Sigmundur Davíð svaraði spurningum í Alþingi

Fundi á Alþingi er lokið og búið er að aflýsa þingfundi sem átti að vera á morgun. Kjarninn heldur áfram að fylgjast með gangi mála í Wintris-málinu.

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar frá Alþingi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

20:00 - Beinni útsend­ingu lokið í bili 

Ég þakka fyrir sam­fylgd­ina í þess­ari fimm klukku­stunda beinu lýs­ingu í dag. Við höldum þó áfram umfjöllun okkar um þessi mál og verðum aftur með beina lýs­ingu á morg­un. 

19:48 - Varla til sú mann­eskja sem sér meira eftir Wintris en Sig­mund­ur 

Sig­mundur Davíð segir varla til þá mann­eskju á Íslandi sem sjái meira eftir því að félagið Wintris, sem er með heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, hafi verið stofnað utan um eignir eig­in­konu hans, nema mögu­lega eig­in­konan sjálf. Það sé sjálf­sagt að biðj­ast afsök­unar á því að til félags­ins hafi verið stofnað með þessum hætti. Þetta sagði hann í Íslandi í dag. 

19:40 - Rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins tekur undir með Bjarna 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að hún taki undir með Bjarna Bene­dikts­syni for­manni flokks­ins. „Mér finnst aug­ljóst að málið er alvar­legt og það verður að hlusta á við­brögð fólks við þætt­inum í gær. Við sjálf­stæð­is­menn tökum þessum málum af fullri alvöru.“ 

19:39 - Enn nokkur fjöldi á Aust­ur­velli 

Þótt form­legum mót­mælum sé lokið er enn nokkur fjöldi fólks á Aust­ur­velli. 

19:21 - For­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar segir að sam­bæri­leg staða væri ótæk þar 

For­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar Stefan Löf­ven, segir að þar í landi þætti ótækt að flækj­ast í hneyksl­is­mál svipuð þeim sem nú skekja íslenskt sam­fé­lag. Hann segir að Íslend­ingar verði sjálfir að ákveða hvort Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sitji áfram í stóli for­sæt­is­ráð­herra. Þetta kom fram í fréttum RÚV. 

19:13 - Fjallað um mót­mælin í fjöl­miðlum víða um heim 19:07 - Kann að vera að það sé tíma­bært að birta skatta­skýrslur

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði að það gæti verið tíma­bært að birta skatta­skýrslur sínar og konu sinn­ar, þótt það sé til mik­ils að ætl­ast af henni að gera slíkt. Þetta kom fram í við­tali við hann á Stöð 2. 

19:00 - 27 þús­und manns hafa skrifað undir gegn Sig­mundi Dav­íð 

Rúm­lega 27.300 manns hafa skrifað undir und­ir­skrifta­söfnun þar sem þess er kraf­ist að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segi af sér. 

Auglýsing

18:49 - For­sæt­is­ráð­herra nýtur stuðn­ings eins og staðan er í dag 

Þetta sagði Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði þó ekki hægt að líta fram­hjá því hvernig hljóðið er í fram­sókn­ar­mönnum um allt land og í mót­mæl­endum á Aust­ur­velli. 

18:43 - Ekki aug­ljóst að stjórnin haldi áfram 

For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir ekki aug­ljóst að rík­is­stjórnin hafi umboð til þess að halda áfram. Hann ætlar að hitta for­sæt­is­ráð­herra í fyrra­mál­ið. Þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks segir stöð­una alvar­lega. Þetta kemur fram í við­tölum Kjarn­ans við þá, sem Sunna Val­gerð­ar­dóttir tók nú fyrir skömmu. 

18:19 - Leka­gögnin ítar­legri en gögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra 

Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri segir gögnin sem fjallað var um í Kast­ljósi í gær að ein­hverju leyti þau sömu og emb­ættið keypti á sínum tíma, þó virð­ist sem leka­gögnin séu eitt­hvað ítar­legri. Þetta kemur fram á vef RÚV. 

18:09 - Aldrei annar eins fjöldi á Aust­ur­velli 

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur aldrei séð annan eins mann­fjölda sam­an­kom­inn til mót­mæla og nú er á Aust­ur­velli. Ekki einu sinni í mót­mæl­unum í hrun­inu. Ómögu­legt sé að slá á mann­fjöld­ann auk þess sem fólk streymi enn í bæinn. Þetta kemur fram á RÚV. Sjá má á með­fylgj­andi mynd að fólk er ekki bara á Aust­ur­velli heldur út allt Póst­hús­stræt­i. 18:04 - Búið að afboða þing­fund á morg­un 

Eng­inn þing­fundur verður hald­inn á morgun og lík­lega ekki fyrr en van­traust­s­til­laga á rík­is­stjórn­ina verður tekin á dag­skrá. Þetta stað­festu Svan­dís Svav­ars­dóttir og Katrín Jak­obs­dótt­ir, þing­menn VG, við mig rétt í þessu. Ekki er komið á hreint hvenær af því verð­ur, en lík­lega á mið­viku­dag eða fimmtu­dag. 

17:50 - Varð­stjóri aldrei séð eins marga safn­ast saman á stuttum tíma 

Arnar Rúnar Mart­eins­son, varð­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir í sam­tali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn­mik­inn fjölda fólks safn­ast saman á svo skömmum tíma og á Aust­ur­velli í dag. Hann segir umferð í átt að mið­borg­inni gríð­ar­lega mikla, og það sé bíll við bíl á Sæbraut­inni frá Kringlu­mýr­ar­braut. Mik­ill hiti sé í mann­skapnum en allt hafi hingað til farið vel fram. Eins og sjá má hér að neðan er þó eitt­hvað um að fólk kasti mat­vælum í þing­hús­ið. 17:47 - Mynd­band frá mót­mæl­un­um 17:45 - Þing­fundi slitið

Búið er að slíta þing­fund­in­um. Sagt er að fólk streymi enn á Aust­ur­völl og við munum halda áfram umfjöllun okkar um mót­mælin og málið allt. Innan skamms birtir Kjarn­inn við­töl við þing­menn. 

17:33 - Bjarni segir Sig­mund í mjög þröngri stöðu 

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra, segir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, sé í þröngri stöðu og rík­is­stjórnin um leið vegna opin­ber­unar á eignum íslenskra ráða­manna í aflands­fé­lögum og málum sem því tengj­ast. Bjarni svarar því ekki hvort hann styðji for­sæt­is­ráð­herra til að sitja áfram. Það þurfi að setj­ast yfir það hvort rík­is­stjórnin hafi nægj­an­legan stuðn­ing og hvort rík­is­stjórnin treysti sér til að halda áfram, eftir atvikum eftir „ákveðnar ráð­staf­an­ir“. „Ég ætla ekk­ert að leyna því að það er það sem við erum að ræða. Hvort við höfum styrk til að halda áfram,“ sagði Bjarn­i. 

Greint er nánar frá ummælum Bjarna hér. 

17:29 - Enn streymir fólk á Aust­ur­völl 

Frétta­menn sem eru á Aust­ur­velli hafa greint frá því að enn streymi fólk á Aust­ur­völl. Það er þung umferð í vest­ur­átt, sem er mjög óvenju­legt á þessum tíma dags, þegar umferðin er venju­lega í hina átt­ina. Eins og sést á mynd­inni hér að neðan er Aust­ur­völlur troð­fullur af fólki. 17:24 - Bjallan ómar 

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar halda áfram að ræða um málið undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Þær ræður eru nokkuð stuttar og Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, var komin langt fram úr sínum tíma. Einar K. Guð­finns­son sló í bjöllu sína nokkuð oft en þá spurði Birgitta hvers vegna hún ætti að virða þing­sköp þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son kæm­ist upp með það að tala við þjóð­ina með með lygum og lýð­skrumi. 

17:12 - Tals­maður Indefence will að Sig­mundur Davíð víki 

Ólafur Elí­as­son, einn tals­manna InDefence hóps­ins, telur for­sæt­is­ráð­herra eiga að segja af sér. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, barð­ist með InDefence hópnum á móti hryðju­verka­lögum Breta á sínum tíma, hann var kom­inn á þing þegar hóp­ur­inn fór fram vegna Ices­a­ve. Þetta kemur fram á vef RÚV. 

17:07 - Mót­mælin í beinni 

Hér má fylgj­ast með mót­mæl­unum á Aust­ur­velli í beinni útsend­ing­u. 17:03 - „Hvorki ég né konan mín höfum átt eignir í skatta­skjóli“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki viljað biðj­ast afsök­unar á þeim upp­lýs­ingum sem komið hafa fram vegna eignar hans og eig­in­konu hans á félagi skráð til heim­ilis á aflandseyj­unni Tortóla, sem til­heyrir Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. „Hvorki ég né konan mín höfum átt eignir í skatta­skjóli,“ sagði hann í svari við einni fyr­ir­spurn­inni í þing­inu í dag. Þórður Snær Júl­í­us­son hefur tekið saman frétt um það sem Sig­mundur sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma. 

Auglýsing

16:58 - Bara tveir stjórn­ar­þing­menn í saln­um 

Björt Ólafs­dóttir þing­maður Bjartrar fram­tíðar bendir á að aðeins tveir stjórn­ar­þing­menn séu eftir í þingsalnum Þetta eru þeir Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Har­aldur Ein­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hér að neðan má sjá mynd af Jóni fyrir skömmu. 

Jón Gunnarsson í tölvuleik.

16:53 - For­sæt­is­ráð­herra­hjónin sögðu bara frá nauð­beygð 

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður VG, segir að for­sæt­is­ráð­herra­hjónin hafi ekki sagt frá nokkrum hlut fyrr en þau voru nauð­beygð til þess. 

16:50 - Mót­mæli komin á fullt 

Mót­mælin gegn rík­is­stjórn­inni eiga að hefj­ast klukkan fimm en miðað við fjöld­ann og lætin fyrir utan þingið eru þau löngu haf­in. 16:44 - Sig­mundur er far­inn úr þingsaln­um 

Og um leið og óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma lauk á Alþingi fór Sig­mundur Davíð úr þingsaln­um. Búið er að taka önnur mál af dag­skrá þings­ins en þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa haf­ist handa við að halda ræður undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta á ný. 

Allir hinir ráð­herr­arnir sem hér sátu í þingsalnum eru farn­ir, en Eygló Harð­ar­dóttir stendur enn og hlustar á ræður stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna. 

Sigmundur farinn.

16:41 - Listi yfir lág­skatta­svæði 

Til upp­lýs­ingar má sjá hér á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins lista yfir þau svæði sem telj­ast lág­skatta­svæði að mati rík­is­ins. Þar eru Bresku jóm­frú­ar­eyj­arn­ar. 

16:37 - Ætlar hann í alvöru að segja við heim­inn að Tortóla sé ekki skatta­skjól? 

Að þessu spyr Helgi Hjörvar, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Helgi á síð­ustu fyr­ir­spurn­ina í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma. Sig­mundur segir hér í annað sinn að Sví­þjóð sé iðu­lega nefnt sem skatta­skjól, og notar það sem rök fyrir því að félagið Wintris hafi aldrei verið í skatta­skjóli. 

16:32 - Sig­mundur segir ekki mikið nýtt

Nú hafa Árni Páll, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Ótt­arr Proppé og Helgi Hrafn Gunn­ars­son öll spurt Sig­mund Davíð um mál­ið. Það verður að segj­ast eins og er að for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki sagt mikið nýtt í þessum fyr­ir­spurn­um. Það er ein fyr­ir­spurn eft­ir. Hann segir að það sé ákaf­lega mik­il­vægt að veita réttar upp­lýs­ingar og það hafi hann gert. 

16:30 - Dauða­stríð rík­is­stjórn­ar­innar

Rík­is­stjórnin hangir ekki aðeins á blá­þræði, heldur virð­ist aðeins krafta­verk geta bjargað lífi hennar úr þessu. Ástæðan er veik staða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, eftir afhjúpun í Kast­ljósi RÚV í gær, þar sem félagið Wintris Inc. var í for­grunni en það er skráð á Tortóla, eins og marg hefur verið rakið að und­an­förnu. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er mikil og almenn óánægja innan þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, með stöðu Sig­mundar Dav­íðs, og ekki síst þann ímynd­ar­skaða sem hann hefði valdið þjóð­inni, með fram­göngu sinni í þætt­inum í gær. 

Ítar­leg frétta­skýr­ing Magn­úsar Hall­dórs­sonar um stöðu mála er hér. 

16:25 - Farið að heyr­ast í mót­mæl­un­um 

Nú er farið að heyr­ast í mót­mæl­endum hér inni í þing­sal. Bæði trommu­sláttur og sírenu­væl heyr­ist mjög vel hingað inn, og út um glugg­ann má sjá að það er farið að fjölga á Aust­ur­velli. Á átt­unda tug erlendra sjón­varps­stöðva hafa óskað eftir því að fá að taka á móti útsend­ingu RÚV af mót­mælum fyrir utan Alþing­is­húsið sem hefj­ast form­lega klukkan 17 í dag. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá tækni­deild RÚV. Lesa má nánar um það mál hér.

Sigmundur í ræðustól.

16:24 - Myndir af pöll­un­um 

Hér má sjá ýmsar myndir af pöllum Alþing­is. 

16:16 - Sig­mundur svarar ekki hvort hann ætli að hætta eða hvort hann skammist sín

Árni Páll spyr hvort Sig­mundur ætli að horfast í augu við veru­leik­ann og biðja þjóð­ina afsök­un­ar, og bætir því við í seinni fyr­ir­spurn hvort hann skammist sín ekki. Hann segir að honum þyki enginn sómi að því að Sig­mundur leit­i ­sér skjóls í skatta­skjóli eða á bak við konu sína. Þetta snú­ist um hans ákvarð­an­ir, upp­lýs­ingar sem hann hafi leynt og lög­ ­sem hann hafi í besta falli gengið á svig við.

Sig­mundur ræddi allan tím­ann um skatta­mál og skatta­skjól. Hann ítrek­aði að alltaf hefðu verið greiddir skatt­ar, og að þau hjón ættu ekki pen­inga í skatta­skjóli þess vegna. „Við hljótum öll að vilja ræða ­málið af yfir­veg­un, heið­ar­leika og skyn­sem­i,“ sagði hann. 

16:13 - Óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir hefj­ast  

Sig­mundur er kom­inn aftur í sal­inn og óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir hefj­ast. Fyrstur er Árni Páll Árna­son.

16:07 - Ekk­ert getur orðið eins og áður 

Það falla áfram mjög þung orð hér í þingsaln­um. Helgi Hjörvar og Stein­unn Þóra Árna­dóttir hafa bæði sagt að málið verði ekki þagað í hel. Björt Ólafs­dóttir segir þing­fund­inn eins og með­virkn­is­sam­komu og það gangi ekki leng­ur. Eng­inn stjórn­ar­liði hafi komið upp og sagt sína skoð­un, það sé von­andi merki um að fólk sé að hugsa sig um, því ann­ars „getum við bara hætt þessu, þetta er skrípa­leik­ur.“ Íslenska þjóðin eigi betra skil­ið. Oddný Harð­ar­dóttir segir að ekk­ert geti orðið eins og áður í íslenskum stjórn­mál­u­m. 

16:04 - Sig­mundur bregður sér frá

Sig­mundur Davíð var að bregða sér úr þingsaln­um, eftir að hann spurði for­seta þings­ins hversu margir þing­menn ættu eftir að kveða sér hljóðs undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta. Hann fékk svarið fimm þing­menn. 

15:59 - Við sættum okkur ekki við að búa í svo spilltu landi

„Herra for­seti, hér er ekki funda­fært“ segir Sig­ríður Ingi­björg. „Við sættum okkur ekki við að búa í svo spilltu land­i.“ Það þurfi að boða til kosn­inga og slíta þing­in­u. 15:53 - Fræg­asti fjár­glæframaður heims 

Guð­mundur Stein­gríms­son, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði að Íslend­ingar ættu um þessar mundir fræg­asta fjár­glæfram­ann heims­ins í for­sæt­is­ráð­herra. Hann væri á for­síðum fjöl­miðla um allan heim. Við þessi orð leit Sig­mundur Davíð upp úr skrifum sínum og á Einar K. Guð­finns­son, for­seta þings­ins, sem brást við með því að biðja þing­menn að vera ekki með svig­ur­mæli í ræðum sín­um. Róbert Mars­hall, sam­flokks­maður Guð­mund­ar, var næstur í ræðu­stól og fann að þessu. Hann sagði for­sæt­is­ráð­herra hafa orðið upp­vísan að lygum í sjón­varpi, en verið væri að biðja aðra þing­menn um að gæta orða sinna. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þinginu nú í dag.

15:52 - „Þeirra er skömm­in“ 

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður VG, lauk sinni síð­ustu ræðu á því að ávarpa stjórn­ar­meiri­hlut­ann og sagði: „Þeirra er skömm­in.“ Margir félagar hennar köll­uðu þá „heyr, heyr.“ Þau orð heyr­ast nokkuð oft hér í þing­inu í dag. 

15:49 - Hvað eruð þið að hugs­a? 

Árni Páll Árna­son beinir nú orðum sínum til stjórn­ar­liða. Hann spyr hvort þeim finn­ist staða mála í alvör­unni í lagi og spyr hvað stjórn­ar­liðar séu að hugsa. „Æt­lið þið ekki að standa með þjóð­inni? Við bíðum svar­s.“

15:46 - Twitter á fullu og mikið álag á vef Alþingis

Það virð­ist vera mikið álag á vef Alþing­is, að minnsta kosti kemst blaða­maður ekki inn á vef­inn. Það er kannski til marks um áhug­ann á þess­ari umræðu sem hér fer fram. Twitter virð­ist vera að fylgj­ast vel með gangi mála eins og svo oft. 15:40 - Búið að nið­ur­lægja heila þjóð

Það er búið að nið­ur­lægja heila ­þjóð.“ segir Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartr­ar­ fram­tíð­ar. „For­sæt­is­ráð­herra hefur ákveð­ið, með því að ­segja okkur ekki satt, með því að eiga pen­inga í skatta­skjól­u­m, ­með því að koma sér áfram án þess að segja sann­leik­ann, þá hefur hann nið­ur­lægt okk­ur.“

15:36 - „Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segðu af þér“ 

Birgitta Jóns­dóttir var að enda við að segja þessi orð hér að ofan. Hún var komin í ræðu­stól Alþingis í annað sinn. Áður hafði flokks­systir henn­ar, Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, sagt það sama og spurt hvort Sig­mundur Davíð hefði enga sóma­kennd. 

15:33 - Van­traust­s­til­lagan komin fram 

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um van­traust á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hans, þing­rof og nýjar kosn­ingar hefur verið lögð fram. Í henni stend­ur: „Al­þingi ályktar að lýsa van­trausti á for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hans. Al­þingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið og efnt til almennra þing­kosn­inga svo ­fljótt sem við verður kom­ið." Lestu frétt Kjarn­ans um van­traust­s­til­lög­una hér. 

15:31 - Enn eng­inn stjórn­ar­liði tekið til máls

Það er góð mæt­ing meðal þing­manna í þingsaln­um. Enn er verið að ræða málin undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta, en eng­inn stjórn­ar­liði hefur enn kveðið sér hljóðs. Þeir virð­ast ekki sér­stak­lega áfjáðir í það held­ur.

15:24 - „Ices­a­ve“ 

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður VG og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, er kom­inn í ræðu­stól­inn og hafði ekki talað lengi um að málið væri eitt það alvar­leg­asta í sög­unni þegar Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, kall­aði fram í „Ices­a­ve“. 

15:20 - Raf­magnað and­rúms­loft í þingsalnum

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar eru greini­lega búnir að stilla saman strengi sína á fund­inum í morg­un. Þeir koma hér upp hver á fætur öðrum undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta, svo að dag­skrá þings­ins er form­lega ekki hafin enn. Þetta gengur vænt­an­lega svona áfram um ein­hverja stund. 

Þing­pall­arnir eru lok­aðir fyrir almenn­ingi eins og oft þegar mót­mæli hafa verið boðuð fyrir utan. Það þýðir þó ekki að þeir séu tómir, því þeir eru nýttir fyrir þá fjölda­mörgu blaða- og frétta­menn sem hér eru til að fylgj­ast með. 

Þingpallarnir eru fullir af fjölmiðlamönnum.

15:15 - „Þetta er grafal­var­leg stjórn­ar­kreppa“ 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri Grænna, er næst í ræðu­stól. Hún segir að það hefði verið eðli­legt að Sig­mundur Davíð hefði komið sjálfur fram með skýr­ingar á mál­inu. „Kannski er orðið of seint fyrir skýr­ing­ar,“ segir hún svo, eftir Kast­ljós­þátt­inn í gær. „Það eru þung skref að ganga til þings í dag. Íslensk stjórn­völd eru í alvar­legri kreppu,“ segir Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, í sinni fyrstu ræðu. Á eftir honum kemur Birgitta Jóns­dótt­ir, kafteinn Pírata, og tekur í sama streng og hinir leið­togar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. „Ég verð að segja að það er mér til mik­illa von­brigða að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki nú þegar lýst því yfir að hann hygg­ist segja af sér.“

Alþingi nú fyrir skömmu.

15:10 - Fund­ur­inn haf­inn

Fyrstur í ræðu­stól Alþingis er Árni Páll Árna­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann lýsir yfir undrun sinni á dag­skrá þings­ins í dag. Eðli­legt hefði verið að þing­fundur hæf­ist á skýrslu Sig­mundar Dav­íðs um þessi stóral­var­legu mál sem nú séu upp­i. 

Fundur að hefj­ast

Þing­fund­ur­inn er að hefjast, en hann hefst á því að þing­menn minn­ast lát­ins þing­manns, Stef­áns Gunn­laugs­son­ar. Að því loknu verður gert stutt hlé á þing­fundi áður en óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir hefj­ast. 

Heimdallur lýsir yfir van­trausti

Heimdall­ur, félag ungra sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík, hefur lýst yfir van­trausti á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirra upp­lýs­inga sem hafa komið fram um eign­ar­hald hans á félagi í skatta­skjóli á Bresku Jóm­frú­areyj­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá þeim. Þar segir að for­sæt­is­ráð­herra hafi haldið upp­lýs­ing­unum leyndum og sagt ósatt um þær. Alvar­leiki máls­ins er slíkur að honum er ekki sætt á stóli for­sæt­is­ráð­herra. Ekki kemur annað til greina en Sig­mundur Davíð segi af sér emb­ætti. Hann hefur nú þegar stór­skaðað íslenska hags­muni. Heimdallur mun ekki styðja rík­is­stjórn undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar." 

Bjarni enn í Flór­ída

Upp­haf­lega stóð til að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra yrði einnig til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á þing­inu í dag. Seinkun í flugi inn­an­lands í Banda­ríkj­unum varð til þess að hann missti af flug­inu til Íslands í gær­kvöldi. Því er ekki von á honum til lands­ins fyrr en í fyrra­mál­ið. Eins og við greindum frá fyrr í dag segir Bjarni þó að staðan sem upp er komin sé „mjög þung“ fyrir rík­is­stjórn­ina. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort Sig­mundur Davíð sé hæfur til að starfa áfram sem for­sæt­is­ráð­herra. 

Vel­komin í frétta­straum frá Alþingi

Góðan dag, og vel­komin í þennan beina frétta­straum héðan frá Alþingi. Hér fylgj­umst við með þing­fundi sem hefst klukkan 15 og því sem verður í gangi fyrir utan þing­hús­ið. Þetta er fyrsti þing­fund­ur­inn í rúmar tvær vikur og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra á að vera til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma. Fjöldi blaða- og frétta­manna bíður nú í Alþing­is­hús­inu eftir því að þing­fund­ur­inn hefj­ist. 

Blaðamenn bíða í Alþingishúsinu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None