Fordæmalaus einleikur Sigmundar Davíðs

Forsætisráðherra hafði ekki samráð við þingflokk sinn né samstarfsflokk áður en að hann fór á fund forseta Íslands og óskaði eftir heimild til þingrofs. Hann virðist algjörlega einangraður í þeim aðgerðum sem hann leikur um þessar mundir.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davið Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er að leika mik­inn ein­leik um þessar mund­ir. Fundur hans með Bjarna Bene­dikts­syni, for­mann­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í morgun fór ekki vel, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. Hann leiddi til þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann ákvað að setja stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagði að ef þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka ­sam­eig­in­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­inga hið ­fyrsta. Í kjöl­farið flýtt­i ­for­sæt­is­ráð­herra fundi sínum með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, og hélt á Bessa­staði. Þar óskaði hann eftir því að fá heim­ild til þing­rofs, sem Ólafur Ragnar hafn­aði þar sem Sig­mundi Davíð tókst ekki að sann­færa hann um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sam­starfs­flokkur hans, styddi slíka til­lögu.

Það sem gerir þetta útspil Sig­mundar Davíð afar athygl­is­vert er að hann hefur ekk­ert rætt, að minnsta kosti form­lega, við þing­flokk sinn um þessa leið. Það kom ber­sýni­lega í ljós í við­tali við Karl Garð­ars­son, þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, hjá RÚV í hádeg­inu. Þar sagði Karl að Sig­mundur Dav­íð hefði ekki borið hótun sína um að rjúfa þing og boða til kosn­inga, sem hann setti fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­færslu í morg­un, undir þing­flokk­inn. „Hann hefð­i kannski átt að segja þing­flokknum frá þessu fyrst,“ sagði Karl.

For­sæt­is­ráð­herra ein­angr­aður

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa ekki viljað styðja Sig­mund Da­víð til áfram­hald­andi setu sem for­sæt­is­ráð­herra opin­ber­lega en hafa held­ur ekki viljað segj­ast vilja afsögn hans fyrr en Bjarni hefði haft tíma til að funda með hon­um. Það gerð­ist í morg­un, nokkrum klukku­tímum eftir að hafa kom­ið aftur til lands­ins frá Banda­ríkj­un­um. Nokkuð ljóst var orðið í gær að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætl­aði sér ekki að styðja Sig­mund Davíð áfram í stól ­for­sæt­is­ráð­herra. Það kom ber­sýni­lega fram í sam­tölum við þá. Auk þess fjar­að­i hratt undan stuðn­ingi við hann innan Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar leið á dag­inn, og mót­mælin á Aust­ur­velli ágerð­ust. Þar mættu alls á milli 15-20 þús­und manns í gær, og kröfð­ust þess að Sig­mundur Davíð myndi víkja. Svo virt­ist vera sem all­ir, jafnt sam­herjar og and­stæð­ingar Sig­mundar Dav­íðs í póli­tík, almenn­ing­ur og fjöl­miðlar væru búnir að átta sig á því að dagar hans sem for­sætisráð­herra væru tald­ir. Þ.e. allir nema hann sjálfur og mjög þröngur hópur í kringum hann.

Auglýsing

Í morgun mætti Sig­mundur Davíð hins vegar kok­hraustur í við­tal í morg­un­þátt Bylgj­unnar og sagði rík­is­stjórn­ar­sam­starfið ekki hanga á blá­þræði. Síðan fór hann til fundar með Bjarna Bene­dikts­syni og þá breytt­ist allt. For­sæt­is­ráð­herra ákvað í kjöl­far­ið, einn og án sam­ráðs við þing­flokk sinn eða sam­starfs­flokk, að boða þing­rof ef rík­is­stjórn undir for­sæti hans yrði ekki studd af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í kjöl­farið ók hann til Bessa­staða og krafð­ist þess af for­seta lands­ins að hann und­ir­rit­aði plagg sem veitti hon­um heim­ild til að rjúfa þing og boða til kosn­inga. Því hafn­aði for­set­inn, með þeim rökum að Sig­mundi Davíð hefði ekki tek­ist að sann­færa sig um að ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri þess­ari ráða­gerð fylgj­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None