#stjórnmál #sjávarútvegur

Veiðigjöld lækka um milljarða þrátt fyrir fordæmalausan hagnað

Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja jókst um 265 milljarða króna frá lokum 2008 og út 2014. Hagnaðurinn var 242 milljarðar og arðgreiðslurnar tæplega 50 milljarðar. Samt hafa veiðigjöld lækkað úr 12,8 milljörðum í 4,8 milljarða.

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þann 7. júní 2012 var boðað til mik­illa mót­mæla á Aust­ur­velli. Mót­mælin voru skipu­lögð af Lands­sam­bandi íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) og sjó­menn og útgerð­ar­menn fjöl­menntu til að taka þátt í þeim. Skipum íslenskra útgerða var siglt í land til að áhafnir þeirra gætu verið með og blásið var í þokulúðra skip­anna þegar inn í höfn­ina var kom­ið. Ástæða mót­mæl­anna voru fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar þáver­andi rík­is­stjórnar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Í breyt­ing­unum fólst að útgerðir sem nýttu fisk­veiði­auð­lind­ina ættu að borga veiði­gjöld. Mót­mælin báru ekki til­ætl­aðan árangur og lögin voru sam­þykkt. Vegna fisk­veiði­árs­ins 2012/2013 greiddi útgerðin 12,8 millj­arða króna í rík­is­sjóð vegna veiði­gjalda.

Vorið 2013 tók ný rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar við völdum á Íslandi og í stefnu­yf­ir­lýs­ingu hennar kom fram að lög um veiði­gjöld yrðu end­ur­skoð­uð. Það varð eitt af fyrstu verkum þeirrar rík­is­stjórnar að sam­þykkja lög sem lækk­uðu veiði­gjöld, og voru þau sam­þykkt 5. júlí 2013. Sam­hliða var boðað að til stæði að leggja fram frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun laga um veiði­gjöld. Sú heild­ar­end­ur­skoðun hefur enn ekki átt sér stað.

Vegna þeirra breyt­inga sem ráð­ist hefur verið í hafa verða veiði­gjöld sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða til rík­is­sjóðs lækkað mik­ið. Á næsta fisk­veiði­ári verða þau 4,8 millj­arðar króna, eða átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013.

265 millj­arða við­snún­ingur

Í árs­lok 2008 var staða íslenska sjáv­ar­út­vegs­ins ekk­ert sér­lega beys­in. Efna­hags­hrunið hafði leikið geirann, sem var mjög skuld­settur í erlendum gjald­eyri, illa og eigið fé hans var nei­kvætt um 80 millj­arða króna. Síð­ustu tæpu átta árin hafa hins vegar verið lang­bestu rekstr­arár útveg­ar­ins. Veltan hefur farið úr 150 millj­örðum króna í 277 millj­arða króna árið 2013. Hagn­aður sjáv­ar­út­vegsins frá árs­lokum 2008 og út árið 2014 var 242 millj­arðar króna. Þar spilar einkum tvennt inn í. Í fyrsta lagi geng­is­fall íslensku krón­unnar og í öðru lagi mak­ríl­veið­ar.

Geng­is­fall­ið, og still­ing gengis eftir hafta­setn­ingu með hags­muni útflutn­ings­greina (að­al­lega sjáv­ar­út­vegs) að leið­ar­ljósi hefur aukið tekjur útgerð­ar­innar í krónum talið mjög mik­ið, enda fisk­ur­inn nær allur seldur fyrir erlendan gjald­eyri. Mak­ríl­veið­arnar hafa síðan verið eins og lot­tí­vinn­ing­ur. Heild­ar­út­flutn­ings­verð­mæti hans hefur verið um 20 millj­arðar króna á ári og fram­legðin af veið­unum án for­dæma í íslenskum sjáv­ar­út­vegi.

Þessar breytur hafa gert það að verkum að algjör við­snún­ingur varð á stöðu íslenska sjáv­ar­út­vegsins. Í árs­lok 2014 var eigið fé grein­ar­innar orðið jákvætt um 185 millj­arða króna og við­snún­ing­ur­inn því 265 millj­arðar króna á sjö árum.

Arð­greiðsl­ur: 49 millj­arðar

Þá eru ekki talin með þau verð­mæti sem stærstu eig­endur íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa greitt sér út í arð. Það eru verð­mæti sem renna að mestu til mjög fámenns hóps sem hefur komið sér upp sjálf­bæru ríki­dæmi sem er án for­dæma á Íslandi. Alls hafa arð­greiðslur til eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja numið 49 millj­örðum króna á tíma­bil­inu 2008-2014. Lang­hæstu arð­greiðsl­urn­ar, ann­ars vegar 11,8 millj­arðar króna og hins vegar 13,5 millj­arðar króna, hafa átt sér stað á árunum 2013 og 2014.

Á árunum eftir hrun hefur skulda­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja líka batnað mik­ið. Afborg­anir umfram nýjar lang­tíma­skuldir á árunum 2008-2014 voru 129 millj­arðar króna og frá því að skuld­ar­staða geirans náði hámarki hafa skuldir hans lækkað um rúm 30 pró­sent. Auk þess hefur fjár­fest­ing tekið við sér á fullu. Alls hefur verið fjár­fest í nýjum skipum og öðrum til­heyr­andi fyrir 70 millj­arða króna frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2014. Lang­mest var fjár­fest­ingin á árinu 2014, þegar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin fjár­festu fyrir 27 millj­arða króna.

Sam­an­dregið hafa eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja því greitt sér 49 millj­arða króna í arð á árunum eftir hrun, borgað niður skuldir fyrir 129 millj­arða króna og fjár­fest fyrir 70 millj­arða króna.

Þrátt fyrir þessa for­dæma­lausu vel­gengni greiða þau sífellt minna fyrir afnot sitt af auð­lind­inni. Eftir að veiði­leyfagjöldin voru lögð á sum­arið 2012 þurftu útgerð­ar­fyr­ir­tækin að greiða 12,8 millj­arða króna í veiði­gjald, bæði almenn og sér­stakt. Síðan þá hafa laga­breyt­ingar séð til þess að gjöldin lækka ár frá ári. Fisk­veiði­árið 2013/2014 greiddu þau 9,2 millj­arða króna, árið eftir voru þau 7,7 millj­arðar króna og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári eru þau áætluð 7,4 millj­arðar króna. Á næsta fisk­veiði­ári, sem hefst í ágúst næst­kom­andi og stendur í eitt ár, er hins vegar áætlað að heild­ar­veiði­gjöld drag­ist saman um 40 pró­sent og verði 4,8 millj­arðar króna.

Reyndu að gefa mak­ríl­kvót­ann

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp um breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu snemma árs 2015. Ljóst var frá fyrstu mín­útu að engin sátt yrði um frum­varp milli stjórn­ar­flokk­anna og snér­ust deilur þeirra fyrst og síð­ast um hver ætti að fara með for­ræði yfir fisk­veiði­kvót­an­um, ríkið eða útgerð­in. Á end­anum var frum­varpið ekki lagt fram.

Frum­varp um úthlutun mak­ríl­kvóta var ekki síður umdeilt. Upp­haf­lega stóð til að kvóta­setja mak­ríl og gefa útgerð­unum sem veitt höfðu mak­ríl­inn heim­ildir til að veiða hann. Í stað þess að úthluta kvót­anum var­an­lega til útgerð­anna, líkt og áður hafði verið gert, þá átti að fara ákveðna milli­leið og úthluta honum til sex ára með fram­leng­ing­ar­á­kvæði. Miðað við hefð­bundna reikni­reglu var heild­ar­verð­mæti mak­ríl­kvót­ans á bil­inu 150 til 170 millj­arðar króna. Því stóð til að gefa völdum útgerðum þau verð­mæti án end­ur­gjalds.

Sigurður Ingi Jóhannsson reyndi að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og kvótasetja makríl. Hvorugt tókst. Hann er í dag forsætisráðherra.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í stuttu máli varð allt vit­laust. Ríf­­lega 51 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun á for­­seta Ís­lands að vísa í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu hverjum þeim lög­­um ­sem Alþingi sam­­þykkir þar sem fisk­veið­i­­auð­lindum væri ráð­stafað til lengri tíma en eins árs, á meðan ekk­ert ákvæði um ­þjóð­­ar­­eign á auð­lindum er í stjórn­­­ar­­skrá.

Á end­anum komst mak­ríl­frum­varpið ekki út úr atvinnu­vega­nefnd og hefur ekki verið lagt fram á ný.

Píratar vilja sækja 30 millj­arða á ári

Sögu­lega hafa núver­andi stjórn­ar­flokk­ar, Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, staðið varð­stöðu um það fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sem er við lýði og hvernig arð­semi af nýt­ingu fisk­veiði­auð­lind­ar­innar skipt­ist á milli útgerð­ar­manna og rík­is­kass­ans. Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagði til að mynda á Alþingi í maí að honum þótt ekki sann­gjart að taka sér­­stakt gjald af sjá­v­­­ar­út­­­veg­in­um um­fram aðrar at­vinn­u­­grein­ar sem nýta auð­lind­ir lands­ins með ein­hverj­um hætt­i.Þau séu í raun auka­skatt­ur á hluta lands­­byggð­ar­­inn­­ar. Best væri að nýta skatt­­kerfið til að inn­­heimta arð af auð­lind­um og setja all­ar at­vinn­u­­grein­ar und­ir sama hátt.

Fátt bendir til þess að stjórn­ar­flokk­arnir sitji áfram við völd að loknum kosn­ing­um, fari þær fram í haust líkt og boðað hefur ver­ið. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar er sam­an­lagt fylgi þeirra 32,7 pró­sent og þeir því langt frá þeim meiri­hluta sem flokk­arnir tveir hafa í dag.

Miðað við stöð­una í íslenskum stjórn­málum í dag verður að telj­ast ólík­legt að ein­hver hinna flokk­anna sem bjóða fram í haust muni vilja mynda rík­is­stjórn með öðrum hvorum stjórn­ar­flokkn­um. Þvert á móti hefur mikið verið rætt í þeirra röðum að mynda kosn­inga­banda­lag stjórn­ar­and­stöðu­flokka og mögu­lega nýrra fram­boða fyrir kosn­ing­ar. Hversu djúp­stætt það banda­lag yrði liggur ekki fyr­ir, og lík­ast myndi það ekki snú­ast um annað en að sam­ein­ast um valin mál og heita því að vinna saman eftir kosn­ing­ar.

Eitt þeirra mála sem mik­ill sam­hljómur er á meðal stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna er einmitt breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu.

Pírat­ar, sem hafa mælst stærsti flokkur lands­ins um margra mán­aða skeið, hafa til að mynda sam­þykkt sjáv­ar­út­vegs­stefnu sem felur í sér að afla­heim­ildir verði boðnar upp. Sam­kvæmt stefn­unni er gert ráð fyrir að þriðj­ungur upp­­­boðs­­tekna renni til sveit­­ar­­fé­laga i gegn­um ­jöfn­un­­ar­­sjóð sveit­­ar­­fé­laga eða sam­­bæri­­legan sjóð. Árlegar við­­bóta­­tekj­ur ­rík­­is­­sjóðs af þess­­ari aðgerð eiga að vera 20 millj­­arðar króna á ári en sveit­­ar­­fé­laga um tíu millj­­arðar króna.

Sam­fylk­ingin hefur sömu­leiðis lengi haft þá stefnu að arð­ur­inn af nýt­inga auð­linda fari til þjóð­ar­innar og í stefnu Vinstri-grænna er talað um inn­köllun afla­heim­ilda og sann­gjarn­ari úthlutun þeirra sem tryggi aðra skipt­ingu á arð­semi en nú er við lýði. Í ályktun Bjartrar fram­tíðar segir að auð­lindir „til lands og sjávar skili þjóð­inni mun meira fé í sam­eig­in­lega sjóði, sem síðan nýt­ist til þess að bæta almenn skil­yrði fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki af öllu tagi um allt land.“

Eini flokk­ur­inn utan stjórnar sem mælist með nægj­an­legt fylgi til að kom­ast inn á þing í síð­ustu könn­unum en er ekki með stefnu sem felur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu er hin nýstofn­aða Við­reisn. Í var­lega orð­aðri mál­efna­yf­ir­lýs­ingu á vef flokks­ins segir að Við­reisn vilji að Ísland verði áfram í for­ystu um sjálf­bæra nýt­ingu auð­linda hafs­ins og að sett verði fram nýt­ing­ar­stefna um auð­lindir sem bygg­ist á vís­inda­legum grunni. Í grunn­stefnu flokks­ins stendur þar að auki að hann vilji að nátt­úru­auð­lindir lands­ins sé sam­eign þjóð­ar­inn­ar, þær beri að nýta skyn­sam­lega og greiða mark­aðs­verð fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar