átta sig á því að dagar hans sem forsætisráðherra væru taldir. Þ.e. allir nema hann sjálfur og mjög þröngur hópur í kringum hann.

Auglýsing

Í morgun mætti Sigmundur Davíð hins vegar kokhraustur í viðtal í morgunþátt Bylgjunnar og sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði. Síðan fór hann til fundar með Bjarna Benediktssyni og þá breyttist allt. Forsætisráðherra ákvað í kjölfarið, einn og án samráðs við þingflokk sinn eða samstarfsflokk, að boða þingrof ef ríkisstjórn undir forsæti hans yrði ekki studd af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið ók hann til Bessastaða og krafðist þess af forseta landsins að hann undirritaði plagg sem veitti honum heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Því hafnaði forsetinn, með þeim rökum að Sigmundi Davíð hefði ekki tekist að sannfæra sig um að Sjálfstæðisflokkurinn væri þessari ráðagerð fylgjandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None