Mynd: Pexels.com
#viðskipti #stjórnmál #efnahagsmál

Ríkasta eina prósentið þénar þorra fjármagnstekna á Íslandi

Einstaklingar á Íslandi þénuðu 95,3 milljarða króna í fjármagnstekjur í fyrra. Þar af þénaði ríkasta eitt prósent landsmanna tæpa 42 milljarða króna, eða 44 prósent þeirra.

Tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna þén­aði sam­tals tæpa 42 millj­arða króna í fjár­magnstekjur á árinu 2015. Alls eru um að ræða 1.922 fram­telj­end­ur, 629 sam­skatt­aða og 1.293 ein­hleypa. Þessi hópur þén­aði alls 44 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum sem íslenskir skatt­greið­endur þén­uðu í fyrra. Það þýðir að 99 pró­sent þjóð­ar­innar skipti með sér 56 pró­sent fjár­magnstekna í fyrra. Þetta kemur fram í stað­tölum skatta vegna árs­ins 2015, sem birtar voru á vef Rík­is­skatt­stjóra fyrr í vik­unni.

Heild­ar­fjár­magnstekjur ein­stak­linga, sam­kvæmt stað­töl­un­um, voru 95,3 millj­arðar króna. Fjár­­­magnstekjur eru tekjur sem ein­stak­l­ingar hafa af fjár­­­magns­­eign­um sín­­um. Þ.e. ekki laun­­um. Þær tekjur geta verið ýmis kon­­ar. Til dæmis tekjur af vöxtum af inn­­láns­­reikn­ingum eða skulda­bréfa­­eign, tekjur af útleigu hús­næð­is, arð­greiðsl­­ur, hækkun á virði hluta­bréfa eða hagn­aður af sölu fast­­eigna eða verð­bréfa.

Ef tekj­­urnar eru útleystar, þannig að þær standi eig­anda þeirra frjálsar til ráð­­stöf­un­­ar, ber að greiða af þeim 20 pró­­sent fjár­­­magnstekju­skatt sem rennur óskiptur til rík­­is­ins. Ljóst er að ein­ung­is ­lít­ill hluti af fjár­­­magnstekjum var útleystur í fyrra. Skattur á fjár­magnstekjur var 38,8 millj­arðar króna í fyrra og jókst úr 30,6 millj­örðum króna árið 2014. Alls greiddu íslensk heim­ili, ein­stak­l­ingar og sam­skatt­aðir, 16,7 millj­arða króna. Til við­­bótar greiddu fyr­ir­tæki, sjóðir og rík­­is­­sjóður rúm­lega 20 millj­­arða króna í fjár­­­magnstekju­skatt.

Fjár­magnstekjur hrundu í Hrun­inu

Fjár­­­magnstekjur lands­­manna hrundu eftir banka­hrun­ið. Á ár­unum 2007, þegar þær náðu hámarki, námu þær 244,9 millj­­örðum króna. Þar af runnu 147,3 millj­­arðar króna til tekju­hæsta pró­­sents lands­­manna, eða rúm 60 ­pró­­sent. Ljóst er að þorri þeirrar upp­­hæðar var vegna gríð­­ar­­legrar hækk­­unar á virði hluta­bréfa á íslenska mark­aðn­­um, en sú bóla náði hámarki sum­­­arið 2007. Í kjöl­farið seytl­aði loftið hins vegar hratt út úr henni og við fall íslensku ­bank­anna haustið 2008 hvarf um 93 pró­­sent af mark­aðsvirði hluta­bréfa.

Á árunum 2010 til 2012 voru fjár­­­magnstekjur mun lægri, eða á bil­inu 59,2 til 66,4 millj­­arðar króna. Á þeim árum runnu um 35 pró­­sent fjár­­­magnstekna til rík­­asta eins pró­­sents lands­­manna. Árið 2013 juk­ust þær ­tölu­vert og voru 78,5 millj­­arðar króna. Þar af runnu 31,6 millj­­arðar króna til­ efsta eins pró­­sents rík­­­ustu lands­­manna.

Árið 2014 tóku fjár­­­magnstekjur svo aftur kipp og fóru í 90,5 millj­­arða króna. Hlut­­deild rík­­asta pró­­sents lands­­manna í þess­­ari eigna­aukn­ingu hækk­­aði einnig umtals­vert, fór úr 40 pró­­sentum í um 47 pró­­sent.

Heild­ar­fjár­magnstekj­urnar juk­ust enn á árinu 2015, og voru 95,3 millj­arðar króna. Tæp­lega 44 pró­sent þeirra tekna fóru til rík­asta pró­sent lands­manna.

Þeir lands­­menn sem telj­­ast til þess eins pró­­sents sem er með­ hæstu tekj­­urnar fá langstærstan hluta af tekjum sínum vegna arð­­semi eigna ­sinna. Heild­­ar­­tekjur þeirra voru 88 millj­­arðar króna í fyrra. Þar af komu 42 millj­­arðar króna til vegna fjár­­­magnstekna.

Rík­ustu taka til sín mest af nýjum auð

Kjarn­inn greindi frá því á þriðju­dag að hrein eign lands­manna hafi auk­ist um 1.384 millj­arða króna - eða tæp­lega tvö­fald­ast - frá árs­lokum 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­um, sam­kvæmt nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands um eig­inr og skuldir ein­stak­linga. Helsta ástæða þess að auður hefur auk­ist er vegna þess að eigið fé Íslend­inga í fast­eignum þeirra hefur tvö­fald­ast á tíma­bil­inu. Hækkun á fast­eigna­verði og lækkun skulda útskýrir því 82 pró­sent af allri eig­in­fjár­aukn­ingu Íslend­inga á þessum sex árum.

En auð­ur­inn sem verður til skipt­ist ekki jafnt á milli hópa í sam­fé­lag­inu. Af þeirri hreinu eign sem orðið hefur til frá 2010 hafa 527,4 millj­arðar króna runnið til þeirra tíu pró­sent Íslend­inga, alls 20.251 ein­stak­linga, sem eiga mest. Það þýðir að tæp­lega fjórar af hverjum tíu krónum sem orðið hafa til af nýjum auð á þessum sex árum hafa farið til rík­asta hóps lands­manna.

Fjöldamörg mótmæli hafa verið haldin á Íslandi á undanförnum árum þar sem ójöfn skipting gæða hefur verið gagnrýnd.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í fyrra jókst auður þess­arar tíundar um 185 millj­arða króna, eða um 9,1 milljón krónur að með­al­tali á hvern ein­stak­ling sem til­heyrir henni. Alls fór 43 pró­sent af allri nýrri hreinni eign til þessa hóps á árinu 2015. Á sama tíma og þessi rúm­lega 20 þús­und manna hópur átti hreina eign - þ.e. eignir eftir að skuldir höfðu verið dregnar frá - upp á 1.880 millj­arða króna í lok síð­asta árs skuld­aði fátæk­ari helm­ingur þjóð­ar­innar sem hafði tekjur í fyrra - rúm­lega 100 þús­und manns - 211 millj­arða króna umfram eignir sín­ar. Mun­ur­inn á eig­in­fjár­stöðu fátæk­ari helm­ings Íslend­inga og rík­ustu tíu pró­senta þjóð­ar­innar var því 2.091 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Alls nam eigið fé Íslend­inga 2.949 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót og jókst um 430 millj­arða króna á árinu.  Rík­asta tíund lands­manna átti 1.880 millj­arða króna af þess­ari eign, eða 64 pró­sent. Hinn rúmi þriðj­ung­ur­inn skipt­ist niður á 90 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Ef næsta tíund fyrir neðan er tekin með, og reiknuð er hlut­fall rík­asta fimmt­ungs lands­manna í öllu eigið fé Íslend­inga, kemur í ljós að sá hóp­ur, 40.502 ein­stak­ling­ar, á 87 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar