Neyðarlán Kaupþings: Hvað gerðist, hvenær, hverjir tóku ákvörðun og hvert fóru peningarnir?

Nýjar upplýsingar hafa verið opinberaðar um símtal sem leiddi af sér 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings. Enn eru upplýsingar um hver ákvað að veita lánið misvísandi og á huldi í hvað það fór.

Neyð­ar­lán Seðla­banka Íslands til Kaup­þings 6. októ­ber 2008 hefur reglu­lega ratað í fréttir á und­an­förnum árum. Það var upp á 500 millj­ónir evra, tæp­lega 78 millj­arða króna á gengi þess dags sem lánið var veitt. Tæpur helm­ingur láns­ins end­ur­heimt­ist aldrei þar sem veðið sem sett var fyrir lán­inu, danski bank­inn FIH, var fjarri því jafn verð­mætur og talið var í fyrstu.

Lánið komst aftur í hámæli í gær­kvöldi eftir að Kast­ljós og fréttir Stöðvar 2 birtu vitna­skýrslu frá 2012 þar sem það er til umfjöll­un­ar. Þar komu fram upp­lýs­ingar um inni­hald sím­tals milli Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns banka­stjórnar Seðla­banka Íslands, sem átti sér stað skömmu fyrir hádegi 6. októ­ber 2008. Eftir sím­talið lá fyrir ákvörðun um að veita lánið til Kaup­þings.

Blaða­menn Kjarn­ans hafa fjallað ítar­lega um þessa lán­veit­ingu árum sam­an. Hér að neðan eru helstu þættir máls­ins skýrð­ir.

Hvernig var ákvörð­unin tek­in?

Ljóst er að ákvörðun um veit­ingu láns­ins var tekin sam­dæg­urs, þann 6. októ­ber 2008. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis eru nokkrir vitn­is­burðir sem varpa frekara ljósi á hvernig ákvörðun um lán­veit­ing­una var tek­in.

Hún lá til dæmis ekki fyrir klukkan 8:30 um morg­un­inn þegar Björg­vin G. Sig­urðs­son, þáver­andi við­skipta­ráð­herra, lagði fram frum­varp sem síðar varð þekkt undir heit­inu neyð­ar­lög­in. Í því frum­varpi var ekki ákvæði sem gerði Seðla­bank­anum kleift að taka veð í FIH bank­an­um.

Það breytt­ist síðar um dag­inn. Í skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni segir Sig­ríður Loga­dótt­ir, yfir­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans, að þennan morgun hafi það komið upp að Kaup­þing er í vand­ræðum og það endar með því að Seðla­bank­inn ákveður að lána Kaup­þingi gegn veði í öllu FIH-­bank­anum og það er sem sagt ákveðið á hádeg­i.“

Í vitna­­skýrslu yfir Sturlu Páls­­syni, fram­­kvæmda­­stjóra ­mark­aðsvið­­skipta og fjar­stýr­ing­ar hjá Seðla­­banka Íslands, hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara árið 2012 kemur fram að sím­tal milli Dav­­íðs Odds­sonar og Geirs H. Haarde, þar sem rætt var um lán­veit­ing­una, hafi átt sér stað klukkan 11.57 mán­u­dag­inn 6. októ­ber. Þar segir einnig að það hafi farið fram í gegnum síma Sturlu, sem var við­staddur sím­tal­ið. Við skýrslu­tök­una sagði Sturla að Davíð hafi vitað að sími Sturlu væri hljóð­­rit­aður og því frekar tekið sím­talið úr síma sam­­starfs­­manns síns en úr sínum eig­in. Eng­inn annar var við­staddur sím­tal­ið.

Í vitna­­skýrsl­unni er birt end­­ur­­rit af hluta sím­tals­ins, og er það í fyrsta sinn sem slíkt er birt opin­ber­­lega. Þar er haft eftir Dav­­íð: „Í dag getum við skrapað saman 500 millj­­ónir evra og erum þá nátt­úru­­lega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaup­­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­­bank­­anum líka sko.“

Eftir að sím­tal­inu lauk hringdi Davíð í Hreiðar Má Sig­­urðs­­son, þáver­andi for­­stjóra Kaup­­þings, og til­­kynnti honum að Kaup­­þing myndi fá fyr­ir­greiðsl­una sem beðið hefði verið um. Í vitna­­skýrsl­unni segir að: „Aðspurður um hvenær sú ákvörðun hefði legið fyrir að SÍ ætl­­aði að hjálpa Kaup­­þingi en ekki  kvað SP að DO hafa sagt að ekki yrði hæg að bjarga báðum bönk­­un­­um. DO hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pen­ing ekki til baka og að ákvörð­unin hafi í raun ver­ið GHH.“

Klukkan 13:34 bár­ust skila­boð frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu til við­skipta­ráðu­neyt­is­ins þar sem það var beðið um að bæta þessu ákvæði inn.

Var allur gjald­eyr­is­vara­forð­inn lán­að­ur?

Lánið sem Kaup­þing fékk var nán­ast allur nettó gjald­eyr­is­vara­forði Seðla­bank­ans, eða sá gjald­eyrir sem var vistaður í bank­anum og var á pari við eigin fé hans.

Til við­bótar hafði Seðla­bank­inn hins vegar yfir erlendu reiðufé sem var vistað ann­ars staðar og lána­línum sem hægt væri að draga á. Það er því rétt að nán­ast allur gjald­eyrir í Seðla­bank­anum hafi verið lán­að­ur, en rangt að allur gjald­eyr­is­vara­forð­inn hafi verið lán­að­ur.

Hver fór með yfir­ráð yfir­ FI­H ­bank­an­um?

Upp­haf­lega var lánið veitt til fjög­urra daga. Kaup­þing féll hins vegar í milli­tíð­inni og Fjár­mála­eft­ir­litið tók yfir bank­ann 9. októ­ber 2008. Það var því ljóst að bank­inn þyrfti að ganga að veð­inu. En upp kom vanda­mál. Það var ekki ljóst hvort seðla­bank­inn mátti raun­veru­lega eiga fjár­mála­fyr­ir­tæki á borð við FIH.

Á neyð­ar­laga­dag­inn, eftir hádeg­ið, sendi for­sæt­is­ráðu­neytið bón á við­skipta­ráðu­neytið um að breyta neyð­ar­lög­unum þannig að seðla­bank­anum væri gert kleift að eiga fjár­mála­fyr­ir­tæki, svo Seðla­bank­inn gæti tek­ið FIH sem veð fyrir lán­inu til Kaup­þings. Davíð Odds­son þrýsti á þetta ákvæði í sím­tali við ráðu­neyt­is­stjóra við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.

Líkt og frægt er orðið þá breytti ráðu­neytið frum­varp­inu með þeim hætti að nafn FIH var sér­stak­lega tekið fram í stað þess að ákvæðið væri almennt. Við það varð allt vit­laust, enda væg­ast sagt ekki gott fyrir banka að það sé sér­stak­lega til­tekið í lögum að ríki geti tekið hann yfir.  Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar segir að seðla­banka­fólk hafi fengið „"sjokk“ og Davíð nátt­úru­lega tromp­að­ist, þannig að hann hérna talar við Jón­inu [Lár­us­dóttur þá ráðu­neyt­is­stjóra í við­skipta­ráðu­neyt­inu] og bara gjöra svo vel að taka þetta út „med det samme“.

Við­skipta­ráðu­neytið brást við með því að fella ákvæðið með öllu út úr neyð­ar­lög­un­um, ekki með því að gera það almennt.

Þar sem heim­ild Seðla­bank­ans að halda á FIH var ekki til staðar í lög­unum skap­að­ist mikil óvissa um það eftir fall Kaup­þings hvort Seðla­bank­inn gæti raun­veru­lega gengið að veð­inu. Mikil átök áttu sér stað milli hans og slita­stjórnar Kaup­þings um hvor færi með for­ræði yfir FIH sem stuð­aði dönsk stjórn­völd mik­ið.

Var FI­H ­gott veð?

Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, sagði í Kast­ljós­inu sama dag og neyð­ar­lánið var veitt að hann „rétt­læti það að við höfum fengið þessa fyr­ir­greiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðla­bank­inn er öruggur um að fá þessa pen­inga til baka […] Ég get sagt það kinn­roða­laust“.

Davíð Odds­son sagði dag­inn eftir í sama þætti að ef lánið feng­ist ekki greitt þá myndi „Seðla­bank­inn eign­ast mjög góðan banka í Dan­mörku, FIH“.

Það kom fljót­lega í ljós að FIH, sem var á þessum tíma sjötti stærsti banki Dan­merk­ur, var ekki sá happa­fengur sem bæði lán­veit­endur og lán­tak­endur stórs hluta gjald­eyr­is­forða íslensku þjóð­ar­innar á þeim tíma þegar lánið var veitt vildu meina. Staða bank­ans var verri en haldið hafði verið fram.

Þann 30. júní 2009 þurfti danska ríkið að veita FIH víkj­andi lán upp á 1,9 millj­arða danskra króna. Til við­bótar ábyrgð­ist danska ríkið mán­uði síðar skulda­bréfa­út­gáfu FIH upp á 50 millj­arða danskra króna, um eitt þús­und millj­arða íslenskra króna. Aðstoðin var veitt undir for­merkjum svo­kall­aðs „Bankapakka II“ sem danska ríkið hafði sett saman til að bjarga sínu banka­kerfi. Pakk­inn sner­ist um að ábyrgj­ast inn­lán og skulda­bréfa­út­gáfu danskra fjár­mála­fyr­ir­tækja ­sem eftir því ósk­uðu. Danska ríkið var því í reynd búið að bjarga eign íslenska Seðla­bank­ans.

Danska banka­sýslan (Fin­ansiel Stabilittet) og danska fjár­mála­eft­ir­litið (Fin­an­stil­sy­net) fylgd­ust náið með því hvern­ig FIH bragg­að­ist og þrýstu mikið á að leyst yrði úr eig­enda­málum bank­ans til að hann gæti fjár­magnað sig á mark­aði.

FIH bankinn í Danmörku hefur reynst örlagavaldur í íslensku efnahagslífi.

Þegar leið á haustið 2010 taldi Seðla­banki Íslands, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, raun­veru­lega hættu á því að FIH yrði tek­inn yfir af dönskum stjórn­völdum ef ekki tæk­ist að selja bank­ann mjög hratt. Um miðjan sept­em­ber var þeim skila­boðum komið á fram­færi við Seðla­bank­ann að allt hlutafé í FIH yrði mögu­lega skrifað niður og hann tek­inn yfir af danska fjár­mála­eft­ir­lit­inu ef bank­inn yrði ekki seldur fyrir þriðju­dag­inn 21. sept­em­ber 2010. Ef það hefði verið gert hefði veð Seðla­bank­ans í FIH orðið verð­laust og krafa hans yrði almenn krafa í þrotabú Kaup­þings.

Var hægt að fá meira fyr­ir FIH?

Því var sagt frá því í sept­em­ber 2010 að FIH hefði verið seld­ur. T­veir hópar voru sagðir hafa barist um að kaupa FIHBerl­inske Tidende sagði frá því að hærra til­boðið væri aðeins hærra en 500 millj­ónir evra en að hitt væri aðeins lægra og byði upp á auknar greiðslur síðar meir. Í dönskum fjöl­miðlum var sagt að Seðla­banki Íslands vildi taka fyrra til­boð­inu. Þessi ­at­burða­r­ás og til­urð hærra til­boðs­ins hefur hins vegar ekki verið stað­fest af þeim aðilum sem áttu hlut að máli.

Því síð­ara var hins vegar tekið og hefur ekki verið upp­lýst af hverju það var. Vert er hins vegar að taka fram að danska banka­sýslan myndi á end­anum taka ákvörðun um hver fengið að eign­ast bank­ann. Inn í þá ákvörðun gæti ýmis­legt annað spilað en bara upp­hæð, til dæmis hæfi til að eiga banka.

Í til­kynn­ingu frá Seðla­banka Íslands var sagt að kaup­verðið á FIH væri 103 millj­arðar króna, eða 670 millj­ónir evra. Því virt­ist sem Seðla­bank­inn hefði hagn­ast veru­lega á þess­ari „fjár­fest­ing­u“. Það átti eftir að reyn­ast fjarri sann­leik­an­um.

Nýir eig­endur stað­greiddu ein­ungis um helm­ing þeirra upp­hæðar sem Kaup­þing hafði fengið lán­aða, 39 millj­arða króna eða um 255 millj­ónir evra. Afgang­ur­inn var selj­enda­lán sem Seðla­bank­inn veitti nýjum eig­endum og átti að end­ur­greið­ast að ákveðnum skil­yrðum upp­fylltum fram til loka árs­ins 2014.

Selj­enda­lánið bar enga vexti. Auk þess var sam­þykkt að afskriftir allra eigna sem voru á efna­hags­reikn­ingi FIH þegar hann var seldur myndu drag­ast frá lán­inu. Á hinn bóg­inn myndi virði þess aukast ef helm­ings­hlutur sem FIH átti óbeint í skart­gripa­fram­leið­and­an­um Pand­oru myndi hækka. Að lokum var sett inn ákvæði um að end­ur­heimt Seðla­bank­ans yrði meiri ef kaup­enda­hóp­ur­inn næði fjár­fest­ingu sinni til baka fyrir árs­lok 2015.

Hvernig spil­að­ist úr FIH?

Síðan kaup­samn­ing­ur­inn var gerður hef­ur FIH af­skrifað upp­hæð sem sam­svarar upp­hæð selj­enda­láns­ins. Í ljós kom að útlán bank­ans voru fjarri því að vera jafn trygg og af var lát­ið. Það átti sér­sta­lega við um lán til félaga í fast­eigna­rekstri og bygg­inga­iðn­að­i. Berl­ingske Tidende greindi frá því árið 2011 að FIH hefði verið pen­inga­baukur fyrir áhættu­fjár­festa í þessum geirum, sem gengu undir nafn­inu Millj­arða­mær­inga­klúbb­ur­inn, á meðan bank­inn var í eigu Kaup­þings. Flestallir með­limir þess klúbbs eru gjald­þrota í dag og greiddu ekki lán sín til baka.

Í maí síð­ast­liðnum hætti FIH í raun að vera banki þegar það seldi 2/3 af við­skipta­vinum sínum til Spar Nord. Í ágúst var síðan sam­þykkt að selja lán 24 stóra við­skipta­vina til við­bótar til Nykredit-­bank­ans. FIH lánar því ekki lengur út fé og tekur ekki við nýjum inn­lán­um. Frá og með mars­mán­uði munu inn­láns­eig­endur sem enn eiga inn­stæður hjá bank­anum meira að segja að þurfa að borga honum fyrir að geyma pen­ing­anna sína. Eina sem eftir er af upp­haf­legri starf­semi FIH er fyr­ir­tækja­ráð­gjöf bank­ans.

Það spil­að­ist því ekki vel úr FIH.

Hvað varð um pen­ing­ana?

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, skrif­aði grein í Frétta­blaðið í októ­ber 2014 þar sem hann sagði að ekk­ert „af fjár­magn­inu sem Kaup­þing fékk frá Seðla­banka Íslands var notað til kaupa á eigin skulda­bréfum Kaup­þings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjár­magnið var nýtt til að tryggja aðgang við­skipta­vina bank­ans í fjöl­mörgum löndum Evr­ópu að banka­inni­stæðum sín­um, tryggja aðgang dótt­ur­banka Kaup­þings í Evr­ópu að lausafé og mæta veð­köllum bank­ans vegna fjár­mögn­unar hans og við­skipta­vina hans á verð­bréfum hjá alþjóð­legum bönkum í Evr­ópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaup­þings og við­skipta­vina bank­ans.

Eng­inn eig­andi, við­skipta­vin­ur, stjórn­andi eða starfs­maður bank­ans hagn­að­ist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðla­banka Íslands. Engar óeðli­legar fjár­magns­hreyf­ingar áttu sér stað með and­virði láns­ins og starfs­menn Kaup­þings sem komu að ráð­stöfun láns­ins gengu til sinna starfa af heið­ar­leika.“

Í gæslu­varð­halds­úr­skurði yfir Magn­úsi Guð­munds­syni, fyrrum for­stjóra Kaup­þings í Lúx­em­borg, frá árinu 2010 segir hins vegar að lán­veit­ingar til ýmissa vild­ar­við­skipta­vina bank­ans, kaup á eigin skulda­bréfum og aðrir fjár­mála­gern­ingar sem hafa verið til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi verið fram­kvæmdir eftir veit­ingu neyð­ar­láns­ins. Þar segir einnig að „um­ræddar lán­veit­ingar hafi falið í sér mjög mikla fjár­tjóns­hættu fyrir Kaup­þing banka hf. Gríð­ar­lega háar fjár­hæðir hafi verið lán­aðar eign­ar­lausum félögum til afar áhættu­samra við­skipta og hags­munum hlut­hafa og kröfu­hafa með því stefnt í stór­fellda hættu. Síð­ustu lán­veit­ing­arnar hafi átt sér stað eftir gild­is­töku neyð­ar­lag­anna og veit­ingu Seðla­banka Íslands á 500.000.000 EUR neyð­ar­láni til Kaup­þings banka hf.“

Í febrúar í fyrra sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri við RÚV að hann ætlaði að láta taka saman opinbera skýrslu um tildrög þess að Kaupþing fékk neyðarlánið. Ekkert hefur spurst til þeirrar skýrslu.
mynd: Birgir Þór Harðarson

Komið hefur fram í gögnum að sér­stakur sak­sókn­ari telur að til­gangur hluta þess­ara við­skipta­vina hafi verið að „flytja fallandi verð­gildi skulda­bréf­anna af eig­endum þeirra og yfir á Kaup­þing á Ísland­i“.

Hvaða máli skiptir að upp­lýsa þetta?

Í októ­ber 2014 greindi Kjarn­inn frá því að tap skatt­greið­enda vegna láns­ins til Kaup­þings sé 35 millj­arðar króna. Þá er ekki tekið inn í dæmið sá vaxta­kostn­aður sem til dæmis hefði verið hægt að spara ef þeir fjár­munir hefðu verið nýttir í að greiða niður lán íslenska rík­is­ins, eða sá þjóð­hags­legi ábati sem orðið hefði ef féð væri notað til ann­arra sam­fé­lags­legra verk­efna.

Þrátt fyrir gríð­ar­lega mikla fjöl­miðlaum­fjöllun um málið eru hins vegar enn mis­vísandi mein­ingar um það hver tók ákvörðun um veit­ingu láns­ins. Yfir­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans sagði við rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að Seðla­bank­inn hefði ákveðið að veita lán­ið. Geir H. Haarde sagði í sjón­varps­við­tali í októ­ber 2014 að Seðla­bank­inn hefði haft fulla heim­ild til að veita lán­ið. Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða, sagði í mál­flutn­ingi fyrir hér­aðs­dómi telja að þau fölsku hug­hrif ­sem kaupin hefðu valdið hefðu átt þátt í að Seðla­bank­inn veitti umrætt lán. Davíð Odds­son sagði í Reykja­vík­ur­bréfi um liðna helgi að rík­is­stjórn Geirs H. Haarde hefði tekið ákvörð­un­ina. Már Guð­munds­son, núver­andi Seðla­banka­stjóri, hefur hins vegar síðar sagt að ábyrgðin á lán­inu hvíli alltaf á end­anum á Seðla­bank­an­um. Það liggur því alls ekki fyrir hvernig lánið var veitt.

Til er sím­tal milli Geirs og Dav­íðs frá 6. októ­ber 2008 þar sem þeir ræða lán­veit­ing­una. Geir hefur ekki viljað veita heim­ild fyrir því að upp­takan verði gerð opin­ber.

Í febr­­úar 2015 skrif­aði Dav­íð Reykja­vík­­­ur­bréf í Morg­un­­blað­ið. Þar sagði að þar sem gjald­eyr­is­vara­­­forði Seðla­­­banka Íslands í októ­ber 2008 var til­­­kom­inn vegna skulda­bréfa­út­­­­­gáfu rík­­­is­­­sjóðs hafi banka­­­stjórar Seðla­­­bank­ans litið svo á að það það yrði að vera vilji rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­inn­­­ar, ekki bank­ans, sem réði því hvort Kaup­­­þing fengi hann nán­­­ast allan að láni þennan dag. Í Reykja­vík­­­ur­bréf­inu stóð: „Þeir sem báðu um aðstoð­ina [Kaup­­­þing] héldu því fram, að rík­­­is­­­stjórnin vildi að þessi fyr­ir­greiðsla yrði veitt. Þess vegna fór sím­talið við for­­­sæt­is­ráð­herr­ann fram. Til­­­viljun réð því að það sím­­­tal var hljóð­­­rit­að. Þess vegna átti fyr­ir­greiðslan sér að lokum stað gegn alls­herj­­­­­ar­veði í banka sem tal­inn var standa mjög ríf­­­lega undir því.“ Að sögn Dav­­íðs var það því Geir sem tók ákvörð­un­ina um að lána Kaup­­þingi.

Geir, sem er núver­andi send­i­herra Íslands í Banda­­­ríkj­un­um, sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í maí í fyrra að það hafi verið mis­­­tök að veita Kaup­­­þingi lán­ið. Því miður hafi ekki allt verið sem sýnd­ist hjá bank­­­anum og hann staðið veikar en látið var. Lánið hefði því aldrei dugað til að bjarga bank­­­anum og pen­ing­­­arnir ekki farið í það sem þeir áttu að fara.  

Í svari við fyr­ir­spurn Kast­ljóss vegna nýrra upp­lýs­inga í mál­inu, sem sagt var frá í gær, sagði Geir að for­­sæt­is­ráð­herra ætti ekki að þurfa að sæta því að emb­ætt­is­­menn rík­­is­ins hljóð­­riti sam­­töl við hann „án hans vit­und­­ar“. Þá sagði hann það alveg skýrt að Seðla­­bank­inn hafi borið ábyrgð á lán­inu, þó hann hafi talið það til­­raun­­ar­innar virði. Það séu von­brigði að veð sem Seðla­­bank­inn taldi trygg, skyldu ekki hafa duga fyrir lán­inu.

Enn liggur heldur ekki fyrir í hvað pen­ing­arnir sem Kaup­þing fékk lánað fóru. Um það eru frá­sagnir mis­vísand­i. ­Mikil vilji virð­ist vera fyrir því að fá skýr og end­an­leg svör við þessum tveimur spurn­ing­um: hver tók ákvörð­un­ina og í hvað fór lán­ið.

Hefur málið verið rann­sak­að?

Engin form­leg rann­sókn hefur hins vegar farið fram á neyð­ar­lánsveit­ing­unni. Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis skoð­aði lán­veit­ing­una ítar­lega en hún var ekki á meðal þeirra mála sem nefndin til­kynnti til rík­is­sak­sókn­ara þegar hún lauk störf­um. Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heitir hér­aðs­sak­sókn­ari, hef­ur enn­fremur ekki form­lega rann­sakað mál­ið, en það getur tekið mál upp að eigin frum­kvæði.  Fjár­laga­nefnd Alþingis fjall­aði lengi um málið og kall­aði eftir ýmsum upp­lýs­ingum um það, en á vegum hennar fór ekki fram form­leg rann­sókn.

Í febr­úar í fyrra sagði Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri við RÚV að hann ætl­aði að láta taka saman opin­bera skýrslu um til­drög þess að Kaup­þing fékk neyð­ar­lán­ið. Ekk­ert hefur spurst til þeirrar skýrslu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar