#Viðskipti #Dómsmál

Hannes eyddi Pace-peningunum í sig og nána tengslamenn

Hannes Þór Smárason átti panamska félagið Pace, sem fékk þrjá milljarða króna frá Fons árið 2007. Hann eyddi peningunum mest megnis í eigin þágu og í þágu „náinna tengslamanna“. Fordæmi úr hæstaréttardómum komu í veg fyrir að ákært yrði í málinu.

Hannes Þór Smárason átti Pace Associates og ráðstafaði fjármunum úr félaginu. M.a. fjármunum sem Pálmi Haraldsson lánaði honum úr Fons.

Hannes Þór Smára­son ráð­staf­aði þeim þremur millj­örðum króna ­sem Fons lán­aði til panamska félags­ins Pace Associ­ates þann 24. apríl 2007. 900 millj­ónir króna fóru inn á reikn­ing aflands­fé­lags fjár­fest­is­ins Magn­úsar Ármann vegna þátt­töku Hann­esar í fast­eigna­verk­efni í Ind­landi en að öðru leyti var fjár­mun­unum ráð­stafað „að stærstum hluta til hluta­bréfa­við­skipta erlendis fyr­ir­ ­reikn­ing Pace eða ann­ars með öðrum hætti í eigin þágu, annað hvort þá með­ greiðslu per­sónu­legra skuld­bind­inga eða beinum greiðslum til hans eða náinna ­tengsla­manna eða hins vegar með beinum greiðslum til inn­lendra og erlendra ­fé­laga á hans veg­um.“

Þetta kemur fram í rök­stuðn­ingi emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara ­fyrir því að ákæra ekki þrjá menn sem hafa verið til rann­sóknar hjá því árum ­saman vegna milli­færsl­unnar á millj­örð­unum þrem­ur. Þyngst vó í ákvörð­un sak­sókn­ara um að kæra ekki sú stað­reynd að tveir hæsta­rétt­ar­dómar hafa fall­ið þar sem fall­ist er á Fons hafi verið gjald­fært og með góða eig­in­fjár­stöðu allt fram að efna­hags­hrun­inu. Þau for­dæmi sem fyrir liggi í hæsta­rétt­ar­dómunum skapi „raun­hæfa varnar­á­stæðu“ fyrir gjörn­ingnum og því meti emb­ættið sem svo að minn­i líkur sé á því að sak­fell­ing fáist í mál­inu en að menn­irnir yrðu sýkn­að­ir.  

Óskar Sig­urðs­son, skipta­stjóri Fons, óskaði eftir rök­stuðn­ingn­um og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá honum er hann nú með málið til skoð­un­ar. Unnt er að kæra ákvörðun hér­aðs­sak­sókn­ara um að ákæra ekki í mál­inu til rík­is­sak­sókn­ara innan mán­aðar frá því að sú ákvörðun liggur fyr­ir. Kjarn­inn hefur rök­stuðn­ing­inn, ­sem er ítar­leg­ur, undir hönd­um. Hann er hægt að lesa hér.

Þrír með rétt­ar­stöð­u sak­born­ings til enda

Fons varð gjald­­þrota snemma árs 2009. Kröfur í búið námu um 40 millj­­örðum króna, þótt þær hafi ekki all­ar verið sam­­þykkt­­ar. Skiptum á búinu er ekki lokið og því ekki ljóst hvað fæst ­upp í lýstar kröfur í búið. Fyrir liggur þó að lítið brot af þeim kröf­um ­sem lýst var í búið fást greidd­ar.

Menn­irnir þrír sem höfðu rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­in­u voru Hannes Þór Smára­son, fyrrum for­stjóri FL Group og umsvifa­mik­ill fjár­fest­ir á árum áður, Pálmi Har­alds­son, fyrrum aðal­eig­andi Fons, og Þor­steinn Ólafs­son, nú fram­kvæmda­stjóri Arena Wealth Mana­gement í Lúx­em­borg en áður starfs­mað­ur­ Lands­bank­ans þar í landi. Þor­steinn var grun­aður um hlut­deild í brotum Hann­es­ar og Pálma.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að hér­aðs­sak­sókn­ari hefði ákveðið að ákæra menn­ina ekki. Sam­kvæmt rök­stuðn­ingnum var sú ákvörð­un ­tekin vegna þess að minni líkur þóttu til þess að fá menn­ina sak­fellda en taldar voru á sýknu þeirra. Tveir aðrir menn, sem sátu í stjórn Fons, voru líka með rétt­ar­stöðu sak­born­ings við rann­sókn ­máls­ins á upp­hafs­stigum henn­ar. Fljót­lega leiddi rann­sókn þó í ljós að þeir höfð­u ekki raun­hæfa vit­neskju um fjár­magns­flutn­ing­anna sem um ræð­ir. Pálmi Har­alds­son tók ákvörðun um þá ein­sam­all sam­kvæmt því sem fram kemur í rök­stuðn­ingn­um.

Eitt þekktasta „hrun­mál­ið“

Pace-­málið er á meðal þekkt­ustu „hrun­mál­anna“. Alls hafa verið sagðar hátt í hund­rað fréttir þar sem minnst er á málið í íslenskum ­fjöl­miðlum frá byrjun árs 2010 og fram til dags­ins í dag. Málið komst fyrst upp á yfir­borðið þegar slitabú Fons fór að rann­saka hvað hefði orðið um þrjá millj­arða króna sem milli­færðir höfðu verið af reikn­ingum félags­ins í apr­íl 2007 og inn á banka­reikn­ing í eigu panamska félags­ins Pace Associ­ates, sem var í umsýslu aflands­fé­laga­veit­unar Mossack Fon­seca. Það var ekki síst aflands­hlut­i ­máls­ins sem vakti mik­inn áhuga á því. Og sú leynd sem hvíldi yfir því hvaða ein­stak­lingur eða ein­stak­lingar áttu aflands­fé­lagið sem tók við pen­ing­un­um. 

Panamska lögfræðistofan Mossack Fonseca sérhæfir sig í vörslu aflandsfélaga. Stofan stofnaði og hélt utan um Pace Associates fyrir Hannes Smárason.
Mynd: EPA

Slita­búið hafði nefni­lega engar upp­lýs­ingar um af hverju ­pen­ing­arnir hefðu verið milli­færðir né hver væri eig­andi Pace, sem tók við ­pen­ing­un­um. Það vakti enn fremur furðu að gjörn­ing­ur­inn var ekki færður end­an­lega í bók­hald Fons fyrr en rúmu ári eftir að hann átti sér stað, eða í júlí 2008. Þá var hann færður inn sem lán og það lán afskrifað sam­hliða án útskýr­inga. ­Skipta­stóri bús Fons kærði málið til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heitir hér­aðs­sak­sókn­ari, í nóv­em­ber 2010. Skömmu síðar hófst form­leg rann­sókn. Að hans mati áttu millj­arð­arnir þrír að fara til kröfu­hafa Fons, sem fá lítið sem ekk­ert upp í him­in­háar kröfur sín­ar, en ekki til Pace.

Pálmi seg­ist hafa verið blekktur

Í rök­stuðn­ingi sak­sókn­ara fyrir að ákæra ekki í mál­inu er það reifað nokkuð ítar­lega, og mörgum spurn­ingum sem lengi hefur verið ósvar­að, er svar­að. Þar segir að mikil lausa­tök hafi ein­kennt umrædd­an fjár­magns­flutn­ing. Lengi vel hafi verið óljóst sam­kvæmt bók­haldi Fons hvort að um hafi verið að ræða fjár­fest­ingu eða lán. Sak­sókn­ar­inn sem skrif­ar rök­stuðn­ing­inn segir þetta vera óvenju­legt, svo vægt sé til orða tek­ið, ­sér­stak­lega þar sem um sé að ræða „ráð­stöfun á gríð­ar­miklum fjár­munum félags­ins“. Þessi lausa­tök virð­ast þó hafa gert sak­sókn­ara erf­ið­ara fyrir en ella að ákæra í mál­inu. Hluti af mál­flutn­ingi hans myndi þá þurfa að fel­ast í því að sanna hvað gjörn­ing­ur­inn væri, þ.e. hvort hann væri fjár­fest­ing eða lán.

Pálmi Har­alds­son stýrði öllu sem hann vildi stýra innan Fons og afar óform­legt skipu­lag var á stjórn félags­ins. Hann var grun­aður um að hafa framið umboðs­svik eða að hafa dregið að sér fé með aðkomu sinni að flutn­ingi á millj­örð­unum þremur til Pace.

Fram­burður Pálma við yfir­heyrslur sak­sókn­ara þótti „óljós“. Í meg­in­at­riðum útskýrði hann málið þannig að pen­ing­arnir hefðu verið lán­að­ir til Pace út af fjár­fest­inga­verk­efni á Ind­landi, sem tengd­ist kaupum á fast­eign­um. Magnús Ármann, þekktur fjár­fest­ir, var for­göngu­maður þess verk­efn­is. Í fram­burði Pálma kom hins vegar afdrátt­ar­laust fram að „hann hafi ekki haft vit­neskju um hvernig þeirri fjár­hæð sem barst Pace frá Fons hafi að end­ingu verið ráð­stafað“. Þegar Pálma voru kynnt gögn sem sýndu að fénu hefð­i ekki verið ráð­stafað nema að hluta til fjár­fest­inga­verk­efn­is­ins á Ind­landi bar hann ítrekað fyrir sig að „svo líti út að hann hefði verið blekkt­ur“.

Pálmi gekkst við því við yfir­heyrslur að hafa tekið ákvörðun um að afskrifa lánið í bókum Fons en skýrði for­sendur þeirrar ákvörð­unar ekki að neinu marki. Svo virð­ist sem að Lands­bank­inn í Lúx­em­borg, þar sem Þor­steinn Ólafs­son starf­aði fyrir hrun, hafi veitt Pálma upp­lýs­ingar um að lánið væri tapað og að hann hafi metið allar þær upp­lýs­ingar rétt­ar. Við rann­sókn máls­ins hafi hins vegar ekk­ert komið fram sem studdi þær upp­lýs­ing­ar, né heldur sem dró úr trú­verð­ug­leika þeirra.

Pálmi sagði þó ítrekað við yfir­heyrslur að lán­veit­ingin til Pace hafi verið við­skipta­legs eðl­is. Fons hefði staðið mjög vel á þessum tíma og átt mikið laust fé. Því fé hafi hann viljað koma í ávöxtun með ein­hverjum hætti. Vel mætti efast um að lán­veit­ingin hafi verið rétt ákvörðun og „hann hefði lík­lega betur sleppt því.“ Þetta hafi því verið umdeil­an­leg eða slæm við­skipta­á­kvörð­un, en ekki glæp­ur.

Hæsta­rétt­ar­dómar vógu þyngst gegn sak­sókn

Eitt þeirra atriða sem vó þyngst í ákvörðun sak­sókn­ara að ákæra ekki menn­ina var sú stað­reynd að fyrir liggja tveir hæsta­rétt­ar­dómar frá árinu 2013 í rift­un­ar­málum gegn Pálma og fleirum þar sem nið­ur­stöður mats­gerða dóm­kvaddra mats­manna um „gjald­færni og góða eig­in­fjár­stöðu Fons hf. allt fram að efna­hags­hrun­inu í byrjun októ­ber 2008“. 

Pace málið var kært til embættis sérstaks saksóknara, sem nú heitir héraðssaksóknari, í nóvember 2010.
Mynd: Birgir Þór

Í rök­stuðn­ingi sak­sókn­ara seg­ir: „Meðal ann­ars með hlið­sjón af þeim for­dæmum Hæsta­rétt­ar, og að öðru leyti því sem ráða má af gögn­um ­máls­ins um fjár­hags­stöðu Fons hf. á þessum tíma, telur emb­ættið að hvað sem öllu líður væri hér um að ræða raun­hæfa varnar­á­stæðu af hálfu PH [Pálma Har­alds­son­ar] í hugs­an­legu saka­máli út af þessum sak­ar­gift­u­m[...]Að virt­u­m fram­an­greindum atriðum var nið­ur­staða emb­ætt­is­ins um þessi ætl­uðu brot að enda þótt færa mætti rök fyrir að til­tekin hug­taks­skil­yrði umboðs­svika­á­kvæð­is­ins væru upp­fyllt yrði engu að síður að leggja til grund­vallar að á skort­i[...]að það sem fram væri komið í mál­inu gæti talist nægi­legt eða lík­legt til sak­fellis að virtum öðrum refsiskil­yrð­u­m“.

Hannes átti Pace

Emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara rann­sak­aði Hannes Þór Smára­son ­vegna gruns um pen­inga­þvætti, ætluð fjár­svik og ætluð skila­svik. Fljót­lega þótti pen­inga­þvætt­is­sak­ar­efnið ekki raun­hæft til nán­ari íhug­unar og því var ein­blínt á hin sak­ar­efnin við rann­sókn máls­ins. Lengi hafa verið get­gátur um hverjir eig­endur Pace hefðu verið og margir þar nefndir til sög­unn­ar. Í síðust­u viku fékkst í fyrsta sinn stað­fest, með stuðn­ingi úr Panama­skjöl­unum sem lek­ið var frá Mossack Fon­seca, að Hannes hafi verið með pró­kúru í félag­inu og því ­getað ráð­stafað fjár­munum þess. Í rök­stuðn­ingi sak­sókn­ara er end­an­lega ­stað­fest, með vísun í gögn, að Hannes var end­an­legur eig­andi Pace.

Í rök­stuðn­ingnum kemur fram að við rann­sókn máls­ins hafi emb­ættið kom­ist yfir banka­gögn frá Lands­bank­anum í Lúx­em­borg, meðal ann­ar­s ­yf­ir­lit reikn­inga Pace og þess háttar gögn, sem aflað var með hús­leitum í Lúx­em­borg. Auk þess voru á meðal gagna máls­ins tölvu­póst­sam­skipti milli­ Hann­esar og Þor­steins Ólafs­sonar og fleiri, „sem sýna ákvörð­un­ar­töku um ráð­stöfun fjár af reikn­ingum Pace sem reikn­ings­yf­ir­litin end­ur­spegla“. Í kjöl­farið er skýrt frá því að Hann­es hafi sann­ar­lega ráð­stafað þeim þremur millj­örðum króna sem Fons lán­aði til­ Pace. 900 millj­ónir króna fór inn á reikn­ing aflands­fé­lags í eigu Magn­ús­ar Ár­mann vegna þátt­töku Hann­esar í fast­eigna­verk­efni í Ind­landi en að öðru leyt­i var fjár­mun­unum ráð­stafað „að stærstum hluta til hluta­bréfa­við­skipta erlendis fyr­ir­ ­reikn­ing Pace eða ann­ars með öðrum hætti í eigin þágu, annað hvort þá með­ greiðslu per­sónu­legra skuld­bind­inga eða beinum greiðslum til hans eða náinna ­tengsla­manna eða hins vegar með beinum greiðslum til inn­lendra og erlendra ­fé­laga á hans veg­um.“ Ekki er greint sér­stak­lega frá því hvaða nánu tengsla­menn Hann­esar fengu hluta af greiðslum Pace til sín.

Í rök­stuðn­ingi sak­sókn­ara segir að skipta­stjóri Fons get­i ­fengið aðgang að þessum gögn­um, sem aflað var með hús­leit í Lúx­em­borg og sýna fram á ráð­stöfun millj­arð­anna þriggja, ef hann vilji, en skipta­stjór­inn gæt­i ­reynt að end­ur­heimta féð í einka­máli. Ekki verði þó hægt að ákæra Hannes fyr­ir­ að þiggja lán né fyrir að ráð­stafa því með þeim hætti sem gert var, enda vor­u ­lausa­tök við lán­veit­ing­una slík að hún var alls ekk­ert form­lega bundin með­ ­samn­ingi við það að pen­ing­arnir röt­uðu í eitt frekar en ann­að.

Hannes fékkst ekki til að skýra hvernig hann ráð­staf­aði fén­u né af hverju. Hann fékkst raunar ekki til að tjá sig neitt vegna þess að hann nýtti sér rétt sinn við skýrslu­töku að tjá sig ekki um sak­ar­giftir á hend­ur ­sér. Það sama gerði Þor­steinn Ólafs­son.

Allar sak­ar­giftir á hend­ur Þor­steini voru reistar á því að hann hefði átti hlut­deild í meintum brot­u­m Hann­esar og Pálma. Þegar fyrir lá ákvörðun um að þeir yrðu ekki ákærðir gat ekki verið um neina hlut­deild­ar­á­byrgð af hálfu Þor­steins að ræða. Því féll sak­sókn á hendur honum eðli­lega niður sam­hliða ákvörðun um að sak­sækja ekki Hannes og Pálma. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar