Stjórnmálaflokkur í dauðateygjunum leitar að sökudólgi

Færri virðast ætla að kjósa Samfylkinguna en eru skráðir í flokkinn. Raunverulegar líkur eru á því að Samfylkingin nái ekki inn manni í næstu kosningum. Og fáir flokksmenn virðast vera að horfa inn á við í leit að skýringu á stöðunni.

Hluti forystu Samfylkingarinnar.

Sam­fylk­ingin var form­lega stofnuð í Borg­ar­leik­hús­inu 5. maí árið 2000. Hún hafði reyndar boðið fram sem kosn­inga­banda­lag þriggja flokka: Al­þýðu­flokks, Alþýðu­banda­lags og Kvenna­lista árið áður og fékk þá 26,8 pró­sent ­at­kvæða. Mark­miðið með stofnun flokks­ins var að sam­eina stjórn­mála­öfl á vinstri ­væng og miðju stjórn­mála­litrofs­ins og fá umboð kjós­enda til að taka for­ystu í lands­stjórn­inn­i.  Mynda átti annan turn í ís­lenskum stjórn­málum til mót­vægis við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í stuttu máli má segja að ekk­ert af höf­uð­mark­mið­u­m ­Sam­fylk­ing­ar­innar hafi náðst. Flokknum hefur ekki tek­ist að verða stöð­ugur turn í íslenskum stjórn­mál­um, honum hefur ekki tek­ist að sam­eina vinstri­menn og miðju­fólk í breið­fylk­ingu jafn­að­ar­manna og honum hefur ein­ungis einu sinn­i ­tek­ist að vera með for­ystu í lands­stjórn­inni. Sú rík­is­stjórn, undir for­sæt­i Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, náði að verða ein óvin­sælasta rík­is­stjórn­ lýð­veld­is­tím­ans. Vorið 2012 mæld­ist stuðn­ingur við hana rétt rúm­lega 28 pró­sent og hún end­aði sinn líf­tíma með því að haltra út kjör­tíma­bilið sem eig­in­leg minni­hluta­stjórn.

Síðan þá hefur staðan fjarri því batn­að. Fylgið hefur hald­ið á­fram að dala hratt og nú eru raun­veru­legar líkur á því að Sam­fylk­ingin get­i horfið af þingi í næstu kosn­ing­um, svo lágt er flokk­ur­inn að mæl­ast í könn­un­um. Í ljósi þess að framundan er mik­il­væg­asta for­manns­kjör í sögu flokks­ins eft­ir nokkrar vik­ur, og þing­kosn­ingar sem snú­ast bók­staf­lega um líf og dauða ­flokks­ins eftir um fimm mán­uði, á sér stað mikil sjálfs­skoð­un, að minnsta kost­i á yfir­borð­inu. En hún virð­ist að miklu leyti snú­ast um að finna söku­dólga, bæð­i innan flokks og utan, fyrir því ástandi sem Sam­fylk­ingin er í. Ástandi sem vart er hægt að lýsa öðru­vísi en sem dauða­teygj­um.

Margar rangar ákvarð­anir

Það er í raun ótrú­legt hversu hratt hefur fjarað und­an­ ­Sam­fylk­ing­unni á und­an­förnum árum. Í kosn­ing­unum 2003 fékk flokk­ur­inn 31 ­pró­sent atkvæða, 26,8 pró­sent fjórum árum seinna og meira að segja 29,8 pró­sent í alþing­is­kosn­ing­unum 2009, þótt þær hafi sann­ar­lega farið fram við afar ­sér­stakar aðstæð­ur.

Í þeim kosn­ing­un­um, sem kjós­endur not­uðu helst til að hafna ­valda­kerf­is­flokk­unum Sjálf­stæð­is­flokknum og Fram­sókn­ar­flokkn­um, fékk ­Sam­fylk­ingin loks það umboð til að leiða rík­is­stjórn sem hún sótt­ist eft­ir. Rík­is­stjórn­ Jó­hönnu Sig­urð­ar­dóttur stóð frammi fyrir erf­ið­asta verk­efni sem nokkur rík­is­stjórn­ hefur staðið frammi fyr­ir, end­ur­reisn og end­ur­skipu­lagn­ingu efna­hags­kerfis sem hafði hrun­ið. Margar ákvarð­anir hennar voru mjög mik­il­vægar og rétt­ar. Aðr­ar bein­línis rangar og illa ígrund­að­ar.

Tvær ákvarð­anir skiptu kannski mestu máli um að draga úr er­indi flokks­ins. Önnur var sú að binda sig of fast við aðild að ­Evr­ópu­sam­band­inu sem lausn á öllum vanda­málum lands­ins. Ákvörð­unin var illa ígrunduð vegna þess að á þeim tíma sem sótt var um aðild var ekki meiri­hlut­i ­fyrir henni á meðal þjóð­ar­inn­ar, innan þings­ins né innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar ­sjálfr­ar. Annar stjórn­ar­flokk­ur­inn, Vinstri græn, var, að minnsta kosti að hluta, á móti aðild. Sú aðild­ar­veg­ferð sem ráð­ist var í á þessum veika grunn­i ­gat lík­lega aldrei endað nema á einn veg. Þótt skoð­ana­kann­anir hafi lengi sýnt að mun stærri hlut­i ­þjóð­ar­innar sé á móti aðild en með henni þá er meiri­hluti hennar hins veg­ar þeirrar skoð­unar að Íslend­ingar eigi að fá að kjósa um hvort að hætta hefði átt við umsókn­ar­ferlið eða ekki. Það er því grund­völlur til þess að fara í gegn­um ­Evr­ópu­sam­bands­að­ild­ar­ferli með lýð­ræð­is­legt umboð frá þjóðinni. Það umboð kaus ­rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna ekki að nýta sér og fyrir það líð­ur­ ­Sam­fylk­ingin mjög í dag. Í raun má slá því föstu að sú leið sem valin var að fara varð­andi Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­ina, að sækja um án lýð­ræð­is­legs umboðs eða ­með meiri­hluta þing­heims fylgj­andi aðild, hafi gert meira til að koma í veg ­fyrir mögu­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu en nokkur önnur ákvörðun sem ­tekin hefur verið á stjórn­mála­svið­inu á und­an­förnum árum.

Hin ákvörð­unin var sú klára ekki vinnu við nýja stjórn­ar­skrá á síð­asta kjör­tíma­bili. Nokkrum mán­uðum áður en að kjör­tíma­bil­inu lauk, í októ­ber 2012, höfðu 64,2 pró­sent þeirra sem kusu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sag­t að þeir vildu að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá. Það voru 73.408 manns. Á hinn bóg­inn mættu 36.252 manns á kjör­stað til að greiða atkvæði gegn nýrri stjórn­ar­skrá. Aug­ljóst var að á meðal þeirra sem létu sig málið varða það mikið að þeir mættu á kjör­stað var ­yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fylgj­andi því að ný stjórn­ar­skrá yrði að veru­leika.

Fyrir þessi ákvarð­anir var flokknum refsað harka­lega í kosn­ing­unum 2013. Þar fékk hann ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða. Alls ákváðu 31 ­þús­und manns sem kusu Sam­fylk­ing­una 2009 að gera það ekki fjórum árum síð­ar­. ­Þing­flokkur flokks­ins fór úr 20 í níu. 

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram, en hætti svo við það.
Mynd: Birgir Þór

Það afhroð sem Sam­fylk­ingin beið í þing­kosn­ing­unum 2013 var ekki ein­ungis stjórn­mála­legt og sál­fræði­legt áfall. Það var líka fjár­hags­leg­t á­fall. Stór hluti af rekstri flokks­ins er drif­inn áfram af rík­is­fram­lögum sem ráð­ast af því hversu vel honum gengur í kosn­ing­um. Á milli áranna 2013 og 2014 ­rúm­lega helm­ing­uð­ust þau fram­lög, sem gerðu það að verkum að draga þurfti mjög úr rekstr­ar­út­gjöldum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Flokk­ur­inn stóð því frammi fyrir því að vera í þröngri fjár­hags­stöðu á sama tíma og hann var, að minnsta kosti út á við, í hug­mynda­fræði­legri krísu. Upp­lifun kjós­enda af Sam­fylk­ing­unni var nefni­lega ekki þannig að um væri að ræða breið­fylk­ingu jafn­að­ar­manna sem legði áherslu á jöfn tæki­færi, berð­ist fyrir betra og sann­gjarn­ara vel­ferð­ar­kerfi og gegn sí­fellt auk­inni mis­skipt­ingu auðs. Þvert á móti virt­ist flokk­ur­inn hverf­ast utan um lok­aðan hóp ein­stak­linga, sem í háð­ung voru kall­aðir „Epal-kommar“, og hafði bundið til­veru flokks­ins of fast við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og var í vand­ræðum með að finna flokknum per­sónu­leika að nýja þegar sú veg­ferð gekk ekki eft­ir. Í stuttu máli þá var elítu­bragur á Sam­fylk­ing­unni. Það var eins og að hún væri til fyrir þá sem mynd­uðu þing­flokk­inn, ekki eins og þeir væru að ­þjón­usta alla hina sem í flokknum eru.

Inn­an­flokksá­tök milli ein­stak­linga

Á þess­ari til­vistakreppu hefur ekki verið tekið á þessu ­kjör­tíma­bili. Þótt meg­in­þorri Íslend­inga séu lík­lega ein­hvers konar jafn­að­ar­menn - í þeim skiln­ingi að þeir aðhyll­ast sterkt vel­ferð­ar­kerfi greitt af sam­neysl­unni og jöfn tæki­færi en eru líka fylgj­andi kap­ít­al­ísku mark­aðs­hag­kerfi – þá segj­ast ein­ungis örfá pró­sent vera til­búin til að kjósa flokk­inn sem á skrá­setta vöru­merk­ið ­Jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands. 

Í stað þess að ráð­ast í harka­lega skoðun á eig­in vinnu­brögðum og nálg­un, í stað þess að skerpa mál­efna­stöðu sína þannig að hún­ liggi fyrir sem skýr val­kostur fyrir kjós­endur sem eru ósáttir við stefn­u ­sitj­andi stjórn­valda, hefur flokk­ur­inn eytt þessu kjör­tíma­bili í inn­an­flokksá­tök milli ein­stak­linga. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli á síðasta landsfundi. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í vikunni sagði: . „Digurmæli og samsæriskenningar helstu stuðningsmanna formannsins eftir kjörið verða lengi í minnum höfð. Í stað þess að horfast í augu við vandann, var tilvalið að kenna öðrum um hann.“
Mynd: Birgir Þór

Og hann hefur gert það að mestu bak­við luktar dyr, sem ­styður enn þá til­finn­ingu sem margir hafa fyrir flokknum að í honum þrí­fist el­íta.

Fylgið hægt og rólega verið að hverfa

Nú er staðan sú að kos­inn verður nýr for­maður á allra næst­u vik­um. Þing­kosn­ingar verða haldnar eftir fimm mán­uði og Sam­fylk­ingin mælist með­ undir átta pró­sent fylgi í kosn­ing­um. Flokk­ur­inn hefur í raun verið í frjálsu ­fylg­is­falli í nokkuð langan tíma og haldi sú þróun áfram er raun­veru­lega mögu­leg­t að Sam­fylk­ingin nái ekki fimm pró­sent atkvæða í októ­ber og þurrk­ist þar með út af þingi, 17 árum eftir að flokk­ur­inn bauð fyrst fram sem breið­fylk­ing ­jafn­að­ar­manna. Það þýðir að mögu­lega munu ekki einu sinni þeir 16 þús­und sem skráðir eru í Sam­fylk­ing­una allir að kjósa flokk­inn.

Margir hafa verið kall­aðir til sem söku­dólgar fyrir þessu ­gengi. Innan efsta lags Sam­fylk­ing­ar­innar vildu margir meina að höfnun kjós­enda væri bundin við for­mann­inn, Árna Pál Árna­son. Sjálfur leit­aði Árni Páll skýr­inga víða á stöðu flokks­ins. Í júní 2015 við­ur­kenndi hann að það væri áfell­is­dóm­ur ­yfir sér sjálfum og flokknum að hafa ekki náð í það fylgi sem fór fyrst til­ ­Bjartrar fram­tíðar en færð­ist svo yfir til Pírata. Þar væri um að ræða kjós­endur sem tal­aði fyrir opnu sam­fé­lagi, áfram­hald­andi aðild­ar­um­sókn að ­Evr­ópu­sam­band­inu, beinu lýð­ræði, stjórn­kerf­isum­bótum og rétt­ind­um minni­hluta­hópa. Allt hafi þetta verið mál­efni sem Sam­fylk­ingin hefði barist ­fyrir „á hæl og hnakka“ frá því að hún var stofn­uð. Samt vildu þessir kjós­end­ur ekki kjósa flokk­inn. Ástæðan væri sú rang­hug­mynd að Sam­fylk­ingin væri hluti af fjór­flokkn­um, þegar hún hefði verið stofnuð til höf­uðs hon­um. Bregð­ast þyrfti við strax og Sam­fylk­ingin þyrfti að verða sú fjölda­hreyf­ing sem hún var stofnuð til­ að vera.

Nokkrum mán­uðum áður hafði farið fram lands­fund­ur ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þar fékk Árni Páll mjög óvænt mót­fram­boð frá Sig­ríð­i Ingi­björgu Inga­dóttur dag­inn áður en for­manns­kosn­ing fór fram. Ein­ungis þeir ­sem sátu lands­fund­inn höfðu atkvæð­is­rétt, en þeir voru færri en 500. Það var ekki til að draga úr upp­lifun fólks á því að um elítu­stjórn­mála­flokk væri að ræða, þegar efsta lagið tókst með þessum hætti á um völd­in. Árni Páll sigr­aði að lokum með einu atkvæði, fékk 241 á móti 240, og við það má segja að ­for­manns­ferli hans hafi verið lok­ið, þótt hann sitji enn form­lega fram í byrj­un næsta mán­að­ar. Átaka­lín­urnar í flokknum opin­ber­uð­ust mjög greini­lega í þessum ­for­manns­kosn­ing­um.

Árni Páll hefur síðar ítrekað kennt mót­fram­boði Sig­ríð­ar­ Ingi­bjargar og afleið­ingum þess um að gengi flokks­ins hafi dalað hratt á und­an­förnum  mán­uð­um. Sig­ríður Ingi­björg hefur hafnað því og sagt að fylgið hafi þegar verið byrjað að hverfa. Bæði hafa nokkuð til síns máls. Það er rétt hjá Árna Páli að Sam­fylk­ingin hafi mæl­st á­gæt­lega í skoð­ana­könn­unum á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Nokkrum dögum fyrir lands­fund­inn í fyrra ­mæld­ist fylgi flokks­ins hins vegar 12,4 pró­sent, sem er minna en hann hafð­i ­fengið í kosn­ing­unum 2013. Nokkrum dögum eftir lands­fund­inn mæld­ist fylg­i ­flokks­ins 11,4 pró­sent og í ágúst var það komið niður fyrir tíu pró­sent. Auk þess var Árni Páll með mjög lítið per­sónu­fylgi. Í könnun MMR sem birt var í lok apríl 2015 sögðu til­ ­dæmis þrjú pró­­sent aðspurðra að hann væri fæddur leið­­tog­i. 

Lands­fundi flýtt

Það var öllum ljóst að ­Sam­fylk­ingin þurfti að taka rót­tækt á ástandi flokks­ins. Í ár var ákveðið að flýta lands­fundi og halda for­manns­kosn­ing­ar. Í til­kynn­ingu var gefið sterk­lega í skyn að nota þyrfti lands­fund­inn til mál­efna­vinnu og til að ræða ­kosn­inga­á­hersl­ur. Síðan að þessi til­kynn­ing var send út hefur hins vegar lít­ið verið rætt um mál­efni, og mun meira verið rætt um per­són­ur.

Fimm hafa til­kynnt að þeir vilji verða næsti for­maður flokks­ins, þótt Árni Páll hafi síðan dreg­ið fram­boð sitt til baka. Þrír þeirra sem sækj­ast eftir for­mennsku eru hluti þess ­þing­flokks sem kjós­endur hafa verið að hafna sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um, ann­að hvort sem sitj­andi þing­menn eða sem vara­þing­menn. Sá eini sem ekki er hluti af nú­ver­andi valda­lagi flokks­ins er Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son, 27 ára bæj­ar­full­trúi af Sel­tjarn­ar­nesi.

Í við­tali við síð­asta helg­ar­blað DV end­ur­tók Árni Páll þá sögu­skýr­ingu sína að það hefði gengið mjög vel hjá flokknum fram að síð­asta lands­fundi, þegar óvænt ­mót­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dóttur gegn honum kom fram. Árni Páll tel­ur enn fremur að Sam­fylk­ingin hafi mikla sér­stöðu í íslenskum stjórn­málum en að hún­ hafi ekki náð að nýta hana með nægi­lega skýrum hætti. Ásýnd flokks­ins hafi ekki verið sam­hent. Það sé ekki nóg að skipta um for­mann heldur þurfi ný vinnu­brögð og nálg­un. Í máli Árna Páls kom einnig fram að hann telur Sam­fylk­ing­una ver­a eina núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­aflið sem mælist með til­veru á næsta ­kjör­tíma­bili sem geti leitt rík­is­stjórn.

Skömmu áður hafð­i ­for­manns­fram­bjóð­and­inn Magnús Orri Schram skrifað grein í Frétta­blaðið þar ­sem hann sagði að leggja ætti hana niður og stefna að því að stofna „nýja nú­tíma­lega stjórn­mála­hreyf­ing­u“. Sam­fylk­ingin þurfi að taka veru­leg­um breyt­ingum á næstu vikum til að geta gengt lyk­il­hlut­verki sem val­kostur jafn­að­ar­fólks í kosn­ing­unum í haust. Vinni hann for­manns­kosn­ing­una í byrjun júní muni Magn­ús Orri hefja sam­­tal við aðra stjórn­­­mála­­flokka og ­fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyf­­ingar með áherslu á auð­lindir í al­manna­þágu, umhverf­is­vernd, nýja stjórn­­­ar­­skrá, jöfn tæki­­færi, öfl­­ug­t vel­­ferð­­ar­­kerfi og sam­keppni í heil­brigðu atvinn­u­líf­i. 

Ef menn­irnir tveir, fráfar­andi for­maður og einn þeirra sem vill taka við kefl­inu, töldu að þetta ­upp­gjör þeirra við stöðu flokks­ins myndi njóta breiðs stuðn­ings þá varð þeim ekki af ósk sinni. Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, sett­i ­stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði:

 

Sig­ríður Ingi­björg sendi yfir­lýs­ingu á fjöl­miðla vegna við­tals DV við Árna Pál þar sem hún ásak­ar fráfar­andi for­mann sinn um að reyna að skrifa sög­una eftir sínu nef­i, ­sér­stak­lega varð­andi for­manns­fram­boð henn­ar. Þar sagði m.a.: „Eftir því ­sem nær dró lands­fundi varð ljóst að þátt­taka yrði í algjöru lág­marki og vitað að margir ­myndu lýsa óánægju sinni með for­mann­inn með því að skila auðu í for­manns­kjöri á fund­in­um. Óánægjan og doð­inn í flokknum var skelfi­leg­ur. Ég tók því þá ákvörðun síð­degis á fimmtu­degi fyrir lands­fund, þann 19. mars, að gefa kost á mér til for­mennsku. Við­brögðin voru miklu sterk­ari og jákvæð­ari en ég bjóst við, ekki bara frá Sam­fylk­ing­ar­fólki heldur ýmsu fólki á vinstri vængn­um. Á lands­fundi kom í ljós hversu djúp­stæð óánægjan var, enda sigr­aði sitj­and­i ­for­maður kjörið ­með aðeins einu atkvæði. Dig­ur­mæli og sam­sær­is­kenn­ingar helstu stuðn­ings­manna ­for­manns­ins eftir kjörið verða lengi í minnum höfð. Í stað þess að horfast í augu við vand­ann, var til­valið að ­kenna öðrum um hann.“

Katrín Jakobsdóttir er einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar í dag. Hún er líklegust til að verða forsætisráðherra takist stjórnarandstöðuflokkunum að ná völdum eftir næstu kosningar.
Mynd: Birgir Þór

Það virð­ist því alls ekki vera svo að inn­an­flokksá­tökum innan Sam­fylk­ing­ar­innar sé lok­ið. Því fer raunar fjarri. Og það virð­ist heldur ekki vera mik­ill vilji hjá þorra þing­flokks­ins, sem er elsti þing­flokkur lands­ins, til að víkja fyrir yngra fólki. Lík­lega verða allir sem til­heyra honum utan tveggja í fram­boði í haust. Fólkið sem talar um hvort annað sem vanda­málið ætlar nær allt að sækj­ast eftir áfram­hald­andi þing­setu.

Svo virð­ist, að minnsta kosti á orðum Árna Páls og Magn­úsar Orra, að Sam­fylk­ingin ætli að veðja á að nýtt vöru­merki og nafn, ásamt kosn­inga­banda­lagi við vin­sælli flokka, muni tryggja áfram­hald­andi til­veru henn­ar. Árni Páll virð­ist auk þess telja að eng­inn annar stjórn­ar­and­stöðu­flokkur geti leitt rík­is­stjórn en Sam­fylk­ing­in, hvort sem hún muni heita það í haust eða eitt­hvað ann­að.

Það eru dig­ur­bark­ar­legar yfir­lýs­ingar í ljósi þess að flokk­ur­inn er nán­ast ekki með neitt fylgi og þegar fylgi Pírata fór að minnka ( það er enn í kringum 30 pró­sent) þá færð­ist það yfir til Vinstri grænna, ekki til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ástæðan er mögu­lega sú að þeir kjós­endur sem ætla sér að styðja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna til valda eru að færa fylgi sitt til þess flokks sem inni­heldur leið­tog­ann sem það vill að leiði þá rík­is­stjórn. Sá leið­togi er Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður þjóð­ar­inn­ar.

Því verður að telj­ast ólík­legt að Vinstri grænir eða Píratar - sem saman mæl­ast með yfir helm­ings­fylgi - muni taka umleit­unum Sam­fylk­ing­ar­innar - sem mælist með undir átta pró­sent fylgi - um að móta nýja stjórn­mála­hreyf­ingu þar sem Sam­fylk­ing­ar­fólk er í for­ystu opnum örm­um. Eina sem Sam­fylk­ingin kemur með að því borði er slatti af þing­mönnum sem lítil eft­ir­spurn virð­ist vera eft­ir, en eiga það allir sam­eig­in­legt að vilja rosa­lega mikið halda áfram í þing­mennsku. Mun lík­legra er að óform­legt kosn­inga­banda­lag verði myndað meðal stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna sem felst í vil­yrði um að starfa saman eftir kosn­ing­ar. 

Sam­fylk­ingin mun því, enn sem komið er, ekki ná að færa til­vistakreppu sína inn í nýjan stjórn­mála­hreyf­ingu. Hún þarf sjálf að takast á við hana áður en að slíkt getur orðið raun­hæfur mögu­leiki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar