Norræn gildi í öndvegi í Hvíta húsinu

Barack Obama tók höfðinglega á móti ráðamönnum Norðurlandanna á dögunum.

obama sigurður ingi
Auglýsing

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, bauð leið­togum Norð­ur­land­anna í opin­bera heim­sókn á föstu­dag­inn sem leið. Leið­tog­arnir ræddu bar­átt­una gegn hryðju­verk­um, aðgerðir gegn öfga­hyggju, fólks­flutn­inga-og flótta­manna­vand­ann, lofts­lags­mál, mál­efni norð­ur­slóða, við­skipta­mál og þró­un­ar-og mann­úð­ar­mál. Kjarn­inn var með útsend­ara sinn á staðn­um.

Rússaógnin

Mikil áhersla var lögð á þá sam­eig­in­legu ógn sem stafar af Rússum , eftir að þeir hertóku Krím­skaga fyrir tveimur árum síð­an. Þá hefur her Rússa ítrekað rofið sjó-og loft­helgi nágranna­ríkja sinna, m.a. Íslands, og aug­ljóst var að með heim­sókn­inni átti að senda Rússum skýr skila­boð um að ríkin stæðu þétt við bakið á hvert öðru. Banda­ríkin og Norð­ur­lönd eru ugg­andi yfir vax­andi herum­svifum Rússa við Eystra­salt, kjarn­orku­á­formum þeirra og her­æf­ing­um, ásamt ögrandi ágangi bæði her­flug­véla og skipa. Dag­ur­inn, sem var við­burð­ar­ríkur og spann­aði 17 klukku­stund­ir, með til­heyr­andi örygg­is­leit, fund­um, mynda­tök­um, ræðu­höldum og end­aði dag­skráin með hátíð­ar­kvöld­verð­i. 

Þegar föstu­dag­ur­inn 13. maí rann upp var hlýtt í veðri en þungskýjað í höf­uð­borg Banda­ríkj­anna og klukkan sex að morgni voru nor­rænir frétta­menn mættir í ítar­lega örygg­is­leit við norð­vest­ur­bak­hlið Hvíta húss­ins. Með­fram göngu­stígnum sem liggur um Hvíta húsið var búið að hengja upp fána Norð­ur­land­anna ásamt þeim amer­íska. Á himn­inum þétt­ust skýin hratt og þegar búið var að rann­saka allan tækja­búnað frétta­mann­anna og svo smala yfir öllum yfir í Press Brief­ing Room byrj­aði að rigna. Kvöldið áður hafði verið ákveðið að athöfnin yrði færð inn, þar sem spáð var rign­ingu. Hund­ruðum Norð­ur­landa­búa sem búsettir eru í Was­hington DC hafði verið boðið að fylgj­ast með í suð­ur­garði húss­ins og þurftu breyt­ing­anna vegna að sitja heima og voru því ófáir svekktir þennan morg­un­inn.

Auglýsing

Virðu­leg sam­koma

Klukkan níu hófst athöfnin inni í Hvíta hús­inu, þar sem hátt­settir emb­ætt­is­menn og utan­rík­is­ráð­herrar ríkj­anna sátu. Heið­ursverðir stóðu í hring með­fram saln­um. Fyrir framan húsið tók Obama á móti for­sæt­is­ráð­herr­un­um. Frétta­menn tóku sér stöðu og svo var beð­ið. Utan­rík­is­ráð­herr­arnir voru hinir kát­ustu og hlógu dátt með John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, og Susan Rice, örygg­is­ráð­gjafa for­set­ans, sem voru einnig í hópi gesta.  

Enn var beð­ið. Þegar nor­rænu frétta­menn­irnir fóru að ókyrrast, sagði amer­ískur frétta­maður sem starfar allt árið um kring við að fjalla um mál­efni Hvíta húss­ins, að Obama hefði ekki mætt á réttum tíma í sjö ár svo það væri ástæðu­laust að örvænta.

20160513093142_IMG_1302.JPG

Obama og for­sæt­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna við opn­un­ar­at­höfn­ina.

Loks komu for­sæt­is­ráð­herr­arnir og makar þeirra, ásamt Michelle Obama, og því næst sjálfur for­set­inn sem ávarp­aði leið­toga þjóð­anna með því að bjóða þá vel­komna á þeirra eigin tungu­máli. Obama þakk­aði nor­rænu þjóð­unum fyrir vin­átt­una og benti á að margir Banda­ríkja­menn ættu rætur að rekja til Norð­ur­land­anna þar sem fjöldi manna hefði flutt til Mið-vest­ur­ríkja Banda­ríkj­anna fyrir um öld síð­an. Hann sagði að þessir íbúar minntu ítrekað á að Leifur Eiríks­son hafði komið til Banda­ríkj­anna fyrir meira en þús­und árum, þessir íbúar gengu enn í lopa­peysum, sýndu ,,dala­hesta”, borð­uðu lút­fisk og lefs­ur. Það væri því ekki ofsögum sagt að þjóð­irnar deildu hags­munum og gild­um.  

Hann hrós­aði svo Norð­ur­landa­þjóð­unum fyrir að vera þau lönd þar sem hvað mestan jöfnuð mætti finna. Í fram­hald­inu velti hann því upp hvort það væri ástæða þess  að þau mæld­ust ítrekað sem ham­ingju­söm­ustu lönd heims, þrátt fyrir að fá fremur lít­inn skerf af sól. Eftir að hafa dregið saman þau fjöl­mörgu mál og hags­muni sem sam­eina þjóð­irn­ar, sagði hann að vegna þess hve miklir sam­herjar þjóð­irnar væru, hafi honum þótt mik­il­vægt að bjóða þeim til heim­sókn­ar. Það vildi oft fara svo að þjóðir tækju sína helstu banda­menn sem sjálf­sögðum hlut en mik­il­vægt væri að styrkja bönd þjóð­anna enn frek­ar. Hann grín­að­ist með að stundum hefði hann í sinni for­seta­tíð stungið upp á því að Banda­ríkja­menn fengju þjóð­irnar fimm til að koma og stjórna land­inu í smá tíma og taka aðeins til fyrir þau, þar sem allt virt­ist ganga svo vel á Norð­ur­lönd­un­um. 

Að lokum þakk­aði hann þjóð­unum fyrir hafa fært Banda­ríkja­mönnum H.C. And­er­sen, Línu Langsokk, LEGO, skand­ína­vísk hús­gögn, Abba, Spoti­fy, Skype, Minecraft, Angry Birds og Candy Crush. Ómæld aðdáun for­set­ans á Norð­ur­landa­þjóð­unum átti eftir að koma fram oftar yfir dag­inn. Það að for­seti Banda­ríkj­anna tali fyrir því að Banda­ríkin geti lært mikið af nor­ræna mód­el­inu er fremur nýtt í stjórn­málum í Banda­ríkj­un­um. Fyrir ekki svo löngu síðan hefði það verið óhugs­andi að for­seti Banda­ríkj­anna tal­aði jafn jákvætt um hið sós­íal­íska kerfi sem ein­kennir Norð­ur­lönd­in.  

Áhrif stefnu for­set­ans sjálfs, sem og Bernie Sand­ers, Eliza­beth War­ren og fleiri stjórn­mála­manna upp á síðkast­ið, hefur orðið til þess að svona orð­ræða fellur í ljúfa löð hjá flestum kjós­endum Demókrata. Íslend­ingar hafa í stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fremur van­ist því að aðdáun stjórn­valda hér á landi sé á banda­ríska kerf­inu ekki öfugt og bar því við nokkuð nýtt stef í sam­skiptum þjóð­anna.

20160513093235_IMG_1322.JPG

Í ljósi meg­in­efnis fund­ar­ins í Hvíta hús­inu er áhuga­vert að skoða afstöðu Obama varð­andi stöð­una sem komin er upp varð­andi Rúss­land og Sýr­land, en Obama greindi nýverið frá skoðun sinni varð­andi hvernig best sé að með­höndla þessi tvö mál í við­tali við blaðið Atl­ant­ic. 

Þar kemur fram að hann seg­ist ekki sjá eftir því að hafa hætt við ákvörðun sína að ráð­ast með loft­árásum á Sýr­land, eftir að Assad for­seti lands­ins var sak­aður um að beita efna­vopnum á íbúa sína. Fram hefur komið að margir innan stjórnar Obama, sem og sumir aðrir þjóð­ar­leið­togar voru afar ósáttir við við­bragðs­leysi hans á þessum tíma. Sama gilti um við­brögð hans eftir inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Í við­tal­inu benti Obama á að þrátt fyrir að mik­il­vægt væri að bregð­ast við árás Rússa, þá væru þeir sem vildu að hann stæði í hót­unum að gera eitt­hvað rót­tækt við Pútin í kjöl­far­ið, að mis­skilja út á hvað góð utan­rík­is­póli­tík snérist. Þeir, sem sem leit­uðu ann­arra leiða en að ná sínu fram en með ofbeldi væru einmitt þeir sem sýna alvöru kænsku í utan­rík­is­mál­um, útskýrði for­set­inn.

Kænska umfram ofbeldi

Hann benti á að sagan styddi þessa skoðun sína og nefndi sem dæmi að Banda­ríkin hefðu sprengt fleiri sprengjur í Kam­bó­díu og Laos en í þau gerðu í allri Evr­ópu í seinni heim­styrj­öld­inni. Eftir stóð að Nixon dró her sinn til baka frá Víetnam og Kiss­in­ger fór til Par­ísar að semja um frið. Mikil hryll­ingur undir ein­ræð­is­stjórn tók við í nágranna­ríkjum Víetnam en friður komst á í Evr­ópu.

Í við­tal­inu tekur hann einnig fram að þó inn­rás Rússa inn í Úkra­ínu væri alvar­legt mál, væri stað­reynd máls­ins sú að landið væri Banda­ríkj­unum ekki jafn mikið hags­muna­mál og Rúss­um. Aðgerð­irnar væru í sam­ræmi við það. Landið sé ekki NATO ríki og sama hvað yrði gert, yrði úkra­ínski her­inn alltaf við­kvæmur fyrir áhrifum Rússa. Þessa afstöðu Obama gagn­vart Rússum mátti greina á fundum dags­ins og þótt ákveðið hefði verið að bætt yrði í varnir Banda­ríska hers­ins víða um Evr­ópu var mark­miðið að Norð­ur­landa­þjóð­irnar tækju virk­ari þátt í auknum vörn­um. Banda­ríkin hafa óspart hvatt hinar NATO þjóð­irnar að standa við skuld­bind­ingu sína að verja því pró­sentu­hlut­falli af þjóð­ar­fram­leiðslu sem samn­ingur NATO til varna­mála segir til um. Síð­ustu árin hafa færri og færri ríki staðið við þessa skuld­bind­ingu. Ný staða í heims­mál­unum með ágangi Rússa og stríð­inu í Sýr­landi hefur banda­rískum ráða­mönnum án efa þótt ærin ástæða til að ítreka að þjóð­irnar standi við skuld­bind­ingar sín­ar. Nokkuð nákvæma útlistun af nýjum eða nýlegum skuld­bind­ingum þjóð­anna í útgjöldum vegna sam­eig­in­legra hern­að­ar- og varna­að­gerða má finna í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu þjóð­anna eftir fund­inn. Her­leysi Íslend­inga gerir það lík­lega að verkum að engar nýjar eða nýlegar fjár­hags­legar skuld­bind­ingar lands­ins er að finna í yfir­lýs­ing­unni.

Tólfta stærsta hag­kerfi heims­ins

Næstur til að taka til máls var svo for­sæt­is­ráð­herra Finn­lands, Juha Sipilä, sem lagði áherslu á að saman væru Norð­ur­lönd­in, tólfta stærsta hag­kerfi heims og í raun væru þau stór­veldi þegar það kæmi að því að leiða nýsköp­un, umhverf­is­væna tækni­sköp­un, sem og í íþróttum og menn­ingu. Þá bætti hann við að hóg­værð væri líka á afreka­lista þjóð­anna, og hló. Hann tal­aði um mik­il­vægi þess að löndin ynnu saman að því að vinna bug á þeirri spennu sem upp væri komin varð­andi Rúss­land, það væri í anda nor­rænu ríkj­anna að vinna saman að þessu mark­miði.  

Þar á eftir tók for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs til máls, Erna Sol­berg, en hún lagði áherslu á sam­vinnu þjóð­anna í varn­ar­mál­um, og mik­il­vægi þess að vinna bug á aðsteðj­andi hætt­um, svo sem íslamska rík­inu. Hún benti á að fleiri byggju nú í Amer­íku sem ættu rætur að rekja til Nor­egs en þeir sem nú byggju í Nor­egi. Hún hrós­aði Obama sér­stak­lega fyrir leið­toga­hæfi­leika hans sem birt­ust meðal ann­ars í umhverf­is­málum og árang­urs­ins í tengslum við Lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í fyrra. Hún lagði áherslu á mik­il­vægi þess að að mark­miðum SÞ um sjálf­bæra þróun yrði fram­haldið og benti á að ef það myndi takast ætti að vera raun­hæft mark­mið að geta veitt öllum betra líf og frið, svo miklu máli skipti máli að Banda­ríkin væru leið­andi í þessum mál­um.

20160513121215_IMG_1370.JPG

Þá var byrjað að vinna. Obama minnti á að það væru þrjú ár frá því að þjóð­ar­leið­tog­arnir hitt­ust í Stokk­hólmi og á þeim fundi yrði byggt þennan dag­inn. Næstur leið­toga til að halda ræðu var Stefan Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, sem var heldur bein­skeytt­ari en kollegar hans. Tveir þættir ræð­unnar vöktu helst athygli. Ann­ars vegar áherslan á að allar þjóð­irnar ein­settu sér að stuðla að friði milli Palest­ínu og Ísr­ael með tveggja ríkja leið­ina að leið­ar­ljósi. Sem og áhersla á að konur fengju sæti við borðið í frið­ar­við­ræð­um, en sú áhersla var útli­stuð í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu þjóð­anna. Ástæða þess að Svíar ákváðu að beita sér af tölu­verðri hörku fyrir sínum áherslu­at­riðum á fund­in­um, er lík­lega sú að Svíar eru í fram­boði til örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fer fram í haust.

Eftir ræð­urnar tvær voru fjöl­miðla­menn beðnir um að fara og bíða þar til leið­tog­arnir gengu inn á skrif­stofu for­set­ans, Oval office. Þar átti hver og einn svo nokk­urra mín­útna fund með for­set­anum í ein­rúmi.

20160513121842_IMG_1397.JPG

Lilja Dögg og Sig­urður Ingi á fundi með John Kerry, Barack Obama og hinum leið­togum Norð­ur­land­anna.

20160513122728_IMG_1428.JPG

Leið­tog­arnir ganga að skrif­stofu for­set­ans.

20160513122850_IMG_1459.JPG

Sig­urður Ingi á skrif­stofu for­set­ans.

20160513124055_IMG_1474.JPG

Þegar Sig­urður Ingi gekk úr vest­ur­álmu Hvíta húss­ins náði blaða­maður tali af for­sæt­is­ráð­herr­anum og spurði hann hvernig dag­ur­inn legð­ist í hann. Hann var glað­beittur og sagð­ist mjög ánægður með það sem af væri degi og að með heim­boð­inu væri Íslend­ingum sýnd mikil vin­semd.

Það var ljóst eftir því sem leið á dag­inn að varn­ar­mál vógu þyngst í við­ræðum leið­tog­anna. Fram­ferði Rússa eftir inn­limun hluta Úkra­ínu stóð þar hæst. Aðspurður um hvort sú sam­staða sem ítrekuð hafi verið á fund­inum þýddi auknar skuld­bind­ingar fyrir Ísland, sagði hann að engar slíkar ákvarð­anir hefðu verið teknar á fund­in­um. Ekki dugi þó að takast á við nýjar ógnir í gegnum NATO þar sem Sví­þjóð og Finn­land eru ekki aðil­ar, ólíkt hinum lönd­un­um.

,,Sum löndin eru í NATO en önnur ein­göngu í ESB. Rætt var hvernig við getum öll lagt okkar af mörk­um, það var ekki rætt um fram­lag ein­staka landa heldur sem heild. Við Íslend­ingar og Obama höfum lagt áherslu á að haldið sé áfram opnu við­ræðu­ferli við Rússa en á sama tíma sé staðið fast á alþjóða­lögum og regl­u­m,” útskýrði Sig­urður Ingi.

Í tölu­verðan tíma hefur ESB staðið í samn­inga­við­ræðum við Banda­ríkin um nýjan frí­versl­un­ar­samn­ing þeirra á milli. Sig­urður Ingi sagð­ist hafa komið því að á fund­inum að Ísland, sem og hin EFTA ríkin hefðu áhuga á að tengj­ast slíkum samn­ingi þegar búið væri að semja við ESB.

Fyrr í vik­unni kynnti Obama hertar aðgerðir til að sporna gegn skatta­skjól­um. Þær voru ekki sér­tak­lega ræddar á fund­inum sagði Sig­urður Ingi en aðspurður um hvort sam­bæri­legra aðgerða væri að vænta heima sagði hann: ,,Þessar hug­myndir sem ég sá Obama kynna um dag­inn, voru á margan hátt sam­bæri­legar og þær sem þau hafa verið ræddar heima, og ég held það sé einn liður í því að hver skoði þetta fyrir sig en svo nauð­syn þess að taka þetta alþjóð­lega svo hægt sé að taka á þessu vanda­máli.” Starf­andi væri starfs­hópur á Íslandi sem skoða ætti málið og mætti vænta nið­ur­stöðu í lok júlí en hvort eitt­hvað gerð­ist áður yrði að koma í ljós.

Sig­urður Ingi nýtti tæki­færið í sam­tali sínu við Obama og bauð honum í heim­sókn til Íslands. ,,Hann tók vel í þetta og sagði að þetta hefði verið á to-do list­anum leng­i,” sagði Sig­urður Ingi og bætti við að hvort sem for­set­inn kæmi áður en hann hætti sem for­seti, eða eftir for­seta­tíð sína, skipti ekki sköp­um, það yrði gleði­legt fyrir Íslend­inga ef af þessu yrði. Að því búnu var komið að því að rjúka út í bíl og aka sem leið lá í utan­rík­is­ráðu­neytið þar sem John Kerry bauð til hátíð­ar­há­deg­is­verð­ar.

Í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu beið rauður dreg­ill gesta og margt var um mann­inn. Sænski kokk­ur­inn Marcus Samu­els­son sá um matseld­ina. John Kerry tók til máls fór yfir efni fund­ar­ins og lagði áherslu á sam­vinnu þjóð­anna. Að því loknu flutti hver leið­togi skála­ræðu. Hádeg­is­verður var hald­inn í hátíð­ar­sal sem kenndur er við Benja­mín Frank­lín og var öll umgjörðin hin glæsi­leg­asta.  

Að hádeg­is­verð­inum loknum héldu utan­rík­is­ráð­herr­arnir til John Kerry þar sem rædd voru mál­efni fund­ar­ins. Eftir að fund­inum var lokið mælti blaða­maður sér mót við nýjan utan­rík­is­ráð­herra, Lilju Dögg Alfreðs­dótt­ur.

20160513125031_IMG_1478.JPG

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra ásamt sendi­herra Íslands Geir H. Haar­de, aðstoð­ar­mönnum ráð­herra og sendi­nefnd Íslands.

Lilja Dögg, nýr utan­rík­is­ráð­herra Íslands, sagði að heim­sóknin hefði verið í alla staði mjög áhuga­verð en þetta er hennar fyrsta opin­bera heim­sókn. ,,Nú er ég búin að vera utan­rík­is­ráð­herra í sex vik­ur, ég nálg­ast þetta starf bara eins og hvert annað starf sem ég hef tekið að mér í gegnum tíð­ina, ég set mér mark­mið og ætla að koma á fram­færi ákveðnum mál­efnum í örygg­is- og jafn­rétt­is­málum í utan­rík­is­póli­tík­inn­i,” sagði Lilja Dögg þar sem við sátum á bekk bak við Hvíta húsið og biðum eftir að næsti dag­skrár­liður hæf­ist. Hún seg­ist ekki gera ráð fyrir sér­stökum stefnu­breyt­ingum í utan­rík­is­málum með komu sinni í emb­ætt­ið, hún legði þó áherslu á að klára frum­varp um þjóðar­ör­ygg­is­ráð­ið.

Aðspurð um sam­tal sitt við John Kerry sagði Lilja: ,,Ég lagði áherslu á að Ísland er að taka sinn þátt í örygg­is- og varn­ar­mál­um, við erum að auka stuðn­ing hvað varðar þátt­töku okkar í NATO, svo er einnig verið að auka við­búnað í Kefla­vík.” Hún sagði það ekki hafa verið hluta af sam­starfi ríkj­anna í tengslum við fund­inn sér­stak­lega heldur væri þetta þegar ákveðið og hluti af því sem búið var að ákveða í rík­is­fjár­mál­un­um. Engra stórra breyt­inga væri að vænta í fram­haldi af þessum fundi. Hún sagði það vera aug­ljóst að land­fræði­leg lega lands­ins væri enn á ný farin að skipta auknu máli vegna þeirrar stöðu sem uppi í sam­skiptum þjóð­anna við Rúss­land.

Sæti við borðið

Í grein utan­rík­is­ráð­herra þjóð­anna fimm sem birt­ist í Huffington Post dag­inn fyrir fund­inn var sér­stak­lega fjallað um mik­il­vægi þess að þjóð­irnar tryggðu konum sæti við samn­inga­borðið þegar samið væri um frið í heim­in­um. Lilja Dögg sagði að Norð­ur­löndin væru í sam­ein­ingu að leggja áherslu á þetta. Þessi áhersla var svo útli­stuð í loka­skjali sem löndin sendu frá sér að fund­unum lokn­um. Aðspurð um flótta­manna­mál­in, sem voru einnig efni fund­ar­ins og hvort ein­hverra breyt­inga væri að vænta í þeim mála­flokk, sagði hún ekki svo vera. Áætlun væri í gangi og henni yrði áfram fram­fylgt.

Aðkoma Lilju inn í stjórn­málin var um margt dramat­ísk. Hún tók boði Sig­mundar Dav­íðs um að verða ráð­herra, eftir að Sig­mundur Davíð hafði sagt af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far Wintris-­máls­ins svo­kall­aða og umfjöll­unar um Panama­skjölin í Kast­ljós-þætti RÚV.

Lilja Dögg, sem hafði starfað sem sér­legur ráð­gjafi Sig­mundar í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og innan Seðla­banka Íslands, hefur starfað innan Fram­sókn­ar­flokks­ins lengi og meðal ann­ars setið í nefndum borg­ar­inn­ar.  Lilju Dögg eru stjórn­málin í blóð borin en faðir henn­ar, Alfreð Þor­steins­son, var lengi borg­ar­full­trúi í Reykja­vík.  

Aðspurð um hvernig það sé að koma inn í stjórn­málin í kjöl­farið á svona atburða­rás og hvernig þetta liti við henni, bæði fyrir hana og flokk­inn henn­ar, sagði hún þetta mikla áskorun en mik­il­vægt væri að muna að vel hefði gengið í efna­hags­mál­un­um. Um hvort hún fyndi fyrir því á fund­inum og almennt að ímynd Íslands hefði hlotið skaða af vegna Panama skjal­anna sagði hún: ,,Auð­vitað hefur þetta allt áhrif, en það sem skiptir auð­vitað mestu máli í þessu er að það hefur líka gengið vel á Íslandi á síð­ustu árum, við erum auð­vitað leggja áherslu á þann efna­hags­bata sem hefur átt sér stað, en þarna er klár­lega eitt­hvað sem verður að fara ofan í og við finnum öll fyrir því og við ætlum að gera það”.

Lilja sagði það vera ótíma­bært að svara því hvort hún væri á leið í fram­boð, hún væri að sinna þessu starfi eins vel og hún gæti og svo kæmi það í ljós. Hún sagð­ist hafa hug­leitt málið en enga ákvörðun tek­ið, né væri hún farin að horfa á stól for­manns­ins hýrum aug­um.

Þegar þarna var komið mátti sjá aðstoð­ar­mann utan­rík­is­ráð­herra, Hrannar Pét­urs­son, fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­anda, gefa merki við örygg­is­hlið Hvíta húss­ins um að nú væri best að blaða­maður drifi sig því leyni­þjón­ustan væri farin að tékka blaða­menn inn í seinni hluta dag­skrár­innar í Hvíta hús­inu. En ef frétta­menn mættu ekki á til­skildum tíma áttu þeir á hættu að fá ekki að fylgj­ast með kvöld­dag­skránni.

20160513213625_IMG_1891 (1).JPG

Svöngum og fremur þreyttum blaða­mönnum var aftur skóflað inn í frétta­manna­her­berg­ið, sem margir þekkja vel, en þaðan er sjón­varpað dag­lega helstu fréttum úr Hvíta hús­inu. Engin leið var fyrir frétta­menn að skjót­ast út í sjoppu þegar búið var að fara í gegnum örygg­is­leit Hvíta húss­ins og þeim var ekki boð­inn neitt að borða þrátt fyrir langa dag­skrá. Sem betur fer hafði íslenska sendi­nefndin bent íslensku frétta­mönn­unum á þetta og við sátum og maul­uðum orku­stykki milli atriða. Þegar kaffi­leysið var farið að segja til sín var það góð­vild CNN frétta­stof­unnar sem kom í veg fyrir að íslensku frétta­menn­irnir færu í algjör kaffi­frá­hvörf.  

20160513185451_IMG_1543.JPG

Nú var komið að mót­töku for­set­ans og for­seta­frú­ar­innar fyrir hátíð­ar­kvöld­verð­inn. Búið var að setja upp eins­konar still­ansa fyrir aftan bak­dyr Hvíta húss­ins. Þegar frétta­mönn­un­um, sem höfðu fengið sér­stakt leyfi til að taka myndir og fylgj­ast með, var gefið leyfi til að raða sér upp hlupu þeir metn­að­ar­fyllstu af stað. Vopn­aðir löngum og þungum ljós­myndalinsum og kvik­mynda­vélum hlupu þeir og ruku upp á pall­ana, drógu fram máln­ing­ar­stiga og eins og áhættu­leik­ar­ar, röð­uðu sér upp með miklum til­þrifum og rifust svo um hver hefði verið hvar fyrst­ur.  

20160513185252_IMG_1528.JPG

Sjálf náði und­ir­rituð að smeygja sér undir þrí­fót­inn hjá kvik­mynda­töku­manni frá NRK frétta­stof­unni og var á besta stað. Heið­ursverðir voru búnir að raða sér upp og lengi vel störðu frétta­menn á hurða­hún­inn og þóttu ítrekað greina hreyf­ing­ar. Minnti þetta helst að dramat­ískar lýs­ingar af fundi Gor­bat­sjov og Reg­ans á Höfða um árið.  

20160513190856_IMG_1567.JPG

En loks stigu for­set­inn og for­seta­frúin út og þá hróp­aði einn djarfur blaða­maður ,,look­ing great”. For­set­inn hló, og svar­aði um hæl ,,you too”. Still­ans­inn rið­aði örlítið þegar blaða­menn­irnir hlógu að fyndni for­set­ans en fljót­lega lagði graf­ar­þögn aftur yfir hóp­inn og ljós­mynd­arnir mið­uðu löngum lins­unum sínum í átt að hjón­un­um. For­seta­hjónin spjöll­uðu í hálfum hljóðum og flissuðu. Allt var þetta hálf óraun­veru­legt enda ekki á hverjum degi sem maður stendur and­spænis for­seta­hjón­unum og það marg­sinnis sama dag­inn.

20160513191015_IMG_1605.JPG

Fyrst til að mæta voru svo íslensku for­sæt­is­ráð­herra­hjónin og þau stilltu sér upp með for­seta­hjón­unum og hröð­uðu ljós­mynd­ar­arnir sér nú að smella af á met­hraða svo hljóð­aði í vél­un­um. Svo komu leið­tog­arnir hver á fætur öðrum og fána­ber­arnir máttu hafa sig alla við að skipta út fán­unum nógu hratt út, svo sá sem blakti við hlið banda­ríska fán­ans væri frá sama landi og leið­tog­inn sem Obama heils­aði hverju sinni. Þessi þáttur dag­skrár­innar var hinn allra hátíð­ar­leg­asti og var afar fal­legt að fylgj­ast með atburða­rásinni í hlýrri kvöldsól­inni.

20160513212648_IMG_1886.JPG

Þá var komið að hátíð­ar­kvöld­verð­in­um. Boðs­gest­irnir voru sendi­nefndir land­anna fimm, ásamt hátt­settum emb­ætt­is­mönnum í Banda­ríkj­un­um, ráða­mönn­um, sem og frægum stjörnum úr fjöl­miðla­heim­in­um, leik­urum og skemmti­kröft­um. Gesta­list­inn var langur og þeir sem vöktu einna mestu athygli voru David Lett­erman, grínist­inn Will Farrell, söng­konan Jan­elle Monáe, leik­ar­inn Aziz Ans­ari, sem mætti ásamt móður sinni, söng­konan Demi Lovato, sem söng fyrir gesti lagið úr Frozen, rapp­ar­inn Common svo fáeinir séu nefnd­ir.

Mikið var grín­ast með það í fjöl­miðlum að þetta hlyti að verða fyndn­asta hátíð­ar­kvöld­verð­ar­boð sem haldið hafi verið í Hvíta hús­inu í tengslum við opin­bera heim­sókn. Hvort ræðu­menn kvölds­ins hafi staðið undir þeim vænt­ingum skal ósagt lát­ið.

Rapp­ar­inn Comm­on.

20160513205343_IMG_1765.JPG

Mikið var um dýrðir og var hvert borð skreytt ríku­lega með blómum og ísskúlp­t­úr­um.

20160513210134_IMG_1801.JPG

En fyrstur til að flytja ræðu var sjálfur for­set­inn. Hann las meðal ann­ars upp úr Háva­málum og bauð gesti vel­komna að hætti vík­inga eins og hann sjálfur útskýrði, hann gerði stólpa­grín að þjóð­unum á góð­lát­legan hátt en ítrek­aði svo mik­il­vægi vin­áttu milli Banda­ríkj­anna og þjóð­anna fimm.

Sig­urður Ingi var einnig á léttu nót­unum og sagði Íslend­inga þakka fyrir vin­áttu þjóð­anna og grín­að­ist með að við bættum smæð okkar með eld­fjöll­um, sem við værum þó enn að læra að miða bet­ur. For­sæt­is­ráð­herra Dana sló einnig á létta strengi og bauð for­seta­hjón­unum til heim­sóknar til Dan­merkur líkt og Sig­urður Ingi hafði gert fyrr um dag­inn. Gestir skemmtu sér vel og hátíð­ar­stemm­ing var yfir öllu. Aug­ljóst er að vin­átta Norð­ur­land­anna og Banda­ríkj­anna stendur traustum fótum og nóg af áríð­andi sam­eig­in­legum verk­efnum framund­an. 

Þegar þarna var komið voru flestir nor­rænir blaða­menn orðnir örmagna enda búnir að vera á fótum í yfir 20 tíma og sumir einnig að yfir­stíga tíma­mis­mun heims­álf­anna. Það var því kær­komið að kveðja Hvíta hús­ið, for­seta­hjónin og alla frétta­menn­ina sem höfðu staðið vakt­ina um sautján tíma þann dag­inn. Hvort næsta opin­bera heim­sókn Íslands verði svo í boði Hill­ary Clinton eða Don­ald Trumps veit svo eng­inn, en það virt­ust allir gestir dags­ins sam­mála um heim­boðið í boði Barack og Michelle Obama hafi verið bæði upp­byggi­legt fyrir sam­starf ríkj­anna sex sem og afar ánægju­legt fyrir vin­áttu­bönd þjóð­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None