Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að reyna að láta sambandið ganga

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

19:52 - Segjum þetta gott í bili 

Jæja. Þökkum fyrir annan dag­inn af beinni lýs­ingu atburða hér á Kjarn­an­um. Sjáum svo til hvort morg­un­dag­ur­inn verður þess eðlis að við höfum beina lýs­ingu áfram. 

19:30 - Einar K. segir fund sinn með for­set­anum góð­an 

Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, segir fund sinn með for­seta Íslands hafa verið góð­an. „Þetta var fyrst og fremst upp­lýs­inga­fund­ur. Það var engin nið­ur­staða eða neitt slíkt,“ sagði hann í sam­tali við Sunnu Val­gerð­ar­dótt­ur, blaða­mann Kjarn­ans, fyrir stund­u. 

19:20 - Ólafur Ragnar svarar Sig­mundi Davíð

„Það var ljóst í sam­ræðum okkar að einn meg­in­til­gangur þess að koma í flýti hingað var að fá slíkt fyr­ir­heit sem hann gæti síðan notað sem vopn í við­ræðum við for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins,“ sagði for­seti Íslands um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son í fréttum RÚV nú í kvöld. Hann sagði ekki við hæfi að hann elti ólar við frá­sögn Sig­mundar en það hafi ekki verið neinn mis­skiln­ingur þeirra á milli um það sem fram fór á fund­in­um. 

Auglýsing

19:01 - Beint frá mót­mæl­un­um 

Hér má fylgj­ast með mót­mæl­unum í beinni útsend­ing­u. 18:58 - Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins vissu ekki af til­lög­unni um Sig­urð Inga 

Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vissi ekki af ákvörðun Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um að stíga til hliðar og leggja til að Sig­urður Ingi Jóhanes­son yrði for­sæt­is­ráð­herra í hans stað. Sig­urður Ingi til­kynnti um þessa til­lögu Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra var á leið á Bessa­staði að hitta for­seta Íslands. Lesið meira um það hér. 

18:50 - Mót­mæl­endur stefna að Val­höll 

Mót­mælin á Aust­ur­velli voru færð að Fram­sókn­ar­hús­inu við Hverf­is­götu fyrir um það bil hálf­tíma síð­an. Svo var ákveðið að fylkja liði í Val­höll, þar sem Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son hafa verið að funda. Mót­mæl­endur eru á leið þangað gang­andi nún­a. 

18:14 - Fólk streymir enn á Aust­ur­völl 

Það eru ekki eins margir að mót­mæla og í gær, en fólki fer fjölg­andi á Aust­ur­velli að sögn lög­reglu. Þrír fjórðu hlutar af Aust­ur­velli eru þaktir mót­mæl­endum og enn streymir fólk að, segir á mbl.­is. 

18:07 - Einar K. veit ekki af hverju hann er kom­inn á Bessa­staði 

Einar K. Guð­finns­son for­seti Alþingis er kom­inn á Bessa­staði til fundar við for­seta Íslands. Hann veit ekki hvert til­efni fund­ar­ins er eða hvað verður rætt, sagði hann við fjöl­miðla áður en hann fór á fund­inn. 

18:02 - Fram­sókn­ar­menn segj­ast styðja Sig­mund Davíð áfram 

Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins styður Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann flokks­ins og frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, eftir atburði dags­ins. Þing­flokk­ur­inn lýsir ánægju með „þá virð­ing­ar­verðu afstöðu for­manns­ins sem felst í því að hann skuli vera reiðu­bú­inn að stíga þetta skref til að gera rík­is­stjórn­inni kleift að vinna áfram að þeim mik­il­vægu verk­efnum sem nú liggja fyr­ir.” Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá þing­flokkn­um. 

17:37 - Sig­mundur Davíð ætlar að vera þing­maður áfram 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hyggst sitja áfram á þingi. Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir við mbl.is að það sé almennur stuðn­ingur við til­lög­una um að hann víki sem for­sæt­is­ráð­herra fyrir Sig­urði Inga. 

17:30 - Þrjú pró­sent treystu Sig­urði Inga best 

Þrjú pró­sent aðspurðra sögð­ust bera mest traust til Sig­urðar Inga Jóhann­es­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, af ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar í könnun Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2 síðan um miðjan mars. Þetta og fleira má lesa í nýrri frétt Sunnu Val­gerð­ar­dótt­ur. 

17:23 - Útspilið aldrei að verða sátta­grund­völlur

Sé mið tekið af sam­tölum sem Kjarn­inn hefur átt í dag, bæði við stjórn­ar­þing­menn og þing­menn stjórn­ar­and­stöðu, þá var þetta útspil aldrei mögu­legt til þess að verða sátta­grund­völlur á Alþingi eða mæta kröfum um nýtt upp­haf, eins og greina mátti með áber­andi hætti í fjöl­menn­ustu mót­mælum á Íslandi í seinni tíð í gær, og stjórn­ar­and­staðan hefur lagt áherslu á. Til­lagan kom flestum í stjórn­ar­and­stöð­unni á óvart. Krafan um nýtt upp­haf með kosn­ingum kemur nær ein­róma frá stjórn­ar­and­stöð­unni, segir í frétta­skýr­ingu Magn­úsar Hall­dórs­son­ar. 

16:49 - Sig­mundur Davíð segir for­set­ann ljúga 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að hann hafi ekki borið fram form­lega til­lögu um þing­rof á fundi sínum með for­seta Íslands fyrr í dag, líkt og skilja hefði mátt af ummælum for­set­ans að fundi lokn­um. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem send var út rétt í þessu. Meira hér. 

16:37 - Við leysum ekk­ert með stóla­skipt­um 

Þetta segir Árni Páll Árna­son. „Við erum að upp­lifa dauða­teygjur þess­arar rík­is­stjórn­ar. Þetta er upp­hafið að enda­lok­un­um.“ 

16:35 - Krafan var að Sig­mundur stigi til hlið­ar 

Bjarni Bene­dikts­son vill halda sam­starf­inu áfram, það er nið­ur­staðan í bili. Hann segir að krafan hafi verið að Sig­mundur Davíð viki. Nú er að sjá hversu margir mæta á mót­mæli sem búið er að boða að hefj­ist klukkan 17 í dag, rétt eins og í gær. 

Bjarni Benediktsson

16:28 - Bjarni ætlar að hugsa málið

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra ætlar að hugsa mál­ið, segir hann að loknum fundi sínum með for­seta Íslands. Hann segir að nú þurfi hann og Sig­urður Ingi að ræða saman næstu daga. Hann vill tryggja far­sæla lausn í sam­starfi við Fram­sókn­ar­menn, og mun ekki gera kröfu um að verða for­sæt­is­ráð­herra. Lesið meira um það sem Bjarni segir hér. 

16:14 - Ólík­legt að það verði þing­fundur í dag

Einar K. Guðfinnsson

Einar K. Guð­finns­son for­seti þings­ins tal­aði við fjöl­miðla rétt í þessu og segir að það sé ólík­legt að hægt verði að halda þing­fund í dag eins og stjórn­ar­and­staðan hefur óskað eft­ir. Hann mun funda með for­seta Íslands þegar hann hefur fundað með stjórn­ar­and­stöð­unni.

16:03 - Hvað nú? 

Nú er þess beðið að Bjarni Bene­dikts­son komi út af fundi með for­seta Íslands og skýri von­andi stöð­una sem upp er kom­in. 

Nið­ur­staða Fram­sókn­ar­flokks­ins er algjör kúvend­ing frá því í morg­un, þegar for­sæt­is­ráð­herra hót­aði Sjálf­stæð­is­flokknum þing­rofi og kosn­ingum ef þing­menn hans styddu ekki rík­is­stjórn­ina áfram. Nú er það allt í einu ekki inni í mynd­inni hjá fram­sókn­ar­mönn­um. En spurn­ingin er hvað Ólafur Ragnar og Bjarni eru að ræða. 

15:47 - Fylgst með for­sæt­is­ráð­herra­efni fram­sókn­ar 

Á þess­ari mynd má sjá Ótt­arr Proppé og Birgittu Jóns­dóttur fylgj­ast með Sig­urði Inga Jóhanns­syni til­kynna að hann sé nýtt for­sæt­is­ráð­herra­efni Fram­sókn­ar­flokks­ins. 12922244_10153407556700925_1062127515_o.jpg

15:41 - Stjórn­ar­and­staðan óskar eftir fundi með for­seta þings­ins 

Stjórn­ar­and­staðan hefur óskað eftir fundi með Ein­ari K. Guð­finns­syni for­seta Alþingis klukkan 16.15. Þar verður farið fram á að þing verði kallað saman strax til að ráða úr stöð­unni. Það er ennþá krafa stjórn­ar­and­stöð­unnar að boðað verði til kosn­inga. Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, blaða­maður Kjarn­ans, greinir okkur frá þessu en hún stendur nú vakt­ina í Alþing­is­hús­inu eftir að hafa verið á Bessa­stöðum fyrr í dag. 

15:38 - Eðli­leg­ast að boða til kosn­inga 

Þetta segir Birgitta Jóns­dóttir Pírati um nýj­ustu tíð­ind­i. 

15:30 - Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sam­þykkir að Sig­urður Ingi taki við 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins til­kynnir nú að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafi lagt til að Sig­urður Ingi taki við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Það hafi þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkt. Búið er að greina Bjarna Bene­dikts­syni for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá þess­ari til­lög­u. 

15: 23 - Sig­mundur segir margt skemmti­legt og áhuga­vert að ger­ast 

Fram­sókn­ar­menn vildu ekk­ert segja við blaða­menn um nið­ur­stöðu þing­flokks­fundar síns, sem var að ljúka í Alþing­is­hús­inu. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði margt mjög skemmti­legt og áhuga­vert að ger­ast, og það væri alveg til­efni fyrir spenn­ingi meðal fjöl­miðla­manna sem reyndu að fá hann til að tjá sig. Hann vildi hins vegar ekk­ert segja meira. Hann sagð­ist ætla að ræða við blaða­menn fljót­lega. 15:12 - Þing­menn fram­sóknar koma út af fundi 

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins vilja ekk­ert segja um það sem fram fór á þing­flokks­fundi þeirra. Það er komin nið­ur­staða í málið en Karl Garð­ars­son þing­maður segir að það ríki trún­að­ur. 

15:05 - Bjarni er á leið á Bessa­staði 

Bjarni Bene­dikts­son er á leið­inni á Bessa­staði að hitta for­seta Íslands. Hann vildi ekki tjá sig við fjöl­miðla. 

14:56 - Júl­íus Víf­ill efldi traust á borg­ar­stjórn 

Júl­íus Víf­ill hefur eflt traustið á borg­ar­stjórn með því að víkja úr borg­ar­stjórn vegna skatta­skjóls­mála sinna. Þetta segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri. Hann segir þó ljóst að mikið verk sé fyrir hönd­um. „Traust á póli­tík í land­inu öllu er því miður í lág­marki, og þar se borg­ar­stjórn því miður engin und­an­tekn­ing. Því þurfum við svo sann­ar­lega að breyta.“ Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti sjálf­stæð­is­manna í borg­ar­stjórn, segir líka að þessi ákvörðun Júl­í­usar bæti traustið á stjórn­mál­um. Hann hafi sagt af sér. 

14:47 - Fram­sókn enn að funda og for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokka líka 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er enn að funda, þrátt fyrir að ein­hverjir þing­menn hafi yfir­gefið fund­inn. For­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna eru líka að funda í þing­hús­inu um stöð­una sem komin er upp. 

14:40 - Þjóðin á rétt á að koma að mál­um 

Stein­grímur J. Sig­fús­son þing­maður VG og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra segir að þjóðin eigi rétt á að koma að málum eftir svona dramat­íska atburði. Það sé alveg ljóst að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið sé búið. 

Steingrímur J. Sigfússon í þinghúsinu fyrir skömmu.

14:35 - 45 dagar þýðir 20. maí 

Eins og greint hefur verið frá verður að boða til kosn­inga innan 45 daga frá þing­rofi. Ef það ger­ist í dag þá er sú dag­setn­ing 20. maí. Það vill svo til að það er sami dagur og fram­boðs­frestur rennur út til for­seta­kjör­s. 

14:32 - Hildur Sverr­is­dóttir verður borg­ar­full­trúi 

Þau tíð­indi að Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son hafi sagt af sér þýða að Hildur Sverr­is­dóttir er orðin borg­ar­full­trúi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Sóley Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, sagði við RÚV nú fyrir skömmu að hún teldi ákvörðun Júl­í­usar góða. 

14:31 - Svein­björg Birna ætlar ekki að snúa aftur strax

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, ætlar ekki að snúa aftur til starfa fyrr en yfir­ferð innri end­ur­skoð­unar Reykja­vík­ur­borg­ar, um hags­muna­skrá­ingu borg­ar­full­trúa, er lokið en for­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti til­lögu um að fela innri end­ur­skoðun og siða­nefnd Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, að taka til skoð­unar hags­muna­skrán­ingu borg­ar­full­trúa. „Ég styð slíka til­lögu og mun aðstoða fram­an­greinda aðila við þá vinnu í hví­vetna,“ segir Svein­björg Birna í yfir­lýs­ing­u. 

14:22 - Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins funda 

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins funda nú í Val­höll. Jón Gunn­ars­son sagði atburði dags­ins vera óvænta og reyfara­kennda atburð­ar­rás

14:12 - Júl­íus Víf­ill segir af sér 

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur sagt af sér emb­ætti. Þetta gerð­ist á borg­ar­stjórn­ar­fundi rétt í þessu. Innan skamms verður hægt að lesa meira um þetta hér. 

14:07 -  Össur Skarp­héð­ins­son rýfur þögn­ina 

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, hefur rofið þögn sína um mál­efni dags­ins. Hann var eini þing­maður stjórn­ar­and­stöð­unnar sem tal­aði ekki um van­traust­s­til­lögu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna á Alþingi í gær. „Tortóla virð­ist í beinni útsend­ingu vera orð­inn bana­biti rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“ 

„Í fyrsta lagi er lík­legt að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn komi mjög illa út úr kosn­ingum við þessar aðstæður og hótun for­sæt­is­ráð­herr­ans felur í reynd í sér að stærstum hluta þing­flokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiði­lend­ur. Flestir flokk­ar, þ.á.m. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er lík­legri til að koma betur út úr kosn­ingum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. 

Í öðru lagi er það krafa stjórn­ar­and­stöð­unnar að þing verði rofið og nýjar kosn­ingar boð­að­ar. Hótun for­sæt­is­ráð­herra um að beita sér fyrir kosn­ingum færir því stjórn­ar­and­stöð­unni sigur í núver­andi þrætu á silf­ur­bakka. Til­lagan um van­traust virð­ist eig­in­lega búin að fella rík­is­stjórn­ina áður en hún kemur á dag­skrá þings­ins. Ég man ekki eftir sér­kenni­legri vend­ingum í stjórn­mál­u­m.“

13:56 - Þing­rofs­réttur ekki kúg­un­ar­réttur for­sæt­is­ráð­herra 

Árni Páll Árna­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir að þing­rofs­réttur sé ekki tæki for­sæt­is­ráð­herra á hverjum tíma til að kúga sam­starfs­flokk. „Krafa um afsögn SDG og kosn­ingar er á borð­inu og SDG getur ekki skotið sér undan henni með klækja­brögð­um. Gott að sjá að for­set­inn stoppar hann af. Nú blasir bara við sam­þykkt van­trausts og kosn­ingar innan 45 daga.“ 

13:47 - Þessi rík­is­stjórn er „splundruð, sprung­in, horf­in, far­in“ 

Splundruð, sprung­in, horf­in, farin voru orðin sem Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur not­aði um rík­is­stjórn­ina. 

13:37 - Þor­gerður Katrín vill alla flokka í stjórn13:33 - Ráðu­neytin í hefð­bundnum verk­efnum

Það er svo­lítið fyndið að fylgj­ast með upp­lýs­inga­full­trúum ráðu­neyta, sem senda frá sér frétta­til­kynn­ingar um hin ýmsu mál. Manni finnst ein­hvern veg­inn eins og það sé ekki alveg í takti við stemmn­ing­una í þjóð­fé­lag­inu í dag, þegar við vitum ekki einu sinni hvort rík­is­stjórnin lifi dag­inn. 

13:26 - Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins fundar án for­manns­ins 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er ekki á fundi þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins. Frá þessu er greint á Vísi, sem segir að for­sæt­is­ráð­herra sé í stjórn­ar­ráð­in­u. 

13:22 - Ein­leikur Sig­mundar Dav­íðs 

Sig­mundur Davið Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er að leika mik­inn ein­leik um þessar mund­ir. Fundur hans með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í morgun fór ekki vel, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans. Hann virð­ist ekki hafa rætt við neinn um ákvörðun sína um að fara á Bessa­staði og óska eftir þing­rofi. Lestu frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um ein­leik for­sæt­is­ráð­herr­ans. 

13:14 - Á að vera úrlausn­ar­efni þings­ins 

Staðan á að vera úrlausn­ar­efni þings­ins, segir Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG. Henni hugn­ast ekki hug­myndin um utan­þing­stjórn. 

13:13 - Orðið á göt­unni að for­set­inn ætli kannski að mynda utan­þing­stjórn

Það kom fram í fréttum RÚV að „orðið á göt­unni“ í þing­hús­inu sé að mögu­lega ætli Ólafur Ragnar sér að mynda utan­þing­stjórn. 

13:00 - Í meira lagi óvenju­legt hvernig for­set­inn bregst við

Björg Thoraren­sen pró­fessor í stjórn­skip­un­ar­rétti þekkir ekki dæmi þess að for­seti hafi form­lega og með rök­studdri afstöðu hafnað til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um þing­rof, eins og Ólafur Ragnar hafi gert í dag. Hann hafi tekið það upp á sína arma að gæta hags­muna meiri­hluta þings­ins, sem sé í meira lagi óvenju­legt. Það sé búið að breyta stjórn­skipan lands­ins þannig að þingið sjálft geti tek­ist á við þessa stöðu sem upp er kom­in. For­set­inn taki hins vegar að sér að verða gæslu­maður rík­is­stjórn­ar­innar og passa upp á að vilji meiri­hluta þings­ins liggi fyr­ir. 

„Hann gengur gegn þeirri venju sem alltaf hefur verið byggt á þegar óskað er þing­rofs. Þingið sjálft á að takast á við afleið­ingar af því að ákvarð­anir séu teknar gegn vilja þess.“ Hún sagði að henni væri ómögu­legt að spá fyrir um það hvað ger­ist næst. 

12:58 - Ólafur Ragnar slítur blaða­manna­fund­in­um 

Þetta eru stórpóli­tísk tíð­indi, það er ljóst. 

12:55 - Spurn­ing um hvers konar rík­is­stjórn situr

Það gæti komið til greina að rjúfa þingið áður en van­traust­s­til­laga er borin fram. Þetta er ekki bara spurn­ing um að þingið sé rofið heldur líka um það hvers konar rík­is­stjórn situr og hvort fólk sé sátt við að rík­is­stjórnin sitji í óbreyttri mynd fram að kosn­ing­um, segir for­set­inn. 

12:52 - Svarar ekki hvort hann íhugi að halda áfram sem for­seti

Ólafur Ragnar Gríms­son svarar ekki spurn­ingu um það hvort hann hygg­ist end­ur­skoða ákvörðun sína um að hætta sem for­set­i. 

Mynd­band af for­sæt­is­ráð­herra að yfir­gefa Bessa­staði12:49 - Þjóðin sé sæmi­lega sátt 

Mik­il­vægt að ná sam­stöðu um far­sæla lend­ingu í mál­inu segir for­set­inn. Mik­il­vægt fyrir þjóð­ar­hag og heiður bæði út á við og inn á við. Þjóðin eigi að vera sæmi­lega sátt og þurfi ekki dag eftir dag að halda til mót­mæla. Lestu frétt um orð for­set­ans hér. 

12:46 - Ætlar að funda með Bjarna í dag 

Fundi lauk á Bessa­stöðum þannig að Ólafur Ragnar neit­aði að veita fyr­ir­heit um það hvenær hann sam­þykkir beiðni um þing­rof. Hann hefur ákveðið að eiga síðar í dag fund með Bjarna Bene­dikts­syni for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála­ráð­herra. Hann mun svo mögu­lega óska eftir fundi með for­seta Alþingis í fram­hald­inu og mögu­lega ann­arra flokka. 

ólafur ragnar grímsson

12:44 - Ólafur Ragnar ekki til­bú­inn að sam­þykkja þing­rof strax 

For­set­inn ætlar ekki að veita Sig­mundi Davíð heim­ild til að rjúfa þing fyrr en hann ræðir við for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og aðra. Hann gefur ekk­ert fyr­ir­heit um það hvort hann sam­þykkir þá beiðni fyrr en hann hefur átt sam­töl við for­ystu­menn ann­arra flokka um þeirra afstöð­u. 

12:42 - Sig­mundur Davíð bað for­set­ann um þing­rof 

For­set­inn leggi sjálf­stætt mat á það hvort hann sam­þykki ósk for­sæt­is­ráð­herra um þing­rof. Ólafur Ragnar segir að for­seti hljóti að meta hvort stuðn­ingur sé við þá ósk hjá rík­is­stjórn­ar­flokkum og hvort lík­legt sé að þing­rof leiði til far­sællar nið­ur­stöð­u. 

12:40 - Ólafur Ragnar byrj­aður að tala

For­set­inn segir að hann hafi nú ekki ætlað að halda blaða­manna­fund en það væri óhjá­kvæmi­legt eftir ummæli Sig­mundar Dav­íðs í morgun og fund þeirra tveggja að hann geri skýra grein fyrir sínum sjón­ar­miðum og afstöð­u. 

Sig­mundur Davíð vildi flýta fundi með for­set­anum og Ólafur Ragnar varð við því. 

12:33 - Ólafur ætlar að ræða við fjöl­miðla­menn

Fjöl­miðla­fólki var hleypt inn á Bessa­staði og Ólafur Ragnar hlýtur því að ætla að ræða við það. Það er troð­fullt eins og sjá má hér að neð­an. 

bessastaðir

12:27 - „Við sjáum til með það allt sam­an“ 

Sig­mundur Davíð sagði ekki mikið við fjöl­miðla­menn nú þegar hann fór út af fundi með for­set­an­um. Hann var spurður hvort það yrði þing­rof og sagði „við sjáum til með það allt sam­an“ áður en hann fór inn í bíl og lok­aði á eftir sér. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði

12:22 - Hugn­ast ekki til­hugs­unin um kosn­ingar

Karl Garð­ars­son segir að honum hugn­ist ekki til­hugs­unin um kosn­ingar eftir 45 daga. 

12:18 - „Það ber okkur eng­inn til hlýðni“

Þetta sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, starf­andi þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, rétt í þessu um það hvort Sig­mundur Davíð hafi ekki verið að hóta flokkn­um. Guð­laugur Þór sagði að sjálf­stæð­is­menn hefðu talað var­lega hingað til þess að huga að því sem skipti máli, sem sé þjóð­ar­hag­ur. Stjórn­mála­upp­lausn sé ekki þjóð­inni í hag. 

12:14 - Enn fundur á Bessa­stöðum - eng­inn Bjarni

Bessastaðir.

Það eru fimmtán mín­útur frá því að Sig­mundur Davíð fór inn á fund Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar for­seta Íslands. Minnst 20 blaða- og frétta­menn bíða eftir þeim fyrir utan Bessa­staði. Ekk­ert bólar á Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra. 

12:07 - Við­brögð Sig­mundar komu Karli á óvart 

Sig­mundur Davíð greindi þing­flokki sínum ekki frá þeirri ákvörðun sinni að hann væri reiðu­bú­inn að rjúfa þing og boða til kosn­inga. Það stað­festi Karl Garð­ars­son í fréttum RÚV, sem sagði að við­brögð Sig­mundar Dav­íðs í mál­inu kæmu honum á óvart. „Hann hefði kannski átt að segja þing­flokknum þetta fyrst,“ sagði Karl. 

12:04 - Kosn­ingar yrðu innan 45 daga 

Ef verið er að ákveða að rjúfa þing á Bessa­stöðum kemur hann vænt­an­lega á Alþingi á eftir og les upp for­seta­bréf um þing­rof, segir Björg Thoraren­sen pró­fessor í fréttum RÚV. Þetta hefði þær afleið­ingar að boða verður til kosn­inga innan 45 daga en þing­rofið tekur ekki gildi fyrr en þann dag sem kosn­ingar eru haldn­ar. Fram að þeim tíma heldur þingið áfram að starfa. 

12:00 - Auka­frétta­tímar á RÚV og Stöð 2 

Auka­frétta­tímar eru bæði á RÚV og Stöð 2 fyrir áhuga­sama. 

11:53 - Kom­inn á Bessa­staði og vildi ekk­ert segja

Sig­mundur Davíð er kom­inn á Bessa­staði, eins og sjá má í með­fylgj­andi mynd­skeiði frá RÚV. Hann vildi ekk­ert segja við frétta­menn sem eru á staðn­um. 

Sig­mundur Davíð á leið­inni á Bessa­staði 

Já það virð­ist vera að hótun Sig­mundar Dav­íðs hafi ekki virkað til að halda rík­is­stjórn­inni sam­an. Hann er á leið­inni á Bessa­staði núna. Frétta­maður og ljós­mynd­ari Kjarn­ans eru á leið­inni þangað og við munum segja ykkur frá þessu um leið og fréttir ber­ast. Kannski er þetta bara fund­ur­inn sem búið var að boða að þeir Bjarni myndu eiga með Ólafi Ragn­ari. 

Stjórn­ar­and­staðan bregst við og er til­búin í kosn­ing­ar 

Leið­togar stjórn­ar­and­stöð­unnar eru til­búnir í kosn­ing­ar, eins og kemur fram í þess­ari frétt. 

Er hann að hóta Sjálf­stæð­is­flokkn­um? 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son fund­uðu í morg­un. Nú rétt í þessu sendi Sig­mundur Davíð frá sér yfir­lýs­ingu á Face­book þar sem hann talar um öll góðu málin sem rík­is­stjórnin hafi unnið að, en að ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina áfram þá muni hann rjúfa þing og boða til kosn­inga. 

Hvað þýðir þetta? Í morgun var talað um að mögu­lega yrði Sig­mundi ýtt til hliðar en reynt yrði að halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu áfram, en Sig­mundur virð­ist slá þann mögu­leika út af borð­inu. Hann leggur þetta þannig upp að það séu bara tveir mögu­leikar í stöð­unni. Annað hvort sé haldið áfram með óbreytta rík­is­stjórn eða boðað til kosn­inga. 

Vel­komin í dag númer tvö

Vel­komin í beina útsend­ingu af vett­vangi stjórn­mál­anna í dag. Það hefur mikið gengið á það sem af er degi og við­búið að það haldi áfram. Við ætlum að safna hér saman öllu því helsta sem fram kem­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None