Fordæmalaus einleikur Sigmundar Davíðs

Forsætisráðherra hafði ekki samráð við þingflokk sinn né samstarfsflokk áður en að hann fór á fund forseta Íslands og óskaði eftir heimild til þingrofs. Hann virðist algjörlega einangraður í þeim aðgerðum sem hann leikur um þessar mundir.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davið Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er að leika mik­inn ein­leik um þessar mund­ir. Fundur hans með Bjarna Bene­dikts­syni, for­mann­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í morgun fór ekki vel, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. Hann leiddi til þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann ákvað að setja stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagði að ef þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka ­sam­eig­in­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­inga hið ­fyrsta. Í kjöl­farið flýtt­i ­for­sæt­is­ráð­herra fundi sínum með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, og hélt á Bessa­staði. Þar óskaði hann eftir því að fá heim­ild til þing­rofs, sem Ólafur Ragnar hafn­aði þar sem Sig­mundi Davíð tókst ekki að sann­færa hann um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sam­starfs­flokkur hans, styddi slíka til­lögu.

Það sem gerir þetta útspil Sig­mundar Davíð afar athygl­is­vert er að hann hefur ekk­ert rætt, að minnsta kosti form­lega, við þing­flokk sinn um þessa leið. Það kom ber­sýni­lega í ljós í við­tali við Karl Garð­ars­son, þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, hjá RÚV í hádeg­inu. Þar sagði Karl að Sig­mundur Dav­íð hefði ekki borið hótun sína um að rjúfa þing og boða til kosn­inga, sem hann setti fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­færslu í morg­un, undir þing­flokk­inn. „Hann hefð­i kannski átt að segja þing­flokknum frá þessu fyrst,“ sagði Karl.

For­sæt­is­ráð­herra ein­angr­aður

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki viljað styðja Sig­mund Da­víð til áfram­hald­andi setu sem for­sæt­is­ráð­herra opin­ber­lega en hafa held­ur ekki viljað segj­ast vilja afsögn hans fyrr en Bjarni hefði haft tíma til að funda með hon­um. Það gerð­ist í morg­un, nokkrum klukku­tímum eftir að hafa kom­ið aftur til lands­ins frá Banda­ríkj­un­um. Nokkuð ljóst var orðið í gær að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætl­aði sér ekki að styðja Sig­mund Davíð áfram í stól ­for­sæt­is­ráð­herra. Það kom ber­sýni­lega fram í sam­tölum við þá. Auk þess fjar­að­i hratt undan stuðn­ingi við hann innan Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar leið á dag­inn, og mót­mælin á Aust­ur­velli ágerð­ust. Þar mættu alls á milli 15-20 þús­und manns í gær, og kröfð­ust þess að Sig­mundur Davíð myndi víkja. Svo virt­ist vera sem all­ir, jafnt sam­herjar og and­stæð­ingar Sig­mundar Dav­íðs í póli­tík, almenn­ing­ur og fjöl­miðlar væru búnir að átta sig á því að dagar hans sem for­sætisráð­herra væru tald­ir. Þ.e. allir nema hann sjálfur og mjög þröngur hópur í kringum hann.

Auglýsing

Í morgun mætti Sig­mundur Davíð hins vegar kok­hraustur í við­tal í morg­un­þátt Bylgj­unnar og sagði rík­is­stjórn­ar­sam­starfið ekki hanga á blá­þræði. Síðan fór hann til fundar með Bjarna Bene­dikts­syni og þá breytt­ist allt. For­sæt­is­ráð­herra ákvað í kjöl­far­ið, einn og án sam­ráðs við þing­flokk sinn eða sam­starfs­flokk, að boða þing­rof ef rík­is­stjórn undir for­sæti hans yrði ekki studd af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í kjöl­farið ók hann til Bessa­staða og krafð­ist þess af for­seta lands­ins að hann und­ir­rit­aði plagg sem veitti hon­um heim­ild til að rjúfa þing og boða til kosn­inga. Því hafn­aði for­set­inn, með þeim rökum að Sig­mundi Davíð hefði ekki tek­ist að sann­færa sig um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri þess­ari ráða­gerð fylgj­andi.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None