Mynd: Rakel Tómasdóttir
#viðskipti #stjórnmál #sjávarútvegur

Hagnaður sjávarútvegs 287 milljarðar á sjö árum

Sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa upplifað fordæmalaust góðæri eftir hrun. Alls hafa fyrirtækin greitt eigendum sínum 54,3 milljarða í arð frá 2010, þar af 38,2 milljarða vegna áranna 2013-2015. Á sama tíma hafa veiðigjöld lækkað mikið.

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hagn­að­ist um 287 millj­arða króna á árunum 2009 til 2015. Helm­ingur þess hagn­aðar féll til á síð­ustu þremur árum. Á þessu tíma­bili hafa skuldir atvinnu­veg­ar­ins sömu­leið­ils lækkað um sam­tals 161 millj­arð króna, og stóðu í 333 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. Það gerð­ist þrátt fyrir stór­aukna fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum tveimur árum, þegar þau fjár­festu sam­tals fyrir 53 millj­arða króna. 

Atvinnu­veg­ur­inn hefur reynst ákaf­lega arð­bær fyrir eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna. Alls nema arð­greiðslur til þeirra frá byrjun árs 2010 til loka síð­asta árs 54,3 millj­örðum króna. Tæpur helm­ingur þeirra upp­hæð­ar, 38,2 millj­arðar króna, var greiddur til þeirra vegna áranna 2013, 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tölum sem Deloitte vinnur árlega upp úr árs­reikn­ingum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og kynntar voru á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem haldin var í gær.

Í sam­an­tekt­inni kemur ekki fram hvert eigið fé sjáv­ar­út­veg­ar­ins var í lok síð­asta árs, en það nam 185 millj­örðum króna í lok árs 2014. Þá hafði það auk­ist um 265 millj­arða króna frá lokum árs 2008. Ljóst er á bættri skulda­stöðu, auk­inni fjár­fest­ingu og miklum hagn­aði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna að eig­in­fjár­staðan hefur styrkst um tugi millj­arða króna í fyrra.

Veiði­gjöld lækkað um átta millj­arða

Þessi for­dæma­lausi hagn­aður sem atvinnu­veg­ur­inn er að upp­lifa er að eiga sér stað á sama tíma og veiði­gjöld, sú renta sem útgerðir greiða fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni, hefur dreg­ist mikið sam­an.

Árið 2012 voru sam­þykkt lög sem skikk­uðu útgerðir til að borga mun meira til sam­fé­lags­ins en þær höfðu áður gert í formi veiði­gjalda. Vegna fisk­veiði­árs­ins 2012/2013 greiddi útgerðin 12,8 millj­arða króna í rík­is­sjóð vegna veiði­gjalda. Lands­sam­bandi íslenskra útvegs­manna (LÍÚ), sem nú heitir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), barð­ist hat­ramm­lega gegn laga­setn­ing­unni. Í júní 2012 boð­aði sam­bandið til að mynda til mik­illa mót­mæla á Aust­ur­velli. Sjó­menn og útgerð­ar­menn fjöl­menntu til að taka þátt í þeim. Skipum íslenskra útgerða var siglt í land til að áhafnir þeirra gætu verið með og blásið var í þokulúðra skip­anna þegar inn í höfn­ina var kom­ið. Mót­mælin skil­uðu engum árangri.

Vorið 2013 tók ný rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar við völdum á Íslandi og í stefnu­yf­ir­lýs­ingu hennar kom fram að lög um veiði­gjöld yrðu end­ur­skoð­uð. Það varð eitt af fyrstu verkum þeirrar rík­is­stjórnar að sam­þykkja lög sem lækk­uðu veiði­gjöld, og voru þau sam­þykkt 5. júlí 2013. Sam­hliða var boðað að til stæði að leggja fram frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun laga um veiði­gjöld. Sú heild­ar­end­ur­skoðun hefur enn ekki átt sér stað.

Vegna þeirra breyt­inga sem ráð­ist hefur verið í hafa verða veiði­gjöld sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki greiða til rík­is­sjóðs lækkað mik­ið. Á næsta fisk­veiði­ári verða þau 4,8 millj­arðar króna, eða átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013.

Til við­bótar við veiði­gjald greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins einnig umtals­vert í tekju­skatt og trygg­inga­gjald. Sam­kvæmt sam­an­tekt Deloitte hafa tekju­skatts­greiðslur á síð­ustu sex árum til að mynda numið sam­tals 36,5 millj­örðum króna. Á sama tíma hefur útgerðin greitt 35,2 millj­arða króna í trygg­inga­gjald. Sam­tals námu bein opin­ber útgjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna – veiði­gjöld, tekju­skattur og trygg­inga­gjald – 22,6 millj­örðum króna í fyrra, sem er nákvæm­lega sama upp­hæð og greidd var af þeim árið 2014.

Á borð­inu við stjórn­ar­myndun

Ljóst er að framundan er enn ein lotan í átök­unum um hvernig eigi að fá not­endur þjóð­ar­auð­lind­ar­innar í sjónum til að greiða sann­virði til sam­fé­lags­ins fyrir afnot af henni. Málið var enn og aftur bit­bein í nýliðnum kosn­ingum og flokkar með meiri­hluta á þingi eru með það á stefnu­skránni að arð­ur­inn af nýt­ingu auð­lind­ar­innar eigi að gagn­ast fólk­inu í land­inu með meira afger­andi hætti en nú er. Og það verður fyr­ir­ferð­ar­mikið í þeim stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem nú standa yfir.

Það var reynt að ráð­ast í breyt­ingar á síð­asta kjör­tíma­bili. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp um breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu snemma árs 2015. Ljóst var frá fyrstu mín­útu að engin sátt yrði um frum­varp milli stjórn­ar­flokk­anna og snér­ust deilur þeirra fyrst og síð­ast um hver ætti að fara með for­ræði yfir fisk­veiði­kvót­an­um, ríkið eða útgerð­in. Á end­anum var frum­varpið ekki lagt fram.

Sigurður Ingi Jóhannsson reyndi að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og kvótasetja makríl. Hvorugt tókst. Hann er í dag forsætisráðherra.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Frum­varp um úthlutun mak­ríl­kvóta var ekki síður umdeilt. Upp­haf­lega stóð til að kvóta­setja mak­ríl og gefa útgerð­unum sem veitt höfðu mak­ríl­inn heim­ildir til að veiða hann. Í stað þess að úthluta kvót­anum var­an­lega til útgerð­anna, líkt og áður hafði verið gert, þá átti að fara ákveðna milli­leið og úthluta honum til sex ára með fram­leng­ing­ar­á­kvæði. Miðað við hefð­bundna reikni­reglu var heild­ar­verð­mæti mak­ríl­kvót­ans á bil­inu 150 til 170 millj­arðar króna. Því stóð til að gefa völdum útgerðum þau verð­mæti án end­ur­gjalds.

Í stuttu máli varð allt vit­laust. Ríf­­lega 51 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun á for­­seta Ís­lands að vísa í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu hverjum þeim lög­­um ­sem Alþingi sam­­þykkir þar sem fisk­veið­i­­auð­lindum væri ráð­stafað til lengri tíma en eins árs, á meðan ekk­ert ákvæði um ­þjóð­­ar­­eign á auð­lindum er í stjórn­­­ar­­skrá.

Á end­anum komst mak­ríl­frum­varpið ekki út úr atvinnu­vega­nefnd og hefur ekki verið lagt fram á ný.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar