Fordæmalaus einleikur Sigmundar Davíðs

Forsætisráðherra hafði ekki samráð við þingflokk sinn né samstarfsflokk áður en að hann fór á fund forseta Íslands og óskaði eftir heimild til þingrofs. Hann virðist algjörlega einangraður í þeim aðgerðum sem hann leikur um þessar mundir.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davið Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er að leika mik­inn ein­leik um þessar mund­ir. Fundur hans með Bjarna Bene­dikts­syni, for­mann­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í morgun fór ekki vel, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. Hann leiddi til þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann ákvað að setja stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagði að ef þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka ­sam­eig­in­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­inga hið ­fyrsta. Í kjöl­farið flýtt­i ­for­sæt­is­ráð­herra fundi sínum með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, og hélt á Bessa­staði. Þar óskaði hann eftir því að fá heim­ild til þing­rofs, sem Ólafur Ragnar hafn­aði þar sem Sig­mundi Davíð tókst ekki að sann­færa hann um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sam­starfs­flokkur hans, styddi slíka til­lögu.

Það sem gerir þetta útspil Sig­mundar Davíð afar athygl­is­vert er að hann hefur ekk­ert rætt, að minnsta kosti form­lega, við þing­flokk sinn um þessa leið. Það kom ber­sýni­lega í ljós í við­tali við Karl Garð­ars­son, þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, hjá RÚV í hádeg­inu. Þar sagði Karl að Sig­mundur Dav­íð hefði ekki borið hótun sína um að rjúfa þing og boða til kosn­inga, sem hann setti fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­færslu í morg­un, undir þing­flokk­inn. „Hann hefð­i kannski átt að segja þing­flokknum frá þessu fyrst,“ sagði Karl.

For­sæt­is­ráð­herra ein­angr­aður

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki viljað styðja Sig­mund Da­víð til áfram­hald­andi setu sem for­sæt­is­ráð­herra opin­ber­lega en hafa held­ur ekki viljað segj­ast vilja afsögn hans fyrr en Bjarni hefði haft tíma til að funda með hon­um. Það gerð­ist í morg­un, nokkrum klukku­tímum eftir að hafa kom­ið aftur til lands­ins frá Banda­ríkj­un­um. Nokkuð ljóst var orðið í gær að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætl­aði sér ekki að styðja Sig­mund Davíð áfram í stól ­for­sæt­is­ráð­herra. Það kom ber­sýni­lega fram í sam­tölum við þá. Auk þess fjar­að­i hratt undan stuðn­ingi við hann innan Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar leið á dag­inn, og mót­mælin á Aust­ur­velli ágerð­ust. Þar mættu alls á milli 15-20 þús­und manns í gær, og kröfð­ust þess að Sig­mundur Davíð myndi víkja. Svo virt­ist vera sem all­ir, jafnt sam­herjar og and­stæð­ingar Sig­mundar Dav­íðs í póli­tík, almenn­ing­ur og fjöl­miðlar væru búnir að átta sig á því að dagar hans sem for­sætisráð­herra væru tald­ir. Þ.e. allir nema hann sjálfur og mjög þröngur hópur í kringum hann.

Auglýsing

Í morgun mætti Sig­mundur Davíð hins vegar kok­hraustur í við­tal í morg­un­þátt Bylgj­unnar og sagði rík­is­stjórn­ar­sam­starfið ekki hanga á blá­þræði. Síðan fór hann til fundar með Bjarna Bene­dikts­syni og þá breytt­ist allt. For­sæt­is­ráð­herra ákvað í kjöl­far­ið, einn og án sam­ráðs við þing­flokk sinn eða sam­starfs­flokk, að boða þing­rof ef rík­is­stjórn undir for­sæti hans yrði ekki studd af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í kjöl­farið ók hann til Bessa­staða og krafð­ist þess af for­seta lands­ins að hann und­ir­rit­aði plagg sem veitti hon­um heim­ild til að rjúfa þing og boða til kosn­inga. Því hafn­aði for­set­inn, með þeim rökum að Sig­mundi Davíð hefði ekki tek­ist að sann­færa sig um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri þess­ari ráða­gerð fylgj­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None