Brexit
IN or OUT

Rifist um framtíð Bretlands

Brexit er risaatburður í sögu Evrópusamrunans sem hófst eftir seinni heimstyrjöld. Bretar takast nú á um framtíð landsins í Evrópusambandinu. Hér eru rökin með og á mót í þremur lykilmálaflokkum

taka saman rök með og á móti
taka saman rök með og á móti

Breska þjóðin gengur að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á morgun þar sem kosið verður um þátt­töku Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu. Brexit er þegar farið að hrista stoðir Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) og mun án efa hafa áhrif á Evr­ópu­sam­run­ann til fram­tíð­ar, hvernig sem fer.

Breska þjóðin er klofin í herðar niður í þessu máli. Hver skoð­ana­könn­unin á fætur annarri sýnir að hnífjafnt er milli fylk­ing­anna sem vilja annað hvort úr ESB eða vera í því. Umræð­urnar um þessa mik­il­vægu ákvörðun hafa ein­kennst af mik­illi heift og per­sónu­legum árásum, þar sem skipst er á gíf­ur­yrð­u­m. 

Málið er þverpóli­tíkst í Bret­landi. Sem dæmi má nefna að í Íhalds­flokkn­um, sem fer með for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, eru tveir helstu leið­togar flokks­ins ekki á sama máli. Boris John­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London, er aðal­mað­ur­inn í „Lea­ve-camp“ þeirra sem vilja úr ESB en David Cameron for­sæt­is­ráð­herra er helsti tals­maður „Sta­y-camp“ þeirra sem vilja halda sam­starf­inu áfram.

Umræðan hefur að mestu fjallað um þrjú atriði. Íslend­ingar sem fylgst hafa með þjóð­mála­um­ræð­unni hér á landi þekkja kannski kunn­ug­leg stef hér, með öfugum for­merkj­um. Helstu átaka­mál Breta í Evr­ópu­um­ræð­unni eru full­veld­ið, fólks­flutn­ingar og efna­hag­ur­inn. Hér að neðan má sjá rökin í báðar áttir í þessum þremur mál­um. Cheers!

Við verðum að fá full­veldið okkar til baka!

Bret­land er full­valda ríki, og spurn­ingin um hvort það geti raun­veru­lega talist það, í ljósi aðildar að Evr­ópu­sam­band­inu, hefur verið hávær í Brex­it-rök­ræð­un­um. Þessi umræða hljómar vafa­lítið kunn­ug­lega frá því umræðan um Evr­ópu­sam­bandsum­sókn Íslands stóð sem hæst.

Vote remain

Lykilatriði þegar kemur að fullveldinu, í huga þeirra sem vilja að Bretland verði áfram í sambandinu, er að Bretland sé þátttakandi í mótun alþjóðlegra laga og reglna, og taki þátt í alþjóðapólitískri vinnu. Í gegnum aðild að ESB er rödd Bretlands skýr og hrein, og með henni getur landið í raun best tryggt fullveldi sitt. Með því að velja einangrun og að standa utan sambandsins þá sé landið fjarri því að tryggja hagsmuni sína. Fullveldi er best tryggt með miklu og ríku samstarfi við aðrar þjóðir, með virkri þátttöku í ríkjabandalögum eins og Evrópusambandinu. Þeir sem telja Bretlandi betur borgið í ESB hafa jafnvel sagt sambandið styðja við fullveldi Breta, fremur en að skerða það.

Vote leave

Þeir sem eru á móti veru Bretlands í Evrópusambandinu, segja að Bretland geti vart talist fullvalda ríki, á meðan það er í Evrópusambandinu. Svo miklar kvaðir fylgi því að vera aðildarríki, að mörg mikilvæg innanríkismál Bretlands, séu í raun komin frá landinu og til Brussel. Sérstaklega eru nefnd innflytjendamál í því samhengi og „endurheimt landamæranna“. Stefnumótun í ríkisfjármálum, fyrir alla álfuna, falli ekki að öllu leyti að hagsmunum Bretlands, heldur miklu frekar Þýskalands og ríkja í Mið-Evrópu. Með því að fara út úr Evrópusambandinu þá geti Bretland náð öllum vopnum sínum, og ráðið för í stóru sem smáu.

Flutn­ingur fólks til Bret­lands er að eyði­leggja sam­fé­lagið

Inn­flytj­enda­mál eru eld­fimmt umræðu­efni í Bret­landi eins og víða ann­ars staðar í Evr­ópu. Á ríf­lega 20 ára tíma­bili, frá 1993 til og með 2014, fjölg­aði fólki sem fætt er utan Bret­lands úr 3,8 millj­ónum í 8,3 millj­ón­ir, af um 65 millj­óna heild­ar­fjölda. Erlendum rík­is­borg­urum í Bret­land fjölg­aði á sama tíma úr tveimur millj­ónum í fimm millj­ón­ir. Óhætt er að segja að fylk­ingar sem eru hlynnt veru í EBS og á móti, séu ósam­mála um hvort þessi staða sé til góðs eða ills.

Vote remain

Bretland þarf á fólki frá útlöndum að halda, og það hefur sýnt sig breska hagkerfið getur ekki án þess verið. Það hafa ekki fylgt innflytjendum meiri vandamál en Bretum sjálfum. Það er partur af alþjóðavæddum heimi, að útlendingum fjöldi í Bretlandi, og svipaða þróun má sjá í nær öllum þróuðum ríkjum heimsins. Í ljósi þessa, skiptir miklu máli, að Bretland sé aðili að Evrópusambandinu og taki virkan þátt í því að efla lífskjör í álfunni í formlegu ríkjabandalagi. Fjölbreytnin er styrkur, ekki veikleiki.

Vote leave

Slagorðið, Bretland fyrst (Britain First) hefur verið afar áberandi í umræðunni í Bretlandi um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram fer á morgun. Þeir sem eru á móti, grípa oft til þess að segja að innflytjendur séu að taka störf af Bretum og séu þannig frekar byrði á hagkerfinu en hitt. Þá hafa þeir sem ekki eru ekki hrifnir af því ao opna Bretland fyrir straumi fólks, bent á að straumurinn byggi á grundvallaratriði Evrópusambandsins um frjálsa för fólks. Þannig hafi Evrópusambandið ýtt undir fjölmenningu, sem ógni breskum gildum og dragi um breskum menningarstraumum í sjálfu heimalandinu.

Efna­hag­ur­inn

Bret­land sker sig frá öllum öðrum Evr­ópu­sam­bands­lönd­um, hvað eitt mál varð­ar. Landið er það lang­fjöl­menn­asta af 28 aðild­ar­ríkjum sem er með eigin mynt og pen­inga­stefnu. Breska pundið og pen­inga­stefnan hvílir á herðum Eng­lands­banka, sjálf­stæðs seðla­banka Bret­lands. Sam­tals búa 65 millj­ónir manna í Bret­landi. Atvinnu­lífið er borið uppi af þjón­ustu­iðn­aði ýmis kon­ar, eða um 78 pró­sent. Atvinnu­leysi mælist nú um fimm pró­sent og lands­fram­leiðsla hefur vaxið fremur hægt að und­an­förnu, eða um 0,1 pró­sent á fyrst árs­fþjórð­ungi þessa árs.

Vote remain

Bretland á allt sitt undir tengingu við innri markað Evrópusambandsins og það er mikill hagur Breta að hafa sterka og áhrifamikla rödd – í ljósi þess að Bretland er eitt stærsta ríki Evrópu – á vettvangi þess. Þetta er grundvallaratriði í stefnu þeirra sem vilja Bretland áfram í sambandinu, og þar fer fremstur í flokki David Cameron, forsætisráðherra. Efnahagslega hafi það mikla þýðingu, einkum og sér í lagi vegna þess hve alþjóðlegt efnahagslífið er orðið. Gangur efnahagsmála þvert á landamæri séu ekki rök fyrir því að yfirgefa sambandið heldur þvert á móti. Bretland gæti einangrast efnahagslega með því að taka ekki þátt í mótun regluverks í Evrópu, þar sem yfir 500 milljónir búa, og stærstur hluti utanríkisviðskipta Bretlands er með tengingu. Þó Evrópusambandið geti glímt við stór vandamál, þá verða þau ekkert minni ef Bretland er ekki í Evrópusambandinu. Þau hverfa ekki. Bein aðild að viðskiptasamningum Evrópusambandsins við önnur markaðssvæði heimsins, er mikilvæg Bretlandi.

Vote leave

Þeir sem styðja útgöngu Bretlands, horfa til þess að Bretland geti notið sín enn betur – með sína sjálfstæðu efnahagsstefnu og eigin mynt – ef það er ekki formlega í Evrópusambandinu. Í stuttu máli, þá nái Bretland að fjarlægja sig „vandamálum“ sem fylgja því að vera hluti af ríkjabandalagi, þar sem ákvarðanir byggja á því að taka tillit til hagsmuna allra ríkja. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri í London og einn þeirra sem er í framvarðasveitinni hjá hreyfingunni sem vill úr sambandinu, segir að Bretland sé nú þegar utanveltu í Evrópusambandinu, með sína eigin stefnu og hagsmuni. Við þurfum að setja Bretland í fyrsta sæti, en ekki Evrópusambandið, hefur Johnson ítrekað. Alþjóðlegt viðskiptafrelsi Breta komist ekki uppnám með útgöngu úr Evrópusambandinu, og breska hagkerfið muni standa betur að vígi ef Bretland standa utan sambandsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None