„Ég þarf ekki alltaf að vera fyndinn“ - Woody Allen á Cannes-hátíðinni

Woody Allen er heiðurgestur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og frumsýnir þar nýja mynd. En bréf sonar hans Ronan, þar sem hann ásakar föður sinn á ný um kynferðisbrot gagnvart systur sinni þegar hún var barnung, hefur skapað afar sérkennilegt andrúmsloft.

Woody Allen
Auglýsing

Nýjasta kvik­mynd Woody Allen, Café Soci­ety, var opn­un­ar­mynd á Cann­es-há­tíð­ar­innar sem hófst á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn. Hún hefur feng­ið fína gagn­rýni; hinn átt­ræði kvik­mynda­leik­stjóri virð­ist aftur vera kom­inn á sporið með sprell­fjöruga og marg­slungna mynd sem ger­ist í Banda­ríkj­unum á fjórða ára­tug síð­ustu aldar og fjallar um glam­úr­lífið í Hollywood. Það sem hefur hins vegar skyggt á þessa for­sýn­ingu og heim­sókn Woody Allens til Cann­es eru ásak­anir um kyn­ferð­is­lega mis­notkun hans á hendur dóttur sinni, Dylan Far­row.

Sonur ritar bréf

Rétt áður en Allen mætti til Cannes birti sonur hans Ronan Far­row (sem vill, eins og Dylan, ekki kenna sig við föður sinn) opin­skátt bréf í The Hollywood Reporter þar sem hann lýsir því hvernig faðir hans hafi mis­notað systur sína; hann gagn­rýnir fjöl­miðla harð­lega fyrir að halda upp­i­ ­mál­stað Woody Allen, enn fremur beinir hann spjótum sínum að leik­ur­um, fram­leið­endum og öðru fólki sem starfar með Allen. Ekk­ert nýtt kemur fram í bréf­inu um mál­ið, allt sem þar stendur hefur svo sem komið fram áður. En það virð­is­t vera erfitt fyrir Woody Allen að reyna að sópa þessu máli undir tepp­ið.

Það var því afar sér­kenni­legt and­rúms­loft á opn­un­ar­há­tíð­inni þar sem Woody Allen var sjálfur heið­urs­gest­ur­inn. Veislu­stjór­inn og grínist­inn, Laurent Lafitte, skaut föstum skotum á gamla spéfugl­inn þegar hann sagði: „Þú ert ­stöðugt að gera myndir hér í Evr­ópu, en samt ekki eft­ir­lýstur í Banda­ríkj­un­um …­fyrir nauðg­un.“ Þar vís­aði hann í mál Roman Pol­anski, sem flúði til Evr­ópu eftir að hafa verið dæmdur fyrir að nauðga þrettán ára gömlu stúlku­barni, árið 1977.

Café Society er nýjasta mynd Allen, en hún var frumsýnd á Cannes-hátiðinni.Veislu­stjór­inn hélt svo áfram og sagði: „En takk fyrir að koma hing­að til okkar í kvöld, það var nú það minnsta sem þú gast gert.“  Sumir hlógu – aðrir ekki. Heið­urs­gest­ur­inn sat ­stjarfur undir lestr­in­um. Dag­inn eftir var hann spurður um þessar ásak­anir og bréf Ronan Far­row í við­töl­um. Hvort fólk gæti virki­lega horft á myndir hans með­ þetta mál enn hang­andi yfir hon­um. „Ég hugsa ekki um það. Ég kom með mína ­yf­ir­lýs­ingu í New York Times fyrir löng­u ­síð­an. Mér finnst þetta bjána­legt. Allt þetta mál. Það snertir mig ekki. Ég hugsa ekki um það, held bara áfram að vinna. Næsta myndin mín verður tekin upp í New York.“

 Café Soci­ety 

Kristen Stewart, sem leikur í Café Soci­ety, segir þetta bréf Ron­an Far­row vera algjört áfall og átti erfitt með að tjá sig um málið í blaða­við­töl­um. Leik­konan Blake Lively tók hins vegar upp hansk­ann fyrir Woody Al­len og var­aði fólk við að fjasa um mál sem það vissi ekk­ert um. Þetta hefði á engan hátt truflað sam­starf hennar við leik­stjór­ann. Reynsla hennar væri sú að hann hefði gert margt mik­il­vægt fyrir konur sem mætti alveg fjalla meira um. ­Skrifað meiri­háttar og flott kven­hlut­verk. Sem er meira en margur annar hef­ur ­gert.

Auglýsing

Þetta er ekk­ert nýtt sem kemur fram í bréfi Ronan Far­row. Þess­ar áskak­anir hafa verið í gangi í mörg ár og bréfið virð­ist ekki hafa komið Allen úr jafn­vægi. Á frétta­fundum og blaða­við­tölum sat hann jafnan spak­ur, svar­að­i ­spurn­ingum og reytti af sér brand­ar­ana.

„Þegar þú er orð­inn átt­ræður ferðu að velta ýmsu fyrir þér; þú ert að breyt­ast í gam­al­menni, sem ég hlakka vissu­lega til að verða. Og svo er það auð­vitað dauð­inn. Ég ætla mér að deyja í svefni. Ég er búinn að plana þetta allt sam­an. Ég er hins vegar afar róleg­ur; pabbi varð 100 ára, ég á mörg ár framund­an“

 Eft­ir­sjá og brostnar vonir

Margir eiga erfitt með að taka afstöðu í þessum fjöl­skyldu­harm­leik. Hver er að segja satt? Allen hef­­ur ít­rekað neitað því að hafa beitt dótt­ur sína kyn­­ferð­is­­­legu of­beldi þeg­ar hún var sjö ára göm­ul. Hann hefur sagt þess­ar ásak­an­ir tengj­­ast for­ræð­is­­deilu hans og Miu Far­row.  Eftir að þau skildi tók Al­len upp sam­­band við Soon-Yi Previn, ætt­­­leidda stjúp­dótt­­ur sína, þegar hún var 19 ára göm­ul. Þau giftu sig í kjöl­far­ið. Hún sat hjá honum í kvik­mynda­höll­inni í Cannes  þegar Café Soci­ety var for­sýnd á mið­viku­dag­inn.

Woody Allen ásamt  Soon-Yo Previn í Cannes.Í  mynd­inni er lít­ill brand­ari um hversu flókin ásta­sam­bönd (þ.e. innan fjöl­skyldu) geta ver­ið. Margir velta nú vöngum yfir þessu í ljósi nýj­ustu upp­lýs­inga og svo auð­vitað í tengslum við ­sam­band hans við Soon-Yo Previn.  Allen ­segir um þetta: „Mér fannst þetta bara fynd­ið. Ef áhorf­endur hlæja, þá er það ­gott. Ég er alsæll ef þeir eru ánægð­ir.“

Þetta er í senn bæði fyndin og alvar­leg kvik­mynd sem fjallar um ást­ina og líf­ið, minn­ing­ar, brostnar von­ir. Eins og svo mörg önnur verk Woody Allen er hún um fólk sem hefur það í raun gott, en vill samt eitt­hvað ann­að. Fólk sem heldur að grasið sé grænna hinum meg­in, kemst svo að öðru, en getur ekki snú­ið til baka.

„Allir taka ein­hvern tím­ann rangar ákvarð­anir í líf­inu, sem þeir sjá eft­ir,“ – segir Woody Allen. Ein per­sónan í mynd­inni segir sömu­leið­is: „Fólk verður að fíflum þegar hjartað ræður för.“  

„Þetta er ekki bara grín­mynd,“ segir Allen. „Ég hefði örugg­lega ­sprellað meira - hefði ég gert hana fyrr á ferl­in­um. Nú þegar ég er eldri og bráðum að fara deyja er mér sama um allt. Þess vegna þori ég að taka meiri áhættu en áð­ur. Ég þarf ekki alltaf að vera fynd­inn. Sorgin og harm­ur­inn eru mik­il­vægir þættir í mann­líf­inu. Mig langar að fjalla meira um það.“ 

Café Soci­ety er því óvenju­leg kvik­mynd. Hún er und­ar­lega upp­byggð; byrj­ar varla né end­ar. Woody Allen leikur ekki í mynd­inni en er sögu­mað­ur. Hann hef­ur ­sjálfur sagt að myndin eigi meira skylt við skáld­sögur í frá­sagn­ar­stíl. Þetta er samt klisja, saga um ást­ar­þrí­hyrn­ing, en sam­töl­in, per­són­urn­ar, leik­ar­arn­ir – allt saman frum­legt og fram­úr­skar­andi.

„Eins og í Midnight In Paris þá lang­aði mig að leika aðal­hlut­verk­ið, en ég er bara orð­inn of gam­all, sem betur fer. Þessir gaurar sem eru að leika mig eru bara miklu betri en ég! Jesse Eisen­berg gerir þetta marg­falt bet­ur. Ég er bara grínisti. Hann er alvöru leik­ari með margar vídd­ir, býr til mun dýpri og flókn­ari per­sónur en ég er nokkurn tím­ann fær um að ger­a“   

Segir Allen og bætir við að myndin sé líka öðrum þræði um Hollywood og brans­ann. „Þeir skilja ekki kvik­myndir og ég skil ekki við­skipti. Ég er búinn að fara í milljón við­töl í dag, milljón á morg­un. Ég get ekki séð að það skipt­i ­neinu máli en fram­leið­end­urnir heimta þetta. Svo ég geri það.  Ég les ekki gagn­rýni, mér er sama um hana, ég yrði bara geð­veikur að velta mér upp úr henni. Held bara áfram að vinna. Vinn­an ­gerir manni gott.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None