Íslamska ríkið hörfar − Eru endalokin í nánd?

Með skelfingu og hörmulegum voðaverkum hefur Íslamska ríkinu tekist að ná undir sig töluverðu landsvæði í Mið-Austurlöndum. Nú eru hryðjuverkasamtökin aftur á móti á flótta og þá er ráð að spyrja um framtíð þeirra.

Kúrdar búa sig undir að ráðast til atlögu gegn Íslamska ríkinu suður við Mosul í Írak í ágúst 2016.
Kúrdar búa sig undir að ráðast til atlögu gegn Íslamska ríkinu suður við Mosul í Írak í ágúst 2016.
Auglýsing

Íslamska rík­inu hefur tek­ist það sem öðrum her­skáum hryðju­verka­sam­tökum hefur aðeins dreymt um á vorum tím­um, að ná undir sig land­svæði og borgum og gera þær að sín­um. Nú ber­ast aftur á móti fréttir þess efnis að Íslamska ríkið sé að hörfa en það hefur misst í kringum 45.000 víga­menn í Írak og Sýr­landi. Talið er að eftir standi ein­ungis 15 til 20.000 manns og séu þeir menn illa til þess búnir að berj­ast. Flæði erlendra víga­manna hefur minnkað og þeir sem berj­ast fyrir sam­tökin nú þegar gera það að miklu leyti gegn sínum vilja

Hryðju­verka­sam­tökin hafa misst mik­il­vægar borgir eins og Man­bij og Kobani í Sýr­landi. Íbúar á svæð­inu eru þannig frels­aðir undan kúgun þeirra en þrátt fyrir ósigra Íslamska rík­is­ins stendur fólki áfram ógn af sam­tök­un­um. Við­brögð sam­tak­anna við þessum ósigrum er að fjölga árásum og að reyna að við­halda ógn­inni og hræðsl­unni. En eru þetta allt teikn um að Íslamska ríkið sé að líða undir lok?

Hlað­varpið The Inquiry á BBC fjall­aði nýlega um hnignun Íslamska rík­is­ins og velti fyrir sér fram­tíð hryðju­verka­sam­tak­anna í ljósi ósigra þeirra á árin­u. Hver bær­inn á fætur öðrum hefur verið leystur undan oki þeirra en fyrir aðeins tveimur árum réðu þeir yfir tíu milljón manns. Nú er áætlað að þeir hafi ein­ungis um helm­ing þess. Í hlað­varp­inu er talað við ýmsa sér­fræð­inga sem hafa kynnt sér Íslamska ríkið og aðstæður í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Auglýsing

Fáni Íslamska ríkisins. Mynd: Wikimedia Commons

Misstu mikið af landi

Íslamska ríkið hefur misst um helm­ing þess land­svæðis sem það hafði yfir að ráða fyrir tveimur árum, sé eyði­mörkin talin með. Ástæðan er sú að herjað hefur verið að hryðju­verka­sam­tök­unum úr öllum átt­um. Rúss­ar, Tyrkir, Írakar, Sýr­lend­ing­ar, Kúrdar og Banda­ríkja­menn hafa sótt að þeim á landi sem og úr loft­i. 

En þeir hafa ekki ein­ungis misst landið sjálft, heldur einnig mik­il­vægar borg­ir. Borgin Man­bij í Sýr­landi er gott dæmi þess. Hún var her­tekin af Íslamska rík­inu í jan­úar 2014 en end­ur­heimt í ágúst á þessu ári. Hún er á landa­mærum Tyrk­lands og þess svæðis sem Íslamska ríkið ræður yfir. Þannig hefur það misst mik­il­væga lífæð sína inn í Evr­ópu. Þetta hefur meðal ann­ars þær afleið­ingar í för með sér að pen­inga­flæði minnkar og erlendum sjálf­boða­liðum fækk­ar. 

Firas Abi-AliFiras Abi-Ali er grein­andi hjá samtök­unum IHS sem sjá um að kort­leggja svæðið sem Íslamska ríkið ræður yfir, sér­stak­lega í Írak og Sýr­landi. Þau fylgj­ast með sam­fé­lags­miðlum og fréttum og meta hversu áreið­an­leg gögnin eru. Hann segir að með því að stjórna land­svæði og mann­fjölda þá opn­ist á ákveðnar tekju­lind­ir. Það sé hægt að skatt­leggja fólkið og auðg­ast á ýmsa vegu í gegnum fjöld­ann. Það sé hægt að kúga fólkið á mis­mun­andi máta, til dæmis með því að ráða yfir helstu mat­væla­fram­leiðslu og stjórna mat­ar­gjöf­um. 

Eftir því sem Íslamska ríkið missir land­ráða­svæði þá minnkar pen­inga­flæð­ið. IHS hefur reiknað út að hryðju­verka­sam­tökin hafi misst þriðj­ung tekna sinna á síð­ustu tveimur árum. Stór ástæða þess eru loft­árásir á sam­göngu­kerfi þeirra og orku­gjafa. 

Íraski her­inn hefur verið öfl­ugur að ná svæðum aftur með hjálp banda­manna. En hvað hefur breyst frá því her­menn þeirra köst­uðu frá sér vopn­unum og hlupu í burtu skelf­ingu lostnir fyrir tveimur árum? Abi-Ali telur að lofthern­aður Banda­ríkja­manna spili þar stórt hlut­verk. Í því liggi veik­leiki hryðju­verka­sam­tak­anna; þeir ráða ekki við land­hernað með lofthern­aði. Gott dæmi þess sé borgin Kobani í Sýr­landi. Kúrdar höfðu verið að reyna að ná henni til baka en það gekk ekki fyrr en þeir fengu hjálp úr lofti. Þeir end­ur­heimtu borg­ina í jan­úar 2015. 

Íraski herinn fagnar sigri eftir að hafa náð borginni Tikrit frá Íslamska ríkinu. Mynd: EPA

Talið er að ekki líði á löngu þangað til Íslamska ríkið missi tvær mik­il­væg­ustu borgir sín­ar, Mosul í Írak og Al-Raqqah í Sýr­landi. Þannig eru sam­tökin stutt frá hern­að­ar­legum ósigri, að mati Abi-Ali. Hann telur að það muni ger­ast við lok árs­ins 2017. 

Bar­áttu­vilj­inn fer þverr­andi

Hassan HassanSumir telja að með því að eiga í sam­ræðum þá sé hægt að gera sér grein fyrir hvaðan með­limir Íslamska rík­is­ins koma og hvað þeim gengur til. Hassan Hassan, rit­höf­undur og blaða­mað­ur, hefur varið miklum tíma í að tala við með­limi Íslamska rík­is­ins á net­inu en fyrir honum er þetta per­sónu­legt þar sem fæð­ing­ar­bær hans var her­num­inn af hryðju­verka­sam­tök­un­um.

Hassan seg­ist hafa tekið eftir breyt­ingum síð­ustu tvo mán­uði. Víga­menn­irnir virð­ast vera að missa bar­áttu­vilj­ann sem ein­kenndi þá fyrir tveimur árum. Nú þegar Íslamska ríkið sé frá að hverfa þá hverfi víga­menn í sam­ræmi við það. Þús­undir hafi snúið aftur til sinna heima, til Frakk­lands, Bret­lands, Sádi-­Ar­abíu og svo fram­veg­is. Hassan telur einnig að helm­ingur þeirra sem barist hafa fyrir þá séu dán­ir. 

Banda­mönnum fer fækk­andi, að sögn Hassad. Hann segir að fólk í Írak og Sýr­landi hafi ekki skilið Íslamska ríkið fyrst þegar það kom fram á sjón­ar­sviðið en að nú ríki meiri skiln­ingur fyrir hvað þeir standi. Hann segir að orð­ræðan hafi einnig breyst. Fyrst hafi sam­tökin verið kyndil­beri vonar fyrir svæðið eftir mis­heppnað Arab­ískt vor. Hann segir að fólk tali um sam­tökin í dag sem sömu ein­ræð­is­herra og fyrir voru. Þó sé enn tryggur kjarni fólks sem styður hug­mynda­fræði sam­tak­anna.

En þrátt fyrir að Íslamska ríkið sé að hörfa þá velta sér­fræð­ingar fyrir sér hvort sam­tökin geti aðlagað sig aðstæðum og lifað af. Hassan telur að um 10.000 víga­menn séu enn í röðum þeirra og að þeir séu ekki til­búnir að gef­ast upp. Þeir telji sig þétt­ari sam­tök en áður og óbug­andi. Nú séu þeir að und­ir­búa víga­menn sína and­lega fyrir brott­hvarf inn í eyði­mörk­ina. 

Fleiri árásir

Seth JonesSeth Jones, stjórn­mála­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í hryðju­verka­sam­tök­um, segir að Íslamska ríkið sé að breyt­ast úr því að ráða yfir miklu land­svæði yfir í að verða enn árás­ar­gjarn­ara. Á árinu 2014 voru í kringum 150 árásir á mán­uði en þeim fjölg­aði yfir í 250 til 300 ári seinna. Nú á dögum eru allt upp í 400 árásir á mán­uði.

Það virð­ist vera fylgni milli þess að sam­tökin séu að veikj­ast og auk­inna árása. Jones nefnir tvær ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi séu sam­tökin að reyna að láta fara meira fyrir sér til að bæta upp fyrir að þau séu að minnka og í öðru lagi séu þau að ráð­ast á önnur ríki til að fá þau til að hörfa. Stundum hafi það gagn­stæðar afleið­ingar en þó ekki alltaf. 

Þess vegna má leiða líkur að því að Íslamska ríkið sé að skipu­leggja árásir á þær þjóðir sem vinna á móti þeim. Jones telur að frekar sé um að ræða árásir á Evr­ópu, þar sem fjár­munir fari þverr­andi hjá sam­tök­unum og auð­veld­ara sé að fara yfir land, frá Sýr­landi, yfir til Tyrk­lands og þaðan til Evr­ópu. 

En Íslamska ríkið á sér leyni­vopn, að mati Jones. Hann segir að þeir hvetji hryðju­verka­menn til dáða og treysti þannig á utan­að­kom­andi aðstoð. Þeir þurfi þar af leið­andi ekki að bera þann kostnað sem hlýst af hryðju­verk­unum sem framin eru í þeirra nafn­i. 

Hug­mynda­fræðin lifir

Í hlað­varp­inu er bent á annað vanda­mál og teng­ist það útbreiðslu hryðju­verka­sam­tak­anna í öðrum lönd­um, til að mynda í Líb­íu, Níger­íu, Afganistan, Sádi-­Ar­ab­íu, Alsír, Egypta­landi og í Evr­ópu. Og alls staðar eru þau ásótt eða á flótta. 

Fawaz A. GergesEn tíma hug­mynda­fræð­ar­innar þarf ekki að vera lokið þrátt fyrir ósigr­ana und­an­far­ið. Þetta segir Fawaz A. Gerges, pró­fessor í alþjóða­sam­skiptum við London School of Economics and Polit­ical Sci­ence. Hann telur að einnig þurfi að líta til Al-Qa­eda en sam­tökin vilja sýn­ast skyn­sam­ari en Íslamska rík­ið. Stuðn­ings­menn þeirra gætu þess vegna farið yfir til Al-Qa­eda eða ann­arra hryðju­verka­sam­taka og með þeim hætti gæti hug­mynda­fræðin lifað áfram.

En svo mikið er víst að Íslamska ríkið hefur náð undir sig landi með ógn­unum og hroða­verkum og mark­mið þess að verða kalífa­dæmi hefur ræst að ein­hverju leyti. En nú þegar sam­tökin eru á flótta og líkur eru á að þau verði að flýja land­laus inn í eyði­mörk­ina þá er ekki ósenni­legt að enda­lok þeirra séu í nánd. En annað er líka víst; að hug­mynda­fræðin lifir áfram þrátt fyrir enda­lok Íslamska rík­is­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None