Rússíbanareið á mörkuðum og flestir hagvísar jákvæðir

Þó hlutabréfamarkaður á Íslandi hafi á þessu ári verið að gefa hressilega eftir, þá er staða efnahagsmála að mörgu leyti mjög góð.

Kauphöll
Auglýsing

Miklar sveiflur hafa ein­kennt þróun mála á hluta­bréfa­mark­aði á und­an­förnum vik­um, en mikil hækkun varð á virði félaga í kaup­höll­inn í gær. ­Sam­ræmd vísi­tala mark­að­ar­ins hækk­aði um 2,64 pró­sent en mesta hækk­unin varð á bréfum Icelandair Group, 4,52 pró­sent í við­skiptum upp á 1,3 millj­arða króna.

Mikil lækkun

Félagið hefur lækkað mikið að und­an­förnu, eins og fjallað var um í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans Eins og sést á þessari mynd frá Keldunni, þá hækkuðu félög töluvert á markaðnum í gær.fyrir skömmu, og má því með sanni segja að hækk­unin á félag­inu hafi verið kær­kom­in. Frá því apríl hefur félagið þó rýrn­að í verði um tæp­lega 70 millj­arða króna.

Sím­inn hækk­aði einnig mik­ið, eða um 3,7 pró­sent. Önnur félög hækk­uðu um á bil­inu 1,5 til þrjú pró­sent, að HB Granda und­an­skildu en það ­lækk­aði um 1,09 pró­sent í við­skiptum upp á aðeins eina millj­ón.

Auglýsing

Gengið styrk­ist

Sam­hliða tölu­vert miklum sveiflum á hluta­bréfa­mark­aði, og ­nei­kvæðri ávöxtun á honum á þessu ári, sé horft til sam­ræmdu vísi­töl­unn­ar, þá hefur gengi krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum haldið áfram að ­styrkj­ast. Þannig er pundið komið í 145 krón­ur, en það kost­aði 206 krónur fyr­ir­ ári síð­an. Evran er nú á 128 krónur en kost­aði 150 krónur fyrir ári, og það ­sama má segja um Banda­ríkja­dal. Hann kostar nú 114 krónur en kost­aði 136 krón­ur ­fyrir ári.

Brexit kosningin frá því í sumar, þar sem almenningur í Bretlandi kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu, hefur haft mikil áhrif á gjaldeyrismörkuðum. Pundið hefur veikst mikið. Þetta hefur umtalsverð áhrif yfir Íslands, enda Bretland eitt stærsti markaðssvæði íslenskra útflutningsfyrirtækja, ekki síst í sjávarútvegi.

Mikið gjald­eyr­is­inn­streymi

Ástæðan fyrir styrk­ingu krón­unnar er í stuttu máli sú að gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum hefur verið gríð­ar­lega mik­ið, og er ­á­ætlað að það verði yfir 430 millj­arðar á þessu ári. Þá kúvent­ist skulda­staða ­ís­lenska þjóð­ar­búss­ins við útlönd þegar leyst var úr greiðslu­jafn­að­ar­vand­an­um ­sem slitabú föllnu bank­anna sköp­uðu, með því að ríkið fékk til sín tæp­lega 500 millj­arða krónu­eignir slita­bú­anna. Gjald­eyr­is­út­streymi vegna skulda í útlönd­um er því mun minna nú en það hefur verið um ára­tuga­skeið.

Hvar er æski­legt að hafa geng­ið?

Spurn­ingin sem margir spyrja sig að, er hvar æski­legt er að geng­i krón­unnar sé, þannig að það á æski­legum stað fyrir þjóð­ar­bú­ið. Útflutn­ings­fyr­ir­tæki og fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, sem fá tekjur í erlendri mynt, hafa kvart­að nokkuð yfir styrk­ing­unni að und­an­förnu, en styrk­ingin hefur þó hjálpað til við að halda verð­lagi niðri, þar sem verð á inn­fluttum vörum hefur hald­ist lægra en það hefði ann­ars ver­ið. Þá hjálp­aði mikil verð­lækkun á olíu, úr 110 ­Banda­ríkja­dölum á tunnu af hrá­olíu árið 2014 niður í 26 Banda­ríkja­dali í febr­úar á þessu ári, mikið til. Verðið á olíu hefur verið að þok­ast upp á við að und­an­förnu og kostar tunnan af hrá­olíu nú tæpa 50 Banda­ríkja­dali. Hald­i ol­ían áfram að hækka gæti það hæg­lega leitt til meiri verð­bólgu á Íslandi, og ­gert rekstur flug­fé­laga og útgerða meira krefj­andi.

Flestar spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi hækkun á gjald­eyr­is­inn­streymi vegna ferða­þjón­ust­unnar og er gert ráð fyrir að það fari yfir 500 millj­arða á næsta ári, og að heild­ar­fjöldi ferða­manna fari yfir 2,2 millj­ón­ir.

Jákvæðir hag­vísar

Um þessar mundir eru flestir hag­vísar úr íslenska hag­kerf­inu að miða í rétta átt, sé mið tekið af mati fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs, en það kom ­saman 3. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þetta var fjórði fundur ráðs­ins á árinu en næsti fund­ur­inn fer fram 16. des­em­ber.

Í ráð­inu sitja Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, og Unn­ur G­unn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Í til­kynn­ingu eftir fund­inn, sem birt­ist á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, segir að „þjóð­hags­leg­ar að­stæður hafi í meg­in­at­riðum verið fjár­mála­kerf­inu hag­stæðar und­an­far­in miss­er­i.“ Hag­vöxtur hefur verið þrótt­mik­ill, dregið hefur úr atvinnu­leysi, ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­ila auk­ist hröðum skrefum og hagn­aður fyr­ir­tækja ver­ið á­gæt­ur. „Heim­ili og fyr­ir­tæki hafa að tölu­verðu leyti nýtt góða stöðu til þess að lækka skuldir og bæta eig­in­fjár­stöðu. Útlána­vöxtur hefur verið hóf­legur um ­leið og aðgangur inn­lendra aðila að erlendum láns­fjár­mörk­uðum hefur orð­ið greið­ari. Þrátt fyrir öran vöxt eft­ir­spurnar hefur við­skipta­af­gangur hald­ist veru­legur og verð­bólga lít­il. Ytri staða þjóð­ar­bús­ins er á heild­ina litið með­ á­gætum og gjald­eyrisforði vel nægj­an­legur til að styðja við almenna los­un fjár­magns­hafta,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Verð­bólga mælist nú 1,8 pró­sent, en hún hækk­aði óvænt úr 0,9 pró­sent­um, vegna mis­taka Hag­stofu Íslands, en hún hafði van­á­ætl­að á­hrifin af hækkun hús­leigu inn í vísi­töl­unni nokkur miss­eri á und­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None