Hagar þurfa ekki lengur að greiða niður skuldir

Á fimm árum hafa vaxtaberandi skuldir Haga farið úr 8,4 milljörðum í 700 milljónir. Eiginfjárstaða félagsins hefur batnað um tíu milljarða króna þrátt fyrir arðgreiðslur. Og verð á bréfum félagsins hefur nær fjórfaldast frá skráningu.

neysluvorur_15348679669_o.jpg
Auglýsing

Stjórn Haga hf., stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins, telja ekki lengur þröf á því að greiða niður skuldir umfram lána­samn­inga. Mik­il á­hersla hefur verið lögð á skulda­nið­ur­greiðslu á und­an­förnum árum og skuld­ir ­fé­lags­ins hafa lækkað gríð­ar­lega á skömmum tíma. Á resktr­ar­ár­inu 2011/2012 vor­u ­nettó vaxt­ber­andi skuldir Haga 8,4 millj­arðar króna. Í lok síð­asta rekstr­ar­ár­s, ­sem lauk í febr­úar 2016, voru þær orðnar 701 milljón króna. Skuld­irnar minnkuð­u um rúm­lega 900 millj­ónir króna milli áranna á undan og með áfram­hald­andi skulda­nið­ur­greiðslu verða Hagar með nán­ast engar nettó vaxta­ber­andi skuldir í nán­ustu fram­tíð.

Þess í stað sam­þykkti stjórn Haga þann 15. apríl arð­greiðslu­stefn­u ­sem felur í sér að lögð verði áhersla á að félagið skili til hlut­hafa sinn þeim verð­mætum sem skap­ast í rekstr­inum á hverju ári. Áfram er stefnt að því að Hagar greiði hlut­höfum sínum arð sem nemi að lág­marki 50 pró­sent hagn­að­ar­ næst­lið­ins rekstr­ar­árs, líkt og gert hefur verið und­an­farin ár. Að auki mun ­fé­lagið kaupa eigin bréf og kaupa fast­eignir á hag­stæðu verði sem nýtast ­fé­lag­inu í starf­semi sinni. Þetta kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu sem Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga, hélt í gær vegna árs­upp­gjörs Haga.

Eig­in­fjár­hlut­fallið 55,1 pró­sent

Smá­­söluris­inn Hag­­ar, ­sem rekur meðal ann­­ars versl­­anir undir merkjum Bón­uss og Hag­­kaup, hefur átt ­góðu gengi að fagna síðan fyr­ir­tækið var skráð á markað í lok árs 2011. Skrán­ing­in ­mark­aði upp­­hafið á end­­ur­reisn hluta­bréfa­­mark­að­­ar­ins eftir hrun­ið. Hagar selja vörur fyrir um 78,4 millj­arða króna á ári. Veltan hefur auk­ist um ­tíu millj­arða króna á fimm árum.

Í lok rekstr­ar­árs­ins 2011/2012 var eigið fé Haga 6,2 millj­arðar króna. Í lok febr­úar síð­ast­lið­ins­ var það 16,4 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið hefur farið úr 26,6 ­pró­sent í 55,1 pró­sent. Líkt og áður sagði hafa nettó vaxta­ber­andi skuld­ir verið greiddar upp að mestu á þessu tíma­bili. Á sama tíma hefur félagið þeg­ar greitt út 4,4 millj­arða króna í arð til hlut­hafa sinna og stefnir að því að greiða tæpa tvo millj­arða króna í við­bót í næsta mán­uði, verð­i arð­greiðslu­til­lögur sam­þykktar á aðal­fundi sem er framund­an.

Auglýsing

Arð­semi eigin fjár­ Haga hefur hins veg]ar farið hratt lækk­andi. Hún var 47,7 pró­sent á rekstr­ar­ár­in­u 2011/2012 en var 23,1 pró­sent á nýliðnu rekstr­ar­ári. Það þýðir að arð­semin er ­rúm­lega helm­ingi minni en hún var fyrir fimm árum. Það breytir því ekki að arð­semin sem hlut­hafar Haga eru að fá á eigið fé sitt er mjög góð og vand­séð að ­mörg önnur við­skipta­tæki­færi á Íslandi muni gefa þeim meiri arð­semi. Samt sem áður leggur stjórn Haga til við aðal­fund að heim­ilt verði á næstu 18 mán­uðum að ­kaupa allt að tíu pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga rúman helm­ing

Frá því að Hagar voru skráðir á markað hefur gengi bréfa í fé­lag­inu marg­fald­ast. Skrán­ing­ar­gengið var 13,5 krónur á hlut en í lok dags í gær var gengi bréf­anna 49 krónur á hlut. Umtals­verð sam­þjöppun hefur einnig orðið í hlut­hafa­hópnum frá skrán­ingu, aðal­lega vegna upp­kaupa líf­eyr­is­sjóða lands­ins á bréfum í Hög­um. Sam­eig­in­lega eru þeir nú langstærstu hlut­haf­ar ­fé­lags­ins með 52,9 pró­sent hlut. Fjöldi hlut­hafa alls er 960.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None