Hinir miklu pólitísku leikir

Vinstri græn eru pólitískt sætasta stelpan á ballinu í stjórnarmyndunarviðræðum. Mikið er lagt upp úr því að sannfæra flokkinn um að hann eigi meira sameiginlegt með höfuðandstæðingi sínum en hann hafi áttað sig á, og óábyrgt sé að gera ekki málamiðlanir.

Það er patt­staða í íslenskum stjórn­málum og engin hefð­bundin leið út úr henni í aug­sýn. Leikja­fræð­ingar stjórn­mála­flokka skipt­ast á að greina landið og segja öðrum hvað sé aug­ljós­lega það eina í stöð­unni, hverju kjós­endur hafi verið að kalla eftir og hvað sé póli­tískur ómögu­leiki. Flestir leikja­fræð­ing­arnir eru, kannski eðli­lega, innan þess flokks sem mótað hefur íslenskt sam­fé­lag og stjórn­sýslu, og er vanur því að stýra báðu. Þ.e. Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur sagt að hann vilji mynda „sterka rík­is­stjórn“ á Íslandi. Nokkuð ljóst er að það í því felst að ná fleirum að borð­inu en Bjartri fram­tíð og Við­reisn, enda myndi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og þeirra tveggja flokka ein­ungis vera með eins manns meiri­hluta.

Við­reisn hefur úti­lokað að setj­ast í rík­is­stjórn með bæði Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki og nær ómögu­legt verður að telj­ast að Björt fram­tíð sam­þykki að verða þriðja hjólið undir þeim vagni.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þyrfti að gefa ansi mikið eftir til að mynda hina tæpu þriggja flokka miðju-hægri stjórn með eins manns meiri­hlut­ann. Þess vegna róa flokks­menn, Morg­un­blaðið og aðrir íhalds­sinn­aðir áhrifa­menn sem þátt taka í umræð­unni nú að því fullum fetum að fá Vinstri græna um borð í sterka rík­is­stjórn undir for­sæti Bjarna. Í þeirri leikja­fræði felst líka orð­ræða um að nú þurfi stjórn­mála­flokkar að sýna ábyrgð, koma sér saman um stuttan og hnit­mið­aðan stjórn­ar­sátt­mála um helstu mál sem fram undan séu á kom­andi kjör­tíma­bili. Það sem aðskilji flokk­anna eigi að taka út fyrir sviga og halda utan stjórn­ar­sam­starfs.

Lyk­il­verk­efni og engar breyt­ingar

Þessi skila­boð komu til að mynda mjög skýrt fram í frétta­skýr­ingu og for­síðu­frétt sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á laug­ar­dag. Fyr­ir­sögnin var: „Fá en stór lyk­il­verk­efn­i“. 

Þar sagði að nást „verði eins konar sam­nefn­ari um lyk­il­mál sem skipti grund­vall­ar­at­riði en taka önnur mál, sem skipti minna máli, út fyrir sviga þannig að hver þing­flokkur eða ein­stakir þing­menn flytji slík mál á Alþingi án þess að um stjórn­ar­frum­vörp verði að ræða.“

Þau mál sem þar er rætt um sem lyk­il­mál eru nokkuð skýr. Á meðal þeirra eru end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins, fjár­fest­ing í mennta­kerf­inu, stór­aukin önnur inn­viða­fjár­fest­ing, lausnir á bráða­vanda á hús­næð­is­mark­aði og sam­komu­lag um aðgerðir í vinnu­mark­aðs­mál­um. Sam­an­dreg­ið, mál sem allir stjórn­mála­flokkar á Íslandi eru nokkuð sam­mála um, og allar rík­is­stjórnir óháð sam­setn­ingu myndu ráð­ast í á næsta kjör­tíma­bili.

Í útvarps­við­tali 8. maí 2016 sagði Bjarni Bene­dikts­son að helstu kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kosn­ing­unum sem fram undan voru yrðu að verja stöð­ug­leika, standa gegn kerf­is­breyt­ingum og nýrri stjórn­ar­skrá. Því næst myndi flokkur hans beita sér fyrir bættri stöðu ungs fólks í vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­mál­um.

Og það er Stein­grímur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna, sem virð­ist nú heilla Sjálf­stæð­is­menn mest. Sjálf­stæð­is­menn segja í sam­tölum að hann hafi oft sýnt það í verki að hann er til­bú­inn að gera mála­miðl­anir fyrir sitt heima­kjör­dæmi. Þar nefna þeir t.d. mála­miðl­anir þegar kom að stór­iðju­upp­bygg­ingu á Bakka og olíu­leit á Dreka­svæð­inu. Þar hafi verið gef­inn afsláttur af öðrum stefnu­málum Vinstri grænna – umhverf­is­málum – til að koma á fót verk­efnum í kjör­dæmi Stein­gríms. Það sé í raun ekki langt á milli hans og Sjálf­stæð­is­flokks­ins þegar kemur að sjáv­ar­út­vegs-, land­bún­að­ar- og Evr­ópu­málum og að hægt sé að ná sátt um að ýta breyt­ingum á þeim málum til hliðar á kom­andi kjör­tíma­bili.

Sjálf­stæð­is­menn kjósa hins vegar að líta fram­hjá því að Stein­grímur var annar leið­toga einu rík­is­stjórnar Íslands­sög­unnar sem sótt hefur um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og sett­ist sjálfur sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið til að leggja á há veiði­gjöld á sjáv­ar­út­veg­inn, sem varð m.a. til þess að útgerð­ar­menn sigldu flot­anum í land árið 2012. Sam­legðin við hann í alþjóða- og sjáv­ar­út­vegs­málum er því ekki jafn aug­ljós og margir vilja af láta.

Mjög aug­ljósir átaka­punktar

Það er ýmis­legt annað sem gengur ekki upp í þessum sam­kvæm­is­leik þar sem Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur eru paraðir upp sem flokkar með mikla sam­legð. Þar ber fyrst að nefna að sam­þykktar stefnu­skrár flokk­anna eru í grund­vall­ar­at­riðum gjör­ó­lík­ar. 

Vinstri græn vilja stór­efla skatta­eft­ir­lit og skatt­rann­sókn­ir, banna nýt­ingu aflands­fé­laga, þrepa­skipt skatt­kerfi sem nýtt verði til jöfn­unar og eru með sér­staka áherslu á aukin fram­lög þeirra rík­ustu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill halda sköttum í lág­marki og að skatt­kerfið verði ein­falt, gagn­sætt og ætlað til tekju­öfl­unar fyrir rík­is­sjóð, ekki til að jafna stöðu fólks. Hann vill afnema lág­marks­út­svar svo valin sveit­ar­fé­lög geti orðið skattaparadísir til að auka sam­keppni á milli þeirra. Hann vill draga úr umsvifum hins opin­bera, meðal ann­ars með frek­ari sölu rík­is­eigna.

Það virðist allt í einu gleymt hjá Sjálfstæðismönnum að Steingrímur J. Sigfússon var sá sem lagði aukin veiðigjöld á útgerðir landsins og hefur verið holdgervingur allrar þeirrar pólitíkur sem þeir hafa þóst standa gegn. Nú er hann skínandi ljós mögulegrar samvinnu í ríkisstjórn.
mynd: Birgir Þór Harðarson

Vinstri græn vilja að gjald verði inn­heimt af nýt­ingu auð­linda, meðal ann­ars í sjáv­ar­út­vegi, og þannig verði tryggt að arð­ur­inn af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar renni til hennar ef þær eru ekki þegar nýttar með sam­fé­lags­legum hætti í þágu almenn­ings. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur á hinn bóg­inn áherslu á að virða beri „eign­ar- og ting­ar­rétt ein­stak­linga á lög­vernd­uðum auð­lindum og ekki grípa til þjóðnýtingar eða skerð­ingar á rétt­indum ein­stak­linga þegar slíkt er ekki brýn nauð­syn vegna þjóð­ar­hags.“

Í stjórn­ar­skrár­málum er stefna flokk­anna eins og svart og hvítt. Vinstri græn vilja að þeirri vinnu sem hófst með þjóð­fund­inum 2010 verði lokið og að nýja stjórn­ar­skrá eigi að klára sem byggir á til­lögum Stjórn­laga­ráðs. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill fara var­lega í breyt­ingar á stjórn­ar­skránni og telur að heild­ar­end­ur­skoðun hennar sé alls ekki æski­leg.

Því er ljóst að ef þessir tveir flokkar eigi að ná saman þá þarf að fel­ast í því mála­miðlun þar sem annar þeirra gefur eftir grund­vall­ar­stefnu sína í skatta­mál­um, auð­linda­málum og stjórn­ar­skrár­mál­um.

Flokkur Stein­gríms verður flokkur Katrínar

Annað sem taka verður með í reikn­ing­inn er að Vinstri græn eru flokkur sem er að breyt­ast. Hann var lengi vel flokk­ur­inn hans Stein­gríms, og mót­að­ist mjög af for­ingja sín­um. Styrk­leiki Stein­gríms í Norð­aust­ur­kjör­dæmi var hryggjar­stykkið í stöðu flokks­ins og fylgið því mun frekar sótt á lands­byggð­ina en í þétt­býl­ið.

Það er nú gjör­breytt. Vinstri græn sækja nú flest atkvæði sín til höf­uð­borg­ar­inn­ar. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, þar sem Katrín Jak­obs­dóttir for­maður flokks­ins leiddi lista, fékk flokk­ur­inn 20,9 pró­sent atkvæða. Það er meira en hann fékk í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem Stein­grímur leiddi. Í kjör­dæmi Katrínar fengu kerf­is­varn­ar­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, minnstan hlut­falls­legan fjölda atkvæða, eða sam­an­lagt 30,1 pró­sent. Þar er því rík eft­ir­spurn eftir grund­vall­ar­breyt­ingum á lyk­il­kerfum sam­fé­lags­ins.

Þing­manna­hópur Vinstri grænna sem nú sest á Alþingi end­ur­speglar líka að flokk­ur­inn hefur tekið stórt skref frá því að vera flokkur Stein­gríms í að vera flokkur Katrín­ar. Helm­ingur þing­mann­anna eru úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og 60 pró­sent þeirra af höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Andrés Ingi Jónsson er þingmaður Vinstri grænna.Því fer fjarri að það sé vin­sælt í þétt­býl­iskreðsum Vinstri grænna að fara í stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki. Það sést til að mynda ágæt­lega á mynd­inni hér til hlið­ar. Sá sem „tengir“ við stöðu­upp­færsl­una er Andrés Ingi Jóns­son, nýr þing­maður Vinstri grænna í Reykja­vík norð­ur.

Þessi afstaða hefur skinið í gegn víð­ar. Freyr Rögn­valds­son, blaða­maður á DV sem var á sínum tíma á meðal stofn­fé­laga Vinstri grænna en er nú óflokks­bund­inn, setti stöðu­upp­færslu á Face­book um liðna helgi þar sem hann sagði: Stuðn­ings­menn VG, og raunar ýmsir vinstri­menn aðr­ir, anar­kistar, krútt og hip­sterar, eru nú með böggum hildar af hræðslu um að VG sam­þykki sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk. Ég sé heit­streng­ingar á Face­book um íkveikjur á skrif­stofum VG og annað í slíkum dúr ef af yrði. Þó það sé nú lík­lega í nös­unum á fólki er aug­ljóst að það er mik­ill titr­ingur og þar með er Katrín Jak­obs­dóttir sett í stöðu sem elur af sér „póli­tískan ómögu­leika“.

Þess í stað eru líkur til að á Íslandi verði mynduð hægri­s­inn­að­asta frjáls­hyggju­stjórn sem sögur fara af með Sýru-­stjórn­inni (ACiD). Ef af verður og afstöðu VG liða verður um að kenna, þá skulu þeir spyrja sig hvort til mik­ils hafi verið unn­ið.“

Björg Eva Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna, svarar þessum áhyggjum Freys í stöðu­upp­færslu og seg­ir:

Björn Valur Gísla­son, vara­for­maður Vinstri grænna, segir á heima­síðu sinni um helg­ina að skila­boð kjós­enda hafi verið þau að stjórn­mála­menn ættu að ræða sig saman til lausna, þvert á flokka. „Það kallar á mála­miðl­an­ir, það kallar á mark­vissa vinnu um að ná utan um verk­efni sem verður að leysa. Þetta vissu kjós­endur fyrir kosn­ing­ar. Það eru því engin vöru­svik af hálfu stjórn­mála­manna í því að miðla málum sín á milli. Þvert á móti reynir nú á stjórn­mála­menn að gegna kjós­endum og finna leiðir til að stjórna land­inu á grunni þeirra skila­boða sem kjós­endur sendu þeim í kosn­ing­un­um.“

Sjálfur er Stein­grímur svo til við­tals í Morg­un­blað­inu í dag. Þar segir hann að sem annar stærsti flokkur lands­ins geti Vinstri græn ekki skellt í lás á fyrir fram ákveðna flokka í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. „Ef þetta fer svo að flækj­ast mikið munum við í VG sjálf­sagt ekki skor­ast undan ábyrgð þó að áherslur okkar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins séu fjar­lægar hvor annarri. Okkur í VG væri heldur eng­inn vandi á höndum í stjórn­ar­and­stöðu gagn­vart vænt­an­lega veikum stjórn­ar­meiri­hluta. Katrín hins vegar heldur á þessum við­ræðum og sjálfur er ég afar sáttur við að vera kom­inn á hlið­ar­lín­una.“

Það er því ljóst að afstaða lyk­il­fólks innan Vinstri grænna til sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er mjög tvístr­uð.

Vinstri græn eiga fleiri mögu­leika, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki

Opin­ber afstaða Katrínar Jak­obs­dóttur hefur verið nokkuð stöðug: hún telur að of langt sé á milli flokk­anna tveggja til að þeir geti myndað rík­is­stjórn og að hugur hennar standi fyrst til að reyna á myndun rík­is­stjórnar frá miðju til vinstri. Sú afstaða kom fyrst nokkuð skýrt fram í við­tali við Kjarn­ann í júlí, þegar hún sagði að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði stimplað sig „frá sam­­starfi við stjórn­­­ar­and­­stöð­una þegar hann lýsti því yfir að hann muni berj­­ast gegn öllum kerf­is­breyt­ing­­um.“ Hún sagði einnig:

„Við höfum verið algjör­lega afdrátt­ar­laus með það allan tím­ann að við viljum vinna til vinstri. Þannig viljum við vinna og ég tel eðli­legt að ef stjórn­ar­and­staðan fær til þess um umboð þá er eðli­legt að hún myndi rík­is­stjórn byggða á mál­efn­um[...]Við liggjum lengst frá Sjálf­stæð­is­flokknum í okkar stefn­u.“

Fyrir liggur að Vinstri grænum liggur ekk­ert á að flýta sér í stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í þeirri við­ræðu­lotu sem nú stendur yfir. Standi vil­yrði nær allra flokka um að þeir muni ekki vinna með bæði Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki er ljóst að staða Sjálf­stæð­is­flokks er þröng. Hann hefur í raun tvo mögu­leika: þriggja flokka rík­is­stjórn með Bjartri fram­tíð og Við­reisn með lít­inn meiri­hluta og miklar kröfur um kerf­is­breyt­ing­ar, eða þriggja til fjög­urra flokka rík­is­stjórn þar sem Vinstri grænum er bætt við.

Hinir þrír flokk­arn­ir, Vinstri græn, Við­reisn og Björt fram­tíð, hafa annan mögu­leika í stöð­unni, og það er að mynda minni­hluta­stjórn til vinstri, með eða án Fram­sókn­ar­flokks­ins en með aðkomu eða stuðn­ingi Pírata og Sam­fylk­ing­ar. Það yrði alltaf mjög flókin stjórn­ar­mynd­un, og ákaf­lega erfitt stjórn­ar­mynstur, en lík­legra að allir flokk­arnir þrír – Vinstri græn, Við­reisn og Björt fram­tíð – myndu fá fleiri af sínum grund­vall­ar­stefnu­málum í gegn þar en í stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Gangi slík stjórn­ar­myndun ekki þá er alltaf hægt að reyna aðra lotu af við­ræðum við Sjálf­stæð­is­flokk­inn þar sem allir geta borið fyrir sig ábyrgð og nauð­syn þess að leysa stjórn­ar­kreppu. Það gæti þó liðið nokkuð langur tíma þar til að sú staða kæmi upp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar