Hagar þurfa ekki lengur að greiða niður skuldir

Á fimm árum hafa vaxtaberandi skuldir Haga farið úr 8,4 milljörðum í 700 milljónir. Eiginfjárstaða félagsins hefur batnað um tíu milljarða króna þrátt fyrir arðgreiðslur. Og verð á bréfum félagsins hefur nær fjórfaldast frá skráningu.

neysluvorur_15348679669_o.jpg
Auglýsing

Stjórn Haga hf., stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins, telja ekki lengur þröf á því að greiða niður skuldir umfram lána­samn­inga. Mik­il á­hersla hefur verið lögð á skulda­nið­ur­greiðslu á und­an­förnum árum og skuld­ir ­fé­lags­ins hafa lækkað gríð­ar­lega á skömmum tíma. Á resktr­ar­ár­inu 2011/2012 vor­u ­nettó vaxt­ber­andi skuldir Haga 8,4 millj­arðar króna. Í lok síð­asta rekstr­ar­ár­s, ­sem lauk í febr­úar 2016, voru þær orðnar 701 milljón króna. Skuld­irnar minnkuð­u um rúm­lega 900 millj­ónir króna milli áranna á undan og með áfram­hald­andi skulda­nið­ur­greiðslu verða Hagar með nán­ast engar nettó vaxta­ber­andi skuldir í nán­ustu fram­tíð.

Þess í stað sam­þykkti stjórn Haga þann 15. apríl arð­greiðslu­stefn­u ­sem felur í sér að lögð verði áhersla á að félagið skili til hlut­hafa sinn þeim verð­mætum sem skap­ast í rekstr­inum á hverju ári. Áfram er stefnt að því að Hagar greiði hlut­höfum sínum arð sem nemi að lág­marki 50 pró­sent hagn­að­ar­ næst­lið­ins rekstr­ar­árs, líkt og gert hefur verið und­an­farin ár. Að auki mun ­fé­lagið kaupa eigin bréf og kaupa fast­eignir á hag­stæðu verði sem nýtast ­fé­lag­inu í starf­semi sinni. Þetta kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu sem Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, hélt í gær vegna árs­upp­gjörs Haga.

Eig­in­fjár­hlut­fallið 55,1 pró­sent

Smá­­söluris­inn Hag­­ar, ­sem rekur meðal ann­­ars versl­­anir undir merkjum Bón­uss og Hag­­kaup, hefur átt ­góðu gengi að fagna síðan fyr­ir­tækið var skráð á markað í lok árs 2011. Skrán­ing­in ­mark­aði upp­­hafið á end­­ur­reisn hluta­bréfa­­mark­að­­ar­ins eftir hrun­ið. Hagar selja vörur fyrir um 78,4 millj­arða króna á ári. Veltan hefur auk­ist um ­tíu millj­arða króna á fimm árum.

Í lok rekstr­ar­árs­ins 2011/2012 var eigið fé Haga 6,2 millj­arðar króna. Í lok febr­úar síð­ast­lið­ins­ var það 16,4 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið hefur farið úr 26,6 ­pró­sent í 55,1 pró­sent. Líkt og áður sagði hafa nettó vaxta­ber­andi skuld­ir verið greiddar upp að mestu á þessu tíma­bili. Á sama tíma hefur félagið þeg­ar greitt út 4,4 millj­arða króna í arð til hlut­hafa sinna og stefnir að því að greiða tæpa tvo millj­arða króna í við­bót í næsta mán­uði, verð­i arð­greiðslu­til­lögur sam­þykktar á aðal­fundi sem er framund­an.

Auglýsing

Arð­semi eigin fjár­ Haga hefur hins veg]ar farið hratt lækk­andi. Hún var 47,7 pró­sent á rekstr­ar­ár­in­u 2011/2012 en var 23,1 pró­sent á nýliðnu rekstr­ar­ári. Það þýðir að arð­semin er ­rúm­lega helm­ingi minni en hún var fyrir fimm árum. Það breytir því ekki að arð­semin sem hlut­hafar Haga eru að fá á eigið fé sitt er mjög góð og vand­séð að ­mörg önnur við­skipta­tæki­færi á Íslandi muni gefa þeim meiri arð­semi. Samt sem áður leggur stjórn Haga til við aðal­fund að heim­ilt verði á næstu 18 mán­uðum að ­kaupa allt að tíu pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga rúman helm­ing

Frá því að Hagar voru skráðir á markað hefur gengi bréfa í fé­lag­inu marg­fald­ast. Skrán­ing­ar­gengið var 13,5 krónur á hlut en í lok dags í gær var gengi bréf­anna 49 krónur á hlut. Umtals­verð sam­þjöppun hefur einnig orðið í hlut­hafa­hópnum frá skrán­ingu, aðal­lega vegna upp­kaupa líf­eyr­is­sjóða lands­ins á bréfum í Hög­um. Sam­eig­in­lega eru þeir nú langstærstu hlut­haf­ar ­fé­lags­ins með 52,9 pró­sent hlut. Fjöldi hlut­hafa alls er 960.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None