Danskir stjórnmálamenn æfir vegna Levakovic-dómsins

Danskir stjórmálamenn eru æfir vegna Hæstaréttardóms yfir sígaunahöfðingjanum Gimi Levakovic, sem hefur lifað á “danska kerfinu” áratugum saman

Levekovic
Auglýsing

Hæsti­rétt­ur D­an­merkur stað­festi á fimmtu­dag dóm Eystri- Lands­réttar þess efnis að sígauna­höfð­ing­inn Gimi Levakovic (sem ekki vill kalla sig roma) fái áfram að ­búa í Dan­mörku. Hér­aðs­dómur hafði áður úrskurðað að Levakovic, sem er króat­ískur rík­is­borg­ari, skyldi vísað úr landi að lok­inni afplán­un fang­els­is­dóms sem hann hlaut í fyrra, fyrir vopna­burð og líf­láts­hót­an­ir. Danskir ­stjórn­mála­menn eru æfir vegna dóms­ins og stjórnin boðar laga­breyt­ing­ar. Gimi Levakovic, ­sem er 46 ára og hefur búið í Dan­mörku frá tveggja ára aldri er heima­van­ur, ef svo má að orði kom­ast, í dönskum rétt­ar­sölum og fang­elsum því hann hefur tutt­ug­u og sjö sinnum hlotið dóm fyrir ýmis konar afbrot og sam­tals setið í grjót­inu í rúm átta ár. Bræður hans og aðrir ætt­ingjar hafa líka verið tíðir gestir í rétt­ar­söl­u­m og fang­els­um.

„Kerf­ið” hefur ekki brugð­ist ­fjöl­skyld­unni  

Levakovic ­fjöl­skyld­an, sem telur nú fleiri en fjöru­tíu manns, býr á Ama­ger í Kaup­mann­höfn og hefur gert frá því að hún kom sér þar fyrir með hrör­legt hjól­hýsi árið 1972. Til að gera langa sögu stutta hefur eng­inn úr fjöl­skyld­unni stundað laun­aða vinnu alla þessa ára­tugi en þegið um það bil jafn­gildi 1700 millj­óna íslenskra króna frá danska rík­inu og þar að auki drýgt fram­færslu­líf­eyr­inn með ránum og ­grip­deild­um. Gimi Levakovic er höfuð ætt­ar­innar og stjórnar öllu stóru og smá­u. Þótt hann og fjöl­skyldan hafi lengi verið vel þekkt í ”danska kerf­inu” einkum því félags­lega, og svo dóms­kerf­inu, var það þó fyrst eftir sýn­ingu tveggja ­sjón­varps­þátta í jan­úar í fyrra að fjöl­skyldan varð  þjóð­þekkt. Danska þjóðin var væg­ast sag­t undr­andi á því að stór fjöl­skylda gæti ára­tugum saman þegið líf­eyri úr ­sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna án þess að nokkur gerði athuga­semd­ir. Margir ­stjórn­mála­menn lýstu undrun sinni og töl­uðu um að óhjá­kvæmi­legt væri að ”taka á mál­in­u”.

Fang­els­is­dóm­ar, brott­vísun og ekki brott­vísun

Hér­aðs­dóm­ur í Næst­ved á Sjá­landi dæmdi í fyrra Gimi Levakovic í tólf mán­aða fang­elsi og að honum skyldi vísað úr landi að afplánun lok­inni. Þeim dómi var áfrýjað til­ Eystri- Lands­réttar sem sneri brott­vís­un­ar­dóm­inum við en lengdi fang­els­is­vist­ina um þrjá mán­uði.

AuglýsingÞessi við­snún­ingur vakti hörð við­brögð og sak­sókn­ari sagð­ist ætla að freista þess að fá mál­inu skotið til Hæsta­rétt­ar. Sér­stök úrskurð­ar­nefnd fjallar um slík­ar beiðnir og hún sam­þykkti að Hæsti­réttur tæki málið til með­ferð­ar­. Hæsta­rétt­ar­dóm­ur­inn féll sl. fimmtu­dag og, einsog áður sagði, stað­festi hann úr­skurð Eystri- Lands­rétt­ar. Gimi Levakovic fær því áfram að búa í Dan­mörku. Að baki þeirri nið­ur­stöðu vega þau rök þyngst að Levakovic hafi nær alla ævi búið í Dan­mörku, þótt hann hafi aldrei verið danskur rík­is­borg­ari, og hann eigi þar tvö ung börn, sem hann hafi for­ræði yfir. Eva Smith, laga­pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla, sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að sú stað­reynd að ­Levakovic eigi ung börn skipti mjög miklu í þessu sam­hengi. Hún benti líka á að þótt saka­fer­ill­inn sé langur sé þar fátt að finna sem talist geti mjög al­var­legt, á mæli­kvarða saka­mála. Pró­fess­or­inn sagði að dóm­ur­inn hefði get­að ­fallið á hvorn veg­inn sem var, en Hæsti­réttur ber­sýni­lega valið að fylgja þeirri stefnu sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn í Strass­borg hefur mark­að. Ef ­stjórn­mála­menn séu ósáttir við dóma Hæsta­réttar í málum sem þessum þurfi danska ­þing­ið, Fol­ket­in­get, að setja lög um túlkun Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Slíkt hafi ekki verið gert.

Stjórn­mála­menn mjög ósáttir við dóm­inn

Óhætt er að segja að dóms­ins hafi verið beðið með eft­ir­vænt­ingu. Þegar hann lá fyr­ir­ létu við­brögðin ekki á sér standa. Í dönskum fjöl­miðlum hafa birst fjöl­mörg við­töl við ráð­herra og þing­menn sem nær allir eru mjög ósáttir við dóm­inn­. Sumir þeirra gátu ekki leynt reiði sinni og sögðu Hæsta­rétt túlka lag­ara­mmann alltof veikt, brott­vísun úr landi rúmist innan hans. Aðrir sögðu það fyr­ir­ neðan allar hellur að danska lagaum­gjörðin skuli vera þannig úr garði gerð að ekki sé nokkur leið að vísa úr landi erlendum rík­is­borg­ara, síbrota­manni, sem hef­ur ­kostað sam­fé­lagið millj­óna­tugi. Lars Lökke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra sagð­i strax þegar dóm­ur­inn lá fyrir að stjórnin myndi á haust­dögum leggja fram frum­varp sem tæki til mála af þessu tagi og Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála ­sagði í við­tali að það væri ólíð­andi að Danir sætu uppi með menn eins og Gim­i ­Levakovic. ”Það er ekki hægt að sætta sig við að ekki sé hægt að reka menn úr landi vegna þess að þeir eigi börn” sagði ráð­herr­ann. Bæði þing­menn og ráð­herrar lögðu áherslu á að dómur Hæsta­réttar í máli Gimi Levakovic yrð­i virt­ur, en for­sæt­is­ráð­herr­ann sagð­ist von­ast til að saga af þessu tagi ætt­i ekki eftir að end­ur­taka sig.

Vi elsker Dan­mark

Sonur og bróð­ur­sonur Gimi Levakovic voru við­staddir dóms­upp­kvaðn­ing­una. Þeir voru mjög ánægðir með nið­ur­stöð­una en  fá­málir við fjöl­miðla­menn. ”Vi elsker Dan­mark, ­tak Dan­mark” sagði annar þeirra þegar þeir stigu inn í bíl sinn fyrir utan­ ­dóm­hús­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None