#fólk #tónlist #bretland

Spice Girls að eilífu

Það eru 20 ár síðan smáskífan Wannabe kom út og skaut Spice Girls lengst upp á stjörnuhimininn. Fimmmenningarnir breyttu heiminum, að minnsta kosti um stund.

EPA

Þótt það hljómi ótrú­lega þá eru tutt­ugu ár liðin frá því að fyrsta smá­skífa hljóm­sveit­ar­innar Spice Girls kom út og skaut þeim ræki­lega upp á stjörnu­him­in­inn. Lagið hét Wannabe og í stuttu máli sagt var það upp­hafið að bylt­ingu í tón­list­ar­heim­in­um, alla­vega fyrir ungar stelpur um allan heim. 

Það tók ekki nema nokkra daga fyrir lagið að verða gríð­ar­lega vin­sælt, og kom­ast í fyrsta sæti vin­sæld­ar­lista. Það var í sjö vikur í röð á toppi breska vin­sæld­ar­list­ans. Í heild­ina fór lagið í fyrsta sæti vin­sæld­ar­lista í næstum 40 löndum um allan heim. Það var bara byrj­unin að brjál­æð­inu og innan nokk­urra vikna nán­ast voru þær orðnar heims­fræg­ar. 

Sagan á bak við hljóm­sveit­ina er nokkuð þekkt. Þær voru meðal nokkur hund­ruð ungra kvenna sem svör­uðu aug­lýs­ingu feðganna Bob og Chris Her­bert sem vildu stofna stúlkna­sveit. Fjórar þeirra sem end­uðu í hljóm­sveit­inni, Mel­anie Brown, Mel­anie Chishom, Vict­oria Adams, seinna Beck­ham, og Geri Hall­iwell, voru allar valdar í sveit­ina, ásamt fimmtu stúlkunni. Sú hét Michelle en fljót­lega kom í ljós að hún féll ekki inn í hóp­inn og Emma Bunton kom í stað­inn. 

Þótt þær hafi vissu­lega verið settar saman af öðrum og þannig búnar til þá létu þær ekki auð­veld­lega að stjórn. Þær sættu sig ekki við að aðrir stjórn­uðu ferð­inni, og áður en þær höfðu gefið nokkuð efni út eða voru orðnar neitt þekktar los­uðu þær sig við feðgana. Það gátu þær vegna þess að þær höfðu aldrei skrifað undir samn­ing við þá. Þá kom til sög­unnar Simon Full­er, sem varð umboðs­mað­ur­inn þeirra og fylgdi þeim í gegnum mestu frægð­ina. Þær ráku hann reyndar á hátindi frægð­ar­inn­ar, þegar þeim þótti hann far­inn að ráða ferð­inni of mik­ið. Geri Hall­iwell, sem stuttu síðar yfir­gaf hljóm­sveit­ina, hefur líkt tíma­bil­inu eftir að þær ráku hann og fóru að stjórna öllu sjálfar við „sex ára börn að keyra vöru­bíla.“ 

Árið 2007 voru hins vegar allir kall­aðir saman á ný, þar á meðal bæði Geri Hall­iwell og Simon Full­er. Þá fóru þær í tón­leika­ferð víða um heim, og sögðu þá að þetta yrði í síð­asta skipti sem þær kæmu sam­an. Þær stóðu reyndar ekki við það og komu saman allar fimm á Ólymp­íu­leik­unum í London árið 2012. Og núna - á 20 ára afmæl­inu, ætla þrjár af fimm að koma saman á ný undir nafn­inu Spice Girls GEM. GEM stendur fyrir Geri, Emma, Mel­anie B. en hinar tvær ætla ekki að láta sjá sig. 

Réðu ferð­inni sjálfar meira en fólk hélt

Mynd­bandið við lagið Wanna­be, sem má sjá hér að ofan, var ágætt dæmi um það að fimm­menn­ing­arnir létu ekki vaða yfir sig. Það þótti svo ofboðs­lega óvenju­legt að yfir­menn hjá Virgin vildu henda því og láta taka upp nýtt mynd­band. Þær börð­ust hins vegar fyrir þessu skrýtna mynd­bandi og það sló alveg jafn mikið í gegn og lagið sjálft, á þess­ari gullöld tón­list­ar­mynd­banda sem þá ríkt­i. 

Það voru líka þær sem börð­ust fyrir því að lagið yrði fyrsta smá­skífan þeirra. Þær voru alveg vissar á því að lagið ætti að vera fyrsta lagið þeirra, á meðan fyrr­nefndir yfir­menn hjá Virgin vildu að Say You'll be There yrði fyrsta smá­skífan, enda væri það sval­ara lag. Þær höfðu betur í þeirri bar­áttu lík­a. 



Við vorum sífellt að reka okkur á hindranir, þú veist, það snérist allt um stráka. Strákar, strákar, strákar. Strákar selja plötur, strákar selja myndbönd, strákar selja tímarit og við sögðum bara kommon, það er kominn tími til að breyta til.

Femín­ismi fyrir byrj­endur

Þótt þær köll­uðu það ekki femín­is­ma, þá kenndu Spice Girls heilli kyn­slóð stúlkna heilmargt um jafn­rétt­is­mál. Þær töl­uðu í sífellu um Girl Power, hug­tak sem verður ekki reynt að þýða hér, og það hafði veru­leg áhrif, þótt margir haldi því fram að um inn­an­tóman frasa hafi verið að ræða. 

„Girl Power snýst um að sætta sig við sjálfan sig, hafa gaman og ef þig langar að vera í stuttu pilsi og wond­er­bra-brjósta­hald­ara, gerðu það en vertu örugg með þig og skemmtu þér vel,“ segir Vict­oria Beck­ham t.d. í við­tali snemma á ferl­in­um. „Og ekki láta neinn annan stjórna lífi þínu því það eruð þið sem stjórnið ykkar líf­i,“ bætir Emma Bunton við. 

Líkt og kemur fram í heim­ild­ar­mynd­inni Giv­ing you everyt­hing, sem gerð var þegar Spice Girls komu saman á ný árið 2007, þá var popp­brans­inn smekk­fullur af strákum og stráka­sveitum á þessum tíma. „Við vorum sífellt að reka okkur á hindr­an­ir, þú veist, það snérist allt um stráka. Strák­ar, strák­ar, strák­ar. Strákar selja plöt­ur, strákar selja mynd­bönd, strákar selja tíma­rit og við sögðum bara komm­on, það er kom­inn tími til að breyta til. Þetta snýst um stelp­ur, þetta er Girl power,“ segir Vict­oria Beck­ham í mynd­inn­i. 

Þær töl­uðu fyrir og sungu um sjálf­stæði og vin­áttu og þær létu bara eins og þær vildu. Kysstu Karl Breta­prins og létu menn heyra það. Klædd­ust skrýtnum föt­um, sem voru iðu­lega mjög efn­is­lít­il. 

Og núna, á tutt­ugu ára afmæli fyrstu smá­skíf­unn­ar, er lagið Wannabe orðið að ein­kenn­islagi nýrrar her­ferðar Sam­ein­uðu þjóð­anna, eins og sjá má hér að neð­an. 

Mark­aðs­setn­ing á sterum

Platan Spice kom út í nóv­em­ber 1996 og seld­ist í 31 milljón ein­tök­um, sem er met. Aldrei hefur kvenna­sveit selt eins mörg ein­tök af plötu. Sömu sögu má segja af fyrsta lag­inu Wanna­be. Platan seld­ist hraðar í Bret­landi en nokkur önnur frá því að Bítl­arnir voru og hétu. Næsta plata, Spiceworld, seld­ist í yfir 20 millj­ónum ein­taka og í heild­ina hafa þær selt yfir 80 millj­ónir ein­taka af plöt­unum sín­um. Það er líka met – engin önnur kvenna­sveit hefur selt eins mik­ið. Þær eru líka á meðal mest seldu poppsveita í sög­unn­i. 

Þá eru þær iðu­lega sagðar stærsta og vin­sælasta popp­fyr­ir­bærið frá Bret­landi á eftir Bítl­un­um. Eða voru það alla­vega þar til Adele kom til sög­unn­ar. 

En þær settu líka met í mark­aðs­setn­ingu, sem seint verða sleg­in. Þær voru fárán­legt mark­aðsafl, og ástæðan fyrir því var marg­þætt. Auð­vitað spil­aði mikið inn í að þær voru vin­sælastar á meðal ungra barna, og það var kannski auð­velt að mark­aðs­setja gagn­vart þeim. Þær voru líka fimm, þær voru ólík­ar, og það hjálp­aði til. Ungar stelpur völdu sína upp­á­halds eða þá sem þær tengdu mest við, og gælu­nöfnin sem þær höfðu hjálp­uðu líka til við þá teng­ingu. Varstu Spor­ty, Scary, Gin­ger, Baby eða Pos­h? 

Dæmi um markaðssetninguna í kringum Spice Girls. Dúkkurnar voru bara toppurinn á ísjakanum.

Þótt ótrú­legt megi virð­ast þá voru það ekki þær eða mark­aðs­vélin þeirra sem fann upp á þessum gælu­nöfnum sem þær geng­ust svo mikið upp í. Það var Top of the Pops tíma­ritið sem bjó til gælu­nöfnin fyrir þær, og þær tóku þeim fagn­andi og not­uðu þau sér til hags­bóta. Mel B. hefur reyndar sagt að það hafi bara verið „latur blaða­mað­ur“ hjá Top of the Pops sem nennti ekki að læra nöfnin þeirra sem hafi búið þetta til. 

Dúkk­urnar sem má sjá hér að ofan voru bara topp­ur­inn á ísjak­an­um. Þær gáfu út plötur og eins og tíðk­að­ist þá gáfu þær líka út smá­skíf­ur. Þær gáfu út mynd­bands­spólur með mynd­bönd­unum sínum og við­töl­um, og þær bjuggu til heila bíó­mynd sem heldur betur var hægt að selja út á. 

Það var hægt að fá því­líkt úrval af fatn­aði, penna­veski, blý­anta, skóla­töskur, bolla, skó, mynda­vélar og svo fram­veg­is. Næstum því allt mögu­legt var hægt að fá í Spice Girls útgáfu. Það er meira að segja búið að taka saman og gera sýn­ingu um allan varn­ing­inn sem til var. Þá er eftir að nefna allar bæk­urnar og mynda­albú­min sem hægt var að kaupa myndir í. Nú eða lím­miða­bæk­urn­ar, sem líka var auð­vitað hægt að kaupa lím­miða inn í. 



Þær léku líka í svo mörgum aug­lýs­ingum að fljótt varð bakslag, fólki fannst þær vera að selja sig of mik­ið. Eins og Emma Bunton segir í áður­nefndri heim­ild­ar­mynd, þá hugs­aði hún með sér að hún hefði tekið upp fleiri aug­lýs­ingar en tón­list­ar­mynd­bönd. En þær völdu þetta sjálf­ar, og vildu að umboðs­mað­ur­inn Fuller gerði þær að eins miklum stjörnum og hægt var. Þetta var hluti af því. 

Mark­miðið þeirra var nefni­lega alltaf að sigra heim­inn. Þær vildu verða þekkt nöfn á hverju heim­ili og frægar um allan heim. Það er óhætt að segja að þeim hafi tek­ist það, og að það sé enn þannig 20 árum seinna. Og þær verða áfram hluti af lífi kvenna um allan heim, kvenna sem nú eru á þrí­tugs- og fer­tugs­aldri. Þær konur munu halda áfram að syngja Wannabe í partýum og karókí á meðan þær lifa. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar