Danskir stjórnmálamenn æfir vegna Levakovic-dómsins

Danskir stjórmálamenn eru æfir vegna Hæstaréttardóms yfir sígaunahöfðingjanum Gimi Levakovic, sem hefur lifað á “danska kerfinu” áratugum saman

Levekovic
Auglýsing

Hæsti­rétt­ur D­an­merkur stað­festi á fimmtu­dag dóm Eystri- Lands­réttar þess efnis að sígauna­höfð­ing­inn Gimi Levakovic (sem ekki vill kalla sig roma) fái áfram að ­búa í Dan­mörku. Hér­aðs­dómur hafði áður úrskurðað að Levakovic, sem er króat­ískur rík­is­borg­ari, skyldi vísað úr landi að lok­inni afplán­un fang­els­is­dóms sem hann hlaut í fyrra, fyrir vopna­burð og líf­láts­hót­an­ir. Danskir ­stjórn­mála­menn eru æfir vegna dóms­ins og stjórnin boðar laga­breyt­ing­ar. Gimi Levakovic, ­sem er 46 ára og hefur búið í Dan­mörku frá tveggja ára aldri er heima­van­ur, ef svo má að orði kom­ast, í dönskum rétt­ar­sölum og fang­elsum því hann hefur tutt­ug­u og sjö sinnum hlotið dóm fyrir ýmis konar afbrot og sam­tals setið í grjót­inu í rúm átta ár. Bræður hans og aðrir ætt­ingjar hafa líka verið tíðir gestir í rétt­ar­söl­u­m og fang­els­um.

„Kerf­ið” hefur ekki brugð­ist ­fjöl­skyld­unni  

Levakovic ­fjöl­skyld­an, sem telur nú fleiri en fjöru­tíu manns, býr á Ama­ger í Kaup­mann­höfn og hefur gert frá því að hún kom sér þar fyrir með hrör­legt hjól­hýsi árið 1972. Til að gera langa sögu stutta hefur eng­inn úr fjöl­skyld­unni stundað laun­aða vinnu alla þessa ára­tugi en þegið um það bil jafn­gildi 1700 millj­óna íslenskra króna frá danska rík­inu og þar að auki drýgt fram­færslu­líf­eyr­inn með ránum og ­grip­deild­um. Gimi Levakovic er höfuð ætt­ar­innar og stjórnar öllu stóru og smá­u. Þótt hann og fjöl­skyldan hafi lengi verið vel þekkt í ”danska kerf­inu” einkum því félags­lega, og svo dóms­kerf­inu, var það þó fyrst eftir sýn­ingu tveggja ­sjón­varps­þátta í jan­úar í fyrra að fjöl­skyldan varð  þjóð­þekkt. Danska þjóðin var væg­ast sag­t undr­andi á því að stór fjöl­skylda gæti ára­tugum saman þegið líf­eyri úr ­sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna án þess að nokkur gerði athuga­semd­ir. Margir ­stjórn­mála­menn lýstu undrun sinni og töl­uðu um að óhjá­kvæmi­legt væri að ”taka á mál­in­u”.

Fang­els­is­dóm­ar, brott­vísun og ekki brott­vísun

Hér­aðs­dóm­ur í Næst­ved á Sjá­landi dæmdi í fyrra Gimi Levakovic í tólf mán­aða fang­elsi og að honum skyldi vísað úr landi að afplánun lok­inni. Þeim dómi var áfrýjað til­ Eystri- Lands­réttar sem sneri brott­vís­un­ar­dóm­inum við en lengdi fang­els­is­vist­ina um þrjá mán­uði.

Auglýsing



Þessi við­snún­ingur vakti hörð við­brögð og sak­sókn­ari sagð­ist ætla að freista þess að fá mál­inu skotið til Hæsta­rétt­ar. Sér­stök úrskurð­ar­nefnd fjallar um slík­ar beiðnir og hún sam­þykkti að Hæsti­réttur tæki málið til með­ferð­ar­. Hæsta­rétt­ar­dóm­ur­inn féll sl. fimmtu­dag og, einsog áður sagði, stað­festi hann úr­skurð Eystri- Lands­rétt­ar. Gimi Levakovic fær því áfram að búa í Dan­mörku. Að baki þeirri nið­ur­stöðu vega þau rök þyngst að Levakovic hafi nær alla ævi búið í Dan­mörku, þótt hann hafi aldrei verið danskur rík­is­borg­ari, og hann eigi þar tvö ung börn, sem hann hafi for­ræði yfir. Eva Smith, laga­pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla, sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að sú stað­reynd að ­Levakovic eigi ung börn skipti mjög miklu í þessu sam­hengi. Hún benti líka á að þótt saka­fer­ill­inn sé langur sé þar fátt að finna sem talist geti mjög al­var­legt, á mæli­kvarða saka­mála. Pró­fess­or­inn sagði að dóm­ur­inn hefði get­að ­fallið á hvorn veg­inn sem var, en Hæsti­réttur ber­sýni­lega valið að fylgja þeirri stefnu sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn í Strass­borg hefur mark­að. Ef ­stjórn­mála­menn séu ósáttir við dóma Hæsta­réttar í málum sem þessum þurfi danska ­þing­ið, Fol­ket­in­get, að setja lög um túlkun Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Slíkt hafi ekki verið gert.

Stjórn­mála­menn mjög ósáttir við dóm­inn

Óhætt er að segja að dóms­ins hafi verið beðið með eft­ir­vænt­ingu. Þegar hann lá fyr­ir­ létu við­brögðin ekki á sér standa. Í dönskum fjöl­miðlum hafa birst fjöl­mörg við­töl við ráð­herra og þing­menn sem nær allir eru mjög ósáttir við dóm­inn­. Sumir þeirra gátu ekki leynt reiði sinni og sögðu Hæsta­rétt túlka lag­ara­mmann alltof veikt, brott­vísun úr landi rúmist innan hans. Aðrir sögðu það fyr­ir­ neðan allar hellur að danska lagaum­gjörðin skuli vera þannig úr garði gerð að ekki sé nokkur leið að vísa úr landi erlendum rík­is­borg­ara, síbrota­manni, sem hef­ur ­kostað sam­fé­lagið millj­óna­tugi. Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra sagð­i strax þegar dóm­ur­inn lá fyrir að stjórnin myndi á haust­dögum leggja fram frum­varp sem tæki til mála af þessu tagi og Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála ­sagði í við­tali að það væri ólíð­andi að Danir sætu uppi með menn eins og Gim­i ­Levakovic. ”Það er ekki hægt að sætta sig við að ekki sé hægt að reka menn úr landi vegna þess að þeir eigi börn” sagði ráð­herr­ann. Bæði þing­menn og ráð­herrar lögðu áherslu á að dómur Hæsta­réttar í máli Gimi Levakovic yrð­i virt­ur, en for­sæt­is­ráð­herr­ann sagð­ist von­ast til að saga af þessu tagi ætt­i ekki eftir að end­ur­taka sig.

Vi elsker Dan­mark

Sonur og bróð­ur­sonur Gimi Levakovic voru við­staddir dóms­upp­kvaðn­ing­una. Þeir voru mjög ánægðir með nið­ur­stöð­una en  fá­málir við fjöl­miðla­menn. ”Vi elsker Dan­mark, ­tak Dan­mark” sagði annar þeirra þegar þeir stigu inn í bíl sinn fyrir utan­ ­dóm­hús­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None